Morgunblaðið - 06.12.1990, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990
57
Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson
Guðfræðikvöld í Hafnarkirkju. Séra Baldur lengst til hægri.
Fjölskrúðugt safn-
aðarlíf í Hornafirði
Höfn.
TALSVERT líf er nú í söfnuðunum í Bjarnaneskirkjukalli. Messur
eru vel sóttar og hefur sóknarprestur verið að gera tilraunir með
aukið barnastarf í messunum. Þannig hefur fækkað sérstökum dög-
um fyrir sunnudagaskóla sem þó eru haldnir áfram. í staðinn er
fléttað inní hvéija guðsþjónustu barnastarfi eins og víða tíðkast nú.
Börnin eru svo í safnaðarheimilinu meðan á prédikun og. altaris-
göngu stendur. Umsjón með þessu hafa 3 konur: Auður Bjarnadótt-
ir, Anna Egilsdóttir og Guðrún Einarsdóttir.
Önnur nýjung í starfinu eru guð-
fræðikvöldin. Á miðvikudagskvöld-
um kemur fólk saman þar sem
rætt er um lífið og tilveruna útfrá
kristnum forsendum. Reynt er að
bijóta kristna kenningu og einstaka
texta biblíunnar til mergjar og auka
skilning á þeim. Mjög góðar undir-
tektir eru á guðfræðikvöldunum og
að jafnaði koma milli 10 og 20
manns og fleiri af og til. Skoðanir
manna eru mismunandi eða allt frá
bókstafstrú til mikils umburðar-
lyndis, en þrátt fyrir skoðanamun-
inn fer allt vel fram. Mikill meiri-
hluti viðstaddra eru konur en sókn-
arprestur telur að þær séu hægt
og hljótt að _yfirtaka menningar-
og trúarlíf á Islandi.
Þá er bæna- og samverustund í
hádeginu á fimmtudögum.
Aðventukvöld verða haldin í byrj-
un desember í kirkjunum á Höfn
og í Bjarnanesi að venju.
Að sögn séra Baldurs Kristjáns-
sonar fer nú fram innan kirkjunnar
ákveðin tilraun til uppbyggingar
safnaða og vilja menn með mark-
vissum hætti reyna að ná til fólks
og fá það til þátttöku í kirkjulegu
starfi. I því starfi er presturinn að
vísu þungamiðjan en stendur ekki
einn og reynt er að virkja sem
flesta. Hér hefur verið gott kirkju-
starf og mjög gott barnastarf.
Öflugir kórar við kirkjurnar á Höfn
og í Nesjum styðja starfið mjög,
og hefur verið reynt að útvíkka
það. Nú í haust var Hákon Tumi
Leifsson ráðinn í starf orgnista við
kirkjumar.
Séra Baldur er nýkominn heim
frá Bandaríkjunum. Hann stundaði
mastersnám í siðfræði og fræðum
Nýja testamentisins við Harvard
University í Cambridge rétt við
Boston. Séra Baldur hefur verið
sóknarprestur í Bjarnaneskirkju-
kalli frá 1985.
- JGG.
Aðalfundur Leigjendasamtakanna:
Áhrifa þjóðarsáttar gætir
ekki á húsaleignmarkaði
AÐALFUNDUR Leigjendasam-
takanna var haldinn í húsnæði
samtakanna í Hafnarstræti 15 í
Reykjavík nýlega. Auk venju-
legra aðalfundarstarfa flutti Jón
Rúnar Sveinsson félagsfræðing-
ur hjá Húsnæðisstofnun ríkisins
erindi um húsnæðisbætur á
Norðurlöndum og svaraði spurn-
ingum fundarmanna. Urðu mikl-
ar umræður um málið og kom
fram mikill áhugi á húsnæðisbót-
um til leigjenda hér á landi.
í stjórn fyrir næsta starfsár voru
kosiri:
Jón Kjartansson frá Pálmholti
formaður, Haraldur Jónasson vara-
form. og Reynir Ingibjartsson gjald-
keri. Allir endurkosnir. Sveinbjörn
Jónsson var kosinn ritari og með-
stjómendur: Aðalsteinn Hallsson,
Áshildur Jónsdóttir og Lárus Már
Björnsson. Varamenn stjórnar eru:
Siguijón Þorbergsson, Bjarney
Guðmundsdóttir, Emilía Jónasdótt-
ir, Hafsteinn Ólafsson og Kristján
Einarsson. Félagslegir endurskoð-
endur voru kjörin: Ástríður Krist-
jánsdóttir og Svanhildur Haralds-
dóttir og til vara Pétur Hafst. Lár-
usson og Svavar Gestsson.
Aðalfuridur Leigjendasamtak-
anna, gerði eftirfarandi samþykkt:
Aðalfundur Leigjendasamtakanna
fagnar því, að félagsmálaráðherra
mun leggja fram á Alþingi frum-
varp til laga um búseturétt og skor-
ar á alþingismenn að samþykkja
frumvarpið. Þá er þess vænst að
áður boðað frumvarp um húsnæðis-
bætur verði lagt fram á þessu þingi
og stjórnarflokkarnir minntir á
ákvæði í stjórnarsáttmála um jöfn-
un á húsnæðiskostnaði leigjenda og
íbúðareigenda.
Aðalfundurinn vekur athygli ráð-
amanna á þeirri staðreynd að áhrifa
þjóðarsáttar gætir ekki á húsaleigu-
markaði. Þar er verðlag óheft með-
an laun standa í stað. Við þessar
aðstæður er sérstök nauðsyn á
sterkum samtökum leigjenda.
Leigjendasamtökin eru eini aðilinn
í þjóðfélaginu, sem reynir að hamla
gegn þessari þróun og sem gætir
réttar leigjenda. Fundurinn skorar
á ráðamenn að ti-yggja fjárhagsleg-
an grundvöll samtakanna, svo að
þeim verði gert mögulegt að gegna
hlutverki sínu.
(Fréttatilkynning)
Aðventukvöld í Bjarnanesprestakalli
AÐVENTUKVöLD verður í
Hafnarkirkju í kvöld, fimmtu-
daginn 6. desember, kl. 20.30.
Ræðumaður kvöldsins verður
Jónas Þórisson framkvæmda-
sljóri Hjálparstofnunar kirkj-
unnar.
Á sunnudag kl. 14.00 verður
aðventustund í Bjarnaneskirkju.
Ræðumaður þar verður Baldur
Kristjánsson sóknarprestur. Á eftir
býður sóknarnefnd uppá veitingar
svo sem venja er á aðventunni í
Bjarnanessókn. Á aðventukvöldun-
um verður boðið uppá menningar-
legt efni er tengist jólum og kirkju-
kórar munu syngja undir stjórn
Hákons Leifssonar sem ráðinn hef-
ur verið organisti við sóknirnar í
vetur.
Nú geta allir eignast Hitachi tœki!
Ifsflli
R* ' HT 1 :: j
Tökuvéíar ’ • ; Sjónvárpstœki /[ \ •'. Myhdb'andstœki '.
Veltivél VM C1E
í notkun er Hitachi veltivélin
einföld og fullkomin, þess á
milli er henni velt saman og
breitt í lítinn og léttan pakka
sem passar ívenjulega skjala-
eða handtösku. Hún hefur 4
hausakerfi* 2 geisla sjálfvirk-
anfocus • Ljósnæmi • 2 hraða
upptöku og afspilun • Fljót-
andi útþurrkunarhaus • Inn-
setningu á dagsetningu og
tíma. Veltu þessu ekki lengur
fyrir þér, fjárfestu í Hitachi
veltivél fyrir jól!
kr. 3.798,-
í 21 mán. miðað við 25% út.
Afb.verð kr. 89.400,-
Stgr. kr. 84.900,-
Það eina sem úreldist í Hitachi
sjónvarpstækjunum er efnið
sem sent er í gegnum þau.
Góð ending, fágað útlit og
tæknileg fullkomnun eru
aðalsmerki Hitachi sjónvarps-
tækjanna. Þau eru fáanleg í
2I,25og28tommustærðum.
• Hágæða skarpur flatskjár
SQF • Afspeglun á skjá ,•
Stafræn stýring* Stereo 2x20
watta magnari • Fullkomin
fjarstýring • Möguleiki á mynd
ímynd • Sjálfvirkurstöðvaleit-
ari • Teletext • Tengingfyrir
gervihnattasjónvarp og
kapalkerfi • Fjölkerfa • Super
VF4S • Allar aðgerðir birtast
myndrænt á skjá • Tvö
skarttengi • Tengi fyrir auka-
hátalara og tvö heyrnartæki.
Rannsóknir Hitachi leiddu í
Ijós að um 75% bilanatilfella
myndbandstækja mátti rekja
beint til óhreininda á
myndhaus. Með það að
leiðarljósi hönnuðu tækni-
menn Hitachi sjálfvirkan
hreinsibúnað á myndhaus
sem dregur stórlega úr
kostnaðarsömum viðgerð-
um. Hitachi tækin eru öll með
sjálfhreinsibúnaði • Tölvu-
stýrðri fínstillingu • Fjarstýr-
ingu • Valmyndaskjá • 1 árs
upptökuminni.
VTM 728 (2 hausa) JAKjA
kr 3.000,-
í 12 mán. miðað við 25% út.
Afh.verð kr. 42.700,-
Stgr, kr. 39.990,-
\fjfcKJA
'ðað við 21" 'ýjf tHCJÁ
4.860,-
miðað við 21"
kr. •
í 18 mán. miðað við 25% út.
Afh.verð kr. 99.900,-
Stgr. kr. 94.800,-
VTM 748 (4 hausa .fjölkerfa og
með stiglausri hœgspólun)
kr. 4.280,-
í 12 mán. miðað við 25% út.
Afb.verð kr. 60.900,-
Stgr. kr. 57.900,-
VM 2300
Stór tökuvél fyrir venjulega
stærðafVHS-spólum,tilvalin
fyrir áhugamenn sem vilja vél
með ótal aðgerðamöguleik-
um. • CCD háupplausnar
320.000 agna myndskynjari
• Myndbrotsminni • Mynd
og hljóðblöndun • 2 geisla
sjálfvirkurogstillanlegurfocus
• Rafknúin sexföld súmlinsa
með makróstillingu • Alsjálf-
virknifyrirskerpuljósopF=1,4
og litblöndun • Stilling fyrir
tímaskeiðstöku og sjálftöku
• Fjölhraðalokari 1/50,1/500,
1/1000.
kr 4.197,-
(21 mán. miðað við 25% út.
Afb.verð kr. 98.800,-
Stgr. kr. 93.800,-
0HITACHI
•; Jólaleikur■ \
1 jólaleik Hitachi og Rönning
þarftu eingöngu að svara einni
spurningu.
Hvað eru margirjólasveinarí
glugganum hjá Rönning í
Sundaborg 15?
I verðlaun eru 3 glœsileg stereo
Hitachi ferðatœki.
Dregið verður úr innsendum
seðlum 23. desember n.k. og
verðlaunin afltent á
aðfangadag.
Fylltu út svarseðilinn hérfyrir
neðan og sendu okkurjyrir 23.
desember n.k.
Góða skemmtun!
RONNING
í glugganum eru: 7| ) 9 j ) 13) ] jólasveinar
Nafn:_
Heimilisfang;_
Kt:
s.
Við erum
Siindabor8
15.
Sím'
i* 6'
858b8-