Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1989 79 Miðstöð gigt- lækninga verði á Landspítalanum STARFSHÓPUR sem stjómarnefiid Ríkisspítalanna skipaði er sam- mála um að miðstöð gigtlækninga skuli vera á Landspítalanum og að hann verði leiðandi stofiiun um meðferð, rannsóknir og kennslu í gigtsjúkdómum. Hópurinn telur jafnframt að til þess að svo geti orðið þurfi verulegar breytingar að verða í áföngum á ýmsum svið- um. Ekki er talið raunhæft að allar gigtlækningar fari fram á Lands- pítalanum, heldur marki hann stefiiu og verði til fyrirmyndar um Iækningu þessa sjúkdóms. Gigtsjúklingar em einhver stærsti hópur sjúklinga á Vesturlöndum. Kökubakstur í fjörutíu klukkutíma NEMENDUR í 8. bekk 2 í Hjallaskóla í Kópavogi stóðu í ströngu um helgina. Þeir efndu til fjörutíu klukkutima mara- þonbaksturs til þess að safha peningum til að heimsækja nemendur í Danmörku, sem þeir hafa skrifast á við. Nem- endurnir stóðu upp að loknum bakstri sem nýbakaðir met- hafar á þessu sviði. Áður en maraþonbaksturinn hófst leituðu nemendur til fyrir- tækja sem gáfu hráefni í bakstur- inn. Auk þess sem fjöldi fyrir- tækja og einstaklinga hétu á þá í sambandi við baksturinn. Nem- endur skiptu sér niður á vaktir og fengu foreldra í lið með sér. Davíð Á. Gunnarsson forstjóri Ríkisspítalanna sagði í samtali við Morgunblaðið að á Landspítalanum væri eina stóra gigtlækningadeildin á landinu og því væri spítalinn í sjálfu sér þegar orðinn gigtlækn- ingamiðstöð. Hugmyndin er að alhliða gigt- lækningaþjónusta verði öll á einum stað og að sögn Davíðs er reynt að koma einu og einu atriði smám saman í framkvæmd til þess að svo megi verða. Nú er til dæmis í undir- búningi að auka gigtlækningaað- gerðir á bæklunardeildinni og að fá fleiri sérfræðinga til starfa svo einnig verði hægt að auka þjónustu göngudeildarinnar. „Þessi atriði koma fram í beiðn- um okkar vegna fjárlagagerðarinn- ar, en eru reyndar ekki í sjálfu fjár- lagafrumvarpinu. Þar er ósköp fátt sem okkur varðar,“ sagði Davíð. Á Landspítalanum er legudeild fyrir gigtsjúklinga og er reiknað með að hún verði nýtt áfram. Þeg- ar K-byggingin verður tekin í notk- un rýmkar verulega um húsnæði Þrír nemendur í Hjallaskóla, Hrafiihildur, Sunna og Ellý, sjást hér á fúllu í maraþonbastrinum. Maraþonbakstur í Kópavogi: og sagði Davíð að þá yrði mun betri aðstaða til að efla starfsemi göngudeildarinnar. Nú er komin fjárveiting til að hefja byggingu endurhæfingardeildar ofan á eld- húsbyggingu Landspítalans. Þar verður möguleiki á að efla til muna endurhæfingu gigtsjúklinga. Davíð sagðist gera sér þokkaleg- ar vonir um að þetta geti allt ræst á næstu árum. „Gigtsjúklingar eru einn stærsti hópur sjúklinga í öllum hinum vest- ræna heimi og einhver sá aldýr- asti. Það ætti því að vera hagkvæmt fyrir þjóðarbúið að reyna að sinna þessum hópi eins og frekast er unnt svo fólk verði eins lítið frá vinnu og mögulegt er,“ sagði hann. Eignarskattsfrelsi spariskírteina ríkissjóðs: Kvartað til Verðlagsstoftiun- Ólafsfjörður: Mink ban- að á götu Ólafsfirði. KOLSVARTUR minkur, gæfiir og elskulegur, var að spóka sig á miðri Aðalgötunni á fostu- daginn, einmitt þegar jólaerill- inn var mestur í verslunum. Minkur þessi var hændur að mannfólkinu og virtist hafa áhuga á að komast inn í hlýjuna í Kaupfélaginu. Ekki átti kvikind- ið miklum vinsældum að fagna. Starfsmenn bæjarins komu á vettvang vopnaðir skóflum. Upp- hófst svo mikill eltingaleikur sem lauk með banahöggi. Rannsókn leiddi í ljós að mink- urinn var ættaður af loðdýrabúi sem stendur skammt frá kaup- staðnum og svo var einnig um bræður hans tvo sem banað var niður við höfn sama dag. - SB ar vegna villandi auglýsinga Frumvarp um eignarskattsfrelsi í umfjöliun Alþingis KVARTAÐ hefúr verið tU Verðlagsstofnunar vegna auglýsinga ríkis- sjóðs, þar sem auglýst eru spariskírteini ríkissjóðs og athygli vakin á eignarskattsfrelsi skírteinanna. Kvörtunin byggist á því, að auglýs- ingarnar gefi í skyn að skírteinin séu eignarskattsftjáls, en þau séu það ekki nema að takmörkuðu leyti. Verðlagsstofnun hefúr farið fram á greinargerð um málið frá fjármálaráðuneytinu og er hún væntanleg í dag, þriðjudag. Þá hefúr verið lagt firam stjórnarfrum- varp á Alþingi og kveður það á um ótvírætt og algjört eignarkatts- frelsi spariskírteina, húsbréfa, ríkisvíxla og happdrættisskuldabréfa rískissjóðs. Kvörtunin barst upphaflega til umboðsmanns Alþingis, sem vísaði henni til Verðlagsstofnunar. Hún byggist á því, að ríkissjóður auglýsi spariskírteinin sem hagkvæmt sparnaðarform og er skírskotað til eignarskattsfrelsis, sem þau hafi umfram önnur form og geri það raunávöxtun þeirra meiri en vaxta- prósenta skírteinanna ein gefi til kynna. Hins vegar séu skírteinin ekki skattfijáls nema að takmörk- uðu leyti, eða einungis að því leyti sem skírteinaeign er umfram skuld- ir hvers og eins. Þetta þýði til dæm- is, að ef börn eiga skírteini, þá skattleggjast þau, ef foreldrar barn- anna skulda, vegna þess að bömin eru ekki sjálfstæðir framteljendur. Af þessu leiði að spariskírteinin séu ekki í reynd eignarskattsfijáls, nema því aðeins að eigandi þeirra sé skuldlaus og á þeim forsendum séu auglýsingarnar villandi. Pétur Kristinsson framkvæmda- stjóri Þjónustumiðstöðvar ríkisverð- bréfa segir að gegnumsneitt hafi í öllum auglýsingum verið kynnt eignarskattsfrelsi spariskírteina og að ekki hafi í öllum tilvikum verið tíundað að átt væri við eign umfram skuldir. Til að skýra þau atriði hafi verið gerð auglýsing þar sem út- skýrt væri í smáatriðum hvernig skattfrelsinu er farið. „Það er einmitt sú auglýsing sem verið er að kæra og það er dálítið skondið að kæra auglýsingu vegna skorts á upplýsingum, sem þó eru í henni," segir Pétur. Hann segir* að upphaflega hafi þessi fyrirvari, að skírteinin væru eignarskatts- ftjáls umfram skuldir, verið set,tur í lögin til að koma í veg fyrir brask. Það hafi verið á þeim tíma þegar bankalán voru með lægri vöxtum en spariskírteinin eða jafnvel nei- Vinnsla á bílhræjum: Stálfélagið hreins- ar án endurgjalds STÁLFÉLAGIÐ hf. hefúr tekið að sér endurgjaldslaust, að hreinsa og flytja bílhræ af sorphaugunum í Gufúnesi. Verkið var boðið út og átti Vaka hf. lægsta boð og sinnti fyrirtækið verkinu þar til Stálfélagið tók við. Annað fyrirtæki Hringrás hf. fékk ekki að taka þátt í útboðinu og telja forsvarsmenn fyrirtækisins að fram hjá þeim hafi verið gengið. „Hringrás hf. sendi borginni á sínum tíma tilboð um að hreinsa bílflök og koma þeim í Sundahöfn, en það tilboð var of hátt og ekki hægt að taka því,“ sagði Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri. „Síðan hefur fyrirtækið ekki sinnt þessu í langan tíma þannig að við töldum að þeir hefðu ekki áhuga á málinu. Var þá leitað til nokk- urra aðila um það hvort þeir vildu taka að sér, að hreinsa bíiflökin af olíu og óæskilegum vökvum og flytja til Stálfélagsins, sem bauðst til að taka við þeim. Vaka var með hagstæðasta tilboðið þannig að samið var við þá. Seinna byijaði Bílhræ sem bíða þess að verða fjarlægð. Morgunblaðið/Sverrir bílflök, sem eru uppi á haugum, okkur að kostnaðarlausu. Stálfélagið__að._hreinsæ ölL þ.essi____Verkinu er að Ijúka en ef betta j verður eitthvað magn í framtíðinni þá verður það boðið út,“ sagði Ingi. kvæðum vöxtum og því hefðu þeir • sem aðstöðu höfðu til, getað fengið lán í bönkum, keypt rikisverðbréf og fengið á þann hátt skattfrádrátt út á fé sem þeir áttu ekki í reynd. Nú sé þessu ekki til að dreifa, þar sem bankavextir eru jákvæðir og eftir litlu að slægjast með að taka lán til að kaupa spariskírteini. Neytendasamtökin hafa fylgst með málinu og munu fulltrúar þeirra eiga fund með fulltrúum Verðlagsstofnunar í dag, til að fara yfir stöðuna, að sögn Maríu E. Ingvadóttur varaformanns samtak- anna. Hún segir auglýsingu fjár- málaráðuneytisins um spariskír- teinin augljóslega vera villandi, þar sem rætt er um eignarskattsfrelsi þeirra. „Menn þurfa að vera býsna vel að sér í skattalögum til að átta sig á í hvaða tilfeilum þessi spar- iskírteini eru eignarskattsfrjáls og hvenær ekki. Hins vegar eru við- brögðin undarleg, ef rétt er að lagt hafi verið fram stjómarfrumvarp um eignarskattsfrelsi skírteinanna, í stað þess einfaldlega að breyta auglýsingunni! Ef það er rétt, þá er verið að mismuna sparnaðar- formum og það gerir ráðuneytið til þess að selja sína vöm, í sam- keppni við aðra sem ekki njóta sömu fríðinda," segir María. í framvarpinu, sem er til breyt- inga á lögum um tekjuskatt og eign- arskatt, segir að heimilt sé að draga frá eignum markaðsverðbréf, gefin út af ríkissjóði (þar á meðai spa- riskírteini), ríkisvíxla, happdrættis- skuldabréf ríkissjóðs, húsbréf gef in út af Byggingarsjóði ríkisins og heimildin nær einnig til hlutdeild- arskírteina verðbréfasjóða, þar sem sjóðurinn er myndaður af framan- greindum skuldaviðurkenningum. Lögin eiga að gilda við staðgreiðslu opinberra gjalda 1990 og við álagn- ingu tekju- og eignarskatta 1990 og 1991. Það þýðir að þau gilda fyrir uppgjör og framtal þessa árs, en álagning vegna þess fer fram á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.