Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 39
iftíu rn»n ot aTirumnrJiaH n\n a icn>r ir\am.jr MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1991 39 íslenskukennsla erlendis eftir Úlfar Bragason í nýlegu yfirlitsriti um norræn fræði í Norður-Ameríku segir Marg- aret Hayford O’Leary að málakunn- átta sé besti mælikvarði á hversu alvarlega stúdentar taki nám sitt í þessari grein. Lögð sé höfuðáhersla á málakennslu í náminu enda sé þekking á erlendu tungumáli ekki aðeins tæki við þýðingar heldur opni hún sýn inn í ólíkan menningarheim, annað samfélag, og veiti tækifæri til samanburðar á tungumálum og menningarháttum. Norræna hefur lengi verið kennd við marga háskóla víða um heim, þó einkum í Norður-Evrópu, vegna málsögu, málfræðisamanburðar og forníslenskra bókmennta. Er þá ýmist að hún hafí verið kennd sem sérstök grein eins og á Norðurlönd- um eða sem hluti af námi í þýsku, ensku og öðrum norrænum málum en íslensku. Oftar en ekki hefur norrænunámið verið ótengt námi í íslensku nútímamáli og engin sér- stök áhersla lögð á tengslin þama á milli. Nemendur hafa aðeins lært að lesa fornbókmenntimar með sam- ræmdri stafsetningu og framburði og kunna skil á málfræði fornmáls- ins án þess að til þess væri ætlast að þeir settu sig inn í þróun íslenskr- ar tungu og hefðu skilning á að þeir væru að læra lifandi mál sem hefði lítið breyst um aldir. Þótt norr- ænunám við háskóla erlendis hafi hvatt marga útlendinga til að læra að tala íslensku til nokkurrar hlítar hefur forníslenskan sakir þessarar kennsluaðferðar verið æði mörgum latína. Það hefur síðan valdið því að erlendir kennarar og stúdentar í íslenskum fræðum veigra sér við að lesa bækur og greinar um fræði sín á íslensku og íslenska er frábeðin á alþjóðaþingum um þetta fræðasvið. íslendingar eigi auðvitað erfitt með að una því. Svo að dæmi sé tekið til samanburðar þætti Englending- um líklega fáheyrt ef erlendir Sha- kespearefræðingar kynnu ekki allvel nútímaensku. Oft hefur verið á það bent að eðlilegast væri að kenna nemendum erlendis norrænu með íslenskum nútímaframburði þar sem ekki væri nógu vel vitað um framburð forn- málsins en þó víst að hann var breyt- ilegur eftir stað og tíma. En margir hafa andmælt þessari skoðun með sögulegum og þjóðernislegum rök- um. Islenskur framburður hafi breyst verulega í aldanna rás og forníslenska sé aðeins ein norrænna mállýskna. Með svipuðum rökum vilja menn halda í samræmda staf- setningu forna enda jafni nútíma- stafsetning á miðaldatextum úr þeim mun sem þó er á íslensku nútíma- máli og fornmáli. Hins vegar eru dæmi þess að er- lendum stúdentum hafi verið kennt nútímamál sem inngangur að námi í fornmáli og -bókmenntum og reynst vel. Væri sú kennsluleið lík- lega heillavænlegust til að stúdent- arnir áttuðu sig á að þeir væru að læra lifandi tungu. A þann hátt væru þeir hvattir til að verða meira en stautfærir í málinu og læra að tala það og skrifa. Jafnframt ættu smám saman að hverfa þeir erfið- leikar sem erlendir fræðimenn eiga með nútímaíslensku og sú andstaða sem þeir sýna henni oft. íslenskt nútímamál hefur notið vaxandi athygli erlendis á þessari öld. Á því er að nokkru sú skýring að samskipti þjóðarinnar við um- heiminn hafa stóraukist, þó sérstak- lega eftir seinni heimsstyrjöldina. Útlendingum hefur því orðið ljósari en áður sérstaða íslenskrar tungu, gildi íslenskrar nútímamenningar og sú einstaka samfélagsþróun sem hér hefur orðið síðustu hundrað árin. Margir erlendir fræðimenn og stúd- entar hafa því fengið áhuga á ís- landi nútímans þess vegna en ekki vegna ógreinilegra hugmynda um sögueyjuna eins og var títt. Stöðugt fleiri stunda nám í ís- lensku fyrir útlendinga hér við Há- skólann og margir útlendingar læra íslensku í málaskólum og námsflokk- um. Bréfaskólinn býður nú upp á nám I íslensku óg márgir útlendirig- ar hér á landi og erlendis hafa not- fært sér það. Norrænt sumarná- mskeið í íslensku er haldið við Há- skólann annað hvert ár og sækja það um 30 stúdentar í hvert skipti. Þá gangast heimspekideild og Stofn- un Sigurðar Nordals nú árlega fyrir alþjóðlegu sumarnámskeiði í ís- lensku. Heimspekideild greiðir kennsluna en stofnunin sér um allan undirbúning og skipulag. Námskeið- ið verður haldið í fimmta sinn á þessu ári. Stendur það í fjórar vik- ur. Málið er kennt í tveimur hópum og teknir um 15 stúdentar í hvorn hóp. Jafnframt eru fluttir fyrirlestr- ar um íslenska menningu og samfé- lag fyrir stúdentana og farið á sögu- slóðir. Aðsóknin að alþjóðlega sum- arnámskeiðinu er meiri en unnt er að anna. Er aðkallandi að frekara fé verði veitt til námskeiða fyrir út- lendinga við Háskólann að sumarlagi hvort heldur um er að ræða í ís- lensku eða um Iand og þjóð. Kennslu í nútímaíslensku við há- skóla erlendis má skipta í þrjá flokka. í fyrsta lagi eru á nokkrum stöðum prófessorar og lektorar sem hafa íslenskt mál og bókmenntir sem aðalkennslugrein, í flestum tilfellum er um íslendinga að ræða. í öðru lagi eru nokkrir erlendir háskóla- kennarar sem kenna íslensku ásamt öðrum greinum. í þriðja og síðasta lagi kenna íslendingar, oft stúdent- ar, sem búsettir eru erlendis íslensku í stundakennslu. Þá er rétt að minna á að íslenska er kennd allvíða utan háskóla í einkakennslu, námsflokk- um og hjá íslandsvinafélögum. Einn- ig er íslenskum börnum kennt mátíð í almennum skólum, einkum á Norð- urlöndum. Erfitt er að gera sér fulla grein fyrir kennslu í íslensku við háskóla erlendis, þar sem ekki eru fastar stöður í greininni, enda mjög breyti- legt frá ári til árs hvort boðið er upp á íslenskukennslu, hversu mikla, hver kennir og við hvaða námsefni er stuðst. Verður í því sambandi að reiða sig á stopular upplýsingar frá skólunum sjálfum eða kannanir. Þær verða þó aldrei einhlítar þar sem fýrst þarf að hafa haldgóða vitn- eskju um þá skóla um víða veröld sem annaðhvort hafa eða hugsan- lega hafa einhvern tíma boðið upp á íslenskukennslu og síðan afia svara frá þeim um kennsluna en það reyn- ist ekki alltaf auðvelt. Árið 1983 gerðu Jón Friðjónsson og Svavar Sigmundsson könnun á kennslu í forníslensku og nútímamáli erlendis. Sendu þeir spurningalista til um 150 stofnana og svöruðu um 2A þeirra. Þótt könnun þessi sé nokkurra ára er ekkert sem bendir til þess að nið- urstöður hennar, svo langt sem þær ná, séu ekki enn að mestu íeyti í fullu gildi; breytingarnar á kennslu- framboði eru ekki það örar. Æski- legt væri þó að gera slíka könnun a.m.k. einu sinni á tíu ára fresti. Samkvæmt könnun þeirra Jóns og Svavars og öðrum þeim upplýs- ingum sem þeir höfðu haldbærar var nútímaíslenska kennd við 45 háskóla víða um heim: þ.e.a.s. á Norðurlönd- unum, Bretlandi, Þýskalandi, Holl- andi, Frakklandi, Sviss, Spáni, ít- alíu, Tékkóslóvakíu, Ungveijalandi, Sovétríkjunum, Bandarikjunum, Kanada, Ástralíu og Japan. Þá var íslenskt nútímamál skylda fyrir þá sem stunduðu norræn fræði við tólf háskóla af þessum 45, þ. á m. átta háskóla á Norðurlöndum, en val- grein við 30. Annars staðar var hún ekki reglulegur hluti af náminu. Núna eru tíu íslendingar í fullu starfi sem háskólakennarar í ís- lensku við erlenda háskóla, einn í Noregi, tveir í Svíþjóð, einn í Finn- landi, Danmörku, Þýskalandi og Bretlandi og þrír í Frakklandi. Tvær stöður í íslensku við háskóla í Nor- egi eru lausar og verða auglýstar til umsóknar innan skamms. ís- lenska ríkið styrkir kennslu í nútíma- íslensku við tvo háskóla í Noregi og Svíþjóð, einn í Finnlandi, Danmörku, Þýskalandi og Bretlandi og þijá í Frakklandi. Er um launaframlag og bókastyrk að ræða. Jafnframt veitir ríkið fé til árlegs kennarafundar sendilektoranna. Á fjárlögum yfir- staridandi árs ér varið til þessa liðar Úlfar Bragason „Ef Islendingar vilja halda menningarlegri reisn sinni hljóta þeir að styrkja kennslu í ís- lensku fyrir útlendinga hvort sem það er hér á landi eða annars stað- ar.“ 2.650.000,00 ísl. kr., þar af fara l. 040.000,00 kr. til lektorsstöðu í Lundúnum sem ríkið hefur skuld- bundið sig til að greiða að hálfu. Annars staðar er um óverulegan kostnað að ræða. Á sínum tíma lagði íslenska ríkið fram fé til að koma á fót kennarastóli í íslensku við Man- itobaháskóla. Sá skóli og Cornellhá- skólinn í Bandaríkjunum fá árlega nokkurn bókastyrk á fjárlögum. Á þessu ári nemur styrkurínn 520.000,00 kr. handa báðum skólun- um. Æskilegt væri að Norræna bók- asafnið í París fengi sams konar styrk til að bæta íslenskan bókakost sinn. Þá hefur menntamálaráðuney- tið undanfarið veitt árlega á annan tug erlendra námsmanna styrk til að stunda nám við Háskóla íslands. Til þessara styrkja er varið 9.880.000,00 á ijáríögum fyrir 1991 sem er mun meira en á fyrra ári. Má því búast við íjölgun styrkþega. Flestir erlendu námsmannanna nema íslensku eftir að hafa lagt að því námi grunn heima fyrir og má því skoða þessar styrkveitingar að hluta sem stuðning við íslensku- kennslu erlendis. Engu síður er vart unnt að segja að íslenska ríkið verji miklu fé til þessarar kennsíu, sérs- taklega þegar tekið er tillit til þess hversu rausnarlega ýmsar þjóðir standa að kennslu sinna tungumála við Háskóla íslands. Raunar má búast við að íslendingar verði að standa frekari straum af þeirri ís- lenskukennslu erlendis sem nú er stunduð á komandi árum enda á hún sums staðar í vök að veijast vegna aðhalds stjórnvalda í fjármálum, t.d. í Noregi. I reglugerð fyrir Stofnun Sigurðar Nordals er kveðið á um að hún hafi m. a. forgöngu um kennslu í íslensku og íslenskum fræðum eriendis í sam- vinnu við aðila innan Háskólans sem utan og annist þjónustu við íslenska sendikennara. Síðan stofnunin tók til starfa í ársbyijun 1988 hefur hún þó haft svo takmörkuð fjárráð að stuðningi við kennslu í nútímaís- lensku hefur ekki verið sinnt sem skyldi. Stofnunin hefur þó reynt að veita íslensku sendikennurunum ýmsar upplýsingar um kennslugögn varðandi mál, bókmenntir, sögu og samfélag, haft forgöngu um og lagt nokkuð fé af mörkum til námsefnis- gerðar og styrkt og skipulagt sum- arnámskeið í íslensku. Hins vegar hefur stofnunin aðeins getað stutt málaleitan þeirra sem hafa farið fram á fjárstuðning við íslerisku- kennslu erlendis í orði því að fjár- framlag til þeirra mála heyrir undir ráðuneytið. Á ári hveiju berast nokkur erindi frá erlendum aðilum sem fara fram á stuðning íslendinga við íslensku- kennslu í heimáiönddm sínum. Engri stefnu hefur þó verið fylgt um hvernig tekið skuli á slíkum erind- um. Til að bæta úr því fól mennta- málaráðuneytið Stofnun Sigurðar Nordals á síðasta sumri að gera til- lögur í samráði við heimspekideild Háskólans um framtíðarstefnu um stuðning íslenskra stjórnvalda við kennslu í íslensku við háskóla er- lendis. í þeim tillögum sem sam- starfsnefnd stofnunarinnar og heim- spekideildar mótaði er þó aðeins fjallað um í hveiju stuðningurinn sé fólginn, hveijir sinni kennslunni, hvernig skuli fara með styrkbeiðnir og hvaða atriði skuli hafa til hlið- sjónar þegar ákveðinn er stuðningur við íslenskukennsiu erlendis. I grein- argerð er tekið fram að fyrst skuli hlúa að þeirri kennslu sem fyrir er áður en hafist er handa á nýjum stöðum en ekki gerðar tillögur um hvar þá skuli borið niður. Enda er það ómögulegt fyrr en liggur fyrir hveiju stjórnvöld vilja veija til þessa málaflokks. Fyrir rúmlega tveimur árum var hafinn stuðningur við íslensku- kennslu í Lyon á Frakklandi og í haust hóf íslenskur lektor störf við' Lundúnaháskóla með tilstyrk ís- lenskra stjórnvalda eins og áður sagði. Þá hefur verið ákveðið að styðja kennslu í íslensku við háskól- ann í Erlangen-Nurnberg í Þýska- landi frá næsta hausti. En mikill áhugi er á greininni þar í landi, háskólinn vel staðsettur miðað við þær breytingar sem orðið hafa í landinu undanfarið ár og á staðnum er kennari sem fullvel getur tekið að sér kennsluna. Stofnun Sigurðar Nordals mælti með þessum styrk enda ekki óeðlilegt að bera niður í Þýskalandi til að auka kennslu í nútímaíslensku erlendis vegna .fornra og nýrra menningartengsla þess og Islands. Á hveiju ári ver menntamálaráðu- neytið allmiklu fé til kynningar á íslenskri menningu í öðrum löndum. Frumkvæðið að þessum kynningum kemur þó oftast erlendis frá eins og þegar um íslenskukennslu er að ræða. Því miður hefur skort skilning á því innanlands að nauðsynlegt er að vinna að þessum málum stöðugt. íslenskir sendikennarar og aðrir kennarar sem gegna hliðstæðum stöðum veita mörgum nemendum tækifæri til að læra íslensku í hei- malandi sínu, sem annars færu á mis við það, og búa þá til frekara náms hér á landi ef að því er stefnt og þess kostur. Jafnframt vinna þeir að margs konar menningar- kynningu innan háskóla sem utan hver á sínum stað. Úr hópi háskóla- kennara og stúdenta koma jafnan þeir sem ötulast hafa þýtt íslenskar bókmenntir á eriend tungumál og skrifað um íslenska menningu fyrir landa sína. Stopular menningardag- skrár, sem Islendingar hafa staðið að erlendis, geta engan veginn kom- ið í stað háskólakennslunnar og eru í raun vart hugsanlegar án þess " menningarstarfs sem unnið er innan háskólanna. Þetta ómetanlega fræðslu- og menningarstarf vill hins vegar oft gleymast í skarkala og auglýsingamennsku samtímans. Gefur þó auga leið að betur er ekki unnt að veija fé til menningarkynn- ingar erlendis en að stuðla að ís- lenskukennslu sem víðast. Þá þarf að efla kennslu í íslensku fyrir útlendinga við Háskóla íslands enn frekar en gert hefur verið, stuðla að námsefnisgerð og veita fleiri útlendingum styrki til náms . hér. Það er ánægjulegt að sam- skipti Háskóians við erlenda háskóla hafa vaxið og fleiri stúdentar koma nú um tíma úr öðrum skólum til náms hér fyrir tilstilli Nordplus- kerfisins og samskiptasamninga. Aukin samskipti ættu að verða til þess að kennslufræðilegur og vísind- alegur metnaður Háskólans eflist. Um leið þætti fleiri stúdentum og kennurum eftirsóknarverðara en áður að dveljast hér við nám og störf um tíma. Doktorsnám í íslenskum fræðum við Háskólann ætti því að verða álitlegur kostur erlendum stúdentum. Stjórnmálamenn tala sífellt um nauðsyn á endurskipulagningu at- vinnuveganna til að bæta lífskjör og styrkja efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar og fjölmiðlar bergmála þá. Minna er rætt um firringuna sem hefur orsakast af fólksflutningum innan lands á þessari öld. Menning- arvitund íslensku þjóðarinnar er meira og minna bundin horfnum þjóðlífsháttum. Til þess að koma í veg fyrir atgervisflótta úr landi er ekki nóg að bæta lífskjör heldur þarf- að efla menningarlega sjálfsvit- und íslenskra bæjarbúa. Lifandi umræða og áhugi á íslenskri menn- ingu, stöðu hennar og gildi, og kennsla og rannsóknir í íslenskum fræðum er best til menningarlegrar sóknar og varnar. Aðeins þjóð sem veit hver hún er og hvert hún stefnir getur veitt öðrum af menningu sinni og mun ekki týnast í þjóðahafið. Menning hverrar þjóðar grund- vallast á tungumálinu og það er lyk- ill útlendingum til að öðlast fullan skilning á eðli hennar. Ef íslending- ar vilja halda menningarlegri reisn sinni hljóta þeir að styrkja kennslu í íslensku fyrir útlendinga hvort sem það er hér á landi eða annars stað- ar. Útlendingar sem vilja skilja menningu okkar til einhverrar hlítar og jafnvel verða fullgildir aðilar í íslensku samfélagi verða að læra að tala, skrifa og skilja íslensku. Höfundur er forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals. AD-KFUK Fundurinn í kvöld fellur inn í kristniboðsviku í Reykjavík á Háaleitisbraut 58. SAMBAND ISLENZKRA •W*'/ KRISTNIBOÐSFÉLAGA Kristniboðsvika á Háaleitisbraut 58, 10.-17. mars. Samkomurnar hefjast kl. 20.30. Nýr grundvöllur. Upp- hafsorð: Margrét Jóhannesdótt- ir. Kristniboðsþáttur: Kjellrun Langdal. Söngur: Þórður Búa- son. Hugleiðing: Sr. Guðmundur Óli Ólafsson. Allir velkomnir. Framhaldsnámskeið í jóga verð- ur haldið helgina 15., 16. og 17. mars fyrir alla þá sem stundað hafa jóga. Kennari frú Paritosh frá Kripaiu. Upplýsingar og skráning í síma 611025, Linda og 83192, Helga. K 1 ittli lUIIHTItS SAMBAND (SLENZKRA $l&ír KRISTNIBOÐSFÉLAGA Kristniboðsvikan Samkoma í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58, i kvöld, kl. 20.30. Nýr grundvöllur. Upp- hafsorð flytur Margrét Jóhann- esdóttir. Kristniboðsþáttur í umsjá Kjellrun Langdal. Þórður Búason syngur einsöng. Ræðu- maður séra Guðmundur Óli Óla- son. Allir hjartanlega velkomnir. Samhliða svig SKRR verður haldið laugardaginn 16. mars i Bláfjöllum. Keppt verður íflokkum 13-16 ára. Þátttökutil- kynningar berist til Helgu í síma 620005 frá kl. 9.00-12.00 og í síma 13169 á miðvikudagskvöld. Fararstjórafundur verður hald- inn í herbergi SKRR fimmtu- dagskvöldið 14. mars kl. 20.30. « s siss«i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.