Morgunblaðið - 19.12.1989, Síða 80

Morgunblaðið - 19.12.1989, Síða 80
Gott fólk býður góðán daginn ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Hafís landfastur við Hornbjargsvita teygir sig langt á haf út. Morgunblaðið/Ómar Ragnarsðon Mesti hafís í desember síðan 1917 HAFÍS hefur lokað siglingaleiðum fyrir Horn. Skipafélögin hafa af þessum sökum orðið að endurskipuleggja áætlunarferðir. Við ískönnunarflug í gær kom í ljós að hann er landfastur allt frá ^Munaðarnesi á Ströndum og vestur um að ísafjarðardjúpi. Að sögn Þórs Jakobssonar veðurfræðings hefur ekki verið jafn mikill hafís við landið í desember siðan haustið 1917, þ.e. við upp- haf frostavetrarins mikla. Sjá nánar á miðsíðu. Samkomulag um þingstörf til jóla: Umhverfísráðuneyti og bif- reiða- og orkuskatti frestað Fallið frá hugmyndum um að Reykjavíkurborg greiði 15% af rekstrarkostnaði Borgarspítala RÍKISSTJÓRNIN mun væntan- lega falla frá hugmyndum um að Reykjavíkurborg greiði 15% af rekstrarkostnaði við Borgarspít- alann á næsta ári. Sjálfstæðismenn Álver í Eyjafirði: Sveitarfélög- in bjóða höfii SVEITARFÉLÖGIN við Eyja- fjörð hafa boðist til að kosta byggingu hafnarmannvirkja og bera ábyrgð á rekstri hafhar verði álver byggt við Eyjafjörð. Kostnaður við þá framkvæmd er áætlaður 420 milljónir kr. I bréfi sem sveitarfélögin hafa skrifað Jóni Sigurðssyni iðnaðar- ráðherra óska þau eftir að endur- skoðaður verði samanburður á kostnaði við byggingu og rekstur álvers í Eyjafirði og Straumsvík. Einnig verði Byggðastofnun falið að kanna áhrif þess að álver rísi í Eyjafirði annars vegar og í Straumsvík hins vegar. Sjá „Sveitarfélögin tilbúin ...“ á Akureyrarsíðu, bls. 46. teija sig jafnframt geta sæst á að ríkið fái fulltrúa í stjórn spítalans, þó ekki stjórnarformann eins og stjórnarfrumvarp um heilbrigðis- þjónustu gerir ráð fyrir. Þetta tengist samkomulagi sem náðist um þingstörfin í gærkvöldi, og samkvæmt því lýkur þinghaldi á fostudag með afgreiðslu fjárlaga- frumvarpsins. Samkomulagið felst að öðru leyti í því að frestað verður afgreiðslu á frumvarpi um umhverfisráðuneyti, frumvarpi um tekjuskatt á orkufyrir- tæki, frumvarpi um bifreiðagjald og gjaldagar í því færðir til, og frum- varpinu um heilbrigðisþjónustu. Gert er ráð fyrir að þessfmál verði af- greidd eftir að þing kemur saman aftur 22. janúar. Ólafur G. Einarsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins sagði þó við Morgunblaðið að sjálfstæðis- menn féllust ekki á það að ríkið ákvæði einhliða að helmingur kostn- aðar við skólatannlækningarnar, 346 milljónir króna, félli á sveitarfélögin, eins og tillaga væri um í fjárveitinga- nefnd. Um þetta ýrði að gera sam- komulag milii ríkis og sveitarfélaga. „Þetta er skilyrði af okkar hálfu ef á að vera hægt að halda hér áfram í sæmilegri sátt og þingi Ijúki fyrir jól,“ sagði Ólafur G. Einarsson. GuðmundurBjarnason heiibrigðis- ráðherra sagði við Morgunblaðið að málin væru enn í nokkuð lausu lofti. Þó væri líklegra að fallið yrði frá þeim hugmyndum að sinni, að Reykjavíkurborg greiddi liluta af rekstri Borgarspítalans en frum- varpsdrög þess efnis voru rædd í þingflokkum stjórnarflokkanna í gær. Spariskírteini ríkissjóðs: Heildareign landsmanna um 30 millj- arðar króna EIN STAKLIN GAR og samtök þeirra eiga nú um 30 milljarða króna í spariskírteinum ríkis- sjóðs, á núgildandi verðlagi, að sögn Péturs Kristinssonar fram- kvæmdastjóra Þjónustumið- stöðvar ríkisverðbréfa. Skírteini fyrir um 5 milljarða króna hafa selst á þessu ári. Pétur segir að sala spariskírteina og ríkisvíxla hafi gengið vel á ár- inu. Ríkisvíxlar hafa einnig selst fyrir um 5 milljarða króna. Um þijú þúsund manns hafa gerst áskrifendur að spariskírtein- um og segir Pétur að þeim hafi þegar verið boðið að halda áfram áskrift á næsta ári. Fljótlega verður sent bréf til áskrifenda, þar sem þeim verður boðinn nýr flokkur skírteina með sérstökum kjörum. Pétur kvað ekki tímabært að greina frá því, í hveiju kjörin væru fóigin. Þjónústumiðstöð ríkisverðbréfa starfar samkvæmt samkomulagi, sem nýlega var gengið frá milli Seðlabanka íslands og fjármála- ráðuneytisir.s og hefur umsjón með útgáfu og sölu ríkisverðbréfa og á að efla tengsl milli eigenda og vænt- anlegra kaupenda spariskírteina og annarra ríkisverðbréfa. „Ég lít svo á að verði þetta dregið til baka og afgreiðslu frumvarpsins frestað, sé málið allt í sama farvegi og þegar það var iagt fram. En á meðan gefist mánuður til að ræða þessi mál eins og sveitarfélögin hafa farið fram á,“ sagði Guðmundur. Umræður um viðræður EFTA og EB stóðu enn í sameinuðu þingi þeg- ar Morgunblaðið fór i prentun og stóð til að ljúka þeim í nótt. Ekki hafði náðst samkomulag milli stjórn- ar og stjórnarandstöðu um sameigin- lega niðurstöðu. DAGAR TIL JÓLA Harðnar í ári hjá smáfuglunum: Bamaskólar fá sent fuglakom Sólskríkjusjóðurinn hefúr nú sent fuglakorn til flestra barna- skóla á Vestur-, Norður- og Austurlandi og til nokkurra skóla á Suðurlandi. „Við ákváðum að senda fyrst fúglakom til snjó- þyngstu svæða landsins," sagði Erlingur Þorsteinsson, formaður Sólskríkjusjóðsins. I frostum og snjóum undanfarna daga hefúr harðnað í ári hjá smáfúglunum eins og venjulega á þessum árstíma. Búið er að senda fimmtíu 30 Að sögn Erlings er fuglakornið kg sekki af fugiakomi í skólana. mjög gott fyrir snjótittlinga, en í sekkjunum er malað maískorn frá Kötlu hf. Lýsi hf. fær tilbúið fuglakorn frá V-Þýskalandi, en hjá þessum fyrirtækjum getur fólk keypt korn í sekkjum. þeir borða einnig brauðmola og hrísgijón. Þrestir og starrar snerta aftur ekki á þessu korni. Þeir vilja frekar matarleifar eins og kjöt, fisk, kartöflur og rófur. Þá eru fuglarnir gráðugir í fitu, eins og t.d. mör. Erlingur vildi benda fólki, sem hefur ekki gefið fuglum áður, á að gefa þeim á svæðum sem kett- ir komast ekki inn á, eins og á svalir eða á bílskúrsþök. „Fólk verður stundum að sýna þolin- mæði til að byija með. Fuglar sjást kannski ekki í nokkra daga, en þeir þefa fljótiega upp þann stað sem gefið er á.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.