Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 49
MORGUN.BLAÐIÐ ÞRIDJyDApUR 19, DgSEMljER 1989 49 Áfengismál og Evrópubandalagið eftir Hildigunni Ólafsdóttur Áfengismál í löndum Evrópubandalagsins Með innri markaði Evrópubanda- lagsins (EB) má búast við miklum breytingum i áfengismálum í öllum löndum Evrópu. Líklegt er að á næstu árum fari ágreiningur um áfengismál vaxandi og þar takist á annars vegar viðskiptasjónarmið og hins vegar velferðar- og heilbrigðis- sjónarmið. í Evrópubandalaginu er litið á áfengi eins og hveija aðra markaðsvöru og markmiðið er að hagnast sem mest á aukinni sölu áfengis jafnt og annarrar fram- leiðslu. Þótt ekkert Norðurlandanna sem eru utan Evrópubapdalagsins (Danmörk er þegar í Evrópubanda- laginu) verði aðili að því á næstu árum stefna þau öll að tengslum við bandalagið. Slík tengsl við EB kunna að hafa áhrif á áfengis- neyslu, drykkjuvenjur og skaðlegar afleiðingar áfengisneyslu á Norð- urlöndum. Borið saman við EB- ríkin hafa Finnland, ísland, Noreg- ur og Svíþjóð sett miklar hömlur á áfengisneyslu. Þetta hefur verið ein helsta ástæða þess að áfengisneysla er minni í þessum löndum en í EB-löndunum eins og sést á með- fylgjandi töflu með þeirri undan- tekningu þó að áfengisneysla í Finnlandi er meiri en í Grikklandi og á írlandi. Allt bendir til þess að á næstu árum verði sérstaða Dan- merkur innan Norðurlandanna í áfengismálum enn meiri en nú er. Innri markaður EB byggir á því að fijálst sé að flytja fjármagn, vörur, þjónustu og vinnuafl innan Evrópubandaiagsins. Nú eru skatt- ar á áfengi misháir í EB-iöndunum og áfengi því misdýrt. Sem dæmi má nefna að viskíflaska kostar þrisvar sinnum meira í Danmörku en á Ítalíu. EB stefnir að þvf að samræma skattana þannig að þeir verði alls staðar þeir sömu eða að lágmarksskattar verðu samþykktir eins og síðustu hugmyndir herma. Ef þessi áform ná fram að ganga minnka skatttekjur ríkjanna af áfengi verulega í löndum eins og Bretlandi, írlandi og Danmörku. Þessi áform hafa mætt andstöðu heima fyrir þar sem reiknað er með aukinni áfengisneyslu í kjölfar mik- illar lækkunar á verði áfengis og auknum vandamálum á sama tíma og það fjármagn sem ríkin hafa til ráðstöfunar til að glíma við vanda- málin verður minna. Áfengi sem landbúnaðarmál UM 60% af öllu víni í heiminum eru framleidd í löndum Evrópu- bandalagsins og framleiðsla annars áfengis er umtalsverð. Þegar fjallað er um áfengismál í löndum Evrópu- bandalagsins eru þau því oftast skoðuð sem landbúnaðarmál en ekki heilbrigðismál. Þótt dregið hafi úr áfengisneyslu hefur ekki dregið úr offramleiðslu á áfengi í vínyrkjulöndunum á síðasta áratug. Þau reyna því að stækka markaðinn annars staðar. Við þekkjum kjöt- og smjörfjöll og á sama líkinga- máli er talað um vínvatn í Evrópu. Til að grynnka það vatn er horft til Norðurlanda og þau talin vera áhugaverður vínmarkaður. í lögum og reglugerðum EB- landanna má finna margvísleg ákvæði um áfengi en sérstök áfeng- islög sem hornstein að heildarstefnu í áfengismálum þekkja þessi lönd ekki. Þau hafa því ekki neina stefnu í áfengismálum aðra en þá að selja sem mest áfengi. Hömlur eins og áfengiseinkasala, verðstýring á áfengi og lágmarksaldur við áfeng- iskaup eru ekki notaðar til að stýra neyslunni. Meðferð er sjaldan beitt til að fást við afleiðingar af áfengis- neyslu og áfengisauglýsingar heyr- ast oftar en fræðsla um áfengi. Vandi EB-landanna felst í því að minnkandi sala áfengis dregur úr gróða og eykur því atvinnuleysi í vínyrkjulöndunum. Þess er varla að vænta að vínyrkjulönd samþykki tillögur um hömlur á áfengi eða kvóta á eigin framleiðslu sem myndi leiða til atvinnuleysis. Hér stangast á hagsmunir þeirra sem framleiða og selja áfengi og þeirra sem halda fram heilbrigðissjónarmiðum. Áfengisframleiðendur eru skipu- lagðir og mynda þrýstihóop í Brúss- el en raddir sem leggja áherslu á forvarnarstarf í áfengismálum heyrast ekki þar. Þótt vandamál af völdum áfeng- isneyslu séu mikil í Evrópu hafa þau ekki fengið sérstaka athygli heldur verið falin inni í öðrum vandamálum. Menn hafa ekki viljað kannast við áfengisvandann. Á síðustu árum hafa þó æ fleiri reynt að vekja athygli á áfengisvanda- málum í löndum með mikla áfengis- neyslu. Á Ítalíu má til dæmis greina viðhorfsbreytingu í þessa átt og vöxtur bindindishreyfinga og vax- andi starfsemi AA í löndum Suður- Evrópu eru sprotar af sama meiði. Innri markaðtirinn og Norðurlönd Nokkur atriði eru sérstaklega ’ mikilvæg fyrir norrænu þjóðirnar sem standa utan Evrópubandalags- ins. Einhveijum kann að koma á óvart að áfengiseinkasala brýtur ekki í bága við markmið bandalags- ins svo framarlega sem hún mis- munar ekki innlendri og innfluttri framleiðslu. Hér á landi er innflutt- ur bjór skattlagður hærra en inn- lendur og er það andstætt stefnu EB. Framkvæmd innri markaðar felur í sér að landamæragæslu verð- ur hætt. Slíkt er aðeins hægt ef skattar á vörum verða samræmdir. Nú þegar kaupa þeir Danir sem búa Hildigunnur Ólafsdóttir „Fylgjcndur aðildar ís- lands að EB ættu að hafa í huga að einstakar þjóðir þess eigará hættu að missa sjálfsákvörð- unarvald í heilbrigðis- og velferðarmálum.“ í suðurhluta Jótlands mest allan sinn bjór og vín auk tóbaks og bensíns í Þýskalandi vegna þess að það er ódýrara þar en í Danmörku. Þegar landamæragæsla verður felld niður segir það sig sjálft að enn meira af þessari versluna færist yfir landamærin nema verðið lækki í Danmörku. Margt bendir því til þess að verð á áfengi lækki í Dan- mörku hvort sem samkomulag næst um lágmarksskatta á áfengi innan EB eða ekki. Allir verndarskattar eða -tollar stríða gegn hugmyndum um innri markað. Til að tryggja innbyrðis samkeppni á milli áfengistegunda verður að vera sami skattur á öllu áfengi, hvort sem það er i formi bjórs, léítra vína eða sterks áfeng- is. Verðlagning á áfengi er talin eitt öflugasta tækið til að stýra neyslu þess þegar til skamms tíma er litið. Ef ríki getur ekki sjálft ráðið verði á áfengi tapar það sjálf- dæmi í heilbrigðismálum. Tillögur EB um lágmarksskatta á áfengi hafa ekki enn verið sam- þykktar. Rómarsáttmálinn heimilar að setja megi hömlur á innflutning ef heilbrigðishagsmunir eru í húfi. Samkvæmt þeim ákvæðum gæti hvert land haft sína eigin stefnu. Bandaríkin hafa valið þá leið að fylkin ákveða sjálf sína áfengis- stefnu og eru reglur um áfengi mjög breytilegar frá einu fylki til annars. EB stefnir að aukinni áfengissölu til annarra landa og er sú stefna í andstöðu við tillögur Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar (WHO) um heilbrigði fyrir alla árið 2000, sem fela í sér að draga úr áfengisneyslu um 25% frá því sem hún var 1980 og til aldamóta. Fyrirkomulag áfengismála er umdeilanlegt en fylgjendur aðildar íslands að EB ættu að hafa í huga að einstakar þjóðir þess eiga á hættu að missa sjálfsákvörðunarvald í heilbrigðis- og velferðarmálum. Þá verður mál- um ráðið í Brússel án tillits til þess hvaða hagsmuni íbúar jaðarsvæð- anna hafa. Áfengisneysla í löndum Evrópubandalagsins, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og íslandi árið 1987. Hreinn vínandi á íbúa. Lönd Evrópubandalagsins Áfengislítrar á íbúa FYakkland 13,0 Lúxemborg 13,0 Spánn 12,7 Belgía 10,7 Vestur-Þýskaland 10,6 Portúgal 10,5 Italía 10,0 Danmörk 9,6 Holland 8,3 England 7,3 Grikkland 5,4 írland 5,4 Norðurlönd utan Evrópu bandalagsins Finnland 7,1 Svíþjóð 5,4 Noregur 4,4 ísland 3,4 Heimildir: Hvað mikið áfengi er drukkið í heiminum? 1961-1987, 27. útgáfa, Hol- lenska bruggsambandið, 1988. Upplýsingar um áfengisneyslu á íslandi eru fengnar frá ÁTVR. Höfundur er yfirfélagsfræðingur við geðdeild Landspítalans og stundar rannsóknir í áfengismáúum. ÞINGBRÉF STEFÁN FRIÐBJARNARSON Ræður lítill niiimililuti ferð? Forkönnun alþjóðlegs varaflugvallar „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að heimila Mann- virkjasjóði Atlantshafsbanda- lagsins án tafar að hefja for- könnun á mögulegri staðsetn- ingu og gerð alþjóðlegs flug- vallar á Islandi." Þannig hljóðar tillaga til þingsályktunar sem átta þing- menn SjáJfstæðisflokks og Flokks frjálslyndra hægri manna hafa lagt fram á Al- þingi. Fyrsti flutningsmaður er Geir H. Haarde (S-Rv). I Flugumferð um íslenzkt flug- umsjónarsvæði hefur stóraukizt á liðnum árum. Þessi aukning, sem og tveggja hreyfla farþegaþotur, gera þörfina fyrir alþjóð.legan varaflugvöll enn brýnni, eftir en áður, með hliðsjón af flugöryggi. Öryggissjónarmið knýja á um gerð varaflugvallar, sem þjónaði flugumferð yfir íslenzkt flug- stjórnarsvæði þegar Keflavíkur- flugvöllur lokast vegna veðurs. Langleiðir á varaflugvöll erlendis, t.d. í Skotlandi, eru kostnaðars- amar — og hafa áhrif á fargjöld flugfélaga. II Síðla árs 1985 lýsti flotastjórn Atlantshafsbandalagsins áhuga á könnun alþjóðlegs varaflugvallar með aðild Mannvirkjasjóðs banda- Iagsins. Viðræður, sem fram fóru, leiddu í ljós: • 1) Flugvöllur, semreisturyrði í samvinnu við Mannvirkjasjóðinn, gegnir á engan hátt hernaðar- hlutverki á friðartímum, enda mannaður og starfræktur af óbreyttum borgurum. • 2) Flugyöllurinn yrði í umsjón og undir yfirstjórn ísiendinga. • 3) Varnarliðið fengi hinsveg- ar stjórnun hans ef ófriður brytist út með sama hætti og samið var um þegar Flugstöð Leifs Eiríks- sonar var byggð. III Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, sagði í svari við fyrirspurn frá Matthíasi Á. Mat- hiesen (S-Rn) í febrúarmánuði sl.: „Ég tel ekki aðeins að mér sé heimilt að taka afstöðu til óska bandalagsins um að framkvæma forkönnun á hugsanlegum mögu- leikum á staðsetningu varaflug- vallar hér á landi um leið og sama könnun fer.fram á öðrum stöðum, þ.e. Grænlandi eða Færeyjum hugsanlega. Mér er skylt að taka afstöðu tii þessa máls og tilkynna Atlantshafsbandalaginu svar mitt. Ég mun að sjálfsögðu kynna málið áfram og ræða það málefna- lega og rækilega innan ríkis- stjórnarinnar við samstarfsaðila svo sem eðlileg vinnubrögð bjóða í stjórnarsamstarfi. En forræði málsins er í mínum höndum að því er þetta varðar, á því tel ég engan vafa leika.“ I umræðu á þingi 9. nóvember sl. uppíýsti þessi sama ráðherra að forkönnun á hugsanlegum varaflugvelli á Grænlandi væri Forræðisráðherra forkönnunar og ijölmiðlafólk. lokið. Hinsvegar bólar lítt á ákvörðun forræðisráðherra máls- ins hér á landi. IV í greinargerð flutningsmanna þeirrar tillögu, sem hér var tíun- duð í upphafi máls, segir m.a.: „Bersýnilegt er að engar efnis- forsendur eru fyrir slíkri frestun á ákvörðun í þessu máli heldur er hún eingöngu til komin vegna pólitískra aðstæðna í núverandi ríkisstjórn. Einn stjórnarflokk- anna, Alþýðubandalagið, virðist hafa fengið neitunarvald í málinu, en það hefur sem kunnugt er lýst algerri andstöðu við forkönnun jafnt sem framkvæmdir á þessu sviði svo sem ítrekað var á nýaf- stöðnum landsfundi Alþýðu- bandalagsins. Margt bendir til þess að á Al- þingi sé mikill meirihluti fyrir því að heimila margumrædda for- könnun ejns og hugur utanríkis- ráðherra virðist þrátt fyrir allt stefna til. Flutningsmenn telja eðlilegt að á það verði látið reyna í atkvæðágreiðslu í sameinuðu þingi. Frekari dráttur á þessari einföldu ákvörðun er aigerlega ástæðulaus...“ Spurningin er einfaldlega, hvort meirihluti þings og þjóðar á að ráða ferðinni — eða lítill minnihluti í skjóli ríkisstjórnarað- ildar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.