Morgunblaðið - 12.03.1991, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 12.03.1991, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1991 43 Endursýnum þætti Ingímars eftirAra Skúlason Undanfarnar vikur hafa verið sýndir fræðsluþættir í sjónvarpinu undir stjórn Ingimars Ingimars- sonar um breytingarnar í Evrópu. Þættir þessir hafa valdið töluverðu ijaðrafoki meðal stjórnmálamanna og einnig hafa forsvarsmenn sjáv- arútvegs og fiskvinnslu séð ástæðu til þess að fetta fingur út í efnistök Ingimars. Ég hef unnið töluvert að þessum málum og hef þar af leiðandi séð alla þessa þætti. Ég á mjög erfitt með að sjá að ásakanir um hlut- dræg efnistök Ingimars hafi við rök að styðjast. Mér finnst hann hafa komið að þessu máli á annan hátt en venjulegt er að gera hér á landi. í stað þess að einskorða sig við svokallaðar hættur \ sam- bandi við aukna þátttöku Islend- inga í samvinnu Evrópuríkja hefur hann skoðað málið frá fleiri hliðum og velt upp mörgum athyglisverð- um sjónarhornum. Mín skoðun er sú að hefðbundin umræða um þessi mál hér á landi sé á talsverðum villigötum. Um- ræðan snýst eðli málsins sam- kvæmt aðallega um fisk og sjávar- útvegsmál, en einnig koma mjög oft fram ýmis sjónarmið um hætt- una á því að við missum sjálfstæð- ið og týnumst í hinni stóru Evr- ópu. Margir aðrir mikilvægir þætt- ir þessa máls eru lítið ræddir. Umræðan um Evrópumálin er líka áð töluverðu leyti einokuð af stjórnmálamönnum og hagsmuna- aðilum í sjávarútvegi. Það fer ekki hjá því að manni komi stundum til hugar að þessir aðilar telji sig eiga þetta mál. Enda hefur raunin orðið sú að þegar andað er á móti viðteknum skoðunum þessara að- ila sem telja sig eiga málið, þá er strax farið að tala um hlutdrægan málflutning, skoðanakúgun o.s.frv. Val okkar á því hvaða afstöðu við tökum til breytinganna í Evr- ópu er eitthvert mikilvægasta mál sem við þurfum að takast á við á næstunni. Mér finnst umræðan um þessi mál hjá okkur vera alltof lít- il og á allt of þröngu sviði. Spurn- ingin er hvort okkur duga sam- þykktir Fiskiþings um að aðild að EB komi ekki til greina eða um- mæli forsætisráðherra um að inn- ganga ísl'ands í EB sé það versta sem gæti hent íslenskan þjóðarbú- skap. Ég held að íslenskir þegnar eigi skilið að fá ítarlegri umræðu og betri upplýsingar um þetta mál. Tíminn er skammur vegna þess að innan nokkurra mánaða verður e.t.v. búið að skrifa undir Ari Skúlason „Umræðan um Evrópu- málin er líka að tölu- verðu leyti einokuð af stjórnmálamönnum og hagsmunaaðilum í sjáv- arútvegi. Það fer ekki hjá því að manni komi stundum til hugar að þessir aðilar telji sig eiga þetta mál.“ samning um svokallað Evrópskt efnahagssvæði sem fáir vita hvað inniheldur og við höfum ekkert of langan tíma til þess að kynna okkur áður en við verðum að segja af eða á. Ég er viss um að margir hafa misst af þessum umdeildu þáttum Ingimars, áhuginn á þessu máli hefur ekki verið mjög mikill. En vegna umrótsins um þættina hefur áhugi vaknað og þess vegna þyrfti helst að sýna alla þættina aftur til þess að fleiri hafi möguleika á því að sjá þetta áhugaverða efni. Þá getur fólk líka sjálft tekið af- stöðu til þess hvort hér er um svo einhæfa málsmeðferð að ræða sem af er látið. Ég held að íslenskir stjórnmálamenn verði að treysta þjóðinni til þess að sjá hlutina frá annarri átt en þeir vilja helst að horft sé úr. í því felst skoðanafrel- sið einmitt. Höfundur er hagfræðingur hjá ASÍ. 10. leikvika - 9. mars 1991 Röðin : 211-212-X11-222 HVERVANN? 1.826.824- kr. 12 réttir: 0 raðir komu fram og fær hver: 0-kr. 11 réttir: 4 raðir komu fram og fær hver: 78.983 - kr. 10 réttir: 53 raöir komu fram og fær hver: 5.961 - kr. Þrefaldur pottur - næst!! ÞU FÆRÐ FERMINGARPÖTIN Á DRENGINN HJÁ OKKUR // H6RRRRIKI SNORRABRAUT 56 C13505 TÍDKAST ÓVÖNDUÐ VINNUBRÖGÐ í RAFLÖGNUM? Félag íslenskra rafvirkja heldur fund um vinnubrögð í raflögnum þriðjudaginn 12. mars kl. 19.30 í Félagsmiðstöð rafiðnaðarmanna, Háaleitisbraut 68, 3ju hæð. Fundurinn hefst á fyrirlestrum frá Rafmagnseftirliti, Ákvæðisvinnustofu, rafhönn- uðum, rafverktökum og rafvirkjum. Rafvirkjar, rafverktakar, rafhönnuðir og rafiðnaðarkennarar eru hvattir til að mæta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.