Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1991 9 HÁÞRÝSTIHREINSIDÆLUR Með þessum handhægu tækjum eru fáanlegir ýmsir aukahlutir sem margfalda möguleikana í notkun. Ódýr alvörudæla sem hentar mjög vel til heimilisnota. Stg.verð með vsk. kr.26.900.- Skeifan 3h - Sími 82670 HELSTU UTSÖLUSTAÐIR: ELLINGSEN Ánanauslum Reykjavík SÁPUGERÐIN FRIGG Lyngási 1 Qarðabæ SOLUFELAG GARÐYRKJUMANNA Smiðjuvegi 5 Kópavogi SKAPTI HF Furuvöllum 13 Akureyri Metsölublaóá hverjum degi! Hvíld í góðu umhverfi, glæsileg herbergi, vönduð þjónusta, vel búin vinnuaðstaða, frábærir veitingastaðir, góð staðsetning, heilsurækt, sauna o.fl - okkar framlag til árangursríkrar dvalar. ▲ A ▲ Hagatorg • Sími 29900 ilnalreí/ - lofar góðu! VIÐ LETTUM ÞER VIÐSKIPTAERINDIN.. Helgárblað ÚtBahndh ÚloMuMtagið Btvti h.t Afgratteta: • 681J 33 R**F*ar. Ami Bwvmnn. tMgl Guflmunðnon. Símtec W 19 38 ÚMUr R Tbrfnon Wart. 1SO kiOru IMimðKi FiOttMQðrf: Stgurflur K FrlflHfltnoo FranCun: OOrf M. AUBNrfnBMBÓri: S»nw HmWmon Mwttr SKXmúU 37,10fl Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfmgar og þjóðfrelsis Klúður í bak og fyrir Sameining vinstrisinna í nokkur misseri hafa forystumenn Alþýðubandalags og Alþýðu- flokks verið með það á vörunum, að nú skipti mestu að sam- eina vinstrisinna. Framlag Alþýðuflokksins til þess máls hefur meðal annars verið að breyta um nafn. Þá hafa formenn flokk- anna ferðast saman á rauðu Ijósi og þannig mætti áfram telja. I\lú þegar dregur að kosningum kemur hins vegar í Ijós að tölu- vert ber á milli manna í flokkunum. Alþýðuflokkurinn hefur feng- ið ýmsa alþýðubandalagsmenn til liðs við sig en Þjóðviljinn verð- ur æ harðorðari í garð Alþýðuflokksins. Er vikið að þessu í Stak- steinum í dag. Krataklúður Forystugrein Þjóðvilj- ans á föstudag heitir Klúður í bak og fyrir og þar er fjallað um störf ráðherra Alþýðuflokks- ins í ríkisstjóm Steingríms Hermaims- sonar. Snýst greinin einkum um stjórn Jó- hönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra og varaformanns Alþýðu- flokksins, á húsnæðis- málum. Þar er greint frá deilum Jóhönnu við Jón Sigurðsson, flokksbróður hennar og viðskiptaráð- herra. Sagt er að Jón hafi sett Jóhönnu stólinn fyrir dyrnar í traustu bandalagi „við vini sina í Seðlabankanum, sem þriðji ráðherra Alþýðu- flokksins Jón Baldvin Hamiibalsson, taldi á sínum tima dunda sér við það eitt að naga blýanta á kostnað þjóðarinnar" og snýst þetta bandalag um það, að viðskiptaráð- herra telur að minnka verði umsvif húsnæðis- kerfisins í því skyni að lækka vexti. Þjóðviljanum finnst ekki ofætlan að ráðherr- ar úr sama flokki, er fara með húsnæðis- og vaxta- mál komi sér saman um það sem þeir telja nauð- synlegt að gera. Þjóðvilj- inn nefnir að vísu ekki ráðherra Alþýðubanda- lagsins sem fyrirmynd um það, hvemig ráðherr- ar úr sama flokki eiga að starfa saman og vinna að snurðulausum fram- gangi mála. Blaðið vekur hins vegar hvað eftir annað máls á því, ' hve alvarlegt það sé, þegar tveir krataráðherrar deila og segir á einum stað: „Gamanið fer liii^s vegar að káma þegar svo valdamikiil samheiji sem ráðherra í ríkisstjóminni er stefnir öllum málatil- búnaði félagsmálaráð- herrans í voða.“ Síðan segir orðrétt: „Alþýðuflokkurinn hefur átt við sérkennileg- an vanda að stríða síðustu mánuði. Ráðherr- ar hans fara með rnikil- væg mál í ríkisstjóminni. Þótt ekkert vanti stund- um á kappið þá er forsjá- in af svo skoraum skammti að til vandræða horfir. Þannig hefur Jón Sigurðsson ótrúlega litlu fengið áorkað enn sem komið er í álmálinu og breytir engu þótt búið sé að eyða um 600 milljón- um í allskonar undirbún- ingsvinnu. Nú liefur náðst samkomulag i ríkisstjórninni um að leggja fyrir Alþingi til- Iögu um áframhaldandi tilraunir til að ná samn- ingum. Málið kemur því ekki til kasta Alþingis fyrr en í haust og þá að því tilskyldu að fullnað- arsamkomulag liggi fyrir um orkuverð og mengun- arvamir. Hvaða ríkis- stjóm þá verður við völd veitað sjálfsögðu enginn. Formaðurinn, sjálfur Jón Baldvin, hefur farið fyrir liði sem ætlar að leiða þjóðina inn á gósen- land hins evrópska efna- hagssvæðis í fyrstu lotu, og Iíklega beint inn í Efnahagsbandalagið í þeirri næstu. Ekki verður betur séð en þar sé allt í uppnámi og ummæli ráðherrans um að íslenskir hagsmunir séu vel varðir af neitunar- valdi innan EFTA hóps- ins, séu út í bláinn. í þriðja lagi er enn óraveg- ur frá þvi að skapieg skipan komist á húsnæð- islánamarkaðinn. í fáum orðum sagt: flest mikilvægustu málin sem Alþýðuflokkurinn ber ábyrgð á em klúður í bak og fyrir.“ Fallandi stjarna Um leið og alþýðu- bandalagsmenn tala þannig um samstarfs- memi sína úr Alþýðu- flokknum er ljóst, að þeir eiga engan draum kær- ari en þann að fá að starfa áfram með þeim í ríkisstjóm eftir kosning- ar. Alþýðubandalags- menn myndu ekki setja það fyrir sig, þótt sömu kratar fæm með sömu ráðherraembætti í sömu ríkisstjóm að kosningum loknum. Kratar svara fyrir sig með ýmsu móti. Guð- mundur Einarsson, að- stoðarmaður iðnaðarráð- herra, ritaði grein í AI- þýðublaðið á föstudag, þar sem hann ræðir um hve lítils traust Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalags- ins, nýtur meðal kjós- enda í Reykjanoskjör- dæmi, þar sem þeir em báðir í kjöri Ólafur Ragn- ar og Jón Sigurðsson, húsbóndi Guðmundar. Aðstoðarmaðurinn segir: „Nýlega kom fram í skoðanakönnun á Reykjanesi að aðeins 8% íbúa Reykaneskjördæmis treysta Ólafi Ragnari Grímssyni best efstu frambjóðenda flokkanna þar. Það er aðeins fjórð- ungur þess trausts, sem þeim Jóni Sigurðssyni og Steingrími Hermanns- syni er sýnt á sömu stöð- um. Þetta gengur líka gegn þeirri huggunar- fræði Ólafs að haim njóti meira trausts en Alþýðu- bandalagið. Niðurstaðan er einföld. Hann er jafn- óvinsæll og flokkurinn hans. En af hveiju ætti fólk svo sem að treysta Ólafi Ragnari Grímssyni? Þegar Jón Sigurðsson var erlendis á erfiðum samningafundi með for- svarsmönnum Atlantsáls í febrúar, notaði Ólafur Ragnar tækifærið og réðist á hann í fjölmiðlum með yfirlýsingum um marklausar undirskriftir og ranga málsmeðferð. Þessi aðferð hans beindi huganum að kvörtunum úr hópi andstæðinga Iians í Alþýðubandalag- inu sem ævinlega hafa vænt hann um óheiðar- leika. Enginn dómur skal um það upp kveðinn hér, en árásir Ölafs á tjarstadd- an samráðherra sinn vom ekki þess háttar sem venjulegast tengjast heiðarlegum vinnu- brögðum. Þetta skynjar fólk.“ Hér er ekki verið að skafa Utan af hlutunum. Sjálfum fjármálaráð- herranum er núið um nasir, að hann sé taliim óheiðarlegur af þeim sem starfa mest með hon- um, eigin flokksbræð- mm. Hver er það sem heldur sliku ámæli á loft? Aðstoðarmaður sam- starfsmanns fjármála- ráðherrans í ríkisstjórn. Honum finnst hins vegar ekkert athugavert við að Alþýðuflokkurimi haldi áfram samstarfi við þennan sama fjármála- ráðherra í ríkisstjórn- inni! VERÐBREF I ASKRIFT Sniöll leið til að eignast sparifé Verðbréf í áskrift hjá VÍB er þjónusta fyrir þá sem vilja leggja fyrir reglulega á þægilegan hátt og fá góða ávöxtun á sparifé sitt. Askriftendur geta valið um sjö mismunandi leiðir til ávöxtunar, allt eftir þörfum hvers og eins. Til dæmis má kaupa hlutabréf í Hlutabréfasjóði VIB í áskrift. Verðbréfm eru í öruggri vörslu VIB og fá áskrifend- ur send yfirlit reglulega um hreyfingar og verðmæti sjóðsins sem þeir hafa eignast. Verið velkomin í VÍB. VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Simsvari 68 16 25.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.