Morgunblaðið - 12.03.1991, Síða 9

Morgunblaðið - 12.03.1991, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1991 9 HÁÞRÝSTIHREINSIDÆLUR Með þessum handhægu tækjum eru fáanlegir ýmsir aukahlutir sem margfalda möguleikana í notkun. Ódýr alvörudæla sem hentar mjög vel til heimilisnota. Stg.verð með vsk. kr.26.900.- Skeifan 3h - Sími 82670 HELSTU UTSÖLUSTAÐIR: ELLINGSEN Ánanauslum Reykjavík SÁPUGERÐIN FRIGG Lyngási 1 Qarðabæ SOLUFELAG GARÐYRKJUMANNA Smiðjuvegi 5 Kópavogi SKAPTI HF Furuvöllum 13 Akureyri Metsölublaóá hverjum degi! Hvíld í góðu umhverfi, glæsileg herbergi, vönduð þjónusta, vel búin vinnuaðstaða, frábærir veitingastaðir, góð staðsetning, heilsurækt, sauna o.fl - okkar framlag til árangursríkrar dvalar. ▲ A ▲ Hagatorg • Sími 29900 ilnalreí/ - lofar góðu! VIÐ LETTUM ÞER VIÐSKIPTAERINDIN.. Helgárblað ÚtBahndh ÚloMuMtagið Btvti h.t Afgratteta: • 681J 33 R**F*ar. Ami Bwvmnn. tMgl Guflmunðnon. Símtec W 19 38 ÚMUr R Tbrfnon Wart. 1SO kiOru IMimðKi FiOttMQðrf: Stgurflur K FrlflHfltnoo FranCun: OOrf M. AUBNrfnBMBÓri: S»nw HmWmon Mwttr SKXmúU 37,10fl Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfmgar og þjóðfrelsis Klúður í bak og fyrir Sameining vinstrisinna í nokkur misseri hafa forystumenn Alþýðubandalags og Alþýðu- flokks verið með það á vörunum, að nú skipti mestu að sam- eina vinstrisinna. Framlag Alþýðuflokksins til þess máls hefur meðal annars verið að breyta um nafn. Þá hafa formenn flokk- anna ferðast saman á rauðu Ijósi og þannig mætti áfram telja. I\lú þegar dregur að kosningum kemur hins vegar í Ijós að tölu- vert ber á milli manna í flokkunum. Alþýðuflokkurinn hefur feng- ið ýmsa alþýðubandalagsmenn til liðs við sig en Þjóðviljinn verð- ur æ harðorðari í garð Alþýðuflokksins. Er vikið að þessu í Stak- steinum í dag. Krataklúður Forystugrein Þjóðvilj- ans á föstudag heitir Klúður í bak og fyrir og þar er fjallað um störf ráðherra Alþýðuflokks- ins í ríkisstjóm Steingríms Hermaims- sonar. Snýst greinin einkum um stjórn Jó- hönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra og varaformanns Alþýðu- flokksins, á húsnæðis- málum. Þar er greint frá deilum Jóhönnu við Jón Sigurðsson, flokksbróður hennar og viðskiptaráð- herra. Sagt er að Jón hafi sett Jóhönnu stólinn fyrir dyrnar í traustu bandalagi „við vini sina í Seðlabankanum, sem þriðji ráðherra Alþýðu- flokksins Jón Baldvin Hamiibalsson, taldi á sínum tima dunda sér við það eitt að naga blýanta á kostnað þjóðarinnar" og snýst þetta bandalag um það, að viðskiptaráð- herra telur að minnka verði umsvif húsnæðis- kerfisins í því skyni að lækka vexti. Þjóðviljanum finnst ekki ofætlan að ráðherr- ar úr sama flokki, er fara með húsnæðis- og vaxta- mál komi sér saman um það sem þeir telja nauð- synlegt að gera. Þjóðvilj- inn nefnir að vísu ekki ráðherra Alþýðubanda- lagsins sem fyrirmynd um það, hvemig ráðherr- ar úr sama flokki eiga að starfa saman og vinna að snurðulausum fram- gangi mála. Blaðið vekur hins vegar hvað eftir annað máls á því, ' hve alvarlegt það sé, þegar tveir krataráðherrar deila og segir á einum stað: „Gamanið fer liii^s vegar að káma þegar svo valdamikiil samheiji sem ráðherra í ríkisstjóminni er stefnir öllum málatil- búnaði félagsmálaráð- herrans í voða.“ Síðan segir orðrétt: „Alþýðuflokkurinn hefur átt við sérkennileg- an vanda að stríða síðustu mánuði. Ráðherr- ar hans fara með rnikil- væg mál í ríkisstjóminni. Þótt ekkert vanti stund- um á kappið þá er forsjá- in af svo skoraum skammti að til vandræða horfir. Þannig hefur Jón Sigurðsson ótrúlega litlu fengið áorkað enn sem komið er í álmálinu og breytir engu þótt búið sé að eyða um 600 milljón- um í allskonar undirbún- ingsvinnu. Nú liefur náðst samkomulag i ríkisstjórninni um að leggja fyrir Alþingi til- Iögu um áframhaldandi tilraunir til að ná samn- ingum. Málið kemur því ekki til kasta Alþingis fyrr en í haust og þá að því tilskyldu að fullnað- arsamkomulag liggi fyrir um orkuverð og mengun- arvamir. Hvaða ríkis- stjóm þá verður við völd veitað sjálfsögðu enginn. Formaðurinn, sjálfur Jón Baldvin, hefur farið fyrir liði sem ætlar að leiða þjóðina inn á gósen- land hins evrópska efna- hagssvæðis í fyrstu lotu, og Iíklega beint inn í Efnahagsbandalagið í þeirri næstu. Ekki verður betur séð en þar sé allt í uppnámi og ummæli ráðherrans um að íslenskir hagsmunir séu vel varðir af neitunar- valdi innan EFTA hóps- ins, séu út í bláinn. í þriðja lagi er enn óraveg- ur frá þvi að skapieg skipan komist á húsnæð- islánamarkaðinn. í fáum orðum sagt: flest mikilvægustu málin sem Alþýðuflokkurinn ber ábyrgð á em klúður í bak og fyrir.“ Fallandi stjarna Um leið og alþýðu- bandalagsmenn tala þannig um samstarfs- memi sína úr Alþýðu- flokknum er ljóst, að þeir eiga engan draum kær- ari en þann að fá að starfa áfram með þeim í ríkisstjóm eftir kosning- ar. Alþýðubandalags- menn myndu ekki setja það fyrir sig, þótt sömu kratar fæm með sömu ráðherraembætti í sömu ríkisstjóm að kosningum loknum. Kratar svara fyrir sig með ýmsu móti. Guð- mundur Einarsson, að- stoðarmaður iðnaðarráð- herra, ritaði grein í AI- þýðublaðið á föstudag, þar sem hann ræðir um hve lítils traust Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalags- ins, nýtur meðal kjós- enda í Reykjanoskjör- dæmi, þar sem þeir em báðir í kjöri Ólafur Ragn- ar og Jón Sigurðsson, húsbóndi Guðmundar. Aðstoðarmaðurinn segir: „Nýlega kom fram í skoðanakönnun á Reykjanesi að aðeins 8% íbúa Reykaneskjördæmis treysta Ólafi Ragnari Grímssyni best efstu frambjóðenda flokkanna þar. Það er aðeins fjórð- ungur þess trausts, sem þeim Jóni Sigurðssyni og Steingrími Hermanns- syni er sýnt á sömu stöð- um. Þetta gengur líka gegn þeirri huggunar- fræði Ólafs að haim njóti meira trausts en Alþýðu- bandalagið. Niðurstaðan er einföld. Hann er jafn- óvinsæll og flokkurinn hans. En af hveiju ætti fólk svo sem að treysta Ólafi Ragnari Grímssyni? Þegar Jón Sigurðsson var erlendis á erfiðum samningafundi með for- svarsmönnum Atlantsáls í febrúar, notaði Ólafur Ragnar tækifærið og réðist á hann í fjölmiðlum með yfirlýsingum um marklausar undirskriftir og ranga málsmeðferð. Þessi aðferð hans beindi huganum að kvörtunum úr hópi andstæðinga Iians í Alþýðubandalag- inu sem ævinlega hafa vænt hann um óheiðar- leika. Enginn dómur skal um það upp kveðinn hér, en árásir Ölafs á tjarstadd- an samráðherra sinn vom ekki þess háttar sem venjulegast tengjast heiðarlegum vinnu- brögðum. Þetta skynjar fólk.“ Hér er ekki verið að skafa Utan af hlutunum. Sjálfum fjármálaráð- herranum er núið um nasir, að hann sé taliim óheiðarlegur af þeim sem starfa mest með hon- um, eigin flokksbræð- mm. Hver er það sem heldur sliku ámæli á loft? Aðstoðarmaður sam- starfsmanns fjármála- ráðherrans í ríkisstjórn. Honum finnst hins vegar ekkert athugavert við að Alþýðuflokkurimi haldi áfram samstarfi við þennan sama fjármála- ráðherra í ríkisstjórn- inni! VERÐBREF I ASKRIFT Sniöll leið til að eignast sparifé Verðbréf í áskrift hjá VÍB er þjónusta fyrir þá sem vilja leggja fyrir reglulega á þægilegan hátt og fá góða ávöxtun á sparifé sitt. Askriftendur geta valið um sjö mismunandi leiðir til ávöxtunar, allt eftir þörfum hvers og eins. Til dæmis má kaupa hlutabréf í Hlutabréfasjóði VIB í áskrift. Verðbréfm eru í öruggri vörslu VIB og fá áskrifend- ur send yfirlit reglulega um hreyfingar og verðmæti sjóðsins sem þeir hafa eignast. Verið velkomin í VÍB. VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Simsvari 68 16 25.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.