Morgunblaðið - 06.12.1990, Síða 1

Morgunblaðið - 06.12.1990, Síða 1
88 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 278. tbl. 78. árg. FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins GATT-viðræðurnar: EB verður að koma með nýjar tillögiir fyrir hádegi í dag Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Samningamönnum Evrópubandalagsins (EB) í GATT-viðræðunum um greiðari milliríkjaviðskipti hefur verið gefinn frestur til hádegis í dag til að leggja fram nýjar tillögur um niðurskurð á styrkjum og útflutningsbótum í landbúnaði innan bandalagsins. Fyrirhugað var að ljúka viðræðunum í þessari viku í Brussel en þær hafa staðið í fjögur ár. Harðar deilur um styrki til landbúnaðar hafa stefnt árangri viðræðnanna í hættu. Frans Andriessen, einn fram- kvæmdastjóra EB, sagði í Brussel í gær að bandalagið gæti ekki geng- ið lengra í tillögum sínum nema aðrir gæfu eitthvað eftir að sama skapi. Samkvæmt heimildum í Brussel vill EB setja það skilyrði fyrir frekari tillögum um landbúnað að Bandaríkjamenn láti af andstöðu sinni við greiðari þjónustuviðskipti. Carla Hills, aðalsamningamaður Bandaríkjanna, sagði að ef EB kæmi ekki með viðunandi tilboð yrði ekkert samkomulag á fundin- um. Fulltrúar Nýja-Sjálands, Ástr- alíu og fleiri ríkja hafa tekið í sama streng. Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, átti í gærkvöldi fund með Francois Mitterrand, forseta Frakk- lands, og var gert ráð fyrir því að þeir reyndu að ná samkomulagi um tillögur sem ganga lengra en þær sem nú liggja fyrir. . Landbúnaðar- og viðskiptaráð- herrar EB héldu fund í Brussel í gærkvöldi til að leita viðunandi Iausnar á deilununi fyrir hádegi í dag. Persaflóadeilan: Reuter Langþráður maturað vestan Anastasíja Andrejeva, 83 ára gam- all Moskvubúi, grípur um höfuðið og starir sem dáleidd á matvæli er Þjóðveijar hafa sent til Sovétríkj- anna. Borgarráð Moskvu og Rauði krossinn hafa gefið út ströng fyrir- mæli um dreifingu matarins til barna og sjúkrahúsa til að reyna að minnka líkurnar á að birgðirnar lendi í höndum svartamarkaðs- braskara. Fjöldi starfsmanna í ríkis- verslunum í Leníngrad hefur verið fundinn sekur um að geyma á laun birgðir af mat og sígarettum og mun verða'refsað, að sögn Moskvu- útvarpsins í gær. Verkamenn og þingmenn frá Leníngrad fundu varninginn er þeir gerðu skyndi- könnun í geymslusölum nokkurra stórverslana. í síðustu viku tók borgarstjórnin, þar sem kommún- istar eru ekki lengur einráðir, upp skömmtun á matvörum í fyrsta sinn frá því í síðari heimsstyijöld. Karpov sigr- ar Kasparov Lyon. Reuter. ANATOLÍJ Karpov, áskor- andinn í heimsmeistaraein- víginu í skák, sigraði Garríj Kasparov heimsmeistara í 17. skák þeirra, sem tefld var í Lyon í gærkvöldi. Kasparov gaf skákina í 40. leik. Skákmennirnir standa því jafnit' að vígi, með 8,5 vinninga hvor. Næsta skák verður tefld á laugardag og hefur Kasparov þá hvítt. Sjá skákskýringu á bls. 41. Baker hótar íröskum stj óm- völdum öflugri skyndiárás írakar fallast formlega á tilboð Bush um viðræður Washington, Lundúnum. Reuter, Daily Telegraph. JAMES Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkjamenn myndu gera öfluga skyndiárás á Iraka ef þeir neit- uðu að kalla hersveitir sínar í Kúvæt heim án skilyrða og láta alla erlenda gísla lausa. Stjórnin í írak féllst í gærkvöldi formlega á til- boð George Bush, forseta Bandaríkjanna, um viðræður ríkjanna. „Ef beita þarf íraka hervaldi er markmið okkar að gera það með öflugri skyndiárás,“ sagði Baker er hann ávarpaði utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hann sagði að tilboð George Bush Bandaríkjaforseta um að Tareq Aziz, utanríkisráðherra íraks, kæmi til Washington í næstu viku og að Baker ræddi við Saddam Hussein íraksforseta í Bagdad væri síðasta og besta tækifærið til að leysa Persaflóadeiluna með friðsamlegum hætti. Tilslakanir af hálfu Banda- ríkjamanna kæmu þó ekki til greina. „Verkefni mitt verður að reyna að útskýra fyrir Saddam að hann eigi aðeins tveggja kosta völ; að virða ályktanir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða hætta á að leiða hörmungar yfir íraka,“ sagði hann. Utanríkisráðherrann bætti við að eina friðsamlega lausn- in sem til greina kæmi fælist í því að írakar kölluðu hersveitir sínar í Kúvæt heim tafarlaust og án skil- yrða. Iraskur embættismaður í samtali við Morgunblaðið: Höfum unnið hálfan sigur með viðræðum við Bandaríkjamenn Framboð á nauðsynjum fer minnkandi og eftirlit með skömmtun hefur verið hert Bagdad. Frá Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. „ÞAÐ eru allir mjög ánægðir yfir því að Bandaríkjaforseti hefur loks séð að það tjóar ekki að hóta okkur. Það er hálfur sigur að George Bush vill senda James Baker utanríkisráðherra hingað til beinna viðræðna við Saddam Hussein og óskar eftir að Tariq Aziz, utanríkisráðherra Iraks, komi snarlega til Washington," sagði háttsettur embættismaður upplýsingaráðuneytisins í Bagdad í sam- tali við Morgunblaðið á þriðjudagsmorgun. Þetta er greinilega almenn Það er þó eftirtektarvert að írösk skoðun hér í borginni og því er bætt við að Bush hafi líkast til orðið skelfingu lostinn þegar rann upp fyrir honum að eftir 15. jan- úar ætti hann engra kosta völ en að ota hermönnum út í stríð þegar samþykkt Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar aðiútandi var í höfn. blöð eru mjög hógvær í skrifum sínum um málið og ekki eins sigri hrósandi og fólk sem tekið er tali. Væntanlega er það skipun að ofan að gera eða segja fátt sem leitt gæti til þess að Bush fengi ástæðu til að skipta um skoðun. Hér má sjá breytingu frá í októ- ber hvað varðar fáanlegar vörur. Auk mjólkur er brauð nú nánast hvergi að fá, minna er af mörgum matvörum og eftirlit hefur verið hert með skömmtun á ýmsum nauðsynjavarningi. Verðlag hefur rokið upp á þessum vikum sem liðnar eru frá því ég kom hér síðast og svarti markaðurinn hefst eiginlega áður en komið er í gegn um vegabréfsskoðun. Starfsmenn upplýsingaráðuneytisins sögðu að nú væri fat'ið að rigna inn hundr- uðum beiðna blaðamanna um árit- un vegna væntanlegrar komu James Bakers. Þessa stundina eru ekki margir blaðamenn í Bagdad. Ég spurði herra Jadoni, yfir- mann fjölmiðladeildar ráðuneytis- ins, sem var einhverra hluta vegna sendur að taka á móti mér á Sadd- am Hussein-flugvelli á mánudags- kvöld, hvort hann héldi að Baker myndi fá áritun snarlega en eftir henni iiafa margir fyrrverandi stjórnmálamenn evrópskir þurft að bíða dögum saman í Amman í Jórdaníu. „Það verður í lagi ef Bándaríkjamenn verða ekki með neinn frekari belging á næstu dögum,“ sagði hann og stökk ekki bros. James Baker Bandaríska utanríkisráðuneytið tilkynnti í gærkvöldi að íraska stjórnin hefði tekið tilboði Bush og undirbúningur viðræðnanna væri hafinn. George Bush, sem er í heim- sókn í Argentínu, lét í ljós efasemd- ir um að viðræðurnar yrðu til þess að deilan leystist með friðsamlegum hætti. Ali Salem al-Baidh, varafor- seti Jemens, hvatti til þess að leið- togar Arababandalagsins kæmu saman til að freista þess að afstýra stríði við Persaflóa. Breska gervihnattasjónvarpið Sky News skýrði frá því í fyrra- kvöld að Irakar væru reiðubúnir að fara úr Kúvæt ef Vesturlönd lofuðu að beita þá ekki hervaldi. Þeir léðu máls á því að gefa eyjarnar Buhiy- an og Warha upp á bátinn gegn því að þeir fengju að leigja þær af Kúvætum til að tryggja sér sigl- ingaleið á Persaflóa. Sky News sagði að Saddam Hussein hefði rætt þessa lausn við erlenda sendi- menn en talsmenn bandaríska ut- anríkisráðuneytisins kváðust engar upplýsingar hafa fengið um slíkt. John Major, forsætisráðherra Bretlands, vitjar breskra hermanna við Pei'saflóa á næstu vikum til að leggja áherslu á að breska stjórnin hafi í engu breytt afstöðu sinni til innrásarinnar í Kúvæt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.