Morgunblaðið - 06.12.1990, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 06.12.1990, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990 33 Myndir eftir Gunnlaug Scheving frá 1922-1925: Skoðaði myndim- ar oft, ogþótti afar vænt um þær - segir Kristín S. Ólafsdóttir, sem geymdi tuttugu og fimm myndir Schevings í kassa á heimili sínu í áratugi TUTTUGU og fimm myndir eftir Gunnlaug Scheving, málaðar á árunum 1922-1925, eru komnar fram í dagsljósið og verða sýndar í Gallerí Borg á laugardag og sunnudag. Þetta eru vatnslitamynd- ir, olíumyndir og blýantsskissur, sem keyptar voru á uppboði um miðjan þriðja áratug aldarinnar, hafa verið geymdar í kassa síðan en voru nýverið rammaðar inn. Kristín S. Ólafsdóttir, sem bú- sett er á Laugarvatni, eignaðist umræddar myndir um miðjan þriðja áratuginn, skömmu eftir að þær voru málaðar. Hún geymdi myndirnar í kassa á heimili sínu í áratugi, þar til fyrir nokkru er hún lét ramma þær inn. Myndim- ar eru nú í einkaeign. „Ég vissi alltaf af myndunum, skoðaði þær oft, og þótti afar vænt um þær,“ sagði Kristín í samtali við Morgunblaðið í gær. Þannig er mál með vexti að móð- ir Kristínar, Þrúður G. Jónsdóttir, kona Ólafs Magnússonar, kaup- manns í Fálkanum, fór oft á upp- boð á þessum tíma, á árunum 1920 til 1928. „Það var sem upp- lyfting fyrir hana,“ tilbreyting frá umfangsmíklu heimilishaldi á Rauðarárstíg 3, segir Kristín nú. Gunnlaugur Scheving, sem fæddist 1904 og var að hefja list- nám á þessum árum, bjó ekki í foreldrahúsum heldur hjá eldri hjónum. Ýmislegt úr búi þeirra var boðið upp er þau féllu frá, þar á meðal umræddar myndir. Kristín segir alltaf hafa verið mikið fjör í salnum á uppboðum þessa tíma, þar sem menn keppt- ust við að bjóða og þarna hafi alls kyns húsmunir verið til sölu. Oft, eins og í þessu tilviki, var ýmsu blandað í kassa, þar voru bæði búsáhöld og aðrir munir svo sem þessar myndir. Móðir Kristín- ar bauð í kassann og vissi þá ekki hvert innihaldið var. Þegar heim kom og betur var að gáð komu myndirnar í ljós. Kristín segist strax hafa orðið mjög hrif- in af þeim, hafí oft skoðað mynd- irnar en alltaf sett þær í kassann aftur, hann hafi verið samastaður þeirra. Nokkrum dögum eftir upp- boðið segir Kristín móður sína hafa gefið sér myndimar, „senni- lega vegna þess að ég var sú eina á heimilinu sem sýndi þeim ein- hvern áhuga.“ Myndirnar hefur Kristín geymt í kassanum góða allar götur síðan, nema eina sem hún hafði uppi við í herbergi sínu þegar hún var yngri. Það var teikning af karl- manni, mynd sem Kristín var mjög hrifín af, en það er sú eina þessara mynda sem ekki finnst í dag. „Ég hef leitað mikið en finn hana ekki.“ Kristín fluttist að Laugarvatni 1951 er eiginmaður hennar, dr. Haraldur Matthíasson, gerðist kennari við Menntaskólann. Þá setti hún myndirnar upp á háa- loft. Segir það góðan geymslu- sfað. „Eg var stöðugt að passa myndirnar fyrir krökkunum, svo Ljósmyndir Gunnar Gunnarsson Tvær myndanna 25 eftb- Gunnlaug Scheving, sem Kristín geymdi í kassanum í áratugi og nýlega voru rammaðar inn. þau næðu ekki í þær og skemmdu. ari: „ég safna öllu mögulegu sem En þau skoðuðu myndirnar að tengist hug og hendi, það sem sjálfsögðu oft án þess að ég vissi ' fólk lætur frá sér af listrænni af því, og þær eru heilar enn. Ég framleiðslu. Þetta eru ekki allt skoðaði þær líka alltaf af og til, merkilegir hlutir en það er upp- en réðist í það fyrir stuttu að láta lyfting að þessar myndir skuli ramma þær inn.“ vera hægt að meta eitthvað,“ seg- Kristín segist vera mikill safn- ir Kristín S. Ólafsdóttir. I RÁÐGJÖF KAUPÞINGS I Fræðslufundur um hlutabréf. Kaupþing hf. gengst fyrir fræðslufundi um hlutabréf mánudaginn 10. desember í Kristalssal Hótels Loftleiða kl 20:30. Frummælendur eru: Stefán Halldórsson framkvæmdastjóri Ráðgjafar Kaupþings hf.: n Mat á hlutafélögum Pétur H. Blöndal framkvæmdastjóri Kaupþings hf.: Skattalegt umhverfi hlutabréfamarkaðar Guðmundur Magnússon prófessor í hagfræðideild HL: Framtíðarþróun hlutabréfamarkaðar Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. KAUPÞING HF Kringlutini 5, stmi 689080
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.