Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1991 Veijandi Winnie Mandela: Vitni ákæranda sakað um lygar Jóhannesarborg. Reuter. VERJANDI Winnie Mandela, eiginkonu blökkumannaleiðtogans Nelsons Mandela, sakaði í gær eitt aðalvitni ákæranda um að lifa í draumaheimi og skrökva til að varpa sök á hina ákærðu. Vitnið, Kenneth Kgase, hefuir viðurkennt að hafa leitt dómara á villigötur í sumum atriðum en heldur að öðru leyti fast við fyrri framburð sinn þar sem Mandela er sökuð um aðild að mannránum og Iík- amsárásum. Vetjandinn, George Bizos, dró fram grein í breska blaðinu Sunday Telegraph þar sena Kgase lýsir afbrotum Mandela og lífvarða hennar með öðrum hætti en hann hefur gert fyrir réttinum. „Viður- kennir þú að hafa lifað í drauma- heimi?,“ spurði Bizos. „Ekki full- komlega," svaraði Kgase. Hann sagðist ekki geta skýrt hvers vegna hann hefði sleppt ýmsum mikil- vægum atriðum úr frásögninni er hann bar vitni. Hann neitaði því að annar maður hefði ritað grein- ina í Sunday Telegraph fyrir hann en var þó sammála fullyrðingu Bizos er taldi Kgase vart færan um að rita skiljanlega ensku. Kgase neitaði lengi vel að bera vitni og benti á að annað lykilvitni hefði horfíð. Afríska þjóðarráðið (ANC) þar sem Nelson Mandela er í forystuliði, hefur verið bendlað við mannshvarfið sem er þó enn óupplýst. Kgase og fleiri vitni segj- ast óttast hefndaraðgerðir og telja líf sitt í hættu. Mandela og samstarfsmenn hennar eru sökuð um að hafa rænt Kgase og þrem öðrum ungum EFTA fær að- ild að gagna- neti um sam- starfsverkefni Brussel. Frá Kristófer M. Kristins- syni, fréttaritara Morgnnblaðsins. SAMNINGUR á milli Evrópu- bandalagsins (EB) og Frí- verslunarbandalags Evrópu (EFTA) um aðild EFTA-ríkj- anna að gagnaneti, sem ætl- að er að hvelja til samstarfs- verkefna á milli fyrirtækja, var undirritaður í Brussel í síðustu viku. Gagnanetið hefur verið starfrækt innan EB síðan 1988. Um þessar mundir nær netið til um 600 aðila. Gagnanetið (Business Cooperation Net- work) byggist á þátttöku ráð- gjafarfyrirtækja, banka, versl- unarsamtaka og einkafyrir- tækja jafnt sem opinberra. Til- gangur gagnanetsins er að skapa smáum og meðalstórum fyrirtækjum möguleika á að leita sér að samstarfsaðila hvort heldur á sviði fjármála-, viðskipta- eða tæknisamvinnu. blökkumönnum frá gistiheimili svarts meþódistaprests fyrir tveim árum, haldið þeim föngnum, barið þá og hýtt. Einn ungu mannanna fannst síðar látinn og foringi líf- varðanna hefur verið dæmdur sek- ur um morð á honum en áfrýjað dóminum. Winnie Mandela virtist í gær áhugalítil er Kgase bar vitni og í fyrsta sinn frá því réttarhöld- in hófust voru áheyrendabekkir aðeins hálfsetnir. Lögreglumenn í Belgrad, höfuðborg Júgóslavíu og Serbíu, draga í burtu særðan námsmann eftir að lögreglan hafði skotið táragashylkjum á hóp mótmælenda í borginni í gærmorgun. Reuter Tugþúsundir Belgrad-búa mótmæla stjórn kommúnista í Serbíu: Mestu mótmæli í Júgóslavíu frá seinni heimsstyriöldinni Belgrad. Reuter. LÖGREGLAN í Belgrad átti í hörðum átökum við tugþúsundir- manna sem tóku þátt í mótmælum gegn stjórn kommúnista i Serb- íu, stærsta lýðveldi Júgóslavíu, um helgina og í gær. Tveir menn biðu bana og að minnsta kosti 76 særðust á laugardag, er mótmæl- in hófust. Þetta eru mestu mótmæli í Júgóslavíu frá seinni heims- styrjöldinni og var her og lögregla með mikinn viðbúnað á götum borgarinnar. Lögreglan beitti í gærmorgun sökuðu þá um morð og fasisma. táragasi og bareflum gegn tugþús- Að minnsta kosti átta manns særð- undum mótmælenda, sem hrópuðu ust í átökunum. vígorð gegn valdhöfunum í Serbíu, Tveir menn biðu bana, lögreglu- E1 Salvador: Hermaður á verði við kjörstað í San Salvador er sveitarstjórna- og þingkosningar fóru fram í E1 Salvador á sunnudag. Þetta eru fyrstu kosningarnar í 11 ár sem vinstrisinnaðir skæruliðar reyna ekki að spilla með árásum á stjómarherinn en til átaka kom þó á fáeinumum stöðum í landinu. Hægrimenn hrósa sigri í kosningnm San Salvador. Reuter. ARENA, stjórnarflokkur hægri- manna í Mið-Ameríkuríkinu EI Salvador, lýsti yfir sigri í sveitar- stjórna- og þingkosningum sem fram fóru í landinu á sunnudag. ARENA sagðist hafa tryggt sér 43 af 84 þingsætum en opinberar tölur lágu ekki fyrir. Þetta voru fyrstu kosningar í 11 ár sem vinstrisinnaðir skæruliðar Þjóð- frelsishreyfingar Farabundo Marti (FMLN) reyna ekki að spilla með árásum á stjórnarher- inn en til átaka kom þó á fáein- umum stöðum og féllu tólf manns, þar af níu skæruliðar. FMLN hafði lýst yfír þriggja daga vopnahléi vegna kosninganna en skæruliðar sögðust þó myndu veija sig ef stjórnarherlið færi inn á landsvæði sem skæruliðar telja sig ráða. Um 2.2. milljónir manna voru á kjörskrá og auk þingmanna voru kosnir borgarstjórar og sveitar- stjórnir. Leiðtogi ARENA, Ar- mando Calderon Sol, borgarstjóri í höfuðborginni San Salvador, hélt sæti sínu og sagði kosningarnar „mikla hátið borgaranna". Alfredo Cristiani forseti, sem er hægrimað- ur, sagði að kosningarnar væru sig- urhátíð lýðræðis. „Þetta eru senni- lega lýðræðislegustu kosningar sem við höfum haldið," sagði hann. Kristilegir demókratar, flokkur Jose -------- \ ‘t'- -.................. Napoleons Duarte fyrrverandi for- seta, sem nú er látinn, virtist hafa komið næst ARENA og samband vinstriafla, Lýðræðisfylkingin, orðið í þriðja sæti. Ruben Zamora, leið- togi Lýðræðisfylkingarinnar, sagð- ist himinlifandi yfir úrslitunum. „Við stefndum að því að verða þriðja sterkasta aflið og það tókst.“ Talsmenn vinstrimanna gáfu í skyn að um kosningamistök og jafnvel svik hefði verið að ræða í sumum tilvikum í vestur- og norður- hluta landsins. Nokkrir erlendir eft- irlitsmenn tóku undir þetta og sögðu að nöfn sumra kjósenda hefðu verið ijarlægð af kjörskrám en bein svik virtust ekki hafa verið ufnfangsmikil. maður og mótmælandi, á Iaugar- dag er lögreglan skaut gúmmíkúl- um og táragashylkjum til að dreifa 70.000 mótmælendum, sem komu saman í miðborginni. Herinn var kallaður á vettvang og var skrið- drekum ekið um götur Belgrad, sem er í senn höfuðborg Júgóslvav- íu og Serbíu. Skriðdrekamir fóru af götunum á sunnudagskvöld en lögreglan hélt uppi eftirliti í bryn- vörðum bifreiðum og lokaði götum að miðborginni í gær. Tugþúsundir stuðningsmanna kommúnista- stjórnarinnar efndu síðan til mót- mæla skammt frá miðborginni. Þeir héldu á fána Serbíu og mynd- um af forseta lýðveldisins, Slobod- an Milosevic. Mótmælendurnir kröfðust þess meðal annars að Radmilo Bogd- anovic, innanríkisráðherra Serbíu, segði af sér, að yfirmenn ríkissjón- varpsins í lýðveldinu yrðu reknir og óháðri sjónvarpsstöð yrði heimilað að skýra frá mótmælun- um. Þeir kröfðust þess einnig að nokkrir leiðtogar stjórnarandstæð- inga, sem voru handteknir á laug- ardag, yrðu látnir lausir. Vaxandi spenna hefur verið í Júgóslavíu undanfarna mánuði vegna rígs milli valdhafa í júgó- slavnesku lýðveldunum sex og þjóðaólgu. Aðeins Serbía og Svart- fjallaland eru enn undir stjórn kommúnista eftir fijálsar kosning- ar í öllum lýðveldunum í fyrra. Leiðtogar kommúnista í ijórum lýðveldum gáfu út yfirlýsingu í gær þar sem þeir vöruðu við því að atburðir eins og þeir sem gerðust í Belgrad kynnu að leiða til borg- arastyijaldar í landinu. Stjórnarflokkurinn í Quebec: Stefnt að nær fullu sj*álfstæði ríkisins Montreal. Reuter. FRJÁLSLYNDI flokkurinn í kanadíska sambandsríkinu Quebec hefur samþykkt kröfur um nær fullt sjálfstæði ríkisins. Fijáls- lyndir halda um stjórnvölinn og helsti stjórnarandstöðuflokkur- inn hefur krafist sjálfstæðis allt frá árinu 1967. Flestir íbúar Quebec eru frönskumælandi en í hinum sambandsríkjunum níu er þorri fólks enskumælandi. Sjálfstæðissinnar voru sterkir á landsfundi stjórnarflokksins sem 2.800 fulltrúar sátu um helgina. Til umræðu var m.a. skýrsla sem kennd er við lögfræðinginn Jean Allaire og kveður á um að haldin verði atkvæðagreiðsla 1992 um sjálfstæði Quebec ef alríkisstjórn Kanada samþykki ekki róttækar kröfur um meiri valddreifingu til einstakra ríkja. Stuðningsmenn sambandsríkisins reyndu að milda orðalag skýrslunnar en hún var samþykkt óbreytt. Um tveir þriðju Quebec-búa vilja að tengslin við Kanada verði eingöngu efnahags- legs eðlis, ef marka má skoðana- kapnanir. Frönskumælandi Kanadamenn eru um 6,5 milljónir og búa flestir þeirra í Quebec. Robert Bourassa, forsætisráð- herra Quebecs og leiðtogi fijáls- lyndra, reyndi á sunnudag að róa andstæðinga sjálfstæðis og hvatti til einingar flokksins. „Við leggj- um megináherslu á að gera Que- bec kleift að taka framförum og þróast innan ríkjasambandsins. Flestir fulltrúar á þinginu vilja' ekki að einu mesta ríki heims verði skipt í þrennt; Austur- Kanada, Quebec og Vestur- Kanada," sagði ráðherrann. Skoð- anakannanir í öðrum sambands- ríkjum gefa til kynna að ekki sé þar- vilji fyrir því að koma til móts við kröfur Quebec-búa um aukið sjálfstæði og er því ekki útilokað að til klofnings komi. Kanada er annað víðlendasta ríki heims, næst Sovétríkjunum.. r,.t.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.