Morgunblaðið - 06.12.1990, Síða 76

Morgunblaðið - 06.12.1990, Síða 76
25 áður óþekktar myndir Gunnlaugs Scheving sýndar Voru geymdar í kassa í áratugi TUTTUGU og fimm myndir eftir Gunnlaug Scheving list- málara, unnar 1922-1925, koma fyrsta sinni fyrir almennings- sjónir um helgina. Myndirnar, sem eru í einkaeign, voru keyptar á uppboði í Reykjavík á miðjum þriðja áratugnum, hafa allar götur síðan verið geymdar í kassanum sem þær voru boðnar upp í, en voru nýlega rammaðar inn. Hér er um að ræða vatnslita- myndir, olíumyndir og blýants- skissur. Gunnlaugur Scheving fæddist 1904 og var að hefja list- nám á þessum árum. Sérfræðing- ar, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, segjast ekki vita um eldri myndir en þær sem hér um ræð- ir, sem Gunnlaugur hafi látið frá sér fara. Kristín S. Ólafsdóttir, sem bú- sett er á Laugarvatni, eignaðist myndirnar skömmu eftir uppboð- ið, en það var móðir hennar, Þrúð- ur G. Jónsdóttir, kona Ólafs Magnússonar, kaupmanns í Fálk- anum, sem keypti þær. Kristín segist, í samtali við Morgunblaðið í dag, strax hafa orðið mjög hrifin af myndunum og nokkrum dögum eftir uppboðið hafi móðir sín gefið sér þær, „sennilega vegna þess að ég var sú eina á heimilinu sem sýndi þeim einhvern áhuga“. Sjá: „Skoðaði myndirnar oft...“ á bls. 33. DAGAR TIL JÓLA Borgarráð: Sandur í stað salts BORGARRÁÐ hefur samþykk tillögu Inga Ú. Magnússonar gatnamálastjóra, um að gerð verði tilraun með sanddreifingu í stað salts við hálkueyðingu í borginni. í tillögu gatnamálastjóra er gert ráð fyrir endurskipulagningu á hálkueyðingarkerfi borgarinnar þannig að í Kringlu-, Gerðis- og Fossvogshverfi verði dreift sandi í stað salts í tilraunaskyni. Um er að ræða svæði, sem takmarkast af Kringlumýrarbraut að vestan, Miklubraut að norðan, Reykjanes- ___þraut að austan og Fossvogsbraut að sunnan. Á Kringlumýrarbraut, Miklubraut, Reykjanesbraut og Réttarholtsbrekkuna milli Mikiu- brautar og Sogavegar verður eftir sem áður dreift salti. Manganfundurinn á Reykjaneshrygg: „Hafsbotns- nefnd sækir um fé til rannsókna Kristín S. Ólafs- dóttir heldur á einni af myndum Gunnlaugs. Á inn- felldu myndinni sést önnur mynd en þetta eru elstu myndir lista- mannsins sem vit- að er um. HAFSBOTNSNEFND iðnaðar- ráðuneytisins ákvað á fundi sínum á þriðjudag að sækja um sérstaka fjárveitingu til frekari rannsókna á svæði því á Reykja- neshrygg þar sem mangangrýti fannst i byrjun nóvember. Að sögn Guðmundar Pálmason- ar, formanns hafsbotnsnefndarinn- ■*r, hefur enn ekki verið tekin ákvörðun um það í einstökum atrið- um hvernig að rannsóknum á svæð- inu verður staðið fáist fjárveiting til þeirra. Forsvarsmenn Þýsk-íslenska dæmdir í sakadómi Reykjavíkur: Aðaleigandi dæmdur í 15 mán- aða fangelsi og 40 millj. kr. sekt ástand bókhalds fyrirtækisins væri mjög lélegt. Samt hafi verið gerðir ársreikningar þrjú ár í röð og skatt- framtölum skilað án þess að úr væri bætt. Bókhald og gerð ársreiknings fyrir rekstrarárið 1984 hafi verið flarri því að uppfylla kröfur um góða bókhalds- og reikningsskilavenju. Dómurinn gerir Þýsk-íslenska hf. að bera ábyrgð á greiðslu fyrr- greindra sekta hinna^ ákærðu en gjaldist þær ekki skuli Ómar afplána sekt sína með 12 mánaða fangelsi, til viðbótar 15 mánuðunum, og Guð- mundur sekt sína með 2 mánaða fangelsi, til viðbótar þeim 5 mánuð- um sem áður var getið um. Hafnað var kröfum um að svipta ■ Þýsk-íslenska leyfi til verslunar- atvinnu. Dómurinn taldi að líta bæri til þess að strax eftir að málið kom upp, fyrir 5 árum, hafi verið gerðar ráðstafanir til þess að bæta úr þeim ágöllum sem enn voru á bókhaldinu. Dóminn skipuðu Helgi I. Jónsson, sakadómari, og meðdómsmenn hans, Sigurður Stefánsson og Sigurður H. Pálsson, löggiltir endurskoðend- ur. Morgunblaðið/Kári Jónsson Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson skilum félagsins fyrir rekstrarárið 1984. Meðal annars hafi hagnaður félagsins fyrir tekju- og eignaskatt rekstrarárið 1984 verið vantalinn um 43,9 millj. króna. Ákæruvaldið, taldi undandreginn tekju- og eignar- skatt nema 33 milljónum króna. Þá voru mennirnir ákærðir fyrir að hafa sýnt vanrækslu og óreiðu í grund- vallaratriðum bókhalds ársins 1984. Sakadómur gerði sjálfstæða at- hugun á ársreikningum Þýsk- íslenska hf. fyrir árin 1981-1984 og er síðasta árið miðað við leiðréttan ársreikning sem forsvarsmenn fyrir- tækisins óskuðu eftir að yrði lagður til grundvallar við endurákvörðun opinberra gjalda, eftir að rannsóknin hófst. Dómurinn kemst að þeirri nið- urstöðu að skotið hafi verið undan tekju- og eignarskatti ekki lægri fjárhæð en 26,161 milljón króna og sé sú fjárhæð meðal annars vegna uppsafnaðra tekna allt frá 1981, sem áður höfðu ekki verið taldar fram og hafi þá verið gætt allra vafaat- riða og þau túlkuð fyrirtækinu í hag. Einnig segir að fram hafi komið að fyrir hafi legið þegar 1982 að SAKADÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt Ómar Kristjánsson, fram- kvæmdastjóra og aðaleiganda Þýsk-íslenska hf., til 15 mánaða óskilorðs- bundinnar fangelsisvistar og greiðslu 40 millj. króna sektar, og Guð- mund Þórðarson, hdl, fyrrum stjórnarmann og umsjónarmann bók- halds fyrirtækisins til 5 mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar og greiðslu 1 milljón króna sektar. Þeir eru sakfelldir fyrir það meðal annars að hafa með skjalafalsi, bókhaldsbrotum og brotum gegn lögum um tekju- og eignarskatt skotið að minnsta kosti 26.161.381 krónum undan tekju- og eignarskatti á árinu 1984 með því að skila inn skatt- skýrslu sem þeim gat ekki dulist, að mati dómsins, að var röng. Menn- irnir hafa báðir lýst yfir áfrýjun dómsins til Hæstaréttar. Mál þetta kom upp við rannsókn rannsóknardeildar ríkisskattstjóra í nóvember 1985 á skattskilum og bókhaldi fyrirtækisins. í ákæru ei rakin fjöldi atriða þar sem rangleg sé frá greint í reiknings- og skatt; Búið að salta í 85.500 tunnur BÚIÐ var að salta síld í 85.500 tunnur á miðvikudagsmorg- un, þar af 3.000 tunnur á innanlandsmarkað. Búið var að salta í 195.300 tunnur á sama tíma í fyrra en saltað var í 10.500 tunnur á innanlandsmarkað á síðustu vertíð. Síldarútvegsnefnd hefur gert samninga um sölu á um 107 þúsund tunnum af síld til Evrópu og Norður-Ameríku á þessari vertíð en Síldarútvegsnefnd seldi samtals 229 þúsund tunnur áf síld til 11 landa á síðustu vertíð. Sovétmenn hafa enn ekki fal- list á að kaupa þær 50 þúsund tunnur af saltsíld, sem samið hafði verið um að þeir keyptu á þessari vertíð fyrir um 5,5 millj- ónir Bandaríkjadala, eða um 300 milljónir króna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.