Morgunblaðið - 06.12.1990, Page 5

Morgunblaðið - 06.12.1990, Page 5
[SLENSKA AUCLÝSINCASTOFAN HF. _ , ÍSLENSKA AUCLÍSINGASTOFAN HF. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990 S.A % oJC T S J IÐUNN GARÐAR SVERRISSON Kristj án Astir, sorgir og glæstir sigrar Mynd af einum mesta listamanni sem íslenska þjóðin hefur eignast; jámsmiðnum frá Akureyri sem fómar öllu fyrir óvissa framtíð í hörðum heimi óperunnar þar sem honum tekst með fágætum viljastyrk að komast í fremstu röð í heiminum. Maðurinn, listamaðurinn og eldhuginn er viðfangsefni þessarar tæpitungulausu frásagnar. Kristján rekur hér af einstakri hreinskilni og hispursleysi æsku sína og uppvöxt, segir frá vonbrigðum sínum og glæstum sigrum á sviði og utan, frá ástríðu og sorgum, ljóma sviðsljósanna og skugga öfundar og umtals. Garðar Sverrisson vakti mikla athygli fyrir metsölubókina „Býr Islendingur hér“ en saga hans um Kristján Jóhannsson er grípandi og feikilega vel skrifuð. VANDAÐAR BÆKUR ♦ í 45 ÁR ♦ "S IÐUNN Erlingur Þorsteinsson læknir hefur frá mörgu að segja af langri og viðburðaríkri leið. Frásögnin er krydduð glettni og gamansemi, víða er komið við og manna og málefna minnst af hreinskilni og einurð. Hann dregur upp persónulega mynd af föður sínum, Þorsteini Erlingssyni skáldi, og lýsir á eftirminnilegan hátt æskuheimilinu sem sorgin sótti snemma heim við fráfall heimilisföðurins. Þar áttu listir, menning og mannleg hlýja rætur, þangað lögðu margir þjóðkunnir menn og konur leið sína í dagsins önn, og þeir sem hjálpar voru þurfi áttu þar öruggt athvarf. Ur skjóli foreldrahúsanna liggur leiðin til náms og starfa, og að loknu sérnámi í háls-, nef og eyrnalækningum á stríðsárunum í Danmörku snýr hann heim reynslunni *- ríkari eftir að hafa lent í lífshættulegum ævintýrum þar. Af alúð og einbeitni tekst hann á við læknisstarfið, hugðarefnin og baráttumálin. Hér er á ferðinni ffásögn mikils athafnamanns. VA NDAÐAR BÆKUR ♦ í 45 ÁR ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.