Morgunblaðið - 06.12.1990, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 06.12.1990, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990 57 Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson Guðfræðikvöld í Hafnarkirkju. Séra Baldur lengst til hægri. Fjölskrúðugt safn- aðarlíf í Hornafirði Höfn. TALSVERT líf er nú í söfnuðunum í Bjarnaneskirkjukalli. Messur eru vel sóttar og hefur sóknarprestur verið að gera tilraunir með aukið barnastarf í messunum. Þannig hefur fækkað sérstökum dög- um fyrir sunnudagaskóla sem þó eru haldnir áfram. í staðinn er fléttað inní hvéija guðsþjónustu barnastarfi eins og víða tíðkast nú. Börnin eru svo í safnaðarheimilinu meðan á prédikun og. altaris- göngu stendur. Umsjón með þessu hafa 3 konur: Auður Bjarnadótt- ir, Anna Egilsdóttir og Guðrún Einarsdóttir. Önnur nýjung í starfinu eru guð- fræðikvöldin. Á miðvikudagskvöld- um kemur fólk saman þar sem rætt er um lífið og tilveruna útfrá kristnum forsendum. Reynt er að bijóta kristna kenningu og einstaka texta biblíunnar til mergjar og auka skilning á þeim. Mjög góðar undir- tektir eru á guðfræðikvöldunum og að jafnaði koma milli 10 og 20 manns og fleiri af og til. Skoðanir manna eru mismunandi eða allt frá bókstafstrú til mikils umburðar- lyndis, en þrátt fyrir skoðanamun- inn fer allt vel fram. Mikill meiri- hluti viðstaddra eru konur en sókn- arprestur telur að þær séu hægt og hljótt að _yfirtaka menningar- og trúarlíf á Islandi. Þá er bæna- og samverustund í hádeginu á fimmtudögum. Aðventukvöld verða haldin í byrj- un desember í kirkjunum á Höfn og í Bjarnanesi að venju. Að sögn séra Baldurs Kristjáns- sonar fer nú fram innan kirkjunnar ákveðin tilraun til uppbyggingar safnaða og vilja menn með mark- vissum hætti reyna að ná til fólks og fá það til þátttöku í kirkjulegu starfi. I því starfi er presturinn að vísu þungamiðjan en stendur ekki einn og reynt er að virkja sem flesta. Hér hefur verið gott kirkju- starf og mjög gott barnastarf. Öflugir kórar við kirkjurnar á Höfn og í Nesjum styðja starfið mjög, og hefur verið reynt að útvíkka það. Nú í haust var Hákon Tumi Leifsson ráðinn í starf orgnista við kirkjumar. Séra Baldur er nýkominn heim frá Bandaríkjunum. Hann stundaði mastersnám í siðfræði og fræðum Nýja testamentisins við Harvard University í Cambridge rétt við Boston. Séra Baldur hefur verið sóknarprestur í Bjarnaneskirkju- kalli frá 1985. - JGG. Aðalfundur Leigjendasamtakanna: Áhrifa þjóðarsáttar gætir ekki á húsaleignmarkaði AÐALFUNDUR Leigjendasam- takanna var haldinn í húsnæði samtakanna í Hafnarstræti 15 í Reykjavík nýlega. Auk venju- legra aðalfundarstarfa flutti Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðing- ur hjá Húsnæðisstofnun ríkisins erindi um húsnæðisbætur á Norðurlöndum og svaraði spurn- ingum fundarmanna. Urðu mikl- ar umræður um málið og kom fram mikill áhugi á húsnæðisbót- um til leigjenda hér á landi. í stjórn fyrir næsta starfsár voru kosiri: Jón Kjartansson frá Pálmholti formaður, Haraldur Jónasson vara- form. og Reynir Ingibjartsson gjald- keri. Allir endurkosnir. Sveinbjörn Jónsson var kosinn ritari og með- stjómendur: Aðalsteinn Hallsson, Áshildur Jónsdóttir og Lárus Már Björnsson. Varamenn stjórnar eru: Siguijón Þorbergsson, Bjarney Guðmundsdóttir, Emilía Jónasdótt- ir, Hafsteinn Ólafsson og Kristján Einarsson. Félagslegir endurskoð- endur voru kjörin: Ástríður Krist- jánsdóttir og Svanhildur Haralds- dóttir og til vara Pétur Hafst. Lár- usson og Svavar Gestsson. Aðalfuridur Leigjendasamtak- anna, gerði eftirfarandi samþykkt: Aðalfundur Leigjendasamtakanna fagnar því, að félagsmálaráðherra mun leggja fram á Alþingi frum- varp til laga um búseturétt og skor- ar á alþingismenn að samþykkja frumvarpið. Þá er þess vænst að áður boðað frumvarp um húsnæðis- bætur verði lagt fram á þessu þingi og stjórnarflokkarnir minntir á ákvæði í stjórnarsáttmála um jöfn- un á húsnæðiskostnaði leigjenda og íbúðareigenda. Aðalfundurinn vekur athygli ráð- amanna á þeirri staðreynd að áhrifa þjóðarsáttar gætir ekki á húsaleigu- markaði. Þar er verðlag óheft með- an laun standa í stað. Við þessar aðstæður er sérstök nauðsyn á sterkum samtökum leigjenda. Leigjendasamtökin eru eini aðilinn í þjóðfélaginu, sem reynir að hamla gegn þessari þróun og sem gætir réttar leigjenda. Fundurinn skorar á ráðamenn að ti-yggja fjárhagsleg- an grundvöll samtakanna, svo að þeim verði gert mögulegt að gegna hlutverki sínu. (Fréttatilkynning) Aðventukvöld í Bjarnanesprestakalli AÐVENTUKVöLD verður í Hafnarkirkju í kvöld, fimmtu- daginn 6. desember, kl. 20.30. Ræðumaður kvöldsins verður Jónas Þórisson framkvæmda- sljóri Hjálparstofnunar kirkj- unnar. Á sunnudag kl. 14.00 verður aðventustund í Bjarnaneskirkju. Ræðumaður þar verður Baldur Kristjánsson sóknarprestur. Á eftir býður sóknarnefnd uppá veitingar svo sem venja er á aðventunni í Bjarnanessókn. Á aðventukvöldun- um verður boðið uppá menningar- legt efni er tengist jólum og kirkju- kórar munu syngja undir stjórn Hákons Leifssonar sem ráðinn hef- ur verið organisti við sóknirnar í vetur. Nú geta allir eignast Hitachi tœki! Ifsflli R* ' HT 1 :: j Tökuvéíar ’ • ; Sjónvárpstœki /[ \ •'. Myhdb'andstœki '. Veltivél VM C1E í notkun er Hitachi veltivélin einföld og fullkomin, þess á milli er henni velt saman og breitt í lítinn og léttan pakka sem passar ívenjulega skjala- eða handtösku. Hún hefur 4 hausakerfi* 2 geisla sjálfvirk- anfocus • Ljósnæmi • 2 hraða upptöku og afspilun • Fljót- andi útþurrkunarhaus • Inn- setningu á dagsetningu og tíma. Veltu þessu ekki lengur fyrir þér, fjárfestu í Hitachi veltivél fyrir jól! kr. 3.798,- í 21 mán. miðað við 25% út. Afb.verð kr. 89.400,- Stgr. kr. 84.900,- Það eina sem úreldist í Hitachi sjónvarpstækjunum er efnið sem sent er í gegnum þau. Góð ending, fágað útlit og tæknileg fullkomnun eru aðalsmerki Hitachi sjónvarps- tækjanna. Þau eru fáanleg í 2I,25og28tommustærðum. • Hágæða skarpur flatskjár SQF • Afspeglun á skjá ,• Stafræn stýring* Stereo 2x20 watta magnari • Fullkomin fjarstýring • Möguleiki á mynd ímynd • Sjálfvirkurstöðvaleit- ari • Teletext • Tengingfyrir gervihnattasjónvarp og kapalkerfi • Fjölkerfa • Super VF4S • Allar aðgerðir birtast myndrænt á skjá • Tvö skarttengi • Tengi fyrir auka- hátalara og tvö heyrnartæki. Rannsóknir Hitachi leiddu í Ijós að um 75% bilanatilfella myndbandstækja mátti rekja beint til óhreininda á myndhaus. Með það að leiðarljósi hönnuðu tækni- menn Hitachi sjálfvirkan hreinsibúnað á myndhaus sem dregur stórlega úr kostnaðarsömum viðgerð- um. Hitachi tækin eru öll með sjálfhreinsibúnaði • Tölvu- stýrðri fínstillingu • Fjarstýr- ingu • Valmyndaskjá • 1 árs upptökuminni. VTM 728 (2 hausa) JAKjA kr 3.000,- í 12 mán. miðað við 25% út. Afh.verð kr. 42.700,- Stgr, kr. 39.990,- \fjfcKJA 'ðað við 21" 'ýjf tHCJÁ 4.860,- miðað við 21" kr. • í 18 mán. miðað við 25% út. Afh.verð kr. 99.900,- Stgr. kr. 94.800,- VTM 748 (4 hausa .fjölkerfa og með stiglausri hœgspólun) kr. 4.280,- í 12 mán. miðað við 25% út. Afb.verð kr. 60.900,- Stgr. kr. 57.900,- VM 2300 Stór tökuvél fyrir venjulega stærðafVHS-spólum,tilvalin fyrir áhugamenn sem vilja vél með ótal aðgerðamöguleik- um. • CCD háupplausnar 320.000 agna myndskynjari • Myndbrotsminni • Mynd og hljóðblöndun • 2 geisla sjálfvirkurogstillanlegurfocus • Rafknúin sexföld súmlinsa með makróstillingu • Alsjálf- virknifyrirskerpuljósopF=1,4 og litblöndun • Stilling fyrir tímaskeiðstöku og sjálftöku • Fjölhraðalokari 1/50,1/500, 1/1000. kr 4.197,- (21 mán. miðað við 25% út. Afb.verð kr. 98.800,- Stgr. kr. 93.800,- 0HITACHI •; Jólaleikur■ \ 1 jólaleik Hitachi og Rönning þarftu eingöngu að svara einni spurningu. Hvað eru margirjólasveinarí glugganum hjá Rönning í Sundaborg 15? I verðlaun eru 3 glœsileg stereo Hitachi ferðatœki. Dregið verður úr innsendum seðlum 23. desember n.k. og verðlaunin afltent á aðfangadag. Fylltu út svarseðilinn hérfyrir neðan og sendu okkurjyrir 23. desember n.k. Góða skemmtun! RONNING í glugganum eru: 7| ) 9 j ) 13) ] jólasveinar Nafn:_ Heimilisfang;_ Kt: s. Við erum Siindabor8 15. Sím' i* 6' 858b8-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.