Morgunblaðið - 06.12.1990, Page 53

Morgunblaðið - 06.12.1990, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990 53 Um gerilsneyðingn mjólk- ur og mjólkurafurða Landsmenn þurfa að læra að geta gert greinarmun á leiðsögumönn- um, sem eru menn með gott vald á íslensku (oftast mjög gott, enda margir áhugamenn um gott málfar í okkar röðum), góða sérmenntun og réttindi annars vegar og erlend- um meðreiðasveinum hins vegar, sem ég leyfði mér að kalla furðu- fugla í fyrri grein minni. Við leiðsögumenn eigum lítið sameiginlegt með þessum mönnum, og ég fyrir mitt leyti harðneita að líta á þessa menn sem „starfsbræð- ur mína“. Starfssystkini mín eru rúmlega 350 talsins. Þau hafa öll hlotið nauðsynlega menntun og staðist erfið próf. Óll tala þau tung- umál þjóðar þess -lands sem þau fylgja ferðamönnum um, nefnilega íslensku! Afram á réttri braut Vel má vera að Oddný Sv. Björg- vins hafi þarfara að gera en að skiptast á orðum við mig. En ekki er margt þarfara á þessari stundu fyrir þá sem vinna á sviði ferða- mála en að fást við sívaxandi um- svif erlendra útgerðarmanna. Mér skilst að skriður sé að fara að komast á þessi mál. Ef svo er og við berum gæfu til að beina þróuninni á rétta braut getum við fljótlega gleymt orðavali mínu og hneykslun Oddnýjar á því. Þá hefð- um við loksins lagt út í það „að sakast við okkur sjálf“, sem bæði Oddný og aðrir aðilar vilja, og bætt úr því sem miður hefur farið hér hjá okkur. Til þess var leikurinn gerður. PS. Að lokum þetta, Oddný. Eitt atriði af mörgum í hinu íslenska þjóðfélagi sem ég tel vera betra en t.d. í þýskumælandi löndum er það að menn ávarþa hver annan með eiginnöfnum. Jafnvel þó að viðkom- andi sé ekki kenndur við föður sinn notar fólkið oftast eiginnafnið frek- ar en ættarnafnið. Hingað til hafa allir aðilar sem umgangast mig í ferðaþjónustu vitnað í mig með eig- innafni mínu. Þú ræður auðvitað sjálf þinni framkomu við annað fólk. En mér finnst hitt skemmtilegra, enda góð- ur rótgróinn siður hérlendis. Með kærri kveðju. Höfundur starfar m.a. sem leiðsögumaður. eftirKarl G. Kristins- son og Olaf Steingrímsson Gerilsneyðing mjólkur og mjólk- urafurða hefur verið nokkuð til umræðu í fjölmiðlum að undan- förnu. Því hefur verið haldið fram að mjólk sé hollari fyrir gerilsneyð- ingu en eftir. í umræðunni virðist gæta nokkurrar vanþekkingar á smithættu af völdum mjólkuraf- urða og er því rétt að benda á eftirfarandi staðreyndir. Mjólk og mjólkurafurðir eru góð næring fyrir fjölda sýkla. Sýklar geta borist í mjólkurafurðir frá sýktum kúm og frá þeim sem hugsa um þær. Þegar sýklar ber- ast í mjólk getur þeim fjölgað veru- lega. Til að drepa sýkla og fækka bakteríum (gerlum) sem geta skemmt mjólkina er hún geril- sneydd. Gerilsneyðing byggir á því að mjólkin er hituð upp í hátt hita- stig en síðan snöggkæld. Þessi meðferð drepur sjúkdómsvaldandi örverur (sýkla), en hitaþolnar bakt- eríur eins og ákveðnir keðjukokkar og mjólkursýrugerlar lifa af geril- sneyðinguna, enda súrnar geril- sneydd mjólk og skemmist við geymslu. G-mjólk er hins vegar hituð nægilega til að drepa þessar hitaþolnu bakteríur. Það kemur því ekki á óvart að þar sem ógerilsneyddrar mjólkur og mjólkurafurða er neytt eru sýk: ingar tengdar þeim vandamál. í Englandi og Wales var til skamms tíma hægt að kaupa ógerilsneydda mjólk í verslunum, þótt lang- stærsti hlutinn (97% árið 1985) hafi verið gerilsneydd. Á árunum 1951-80 voru 233 smitsjúkdóma- faraldrar tengdir mjólk og mjólkur- afurðum í þessum löndum og veikt- ust í þeim 10.000 manns. I Skotl- andi var sala ógerilsneyddrar mjólkur bönnuð 1983, en þar hafði ógerilsneydd mjólk valdið 50 salm- „Þau rök sem færö hafa verið fyrir neyslu óger- ilsneyddrar mjólkur . eru léttvæt með tilliti til hættu á sýkingum tengdum neyslu á óger- ilsneyddri mjólk, sem valdið getur miklum veikindum, kostnaði og stundum dauða.“ onellafaröldrum 1970-80, sýkt 3.518 og dregið 12 til dauða. Frá 1983 hafa sýkingar tengdar mjólk hins vegar verið nánast óþekktar í Skotlandi. Ekki þarf að leita til útlanda til að meta gagnsemi gerilsneyðingar. Gerilsneyðing var fyrst tekin upp á íslandi af Mjólkurfélagi Reykja- víkur árið 1917, en var lögboðin árið 1934 með mjólkurlögunum svokölluðu. Um tíma, eftir að lögin voru sett, var heimilt að selja óger- ilsneydda mjólk beint frá kúnum og enn eru ógerilsneyddar mjólkur- afurðir nýttar til sveita (af sum- um). Snemma á 6. áratugnum kom upp salmonellafaraldur á Seltjarn- arnesi, en þá sýktust á annað hundrað manns eftir að hafa drukkið ógerilsneydda mjólk, mengaða af salmonellu. Á Holum í Hjaltadal sýktust, snemma á 7. áratugnum, tvö ungmenni af berkl- um sem raktir voru til mjólkur frá sýktum kúm. Fleiri dæmi eru þekkt en verða ekki rakin hér. Enn í dag virðast nokkur brögð vera af því að fólk sýkist á íslandi af völdum salmonella og campylobacter bakt- eríunum eftir að hafa neytt ógeril- sneyddrar mjólkur (í sveit). Fjölmargir sýklar geta borist með mjólk. Hér á landi eru salmon- ella og campylobacter (Cam- pylobacter jejuni, veldur slæmum niðurgangi) bakteríurnar langal- gengastar. Aðrir sýklar sem eru vel þekktir af því að berast með mjólk eru t.d. berklabakterían, taugaveikibakterían, Listería monocytogenes (getur valdið heila- himnubólgu hjá nýburum og fóst- urláti hjá ófrískum konum), Stap- hylococcus aureus (ýmsar sýkingar þ. á m. eitrun með heiftarlegum uppköstum), Streptococcus pyogé- nes og Streptococcus zooepidernic- us (hálsbólga, skarlatsótt, blóðsýk- ing o.fl., í Danmörku smituðust 2.400 í einum faraidri í seinni heimsstyijöldinni af ógerilsneyddri mjólk og 24 dóu), Yersinia enteroc- olitica (niðurgangur), brucella (öld- usótt) og Coxiella burneti (hvísótt, þ.e. lungnabólga ásamt fleiri ein- kennum). Ljóst er að innleiðing gerilsneyðingar á mjólkurvörum var meðal mikilvægustu framför- um þessarar aldar í baráttunni við smitsjúkdóma. Þrátt fyrir þessar staðreyndir er því miður líklegt að áróðri fyrir ógerilsneyddri mjólk verði haldið á lofti, en þau rök sem færð hafa verið fyrir neyslu ógerilsneyddrar mjólkur eru léttvæg með tilliti til hættu á sýkingum tengdum neyslu á ógerilsneyddri mjólk, sem valdið getur miklum veikindum, kostnaði' og stundum dauða. Heimildir: Roberts, D. Sources of infecti- on: food, Lancet 1990, 336:859-861. Sharp, J.C.M. Peterson, G.M. Barrett, N.J. Pasteurisation and the control of milk- bome infection in Britain. British Medical Joumal 1985; 291:463-464. Skovgaard, N., Hvorfor ubetinget nej til salg af rá mælk? Dansk Vet. Tidskrift 1985; 68:368- 371. Galbraith, N.S., Forbes, P., Clifford, C., Communicable disease associated with milk and dairy products in England and Wales 1951-80. British Medical Journal 1982; 284:1761-1765. Páll A. Pálsson, fyrrverandi yfírdýralæknir. Munnlegar upplýsingar. Höfundar eru dósentar í sýklafræði. FYRIR NÚTÍMA KARLMENN H6RRARÍKI SNORRABRAUT 56 Simar: 13505 14303 KJÖRBÓK ...sþakra manna siður Landsbanki íslands Banki allra iandsmanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.