Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990 49 Frá leitarsvæðinu á Vatnsnesi. Morgunblaðið/Karl A. Sigurgeirsson Hvammstangi; Fjörur gengnar við Húnaflóa Hvammstanga. VÍÐTÆK leit hefur verið að sjómönnunum af trillunni Jóhannesi sem saknað er frá 25. nóvember. Síðastliðna viku hafa verið gengn- ar fjörur, nú síðast laugardaginn 1. desember. Fjöldi fólks, bæði úr björgunarsveitum og einstaklingar, hefur komið að þessari víðtæku leit. Að sögn Páls Sigurðssonar hjá Slysavarnadeildinni Káraborg á Hvammstanga, voru þá gengnar fjörur frá Bálkastöðum á Hegg- staðanesi, fyrir Miðfjörð, Vatnsnes, Þingeyrasand og alla strandlengju Austur-Húnavatnssýslu að Skaga- tá. Ekkert hefur fundist síðan fyrsta dag leitarinnar en þá fannst búnaður úr bátnum, út af eyjunni Fáskrúð sem er norðvestur af Jólasveinar að koma í Þjóðminjasafnið Vatnsnesi. Björgunarsveitirnar Káraborg og Flugbjörgunarsveitin í V-Hún., Siysavarnasveitin og Hjálparsveit skáta á Blönduósi og Slysavarnasveitin á Skagastörnd hafa staðið að þessari miklu leit, ásamt ijölda landeigenda og ann- arra einstaklinga. Að sögn Páls, verður þessari leit haldið áfram. - Karl Bók um ísrael Líf og saga; Handbók um hunda komin út Hundalíf heitir handbók um hunda eftir Guðrúnu Peterson sem Líf og saga hefur gefið út. í bók- inni er fjallað um sögu hundsins, um helstu hundategundir á ís- landi, um rétta fóðrun, hlýðniþjálf- un og hvernig eigi að takast á við hin ýmsu hegðunarvandamál hundsins. Pörun, meðgöngu og goti eru gerð góð skil í bókinni auk þess sem fjallað er um þjálfun veiði- og sporhunda. Þá er fjallað um hundasjúkdóma, viðbrögð við þeim, skyndihjálp o. fl. Guðrún Petersen, höfundur bókar- innar sagði í samtali við Morgunblað- ið að hugmyndin að bókinni hefði fæðst fyrir fjórum til fimm árum en sjálfar skriftirnar hefðu ekki hafist að ráði fyrr en á þessu ári. Hún sagð- ist hafa leitað til dýralækna varðandi kaflana um læknisfræði og næringar- fræði en aðra kafla hefði hún að mestu byggt á sinni eigin reynslu sem hundaþjálfari. Hún hefur rekið hund- skóla hér á landi síðastliðin þijú ár. í samtalinu kom fram að bókin væri gott uppsláttarrit fyrir alla hundaeig- endur, sama hvort þeir ættu stóra eða litla hunda, og ætti að svara flest- um spurningum um hundahald. Bókin er 220 blaðsíður með yfir 170 ljósmyndum og teikningum. Morgunblaðið/Sverrir Haraldur Haraldsson, hjá Lífi og Sögu, afhendir Guðrúnu Peters- en fyrsta eintakið af bókinni Hundalíf. FJÖLVI hefur gefið út bókina Jerúsalem - Talandi steinar eftir Rögnvald Finnbogason. sem ferðaðist til Landsins helga sl. haust og er bókin í formi dagbók- arkafla þar sem hann skráði nið- ur, hvað á daga hans dreif. í kynningu útgefanda segirm.a.: „Sr. Rögnvaldur var áður í hópi þeirra sem hrifust af stofnun ísra- elsríkis, en nú einn syrgjendanna, sem ofbýður sú hryggilega þróun, sem stefnir í óefni. Dagbókarbrotin sýna þó að hann heldur ró sinni og íhygli. Hann forð- ast að kveða upp harða dóma, en frásögnin byggist upp á kyrrlátum samtölum m.a. við leiðtoga marg- víslegra trúfélaga, sem starfa í heil- ögum véum Jerúsalem, bæði múslíma og ólíkra kristinna kirkju- deilda, en líka hefur kreppt að kristnum mönnumí Jerúsalem og þeir orðið að flýja ísrael í stórum stíl. Auk þess lýsir höfundurinn heim- sóknum í sjúkrahús, barnaheimili, flóttamannabúðir og dvöl með íslensku fólki búsettu í Palestínu. Bókarauki fylgir, annáll um sögu og þróun Israelsríkis frá stofnun þess 1947.“ Bókin um Jerúsalem er 208 bls. með ijölda mynda úr ferðalagi höf- undarins. Prentun og bókband ann- aðist G. Ben. prentstofa. ÞJÓÐMINJASAFNIÐ og Þjóð- leikhúsið skipuleggja í samein- ingu opinberar heimsóknir jóla- sveina í Þjóðminjasafnið nú í desember. Fyrsta heimsóknin verður í dag, fimmtudaginn 6. desember, klukkan 4 en þá kem- ur Nikulás biskup, ættfaðir út- lenda jólasveinsins í heimsókn ásamt Santa Claus, dönskum jólanissa og tveimur íslenskum jólasveinum. Við sama tækifæri kveikir Svavar Gestsson menntamálaráðherra á jólatré safnsins, opnuð verður sýning á gömlu jólaskrauti og ýmislegt fleira verður til sýnis. Dagana 12. - 24. desember koma hinir hefðbundnu jólasveinar síðan hver af öðrum í stutta heim- sókn í Þjóðminjasafnið á hveijum morgni klukkan 11. 12. desember kemur Stekkja- staur fyrstur eins og lög gera ráð fyrir en síðan í réttri röð bræður hans Giljagaur, Stúfur, Þvörusleik- ir, Pottasleikir, Askasleikir, Hurða- skellir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþegur, Ket- krókur og Kertasníkir kemur síðastur að morgni aðfangadags. Einnig er talin viss hætta á að dætur Grýlu, Leiðindaskjóða og Sr. Rögnvaldur Finnbogason Leppatuska verði jafnan boðflenn- ur á staðnum. Öllum er heimill aðgangur með- an rúm leyfir í anddyri safnsins, en skólum er ráðlagt að panta tíma fyrirfram til að forðast þrengsli. Pétur Guðjóns- son stýrir alþjóðlegri ráðstefnu Alþjóðleg ráðstefna, á vegum stofnunarinnar Institute for Global Ethics, verður haldinn á íslandi í ágúst á næsta ári. Pét- ur Guðjónsson formaður Flokks mannsins mun veita ráðstefn- unni formennsku en hann er í stjórn stofnunarinnar. í frétt frá Flokki mannsins seg- ir, að IGE hafi verið stofnuð í kjöl- far þriggja daga ráðstefnu sem haldin var í Sovétríkjunum í nóvv ember. Formaður þeirrar ráð- stefnu var Valentina Tereshkova fyrrverandi geimfari, en einnig hafi setið hana ýmsir úr innsta hring samstarfsmanna Gor- batsjovs forseta Sovétríkjanna, og þekkt nöfn úr röðum stjórnmála- manna, lögfræðinga, fræðimanna og listamanna frá öðrum löndum. Ákveðið var að halda næsta fund 16.-18. ágúst 1991 á ís- landi. í fréttinni segir að búist sé við þekktum og áhrifamiklum ein- staklingum úr austri og vestri. Ákveðið hafi verið að Pétur Guð- jónsson veiti ráðstefnunni for- mennsku. ■ DÚETTINN SÍN mun leika 6. og 9. desember í Ölkjallaranum við AusturvöII. Dúettinn Sín hefur mikið af íslenskum lögum á laga- lista sínum. Ölkjallarinn er kominn í jólaskrúða og býður miðbæjargest- um upp á hressandi jólaglögg og piparkökur. (Fréttatilkynning) ÓSKAST KEYPT FUNDIR - MANNFAGNAÐUR KVÓTI Málmkaup Kaupi allar tegundir málma nema járn. Staðgreiði og sæki vöruna ykkur að kostnað- arlausu. Upplýsingar gefur Alda í síma 667273. „Græddur er geymdur málmur". Grafarvogsbúar Borgarafundur um uppbyggingu heilsugæslu í Grafarvogshverfum verður í Félagsmiðstöð- inni Fjörgyn í dag, fimmtudaginn 6. desem- ber, kl. 20.30. íbúasamtök Grafarvogs. Kvóti - kvóti Tilboð óskast í 60 tonn af þorski, 30 tonn af ufsa og 30 tonn af ýsu. Tilboð sendist auglýsingadeiid Mbl. merkt: „K - 8606“ fyrir 10. desember. • . ' ■ Frá Félagi eldri borgara Gönguhrólfar hittast nk. laugar- dag kl. 10.00 á Hverfisgötu 105. I.O.O.F. 5 = 1721268V2 = Jv. St.St. 59901267 VIII I.O.O.F. 11 = 1721268'/2 = M.A. \ .—77 KFUM V AD-KFUM Fundur í kvöld Jd. 20.30 í Langa- gerði 1. Fundarefni í umsjá Árna Sigurjónssonar. Allir karlar velkomnir. KR-konur Munið jólafundinn okkar föstu- daginn 7. desember kl. 20.30. Gestur kvöldsins verður Magda- lena Schram. Fjölmennum. Stjórnin. CíiSaj YWAM - ísland Samkoma verður í Grensás- kirkju í kvöld kl. 20.30. „Vitnisburðir". Guð talar inn í líf okkar. Fyrirbænaþjónusta. Allir velkomir. Skipholti 50b, 2. hæð Samkoma í kvöld kl. 20.30. Eiður Einarsson predikar. Allir innilega velkomnir! Almenn söng- og bænasam- koma verður í Þríbúðum í kvöld kl. 20.30. Stjórnandi Rósa Ól- afsdóttir. Allir velkomnir. Hjalpræóis- herinn Kirkjustræti í Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Hermenn stjórna og tala. Verið velkomin. tímarit um dulræn málefni. Síðara hefti 1990 er komið út. Meðal efnis er eftirfarandi: ★ Að hafa hugrekki til að syrgja. ★ Hvernig getum við sjálf feng- ið skilaboð að handan. ★ Andlegir hæfileikar notaðir í neikvæðum tilgangi, ★ Hátíðir fyrir handan. ★ Kennarar lífsins í kringum okkur. ★ Óvenjuleg flugferð. ★ Sköpunarmáttur bænarinnar o.fl. Afgreiðsla og pöntun áskrifta hjá Sálarrannsóknafélagi (slands, Garðastræti 8, 2. hæð, sími 18130.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.