Morgunblaðið - 06.12.1990, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990
59
Astarsöguheljan
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Ekki segja til mín („Don’t Tell
Her It’s Me“). Sýnd í Há-
skólabíói. Leiksljóri: Malcolm
Mowbray. Helstu hlutverk:
Steve Guttenberg, Shelley
Long, Jamie Gertz.
í rómantísku gamanmyndinni
Ekki segja til mín leikur Steve
Guttenberg krabbameinssjúkling
sem er að ná bata eftir erfiða
geisla- og lyfjameðferð sem gert
hefur hann hárlausan og búldu-
leitan. Hann er því lítt aðlaðandi
fyrir konurnar sem systir hans
(Shelley Long), frægur ástarsögu-
rithöfundur, vill sífellt vera að
finna fyrir hann en til að hreppa •
þá nýjustu (Jamie Gertz) taka
systkinin höndum saman og gera
hetju úr Guttenberg, sem sómt
gæti sér í hvaða ástarsögu sem er.
Það er ekki laust við að „Ekki
segja ...“ komi ofurlítið á óvart
þótt efniviðurinn sé að vísu ekki
merkilegur. Leikstjórinn, Malcolm
Mowbray („A Private Function"),
kaldhæðnisiegur Breti sem gert
hefur ódýrar gamanmyndir bæði
austanhafs og vestan, gjömýtir
aðstæðurnar og tekst þegar á
líður að vekja hlátur með þekki-
legum . skringilegheitum og
spaugilegum persónum í oft
pínlegum kringumstæðum eins og
þegar hann lýsir borðhaldi þar
sem er á boðstólum viðbjóðslegt
marglyttusalat.
Þess á milli verður fjarska lítið
úr myndinni enda mesta furða
hvernig tekist hefur að teygja á
sæmilegri hugmynd en innihalds-
lítilli í yfir hundrað mínútur. Gutt-
enberg er góður í hlutverki sjúkl-
ingsins sem verður hin rómantíska
hetja dægurbókmenntanna með
sítt hár í gæjalegum leðurfötum,'
órakaður og á risastóru Harley
Davidson mótorhjóli, þögull ein-
fari í ætt við Mad Max, sem mynd-
in í sínum bagalega einfeldnings-
hætti gefur sér að allar konur
hljóti að falla í stafi yfir. Gutten-
berg þykist vera frá Nýja-Sjálandi
og tekst sérlega skemmtilega upp
þegar hann beitir þarlendum
hreim.
Raunar standa leikararnir sig
allir með prýði; Long og Jamie
Gertz og ekki síst Kyle MacLaghl-
an, sem leikur vafasaman kvenna-
bósa, og myndin veitir óneitanlega
létta skemmtun í skammdeginu.
En það væri synd að segja að hún
lifði í minningunni.
Síðasla sakamálasagan cr
spennuhlaðin frásogn, full
af óvæntuni uppákomum og
miklum húmor.
Sérvilur kcnnari dregst
fyrir tilvil|un inn f alburða-
rás ofbeldis, morðs og
eilurlyf)asmygls, þar sem
við sögu koma m.a. slór-
athafnamaður í Keykjavík,
. utanríkisráðherra og
tvíburadætur hans.
Höfundur fléttar saman
spennusögu, gamansögu og
fagurbókincnntir á nýslár-
legan hált.
BJörgúlfur Ólafsson er
ungur rilhöfundur sem
lilaiit mikið lof gagnrýnenda
á síðasta ári fyrir fyrstu bók
sfna Hversdagsskór og
skýjaborgir.
Fyrsta bókin lofaði góðu og
Síðasla sakamálasagan
sýnir að Björgúlfur hefur í
engu brugðisl þeiin va-nl-
ingum sem gerðar voru tll
lians.
— ný bók eftir höfund bókarinnar
Hversdagsskór og skýjaborgir sem
kom ót í fyrra og blaut mikið lof
gagnrýnenda.
GJAFA
VORU
VERSLUN!
ÍTALSKUR KRISTALJ.
LISTGLER • POSTULIN
HANDUNNAR
< STYTTUR OQ FLEIRI
1 GJAFAVORUR
RCR
KRISTM.L
FÁKAFENI 9
SÍMI 679688