Morgunblaðið - 06.12.1990, Síða 16

Morgunblaðið - 06.12.1990, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990 Mannlegt eða hálfmannlegt Bókmenntir Súsanna Svavarsdóttir Bleikfjörublús Höfundur: Þorvarður Helgason '■Útgefandi: Fjölvi Bleikfjörublús er ný skáldsaga, sem ætlað er að vera nútima samfé- lagsskoðun og fjalla um mannlega tilvist og örlög. Varla hægt að hugsa sér háleitari markmið við að rita skáldsögu. En það er nú svo að skilgreiningar á samfélagi, tilvist og örlögum eru líklega eins margar og mannfólkið. Meira að segja „mannlegt" getur haft margvísleg- an hljóm. Bleikfjörublús segir frá hjónum, Bjarka og Dagnýju, sem eru á sólar- strönd um jólaleytið - bara tvö - þó svo að þau eigi böm sem enn þurfa á barnapíum að halda, ef for- eldramir bregða sér bæjarleið. Þau börn koma aldrei við sögu og reynd- ar kemur ekki í ljós fyrr en um miðbik sögunnar að þau em til. Fram að þeim tíma ímyndar maður sér þau hjónin rúmlega miðaldra með ungana flogna úr hreiðrinu. Samhliða sögunni af Bjarka og Dagnýju er sagan af Einari. Hann er líka á sólarströnd og þau hjónin hitta hann einu sinni og svo frúin einu sinni og biður um að fá að koma í heimsókn. Hún fer í heim- sókn, þiggur eitt koníaksglas og Einar málar af henni mynd. Hann eyðir nefnilega sólarferðinni mest- megnis innandyra við að láta gaml- an draum rætast; að mála. Og allt gott um það að segja, þótt þetta sé látið líta út sem komplex af því hann er auglýsingateiknari. Um miðbik sögunnar er sólar- ferðinni lokið. Allir komnir heim. Bjarki, sem hefur verið drykkfelld- ur, er til fyrirmyndar. Hann hafði nefnilega öðlast karlmannlega reisn í ferðinni, þegar hann hélt framhjá frúnni. Frúin er brún og falleg og sést ekki á henni að hún hafi átt þijú böm. Hún eyðir mestum tíma sínum í að dást að líkama sínum, rækta hann og vera girnileg fyrir karlugluna sem er eins og rófulaus hundur um allan bæ. Og Einar hitt- ir tiltölulega unga konu, einstæða móður með tvö böm, og verður ástfanginn. Kemst út úr slæmu hugarástandi, sem hefur varað frá því að frúin yfirgaf hann og hann Iosnaði við allt það yfirborðslega líf sem henni og öllum hennar ættboga fylgdi. Það er nú það. Það var heljarinnar kvalræði að lesa sig í gegnum þessa bók. Hún er ákaflega illa skrifuð - af innan- tómleika og lélegu valdi á íslenskri tungu og engu skynbragði á setn- inga- og orðaskipan, eins og til dæmis á blaðsíðu 20, þegar þau hjónin, Bjarki og Dagný, hafa ný- lokið sér af: „Og tvær manneskjur liggja eins og grindhvalir í andar- slitmnum á dauðaströndinniþær leita ekki hvor hinnar heldur er sem lík algleymisaugnabliksins sé orðið að tjaldi sep skilji þær að, valdi tilfinnanlegri aðskilnaði en fyrir skyndiförina til.óminnisins sem var- ir svo sárlega stutt. Konan veit af áralangri reynslu að daprar hugsan- ir hennar breyta ekki því sem er - hún lætur eftir mókþörf holdsins en á eftir ætlar hún að vera góð við manninn sinn - og fara með honum að kaupa hrásilkiblússu sem hún sá í búðarglugga í gær, hrásilk- ið lætur svo vel að hömndi hennar.“ Ef þetta væri eina málfarslega klúðrið í bókinni, gæti maður hugs- að; „svei prófarkalesaranum", en svo er ekki. Öll bókin er svona. Ein samhengislaus orðabuna út í gegn. Fyrir utan það að ég skil ekki hvern- ig nokkurri konu dettur í hug að sýna manni sínum góðsemi með því að fara með honum að kaupa hrá- silkiblússu. Þegar líða tekur á bókina, er eins og sjálfur höfundurinn sé búinn að missa tökin á henni; eins og hann sé með óráði. Það er á síðu 95, sem Dagný mætir Einari á ströndinni: „Hana langar að tala við þennan rauðbrysta sveitta hlaupara með upplitaða loðnu framan á sér. Hann hægir á sér, stansar og gengur til hennar. - Góðan daginn, fallegur þessi, fínnst þér ekki? segir hann. - Góðan daginn, jú hann er mjög fallegur. Hún þagnar og finnst óþægilegt að hafa sagt þetta því það er sem Þorvarður Helgason næst það sama sem hún hugsar um manninn sem hún er að horfa á. Hún hlær lágt að hugsun sinni og hann horfir á hana vandræðalegur. - Eg verð að halda áfram, ann- ars missi ég sveifluna. - Bíddu, ég sá þig koma út úr hótelinu þínu, hvar býrðu?“ Það er von að konan spyrji. í lok bókarinnar er höfundurinn kominn í einhver vandræði með að binda enda á ósköpin, svo hann sendir aðalpersónurnar, sem bókin hófst á, í bílslys. Hann hreinlega kálar þeim - og þá er hin pena sérrídama, Dagný, orðin alki. Víst búin að vera það allan tímann og enginn vissi neitt. Svo heldur bara sögu Einars áfram - hann á jú eftir að taka tvö lostaköst með nýju dömunni sinni, áður en hægt er að enda bókina - annað í rúm- inu, hitt á eldhússtól. Fyrir utan að vera illa skrifuð er bókin hundleiðinleg. Hún á Iík- lega að vera „alveg svakalega ber- orð og ögrandi". En hún er það ekki. Hún er klúr; uppfull af sam- förum og samfarahugsunum, eigin- lega svo að manni finnst höfundur- inn fastur í „sköpunum“ á öllum sögupersónum sínum, rétt eins og hann í getuleysi sínu sem rithöfund- ur, hafi ákveðið að öruggast væri að halda sig þar. Svei mér, ef það væri einu sinni afsakanlegt að gefa þetta út á endurunnum pappír. Skáldsaga eftir Oskar Aðalstein NÝ skáldsaga eftir Óskar Aðal- stein er komin út hjá Fjölva. Hún heitir Mjöll - stúlkan í fjörunni. í kypningu útgefanda segirm.a.: „Bókin er margslungin ástarsaga, sviðið er mest í sjávarplássi á Vest- fl'örðum, en með viðkomu í höfuð- borginni og í langdvölum erlendis, þar sem aðalsögupersónan Mjöll vinnur við barnahjálp á hungursvæð- um Afríku, en Jón Jökull flækist með farskipum til Ástralíu. Bókin um Mjöll fjallar um sterk mannleg átök, þar sem náttúruöflin grípa inn í. Sviðið í Jökulvík er nokk- uð auðþekkt eins og því og ýmsum persónum er lýst, þar sem bærinn stendur undir Víkurhyrnu og hrika- leg snjóflóð falla á veginn inn í Fjörð. í sögunni beijast tveir menn um hylli sömu stúlkunnar í ástríðu þar sem jafnvel er gripið til skotvopns, en líka setja spilaklúbbar með ástríðu til fjárhættuspils mark sitt á söguna, þar sem menn verða öreigar og leggja líf sitt í og sinna nánustu í rúst.“ Bókin um Mjöll er 186 bls. Kápu- teikningu gerði Jean Posucco, en prentun og bókband annaðist G. Ben. prentstofa. Óskar Aðalsteinn. Frábær tæki til heimilisins og í jólapakkann... ... á ómótstæðilegu jóla-tilboÓs-verÓi ELTA 3630 Ferðaútvarp. Verð kr. 2.390,- ELTA 6080 Einfalt mónó ferðatæki. Verð kr. 4.990,- ELTA 3850 Vasaútvarp m/hejmartækjum. Verð kr. 1.390,- ELTA 4220 Útvarpsklukka m/vekjara. Verð kr. 2.390,- DM-200 HLJÓMBORÐ Bamahljómborð, 4 litir. Verð kr. 6.990,- m \ W mm. 8 jll' | jl j *mwmm '' ELTA 5751 ELTA 6248 ELTA 5865 ELTA 6456 CD-ferðadiskspilari m/tosku og fl. Einfalt stereó ferðatæki. Verð kr. 15.990,- Verð kr. 5.990,- ELTA 6445 Vasadiskó m/útvarpi FM og MW. Tvöfalt stereó ferðatæki FM, SW, MW og LW. Tvöfalt stereó ferðatæki FM, MW og LW. Verð kr. 2.790,- Verð kr. 11.590,- Verð kr. 6.990,- ELTA 2524 ELTA 6438 Sambyggt hljómflutningstæki m/ Tvöfalt stereó ferðatæki mí fjarstýringu og hátölurum. Verð kr. 16.690,- ELTA 2012 14“ litasjónvarp m/fjarstýringu. tóiyafnara og lausum hátölurum. Verð kr. 27.990,- Verð kr. 10.490,- Graiðslukjör við allra hæfí Allt verð er staðgreiðsluverð. ix Nett heymartæki m/spöng, vasadiskóstærð. Verð frá kr. 490,- ELTA 6891 Tvöfalt stereó ferðatæki m/CD geislaspilara, FM, MW og LW. Verð kr. 25.990,- Gæði á góðu verði Faxafeni 12, slmi 670420 K/Sá

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.