Morgunblaðið - 12.03.1991, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 12.03.1991, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ' ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1991 11 Bræður munu beriast Bræðurnir Einar og Páll áður efi.til uppgjörs kemur. Þórarinn Eyfjörð og Kristján Franklín Magnús í hlutverkum sinum. Leiklist Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Leikfélag Reykjavíkur sýnir í Borgarleikhúsi 1932 eftir Guð- mund Ólafsson. Leikstjóri: Guð- mundur Ólafsson. Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir. Lýsing: Lárus Björnsson. Um- sjón með tónlist: Jóhann G. Jó- hannsson. Aðstoð við dansa: Henný Hermannsdóttir. Kreppan Kreppan. Þetta er mátulegt orð og felur í sér dökka sögu. Fátækt og eymd eru býsna fjarlæg okkar daglega lífi, sem betur fer auðvit- að, og stundum mætti ætla að hún væri bara til í útlöndum. En minn- ingin um þennan ömurlega tíma upp úr 1930 hefur varðveist því til eru ófáar frásagnir og margar listagóðar um kreppuárin hér á landi, s.s. bækur Tryggva Emils- sonar. Þá eins og nú stóðu yfir miklir búferlaflutningar af lands- byggðinni til höfuðborgarinnar, menn flýðu eymd í sveit fyrir sult á eyri. í dag er þessi tími skáldleg- ur í hæsta máta, allar þessar and- stæður: ríkir og fátækir, vinnandi menn og atvinnulausir, borgarar og verkalýður. Þegar þessum and- stæðum svo lýstur saman gneistar tilfinningabálið. Allt verður sterk- ara en venjulega, sársaukinn dýpri og hatrið meira. Sagan Leikrit Guðmundar Ólafssonar 1932 gerist í Reykjavík á nokkrum mánuðum árið 1932 eins og nafnið gefur til kynna. í forgrunni er fjöl- skylda að austan sem flytur í bæ- inn fyrri hluta maí: Þórarinn og Helga og fullvaxta börn þeirra, þau Páll, Einar og Auður. Þau eru bjart- sýn í fyrstu og treysta á dugnað sinn til vinnu. Faðirinn, sem Jón Sigurbjörnsson leikur, kemst þó fljótt að raun um að eldri menn eru ekki eftirsóttur vinnukraftur og vinnan er stopul jafnvel þó menn séu ungir og hraustir. Jón gerir aumkunarverða persónu úr Þórarni, mann sem missir allt fast land undan fótum þegar hann fær ekkert að gera og vill jafnvel vinna þó hann fái ekkert kaup. Kona hans er öllu fastari fyrir og Margr- ét Jóhannsdóttir _fer léttilega með hlutverk hennar. I meðförum henn- ar verður mamman þessi ijall- trausta manngerð sém reynir með hjálp molasopans að græða allt. Bræðurnir bregðast ólíkt við ástandinu, Einar gerist ákafur bar- áttumaður verkamanna en Páll á ekki til aðrar hugsjónir en þær að komast burt úr púlinu sem honum og tekst. Það er Þórarinn Eyfjörð sem fer með hlutverk hugsjóna- mannsins og hann gerir það af miklum áhuga og lífi. Hann gerir sér prýðilegt mat úr skaphita Ein- ars, það er helst að hann verði svolítið vandræðalegur í lokaatrið- inu. Kristján Franklín Magnús leik- ur Pál af öryggi, hann notar andlit- ið ekki mikið til leiktjáningar en þeim mun meira rödd og líkama en á yfirvegaðan hátt. Dóttirin Auður verður vinnukona hjá fínni frú sem á fínan son, of fínan fyrir vinnukonuna sem verður að víkja þegar upp kemst um samband þeirra. María Sigurðardóttir sem Auður og Halldór Björnsson sem Bjarni, fíni sonurinn, ná góðum samleik, einkum fær Halldór að gera sér mat úr veimiltítuskap son- arins. Fjölskyldan að austan tekur á leigu hrörlega kjallaraíbúð og á þurrkloftinu í sama húsi býr Asta sem er að vestan en hennar saga fléttast samán við sögu fjölskyld- unnar er á líður. Sigrún Edda Björnsdóttir leikur Ástu á einlægan og sterkan hátt. Sigrún hefur ríka útgreislun á sviði og leikur á hóg- væran hátt og skapar sterka samúð með persónu sinni. Það er ekkert nýstárlegt við þennan söguþráð, sem kæmi þó ekki að sök ef unnið væri úr honum á fijóan hátt. Fyrirsegjanleikinn er stór galli á þessu verki, um leið og persónurnar birtast veit maður hvað þær eiga eftir að gera. Það er eins og leikritið skrifi sig að ein- hveiju leyti sjálft. Það kom ekkert á óvart þegar faðirinn-brotnaði nið- ur og fór að rifja upp harðvítuga æsku sína né var það mikið und- runarefni að vinnukonan og sonur- inn á fína heimilinu ættu í ástar- sambandi. Mér hefði fundist fara mun betur að höfundur hefði sleppt þessari margtuggnu vinnukonu- sögu þar sem hann gerði sér ekki neitt frekara mat úr henni. Það sem kom á óvart var að höfundur skyldi ekki nýta sér þær hármrænu til- fínningar, sem þessi tími virðist að sönnu hafa verið svo ríkur af, til að hleypa meiri spennu og krafti í verkið, gera það leikrænna'ef svo má að orði komast. Atriðin eru mörg, flest stutt og ótengd sem er galli því sýningin dettur alltof oft niður á milli atriða, það er eins og tengingarnar verði stirðbusaleg- ar og allt flæði vantar. Nú má að sönnu segja að höf- undur hafi ætlað að bregða upp þjóðfélagsmynd af þessum árum en ekki að kafa í sálardjúp einstakl- ingsins. Það breytir því þó ekki að verkið skilur ekki mikið eftir sig og átökin ná ekki að rista djúpt. Það er sorgíegt því næg væru til- efnin. Sýningin Öll umgjörð og leikur er með raunsæisblæ og án allrar tilgerðar. Leikmyndin er sérlega vel heppnuð og hefur Hlín Gunnarsdóttir þar unnið gott starf og einnig hvað varðar búninga. Miðsviðið er autt og skapast því gott rými fyrir slagsmál, dansleiki og fleiri mann- frekar senur. Beggja vegna sviðs- ins eru svo íbúðir betri borgara, myndaðar af hallandi flekum sem gera það að verkum að sjónlínan út í salinn verður greið. Undir flek- unum eru svo kjallaraholurnar sem hinir lægra settu hírast í. Á fram- sviðinu vinstra megin er íbúð fjöl- skyldunnar en hægra megin er Skýlið þar sem karlarnir á bryggj- unni híma meðan þeir bíða eftir vinnu. Baksviðs glittir svo í kolakr- anann. Lýsingin er einnig skemmti- leg og afmarkar vel hvert leíkrými sem er í notkun hveiju sinni. Talsverður fjöldi leikara tekur þátt í sýningunni og hefur þeirra helstu þegar verið getið. Leikurinn er mjög jafn og það er góður heild- arblær yfir sýningunni. Fjöldaatriði eins og dansleikurinn og Gúttóslag- urinn takast prýðilega. I dansatrið- inu næst vel fram andstæðan milli verkalýðsins og borgaranna, hinir fyrrnefndu dansa vínarkrus en hin- ir síðarnefndu charleston. Gamli og nýi tfminn tekast á í danstísku og klæðnaði. Annað skemmtilegt atriði er hádegið þegar mömmurn- ar kalla öll börnin heim í mat og menn og konur streyma af bryggj- unni og fiskhúsunum til að fá sér matarbita. Hápunktur verksins er þó án efa slagsmál þeirra bræðra í kjölfar hins fræga Gúttóslags. Þetta er líka eini staðurinn í verk- inu sem raunverulega er tekist á, andlega sem líkamlega. Þarna ta- kast á ólíkar skoðanir en fyrst og síðast eru þeir þó að beijast úr af Katrínu kaupmannsdóttur sem eitt sinn var kærasta Einars en er nú kona Páls. Það er Arnheiður Ingi- mundardóttir sem leikur þennan örlagavald í lífi þeirra bræðra, eig- ingjarna stúlku sem ekkert vill af erfiði vita. Arnheiður átti ágætan leik nema þegar á uppgjöri þeirra Kötu og Einars stóð, þá var eins og hún réðj ekki við reiði Katrínar. Það er ekki nóg með að Páll steli kærustunni frá Einari heldur stelur Einar konunni frá bróður sínum eina næturstund. Þetta eru erfiðir tímar; bræður beijast og skilja að skiptum en eftir þennan mikla há- punkt er allur vindur úr leikritinu og allt er búið skömmu seinna á væminn og einfaldan hátt. Leikritið 1932 er þjóðfélags- mynd og sem slík þokkaleg yfírlits- mynd en ekkert meira. Ég efa þó ekki að margir hafi gaman af þess- ari sýningu, einkum þeir er þekkja af eigin raun og eiga minningar tengdar þessari Reykjavík fortíðar- innar, ágætur leikur og fín sviðs- mynd hjálpa þar mikið til. En óneit- anlega hefði verið meiri matur úr bragðmeiri sýningu. Þess ber að geta að ég gat ekki séð frumsýningu á 1932 vegna veikinda og þessi umsögn á því við aðra sýningu. Islenska hljómsveitin Jónas Ingimundarson Tónlist Jón Ásgeirsson y Tónlistarfélagið í Reykjavik stóð fyrir fimmtu tónleikum sín- um á þessu starfsári og voru þeir haldnir í Islensku óperunni sl. laugardag. Það var Jonas Ingimundarson píanóleikari, sem lék verk eftir Schubert, Beetho- ven, Shostakovitsj og Mus- sorgskí. Tónleikarnir hófust á þremur „Píanólögum“ eftir Schubert (D 946). Þessi yndisfögru verk voru mjög vel leikin, enda er Jónas hreinn „sælkeri" í mótun fín- gerðra blæbrigða, eins- og kom fram sérstaklega í tveimur þeim fyrri. Það sem finna mætti að því þriðja, var að Jónas fór á köflum offari í hraða, svo að heildarmynd þess var hlaðin of miklum óróa. Tunglskinssónatan eftir Beet- hoven var annað viðfangsefni tónleikanna. Þetta verk er mikill skáldskapur, ekki sá sem fólginn er í nafngiftinni, heldur sem „fantasía" ofin úr fínþráðum þeim er eiga sér festi í undirdjúp- um tilfinninganna, óslítanlega samantvinnuðum vitrænni og til- fínningalegri upplifun manns, er hafði'á valdi sínu að túlka með skáldskap sínum þau gildi, er gera orð og skilgreiningu óþarfa. Þriggja tóna stefið í fyrsta kaf- lanum er jafn áhrifamikið hljóð- fallsmynstur og fjögurra tóna stefið í fimmtu sinfóníunni og kom það fram í ýmsum myndum í tónskáldskap Beethovens t.d. frægum menúett í G-dúr og smá breytt í upphafi Apassionata- sónötunnar. Jónas lék fyrsta og annan kaflann mjög vel, af opin- skáum innileik. Þriðji þátturinn, sem er presto, var vel leikinn og þar voru tilfinningaleg átök verksins mótuð af sömu einlægni og í fyrri þáttunum en af helst til _um of miklum óróa. í sjö brúðudönsum eftir Shostakovitsj, var ríkjandi þessi sérkennilega einlægni, sem Jón- asi tekst oft að útfæra einstak- lega fallega. Sama má segja um ýmsa þætti lokaverksins á tón- leikunum, myndum á sýningu eftir Mussorgskí. Göngustefið var fyrir smekk undirritaðs, nokkuð hratt leikið, en það nýtur sín einkar vel í virðulegum gönguhraða. Þá var upphafið á Bydlo (kerrulaginu) leikið sterkt í upphafi en það skal leikið, sam- kvæmt útgáfu Peters, „veikt og með vaxandi styrk“. Margt var mjög fallega og glæsilega út- Jónas Ingimundarson fært, eins og t.d. Tuileries, Dans unganna, Markaðstorgið í Lo- moges og Kofi Baba Yaga, svo nokkrir kaflar séu nefndir. í heild voru þetta mjög góðir tónleikar. Jónasi Ingimundarsyni tekst oft að gæða viðfangsefni sín sérstæðu lifi og sem túlkandi er hann einlægur og opinskár, stundum nokkuð ör en þar á móti einkar snjall í þeirri snerti- tækni er varðar mótun fagurra blæbrigða. íslenska hljómsveitin stóð fyrir tónleikum í Langholtskirkju sl. sunnudag og voru á efnisskránni verk eftir Varése, Abrahamsen, Boulez, Hróðmar Sigubjörnsson og Atla Heimi Sveinsson. Einleikari var Martial Nardeau og stjórnandi Hákon Leifsson. Tónleikarnir hófust og enduðu á verkum eftir Edgar Varése. Fyrst var Density 21.5 (skilgreint í orða- bókum sem þéttleiki, magn, tregða og heimska), samið 1936 fyrir ein- leiksflautu og það var Martial Nardeau sem lék þetta fallega verk mjög vel. Lokaverkið var Octandre (blóm með átta fræflum) fyrir átta hljóðfæri og var þetta framúr- stefnuverk samið 1923 og fyrst flutt í New York 1924. Verkið fékk mjög slæma einkunn hjá gagnrýn- endum og er enn, 67 árum síðar, í fullu gildi sem framúrstefnuverk. Verkið var ágæt.lega flutt undir stjórn Hákonar Leifssonar. Annað verkið á efnisskránni var Winternacht eftir Hans Abrahams- en. Verkið er að nokkru leyti unnið samkvæmt forskrift „Minimalista" en með örlitlu meira tónferli þó. Vetrarnótt er þekkilegt verk, ekki sérlega spennandi og var ágætlega flutt. Þriðja erlenda verkið var Derive eftir Boulez. Derive getur bæði þýtt að „vera á reki“ eða af- leitt orð. Franskir tónhöfundar hafa tekið það upp eftir Debussy að nota gjarnan tvíræð orð sem nöfn á verkum sínum, eins og sjá má af fyrrnefndum verkum. Dens- ity er skýrt í formi og heilsteypt verk og var það ásamt Octandre best flutta verk tónleikanna undir stjórn Hákonar Leifssonar. Oktett eftir Hróðmar Sigur- björnsson saminn er hann stundaði tónsmíðanám við Tónlistarskólann í Reykjavík er skemmtilegt verk og er greinilegt að það er á ferð- inni efnilegt tónskáld. Þarna mátti heyra fallegan samleik einkum á milli klarinetts og flautu og strengjahljóðfæranna og einnig var oft bragð af „kaotísku" köflunum. Erato heitir nýtt verk eftir Atla Heimi Sveinsson og er það samið um ljóð eftir Sigfús Daðason nánar tiltekið áttunda ljóðið í Hendur og orð. Undir lok verksins er ljóðið lesið við undirleik vibrafóns og því miður var lestur þessa ágæta ljóðs allt of hljómlítið, a.m.k. fyrir þá sem sátu uppi á svölunum. Tónverk Atla er ágætlega samið og brá víða fyrir snjöllum hugmyndum en vel mætti hann tónsetja textann og þar með lengja verkið sem því næmi. Hákon Leifsson er efnilegur hljómsveitarstjóri og hefur valið þá leið að vinna sér nafn með stjórn nútímaverka og fórst það vel úr hendi, sérstaklega í verkunum eftir Boulez og Varése.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.