Morgunblaðið - 06.12.1990, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990
49
Frá leitarsvæðinu á Vatnsnesi. Morgunblaðið/Karl A. Sigurgeirsson
Hvammstangi;
Fjörur gengnar við Húnaflóa
Hvammstanga.
VÍÐTÆK leit hefur verið að sjómönnunum af trillunni Jóhannesi
sem saknað er frá 25. nóvember. Síðastliðna viku hafa verið gengn-
ar fjörur, nú síðast laugardaginn 1. desember. Fjöldi fólks, bæði úr
björgunarsveitum og einstaklingar, hefur komið að þessari víðtæku
leit.
Að sögn Páls Sigurðssonar hjá
Slysavarnadeildinni Káraborg á
Hvammstanga, voru þá gengnar
fjörur frá Bálkastöðum á Hegg-
staðanesi, fyrir Miðfjörð, Vatnsnes,
Þingeyrasand og alla strandlengju
Austur-Húnavatnssýslu að Skaga-
tá. Ekkert hefur fundist síðan
fyrsta dag leitarinnar en þá fannst
búnaður úr bátnum, út af eyjunni
Fáskrúð sem er norðvestur af
Jólasveinar að koma
í Þjóðminjasafnið
Vatnsnesi. Björgunarsveitirnar
Káraborg og Flugbjörgunarsveitin
í V-Hún., Siysavarnasveitin og
Hjálparsveit skáta á Blönduósi og
Slysavarnasveitin á Skagastörnd
hafa staðið að þessari miklu leit,
ásamt ijölda landeigenda og ann-
arra einstaklinga. Að sögn Páls,
verður þessari leit haldið áfram.
- Karl
Bók um ísrael
Líf og saga;
Handbók
um hunda
komin út
Hundalíf heitir handbók um
hunda eftir Guðrúnu Peterson sem
Líf og saga hefur gefið út. í bók-
inni er fjallað um sögu hundsins,
um helstu hundategundir á ís-
landi, um rétta fóðrun, hlýðniþjálf-
un og hvernig eigi að takast á við
hin ýmsu hegðunarvandamál
hundsins. Pörun, meðgöngu og
goti eru gerð góð skil í bókinni
auk þess sem fjallað er um þjálfun
veiði- og sporhunda. Þá er fjallað
um hundasjúkdóma, viðbrögð við
þeim, skyndihjálp o. fl.
Guðrún Petersen, höfundur bókar-
innar sagði í samtali við Morgunblað-
ið að hugmyndin að bókinni hefði
fæðst fyrir fjórum til fimm árum en
sjálfar skriftirnar hefðu ekki hafist
að ráði fyrr en á þessu ári. Hún sagð-
ist hafa leitað til dýralækna varðandi
kaflana um læknisfræði og næringar-
fræði en aðra kafla hefði hún að
mestu byggt á sinni eigin reynslu sem
hundaþjálfari. Hún hefur rekið hund-
skóla hér á landi síðastliðin þijú ár.
í samtalinu kom fram að bókin væri
gott uppsláttarrit fyrir alla hundaeig-
endur, sama hvort þeir ættu stóra
eða litla hunda, og ætti að svara flest-
um spurningum um hundahald.
Bókin er 220 blaðsíður með yfir
170 ljósmyndum og teikningum.
Morgunblaðið/Sverrir
Haraldur Haraldsson, hjá Lífi og
Sögu, afhendir Guðrúnu Peters-
en fyrsta eintakið af bókinni
Hundalíf.
FJÖLVI hefur gefið út bókina
Jerúsalem - Talandi steinar eftir
Rögnvald Finnbogason. sem
ferðaðist til Landsins helga sl.
haust og er bókin í formi dagbók-
arkafla þar sem hann skráði nið-
ur, hvað á daga hans dreif.
í kynningu útgefanda segirm.a.:
„Sr. Rögnvaldur var áður í hópi
þeirra sem hrifust af stofnun ísra-
elsríkis, en nú einn syrgjendanna,
sem ofbýður sú hryggilega þróun,
sem stefnir í óefni.
Dagbókarbrotin sýna þó að hann
heldur ró sinni og íhygli. Hann forð-
ast að kveða upp harða dóma, en
frásögnin byggist upp á kyrrlátum
samtölum m.a. við leiðtoga marg-
víslegra trúfélaga, sem starfa í heil-
ögum véum Jerúsalem, bæði
múslíma og ólíkra kristinna kirkju-
deilda, en líka hefur kreppt að
kristnum mönnumí Jerúsalem og
þeir orðið að flýja ísrael í stórum
stíl.
Auk þess lýsir höfundurinn heim-
sóknum í sjúkrahús, barnaheimili,
flóttamannabúðir og dvöl með
íslensku fólki búsettu í Palestínu.
Bókarauki fylgir, annáll um sögu
og þróun Israelsríkis frá stofnun
þess 1947.“
Bókin um Jerúsalem er 208 bls.
með ijölda mynda úr ferðalagi höf-
undarins. Prentun og bókband ann-
aðist G. Ben. prentstofa.
ÞJÓÐMINJASAFNIÐ og Þjóð-
leikhúsið skipuleggja í samein-
ingu opinberar heimsóknir jóla-
sveina í Þjóðminjasafnið nú í
desember. Fyrsta heimsóknin
verður í dag, fimmtudaginn 6.
desember, klukkan 4 en þá kem-
ur Nikulás biskup, ættfaðir út-
lenda jólasveinsins í heimsókn
ásamt Santa Claus, dönskum
jólanissa og tveimur íslenskum
jólasveinum. Við sama tækifæri
kveikir Svavar Gestsson
menntamálaráðherra á jólatré
safnsins, opnuð verður sýning á
gömlu jólaskrauti og ýmislegt
fleira verður til sýnis.
Dagana 12. - 24. desember
koma hinir hefðbundnu jólasveinar
síðan hver af öðrum í stutta heim-
sókn í Þjóðminjasafnið á hveijum
morgni klukkan 11.
12. desember kemur Stekkja-
staur fyrstur eins og lög gera ráð
fyrir en síðan í réttri röð bræður
hans Giljagaur, Stúfur, Þvörusleik-
ir, Pottasleikir, Askasleikir, Hurða-
skellir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir,
Gluggagægir, Gáttaþegur, Ket-
krókur og Kertasníkir kemur
síðastur að morgni aðfangadags.
Einnig er talin viss hætta á að
dætur Grýlu, Leiðindaskjóða og
Sr. Rögnvaldur Finnbogason
Leppatuska verði jafnan boðflenn-
ur á staðnum.
Öllum er heimill aðgangur með-
an rúm leyfir í anddyri safnsins,
en skólum er ráðlagt að panta tíma
fyrirfram til að forðast þrengsli.
Pétur Guðjóns-
son stýrir
alþjóðlegri
ráðstefnu
Alþjóðleg ráðstefna, á vegum
stofnunarinnar Institute for
Global Ethics, verður haldinn á
íslandi í ágúst á næsta ári. Pét-
ur Guðjónsson formaður Flokks
mannsins mun veita ráðstefn-
unni formennsku en hann er í
stjórn stofnunarinnar.
í frétt frá Flokki mannsins seg-
ir, að IGE hafi verið stofnuð í kjöl-
far þriggja daga ráðstefnu sem
haldin var í Sovétríkjunum í nóvv
ember. Formaður þeirrar ráð-
stefnu var Valentina Tereshkova
fyrrverandi geimfari, en einnig
hafi setið hana ýmsir úr innsta
hring samstarfsmanna Gor-
batsjovs forseta Sovétríkjanna, og
þekkt nöfn úr röðum stjórnmála-
manna, lögfræðinga, fræðimanna
og listamanna frá öðrum löndum.
Ákveðið var að halda næsta
fund 16.-18. ágúst 1991 á ís-
landi. í fréttinni segir að búist sé
við þekktum og áhrifamiklum ein-
staklingum úr austri og vestri.
Ákveðið hafi verið að Pétur Guð-
jónsson veiti ráðstefnunni for-
mennsku.
■ DÚETTINN SÍN mun leika 6.
og 9. desember í Ölkjallaranum
við AusturvöII. Dúettinn Sín hefur
mikið af íslenskum lögum á laga-
lista sínum. Ölkjallarinn er kominn
í jólaskrúða og býður miðbæjargest-
um upp á hressandi jólaglögg og
piparkökur.
(Fréttatilkynning)
ÓSKAST KEYPT
FUNDIR - MANNFAGNAÐUR
KVÓTI
Málmkaup
Kaupi allar tegundir málma nema járn.
Staðgreiði og sæki vöruna ykkur að kostnað-
arlausu.
Upplýsingar gefur Alda í síma 667273.
„Græddur er geymdur málmur".
Grafarvogsbúar
Borgarafundur um uppbyggingu heilsugæslu
í Grafarvogshverfum verður í Félagsmiðstöð-
inni Fjörgyn í dag, fimmtudaginn 6. desem-
ber, kl. 20.30.
íbúasamtök Grafarvogs.
Kvóti - kvóti
Tilboð óskast í 60 tonn af þorski, 30 tonn
af ufsa og 30 tonn af ýsu.
Tilboð sendist auglýsingadeiid Mbl. merkt:
„K - 8606“ fyrir 10. desember.
• . ' ■
Frá Félagi eldri borgara
Gönguhrólfar hittast nk. laugar-
dag kl. 10.00 á Hverfisgötu 105.
I.O.O.F. 5 = 1721268V2 = Jv.
St.St. 59901267 VIII
I.O.O.F. 11 = 1721268'/2 = M.A.
\ .—77
KFUM
V AD-KFUM
Fundur í kvöld Jd. 20.30 í Langa-
gerði 1. Fundarefni í umsjá Árna
Sigurjónssonar.
Allir karlar velkomnir.
KR-konur
Munið jólafundinn okkar föstu-
daginn 7. desember kl. 20.30.
Gestur kvöldsins verður Magda-
lena Schram. Fjölmennum.
Stjórnin.
CíiSaj YWAM - ísland
Samkoma verður í Grensás-
kirkju í kvöld kl. 20.30.
„Vitnisburðir".
Guð talar inn í líf okkar.
Fyrirbænaþjónusta.
Allir velkomir.
Skipholti 50b, 2. hæð
Samkoma í kvöld kl. 20.30. Eiður
Einarsson predikar.
Allir innilega velkomnir!
Almenn söng- og bænasam-
koma verður í Þríbúðum í kvöld
kl. 20.30. Stjórnandi Rósa Ól-
afsdóttir. Allir velkomnir.
Hjalpræóis-
herinn
Kirkjustræti í
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30. Hermenn stjórna og tala.
Verið velkomin.
tímarit um dulræn málefni.
Síðara hefti 1990 er komið út.
Meðal efnis er eftirfarandi:
★ Að hafa hugrekki til að
syrgja.
★ Hvernig getum við sjálf feng-
ið skilaboð að handan.
★ Andlegir hæfileikar notaðir í
neikvæðum tilgangi,
★ Hátíðir fyrir handan.
★ Kennarar lífsins í kringum
okkur.
★ Óvenjuleg flugferð.
★ Sköpunarmáttur bænarinnar
o.fl.
Afgreiðsla og pöntun áskrifta hjá
Sálarrannsóknafélagi (slands,
Garðastræti 8, 2. hæð, sími
18130.