Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAIIZ 1991 AF INNLENDUM VETTVANGI STEINGRÍMUR SIGURGEIRSSON Kosningar í Háskóla íslands: Hagsmunamálin hafa borið pólitíkina ofurliði STÚDENTAR við Háskóla ís- laiids kjósa í dag þrettán full- trúa í Stúdentaráð og tvo í Há- skólaráð en þeir eiga jafnframt sæti í Stúdentaráði. Vaka fer nú með meirihluta í Stúdenta: ráði, þriðja starfsárið í röð. I fyrra vann félagið stærsta kosn- ingasigur sinn frá því að félagið var stofnað 1935, hlaut 57% at- kvæða. Fékk Vaka þá sjö menn kjörna í Stúdentaráð en Röskva sex og einnig fengu félögin sinn fulltrúann hvort kjörinn í Há- skólaráð. Olíklegt er að Vöku takist að endurtaka þann glæsi- lega sigur en fátt bendir þó til að meirihluti félagsins sé í hættu enda hefur mikið starf verið unnið á starfsárinu sem lítil gagnrýni hefur heyrst á. Þjón- usta Stúdentaráðs hefur þannig verið stóraukin, t.d. hvað hvað varðar húsnæðis- og atvinnu- miðlun og feikimiklar fram- kvæmdir eru í þann mund að hefjast jafnt í húsnæðis- sem dagvistarmálum stúdenta. Þá var hinu gamla baráttumáli stúdenta um desemberpróf í stað janúarprófa siglt í höfn í vetur. Það má öllum vera ljóst, sem eitt- hvað hafa fylgst með þróun mála í Stúdentaráði á undanförnum árum, að háskólapólitíkin hefur gjörbreytt um svip á tiltölulega skömmum tíma. Hinar hörðu, oft mjög óvægnu, pólitísku deilur sem áður einkenndu stúdentapólitíkina virðast nú heyra sögunni til. Innan Stúdentaráðs er ekki lengur deilt um afstöðuna til Atlantshafsbanda- lagsins, ályktað um stuðning við skæruliðahreyfingar í þriðja heim- inum eða rifist um þau mál sem efst eru á baugi í landsmálapólitík- inni hveiju sinni. Þetta má eflaust að hluta til rekja til þróunarinnar í þjóðfélaginu al- mennt en „Pólítíkin burt“ hefur líka verið eitt af helstu stefnumiðum Vöku á og eitt helsta ágreinings- efnið við Félag vinstri manna og síðar Röskvu á undanförnum árum. Ástand mála í dag bendir til að félaginu hafi orðið verulega ágengt í þessari baráttu enda virðast stúd- entar almennt því andsnúnir að önnur mál en hagsmunamál stúd- enta séu á dagskrá á fundum hjá Stúdentaráði. Enn deilt um afstöðuna til utanríkismála Siguijón Þ. Árnason, formaður Stúdentaráðs, segir í viðtali við Morgunblaðið sl. föstudag, að ráð- ið hafi undir stjórn Vöku breyst úr ' máttlitlu ályktunarbatteríi í öflugt hagsmunafélag stúdenta. „Það má kannski segja að áður fyrr hafi menn orðið meira varir við Stúdentaráð. Það var skraf- klúbbur sem af og til sendi frá sér harðorðar ályktanir um utanríkis- mál. Við [Vökumenn] höfum aftur á móti fylgt þeirri grundvallar- stefnu að pólitískt dægurþras eigi ekki að vera hluti af starfi ráðsins og í staðinn einbeitt okkur að bein- um hagsmunamálum stúdenta.“ Síðar segir Siguijón: „Því miður eru hins vegar einstaka aðilar sem enn lifa í gamla tímanum og geta ekki sætt sig við að ráðið er ekki vettvangur landsmálapólitíkur eða umræðna um utanríkismál sem ekki varða beint hagsmuni stúd- enta. Stúdentaráð gamla tímans hefði þannig án efa tekið harða afstöðu gegn aðgerðum banda- manna við Persaflóa." I Röskvublaðinu er komið nokk- uð inn á afstöðu félagsins í þessu máli og í kynningu á helstu stefnu- skráratriðum Röskvu segir m.a. í kaflanum um utanríkismál: „Röskva telur það vera skyldu Stúdentaráðs að fjalla um erindi sem því berast frá erlendum náms- mannahreyfingum og taka málefn- alega afstöðu til þeirra, þau vinnu- brögð eru okkur til sóma. Þetta má vitaskuld ekki skilja svo að Röskva vilji að Stúdentaráð fjalli um hvaðeina sem gerist í heimin- um.“ í grein á öðrum stað í blað- inu eru þessi mál einnig reifuð og sagt að með því að neita allri umræðu um utanríkismál og vísa slíkum málum á bug, eins og Vöku- menn hafi gert, hafi „fulltrúar ís- lenskra stúdenta orðið sér til skammar á alþjóðavettvangi og sýnt þeim aðilum sem leitað hafa til okkar megnustu ókurteisi". Þá vilja Röskvumenn einnig ganga mun lengra en Vökumenn í þátttöku í pólitískri umræðu inn- aníands sem ekki tengist beint háskólanum. í viðtali við Morgun- blaðið á laugardag segir Skúli Helgason, efsti maður á lista Röskvu til Stúdentaráðs að Röskva leggi áherslu á að stúdentar megi ekki „einangra sig frá samfélag- inu“ í ákveðnum málum eins og dagvistunarmálum, húsnæðismál- um og lánamálum. í grein í Morg- unblaðinu fimmtudaginn 7. mars segir Skúli einnig að stúdentar eigi að hafa frumkvæði að því að koma á samstarfi við samtök foreldra, launþégasamtök og aðra hópa til að skoða dagvistarvandann í víðu samhengi. Þrátt fyrir þetta er þó ljóst að mikið hefur breyst frá því sem áður var. Viðtöl við efstu menn á fram- boðslistum hreyfinganna, sem birt- ust í Morgunblaðinu sl. laugardag, bera ótvíræð merki hinna nýju tíma í stúdentapólitíkinni. í stað þess að vera með skammir út í andstæðing- ana leggja frambjóðendurnir áhersiu á einstök mál sem þeir telja að ná verði fram. Vökumenn leggja áherslu á að halda áfram þeim verk- efnum sem hafin hafa verið og ná fram því gamla baráttumáli Vöku að tekjur námsmanna skerði lán þeirra sem minnst. „Það er fráleitt eins og það er í dag að námsmaður í foreldrahúsum megi aðeins vinna sér inn 75 þúsund krónur án þess að lán hans sé skert. Á sama hátt teljum við að 75% tekjutillit sé of hátt og viljum því lækka það,“ seg- ir Hermann Hermannsson, efsti maður á lista Vöku til Stúdenta- ráðs. Röskvumenn hins vegar segjast ætla að beijast fyrir „lifandi há- skóla“ og að nemendaráðgjöf verði komið á í öllum deildum. Meðal hugmynda sem settar eru fram í grein í Röskvublaðinu um „lifandi háskóla" er að keypt verði kaffihús í miðbænum. „Slík stúdentakaffi- hús tíðkast víða erlendis og eru fjöl- sóttir samkomustaðir utan skóla- tíma,“ segir í greininni. Þá er grein- ilegt í greinum eftir og viðtölum við frambjóðendur að þeir vilja að Stúdentaráð taki virkari þátt í þjóð- félagsumræðunni. Eina gagnrýnin í garð Vöku- manna, sem kemur fram í viðtölun- um við Röskvumenn í Morgunblað- inu sl. laugardag, er að þeir hafi verið of kröfuharðir í lánamálunum! Eða eins og Skúli Helgason orðat- það: „Við horfumst í augu við þá staðreynd að hin kröfuharða stefna Vöku í lánamálum hefur skaðað hagsmuni stúdenta undanfarin tvö ár.“ Pólitíkinni endanlega úthýst? Á heildina litið virðist sem Röskva hafi æ meir lagað stefnu sína helstu sjónarmiðum Vöku, s.s. að það séu hagsmunamál stúdenta sem takast eigi á um í kosningum og að pólitíkinni hafi jafnvel endan- lega verið úthýst úr Stúdentaráði. Það ber að hafa hugfast að það eru ekki nema tvö ár síðan oddviti Röskvu í Stúdentaráði talaði hæðn- islega fyrir kosningar um „einhveij- ar óljósar kröfur um að Stúdentaráð eigi að verða hlutlaust nemendafé- lag“. Kosningarnar nú eru líklega þær minnst pólitísku í langan tíma. Jafnvel í lánamálunum, sem oft hefur verið mikill hiti í kringum, virðist sú Stefna Vökú, að tekjutil- lit beri að lækka, vera að ná í gegn almennt. Þannig tala nú Röskvu- menn um „að auka svigrúm náms- manna til sumarvinnu án þess að lán þeirra skerðist“. Heimastjórnarsamtökin: Samtryg’g'ing, miðstýring og úr- ræðaleysi fjórflokksins aðalvandinn NÝR stjórnmálaflokkur Heimastjórnarflokkurinn var stofnaður í Bor- garnesi sunnudaginn 10. mars. Fundarmcnn sammþykktu stefnuatriði flokksins sem eru í 11 liðum. í þeim segir að samtökin munu meðal annars standa fyrir sjálfstæði Islendinga í eigin fullvalda landi án er- lendrar íhlutunar og án aðildar að Evrópubandalaginu. Þá segir að samtökin munu beita sér fyrir valddreifingu frá miðstýrðu kerfi til fólksins, að því að byggðum verði úthlutaður kvóti í landbúnaði og sjávarútvegi auk þess sem stefnt verði að því að auka jöfnuð meðal þegnanna, bæta réttarkerfið og auka lýðræði. Stjórn Heimastjórnar- samtakanna er skipuð 8 fulltrúum, einum úr hverju kjördæmi. Samtök- in stefna að framboði í öllum kjördæmum við næstu alþingiskosningar. „Eins og stjórnmálin horfa við samtrygging, miðstýring og úrræða- okkur heimastjórnarmönnum þá er leysi fjórflokksins aðalvandi okkar þjóðlífs." voru upphafsorð Tómasar Gunnarssonar, formann fram- kvæmdastjórnar flokksins, á blaða- manna fandi í vikunni. Hann sagði að þessi vandi birtist almenningi í kjaralegu misrétti, stórfelldri byggð- aröskun, fjöldagjaldþrotum og hrika- legri sóun. Úrræði Heimastjómar- samtakanna sagði Tómas að væru meðal annars að kalla nýtt fólk til starfa, reyna nýjar aðferðir og færa valdið nær fólkinu til dæmis með þjóðaratkvæðagreiðslum. í máli sínu lagði Tómas áherslu á þijú mál: kjaramál,kvóta í sjávarút- vegi og landbúnaði, og atvinnuupp- byggingu. í umræðu um kjaramál sagði hann meðal annars að óviðun- andi væri að stór hluti þjóðarinnar lifði ekki af tekjum sínum. Ilann sagði að flokkurinn myndi stefna að því að lögfesta lágmarkslaun að upp- hæð minnsta kosti 75 þúsund króna. Til þess þyrfti meðal annars að færa til fjármuni, lækka vexti, breyta gengi og skattkerfinu. Hvað kvóta- málið varðar sagði Tómas að fiokkur- inn vildi að byggðum væri úthlutaður kvóti, bæði í sjávarútvegi og land- búnaði. Hann sagði að flokkurinn stefndi að fjölbreyttri atvinnuupp- byggingu og að ■ stóriðja á íslandi væri dæmi um hrikaleg mistök. Stór- iðja skaðaði ímynd landsins og yki skuldir auk þess sem hættulegt væri að veita útlendingu sérréttindi hér á landi. Hann sagði að íslendingum bæri að leggja áherslu á að selja vörur sínar á neytendamarkaði erlendis, ekki síður í Bandaríkjunum en í Evr- ópu. Þar af leiðandi væru tengsl við Evrópubandalagið ekkert höfuðatriði fyrir flokkinn. Framkvæmdastjórn Ileimastjórn- arsamtakanna skipa auk Tómasar, Siguijón Þorbergsson og Jón Odds- son. Varamenn eru Þuríður Jóhanns- dóttir og Bragi Gunnlaugsson. Heim- astjórnarsamtökin hafa opnað skrif- stofu að Vallarstræti 4 í Reykjavík. Ingi B. Ársælsson veitir skrifstofunni forstöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.