Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 60
ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Samþykkt verði kaup á nýrri þyrlu ALLSHERJARNEFND Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær einróma að leggja til að þings- ályktunartillaga Inga Björns Al- bertssonar um björgunarþyrlu verði samþykkt óbreytt. Tillaga Inga Björns er svohljóðandi: „Al- þingi ályktar að fela ríkisstjórn- inni að sjá til þess að á árinu 1991 verði gerður samningur um kaup á fullko/ninni björgunar- þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna." Allsheijarnefnd kom saman til aukafundar um málið í gær og var álit nefndarinnar samþykkt ein- róma af öllum sjö nefndarmönnum. Þó skrifaði Jón Kristjánsson undir með fyrirvara, sem hann hyggst gera grein fyrir í umræðum þegar tillagan verður tekin fyrir í samein- uðu þingi. I nefndarálitinu kemur fram að umsagnir um tillöguna hafi borist frá Slysavarnafélagi íslands, Far- manna- og fiskimannasambandi ís- lands, Sjómannasambandi íslands, Flugmálastjórn, Flugbjörgunar- sveitinni í Reykjavík og Landhelgis- gæslu íslands. Morgunblaðið/KGA Þorsteinn Pálsson fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins óskar Davíð Oddssyni nýkjörnum formanni flokksins til hamingju með kjörið. Milli þeirra stendur Gunnar Ragnars fundarstjóri á landsfundi flokksins. Davíð Oddsson kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins: Hljóp inn á flugbraut og tafði flugumferð MAÐUR hljóp inn á flugbraut á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 19.30 í gærkvöldi og varð að stöðva flugumferð urn völlinn í um tíu mínútur af þeim sökum. Samkvæmt upplýsingum frá Flugturni var engin flugvél á flugbrautinni eða í lendingu þeg- ar atvikið varð og skapaðist því ekki bráð hætta af athæfi mannsins. A meðan beðið var eftir að lögregla fjarlægði manninn biðu tvær flugvélar eftir lendingar- leyfi og flugu í hringi á meðan. Lögregla brást skjótt við og hafði tekið manninn í sína vörslu innan tíu mínútna. Ekki í vafa um að flokkur- inn verði sterkari en áður • • Onnur sál og harðara yfirbragð, segir Þorsteinn Pálsson DAVIÐ Oddsson bar sigurorð af Þorsteini Pálssyni í formannskjöri í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi flokksins á sunnudag. Hlaut Davíð 733 atkvæði af 1.388 eða 52,8%, en Þorsteinn Pálsson hlaut 651 atkvæði eða 46,9%. Friðrik Sophusson var kjörinn varaformaður flokksins með 998 atkvæðum af 1.314 eða 75,9%. Davíð Oddsson sagði við Morgun- blaðið að þar serh kosningabaráttan milli hans og Þorsteins Pálssonar hefði farið málefnalega og heiðar- lega fram, væri hann ekki í minnsta vafa um að þau sár sem kunni að hafa opnast grói fljótt og flokkurinn verði sterkari en nokkru sinni fyrr. „Ég fann það mjög glöggt á lands- fundinum að það er ekkert annað í huga fólks en að Sjálfstæðisflokk- urinn snúi sér sameinaður að and- stæðingunum," sagði Davíð. Hann sagðist áskilja sér rétt til að taka sér tíma til að setja mark sitt á flokkinn, en ætlaði ekki að geysast Ný flugstjórnarmiðstöð í Reykjavík: Áætlaður kostnaður um 500 milljónir kr. FJÁRHAGSNEFND Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO) sam- þykkti áætlanir Flugmálastjórnar um aukinn tækjakost og byggingu nýrrar flugstjórnarmiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli á fundi sínum í Montreal í Kanada í gær. Nefndin gerir ráð fyrir um 9 milljón dollara kostnaði vegna framkvæmdanna eða sem nemu um 515 millj- ónum króna. ICAO greiðir 82% kostnaðar í formi húsaleigu á 20 árum, en hlut- ur íslenska ríkisins er 18%. Heimild er fyrir framkvæmdunum á fjárlög- um og sagðist Steingrímur Sigfús- son samgönguráðheiTa vona að fyrsta skóflustungan yrði tekin á næstu vikum, því mikill vaxtar- broddur^væri samfara framkvæmd- unum. Áætáaður byggirtgartími er 12 mánuðir. Samgöngu- og fjár- málaráðuneyti taka endanlega ákvörðun um framhaldið á næstu dögum. Að sögn Hauks Haukssonar, að- stoðarflugmálastjóra, hefur málið verið í undirbúningi í fjögur til fimm ár, en flugumferð á svæðinu, sem Flugmálastjórn sinnir á norðan- verðu Atlantshafi, hefur aukist um 70% á tímabilinu og er nú um 70.000 flug á ári. Haukur sagði að þessi mikla umferð kallaði á aukinn mannafla og tækjakost, því kerfið væri sprungið og framkvæmdirnar nauðsynlegar til að halda starfinu áfram. Haukur sagði að nýtt sjálfvirkni- kerfi yrði sett upp í lok ársins og væri æskilegt að setja það upp strax í nýju byggingunni. Því þyrftu framkvæmdir að heijast sem allra fyrst. „Þetta er arðbær verktaka- starfsemi, sem skilar gjaldeyri inn í landið og er farvegur fyrir mikla uppbyggingu á tækniþekkingu hér á landi,“ sagði Haukur. þar fram með fyrirgangi, heldur fara með löndum og njóta krafta og ráða þeirra sem fyrir eru og vel þekkja til. Þorsteinn Pálsson sagði við Morgunblaðið, að vinnubrögð í kringum framboð Davíðs, væru þess eðlis að niðurstaða formanns- kjörsins hljóti að túlkast sem ósk landsfundarins um harðara yfir- bragð á Sjálfstæðisflokknum en áður. Þetta væri svolítið önnur sál, en þekkst jiefði í flokknum fram til þessa. „Ég taldi að ég hefði ver- ið búinn að byggja flokkinn.upp í mjög góða stöðu, bæði með því að samræma sundruð öfl og skila um margra missera skeið bestu niður- stöðunum í skoðanakönnunum, sem við höfum fengið, þannig að ég er mjög sáttur við þá stöðu Sjálfstæð- isflokksins sem ég skil við,“ sagði Þorsteinn. Friðrik Sophusson sagði við Morgunblaðið að það hefði verið óvænt staða fyrir hann, jafnt sem aðra, að leitað var til hans í vara- formannskjöri. „Ég býst við að sá mikli stuðningur sem ég hlaut, sé fyi'st og fremst vegna þess að menn telja að ég, vegna reynslu minnar og hvað ég þekki vel til í flokknum, geti hjálpað til við að búa um þau sár sem kannski verða að loknu þessu formannskjöri," sagði Frið- rik. í miðstjórnarkjöri á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fékk Þorgrím- ur Daníelsson bóndi og guðfræði- nemi á Tannastöðum, Vestur- Húnavatnssýslu, flest atkvæði eða 888. Þuríður Pálsdóttir yfirkennari í Reykjavík fékk næst flest atkvæði eða 869. Af ellefu miðstjórnar- mönnum, sem kosnir voru á fundin- um, voru átta af landsbyggðinni. Sjá einnig bls. 2, 16-21, 24-25, miðopnu og 33. Hrefnu- og langreyða- veiðar verði leyfðar TIU nefndarmenn af fjórtán í sjávarútvegsnefndum beggja deilda Al- þingis leggja í dag fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að veiðar á hrefnu og langreyði verði teknar upp á ný hið fyrsta í sam- ræmi við niðurstöður vísindarannsókna Hafrannsóknastofnunar. Jón Sæmundur Siguijónsson, einn flutningsmanna tillögunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að tillagan væri lögð fram nú vegna þess að beðið hefði verið eftir að vísindanefnd Alþjóða hvalveiðiráðs- ins kæmi saman í Reykjavík í síðustu viku og staðfesti niðurstöður um ástand langreyðastofnsins. Aðrir flutningsmenn tillögunnar eru Stefán Guðmundsson, Kristinn Pétursson, Alexander Sþefánsson, Halldór Blöndal, Guðni Ágústsson, Matthías Bjarnason, Karvel Pálma- son, Guðmundur H. Garðarsson og Jóhann Einvarðsson. Jón Sæmundur sagði ekki ljóst hvort tillagan fengist afgreidd fyrir þinglausnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.