Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDÁGUR 6. DESEMBER 1990 Ólafur Oddsson „Það að ala á óvild og fordómum í garð skóla- og menntamanna hefur hvarvetna leitt til mik- ils tjóns, og svo mun einnig verða hér. Því miður virðast ýmsir áhrifamenn hér á landi vera svo skammsýnir, að þeir skilja þetta ekki.“ ísland varð frjálst og fullvalda ríki 1. desember 1918. Um morgun- inn lögðu fulltrúar þjóðarinnar blómsveig á leiði Jóns Sigurðsson- ar. Á hádegi var íslenski ríkisfáninn í fyrsta skipti dreginn að húni við Stjórnarráðshúsið. Viðstöddum þótti stundin alvöruþrungin og einkar áhrifaríkt, er íslenski ríkis- fáninn blakti þar í fyrsta skipti. Tilfinninga- og hagsmunamál Þetta var langþráður áfangi, er þarna náðist og varð mörgum þetta mikið gleðiefni. Sjálfstæði íslands var og er að hluta til þessa eðlis, — þ.e. tilfinningamál, — og skal ekki lítið úr því gert. En margt gott leiddi af hinu nýja fullveldi íslands í hag- nýtu tilliti. íslendingum opnaðist peningamarkaður utan Danmerkur. Verslun og viðskipti færðust um margt frá Danmörku til annarra staða, er hagkvæmari þóttu. Stúd- entar lærðu nú að leita sér mennt- unar og meinningar í ýmsum lönd- um álfunnar, en það hafði verið fremur fátítt áður. Sjóndeildar- hringurinn víkkaði mjög, er athafn- amenn á sviði viðskipta og stúdent- ar og menntamenn tóku að róa á önnur mið. Án efa varð þetta Islend- ingum afar hagkvæmt. Fullveldið hefur reynst okkur vel Ymsar blikur eru nú á lofti í al- þjóðamálum, og þær munu vissu- lega hafa áhrif á okkur. Hér er ekki mælt með einangrunarstefnu. Við.þurfum að leita okkur viðskipta- sambanda og menntunar sem víð- ast, og við verðum að semja við erlenda aðila um okkar hagsmuna- mál og reyna að skapa hér einingu um það efni. En hafa verður hug- fast, að slíkir samningar mega ekki skerða fullveldi íslands. Fullveldið er einkum grundvallað á menningu okkar, tungu og sérstöku þjóðerni. Þetta er okkur vissulega mikið til- fmningamál. En það er okkur einn- ig mikið hagsmunamál. Ef svo illa tækist til, að fullveldið glataðist og menn hættu að huga að þeim verð- mætum, sem það er grundvallað á, þá yrðum við fátækt fólk, hluti af stórri heild eða voldugu ríki und- ir stjórn útlendra manna. Líklegt er, að fjármgn streymdi þá sem fyrr úr landi og einnig flyttust burt margir athafna- og menntamenn. Af þessu hlytist hið mesta tjón, og þetta má aldrei verða. Höfum í huga, að sl. 72 ár hafa orðið stór- kostlegustu framfarirnar í sögu þjóðarinnar. Vilji menn hlaupa til og fórna fullveldinu fyrir einhverja Um fullveldi íslands, for- sendur þess og framtíð Sigtúni 38*Sími: 689000 Holiday Inn - Bylgjan - Veröld en næstu áratugina var í Danaveldi harðskeytt stjórn, er lítt var hag- stæð íslendingum. Árið 1904 flutt- ist stjórn íslenskra sérmála til ís- lands, og var það auðvitað framfar- aspor. — Réttarstaða Islands kom mjög til umræðu árið 1908 vegna uppkastsins svonefnda. Vildu sumir ganga til samninga á grundvelli þess, en aðrir ekki. Því var hafnað í.kosningum, og menn urðu að bíða lengi eftir viðunandi breytingum. Árið 1914 hófst heimsstyijöldin fyrri, og komst þá nokkurt los á samband íslands og Danmerkur. Hugmyndir um sjálfsákvörðunar- rétt þjóða urðu æ skýrari. Danir sjálfir hugsuðu sér til hreyfmgs og vildu endurheimta hinn danska hluta Slésvíkur frá Þjóðveijum. Þetta varð okkur til happs, enda hlaut hið sama að eiga við í þessu efni um Slésvík og ísland. Danska þingið samþykkti skipan samninga- nefndar við Islendinga um samband landanna. Alþingi Islendinga valdi einnig sína fulltrúa. Einn þeirra var Einar Amórsson prófessor. Hann skrifaði um þetta efni fróðlega grein í Skími árið 1930, bls. 232 o.áfr. Einar segir, að styijöldin hafi fært bæði íslendingum og Dönum heim sanninn um,_ að íslandi gat ekki verið verndar von frá Danmörku í stórveldaófriði. Þvert á móti sæju allir þá hættu, er íslandi hlaut að stafa af sambandinu við Danmörku, ef hún lenti í ófriði. Forsendur fullveldis — tungan, þjóðernið, menningin Fyrir fundina með Dönunum settu íslensku nefndarmennirnir saman greinargerð í samráði við ráðherra um málefni íslands. Þar. var m.a. bent á sérstaka tungu ís- lendinga, sérstakt þjóðerni og sér- staka menningu íslensku þjóðarinn- ar. Þetta vora meginforsendur kröfu íslendinga um sjálfstæði þeim til handa. í fyrstu gengu samningafundir fulltrúa Dana og íslendinga illa, og vora jafnvel horfur á, að upp úr þeim slitnaði. En eftir marga fundi, langa og stranga, náðist að lokum samkomulag um frumvarp til sam- bandslaga. Það var samþykkt á Alþingi íslendinga með öllum greiddum atkvæðum gegn tveimur og einnig nokkra síðar í þjóðarat- kvæðagreiðslu, Danska þingið sam- þykkti einnig samninginn. — Ýmis mál voru þó samkvæmt samningn- um um hríð í höndum Dana, t.d. landhelgisgæsla, og einnig var Hæstiréttur Dana æðsti dómstóll íslendinga. Hvort tveggja hlaut að vera óviðunandi fullvalda ríki, enda var Hæstiréttur stofnaður tveimur árum síðar, og nokkra síðar tóku íslendingar að sér landhelgisgæslu hér við land. Með sambandslögunum urðu mjög mikilvæg þáttaskil í langri og harðri baráttu íslendinga fyrir stjórnfrelsi. ísland var viðurkennt fijálst og fullvalda ríki, og lýðveldið var stofnað rúmum aldarfjórðungi síðar, árið 1944. forystumaður í sjálfstæðisbaráttu íslendinga. Hann barðist fyrir sjálf- stæðu fjárhags- og fjárveitingavaldi Alþingis og einnig viðunandi lausn á stjórnskipun íslands. Ýmsir Stór- Danir litu á ísland sem bagga á danska ríkinu, og reyndar vora til íslenskir embættismenn, sem vora sama sinnis. En Jón Sigurðsson færði gild rök fyrir því með ítarleg- um sagnfræðirannsóknum, að Dan- ir hefðu um aldir stundað hér ijár- plógsstarfsemi, og því væri ísland samtímans í niðurníðslu. Jón sýndi fram á, að íslendingar þægju ekki styrk frá Dönum, heldur ættu þeir háar kröfur á hendur þeim, þar sem landsmenn hefðu verið sviptir eign- um sínum á liðnum öldum og mikið fé verið flutt úr landi. Jón birti um þetta efni ítarlega ritgerð í Nýjum félagsritum árið 1862. Ekki fékkst nein lausn málsins í bráð, og hennar var reyndar langt að bíða. Árið 1871 vora sett hin illræmdu stöðulög og nokkra síðar stjórnarskrá. Danir vildu með þess- um hætti einhliða ráða þessum mik- ilvægu málum til lykta. í fyrstu grein laganna sagði alveg ótvírætt, að ísland væri „óaðskiljanlegur hluti“ Danaveldis. Alþingismenn mótmæltu þessum lögum harðlega undir forystu Jóns Sigurðssonar. Óviðunandi staða íslands Lítið þokaðist í þessum málum, eftir Ólaf Oddsson Að undanfömu hefur mátt lesa í blöðum um ýmsar hugmyndir um fullveldi íslands, og sumir merin vilja jafnvel fóma því. Nokkuð hef- ur skort á að minni hyggju, að menn hefðu sögu fullveldisbarátt- unnar í huga. Hinn gleðilegi atburð- ur, stofnun hins fullvalda íslenska ríkis árið 1918, varð eftir langa, erfiða og harða baráttu. Þá sögu er nauðsynlegt að rifja upp öðra hveiju, þótt hún sé auðvitað kunn sögufróðum mönnum. Barátta Jóns Sigurðssonar Jón Sigurðsson forseti var lengi Við tökum smá forskot á jólin og leggjum á borð að höfðingja sið. Að sjálfsögðu er allt það besta úr íslenska búrinu, til dæmis heitt og kalt hangikjöt ásamt laufabrauði. Við lumum einnig á klassískum jólarétta- uppskriftum frá útlöndum og berum fram danska riíjasteik, sænska síldarrétti, gljáð grísalæri og margt fleira girnilegt góðgæti sem ómissandi er á höfðingjaborðum. Jólaglögg að hætti hússins. Jólahlaðborðið, í hádeginu og á kvöldin. Leitin að fallegasta piparkökuhúsinu. Móttaka á piparkökuhúsum hefst 8. desember. Skilafréstur er til 28. desember. Vegleg verðlaun. ★ Pitney Bowes Frímerkjavélar og stimpllvélar Vélar til póstpökkunar o. fl. OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 9 -105 Reykjavík Símar 624631 / 624699
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.