Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1991' Hreiðar S, Jónsson múrari - Minning Fæddur 8. júní 1929 Dáinn 2. marz 1991 Hreiðar var fæddur að Holti á Þingeyri, sonur hjónanna Lilju Björnsdóttur, skáldkonu, og Jóns - Erlendssonar frá Bakka í Dýrafirði. Á Þingeyri ólst Hreiðar upp til 15 ára aldurs, en þá fluttu foreldr- ar hans til Reykjavíkur. Þegar Hreiðar fermdist kvað móðir hans: Ég krýp nú í lotningu, kærleikans Drottinn; af knýjandi þrá er sú athöfn sprottin. Ég legg mína orku í bænina bljúga og bið þig að nýgræðing veikum að hlúa. (Vökudraumar) Einhvern veginn hefur komist inn hjá mér að Hreiðar hafi sótt margt til móður sinnar. Hann var sérlega smekkvís á mál og stíl, hafði yndi af ljóðum og átti það til að kasta fram bögu. Hann las mikið og hafði næman bókmenntasmekk. Hann var af þeirri kynslóð sem byggt hefur upp velferðarþjóðfélag í þessu landi, uppalinn við strit til þess að hafa í sig og á. Kornungur fór hann á sjóinn og stundaði sjó öðru hvoru á bátum, togurum og millilandaskipum um lengri tíma, en fljótlega sá hann möguleika til þess að læra múraraiðn og má segja að það hafi síðan verið hans ævi- starf. Hann þótti vandvirkur múrari og afkastamikill,- enda lærði hann aldr- ei að hlífa sér. Smekkvísi hans og snyrti- mennska kom hvarvetna fram í störfum hans eins og í allri hans daglegu umgengni. Fyrir nokkrum árum fór Hreiðar að kenna lasleika, en þar var um að ræða atvinnusjúkdóm og fyrir rúmu ári fannst hjá honum sá vá- gestur, sem varð honum að aldur- tila. Aldrei heyrðist hann tala æðru- orð og var ævinlega hress í máli og glaður. Þannig minnumst við hans, vinir hans og kunningjar. Það mun hafa verið árið 1970 sem ég hitti Hreiðar fyrst, hann var þá nýlega kvæntur frænku minni, Jonu Láru Pétursdóttur, sem verið hafði sumargestur minn í 11 ár, þegar hún var að alast upp. Ég var þá á ferð í Reykjavík og gisti hjá þeim hjónum. Hreiðar tók mér eins og hann ætti í mér hvert bein og þannig kom hann ævinlega fram við mig og mína fjölskyldu. Þau hjónin Jóna Lára og Hreiðar eignuð- ust eina dóttur, Lilju Margréti, en frá fyrra hjónabandi átti hún tvær dætur, Steinunni og Guðnýju, sem hann reyndist hinn besti faðir og gerði aldrei mun á þeim og sinni eigin dóttur og ég held að honum hafi raunverulega þótt jafnvænt um þær, enda náði hann trausti þeirra og vináttu. Af kynnum mínum við Hreiðar komst ég fljótt að því að undir grímu hversdagsleikans bjó við- kvæm og hlý sál. Við minnumst ótal ánægjulegra samskipta og gleðistunda á heimili þeirra hjóna, þar sem húsbóndinn sat í öndvegi og ræddi við gesti sína. Fyrir þess- ar stundir vil ég þakka Hreiðari, konu hans og dætrum, sem nú hafa misst góðan eiginmann og föður. Anna Þorsteinsdóttir sem vildi hvers manns vanda leysa. Hann var hreinskilinn og var ekki tamt að tala þvert um hug sinn, hvort sem við vorum að „drekkja ánamöðkum" á árbakka eða að „vinna í sjálfum okkur“. Minnis- stæðar eru veiðiferðirnar, sem við höfðum báðir svo mikla ánægju af þó að aflinn væri oftast rýr. Alltaf héldum við ótrauðir áfram og ráð- gerðum næstu ferð. Síðustu veiði- ferðina fórum við í júlí síðastliðnum, og var Hreiðar þá orðinn sjúkur þó engan bilbug væri á honum að finna í veiðiskapnum. Margt var spjallað á þessum ferðum okkar, og við bárum trúnað hvor til annars. Þetta er gott að eiga í minningunni. AA-samtökin voru honum kær. Þau höfðu gefið honum nýtt líf — ■ líf sem hann kunni svo vel að meta. Fyrir ári fékk Hreiðar úrskurð um þann alvarlega sjúkdóm, sem hann laut í lægra haldi fyrir. En hann háði harða baráttu og uppgjöf var honum fjarri skapi. Þá varð honum enn ljósara hve mikinn styrk var að fínna í AA-samtökunum og boð- skap þeirra. Þar átti hann stuðning vísan hjá félögum sínum og fársjúk- ur sótti hann fundi, fremur af vilja en mætti undir það síðasta. Eiginkona hans, Jóna Lára Pét- ursdóttir, er einstaklega vel gerð kona, sem stóð við hlið hans og studdi hann í einu og öllu. Heimili þeirra stóð opið öllum þeirra vinum og kunningjum, og þau voru fund- vís á tilefni til'að gleðjast í vina- hópi. Jóna og dætumar voru honum ávallt efst í huga, og umhyggja þeirra fyrir honum í sjúkdómslegu hans var aðdáunarverð. Við hjónin þökkum Hreiðari sam- fylgdina, sem við vildum að hefði orðið lengri, en minningar um góð- an vin geymast í huga okkar. Við sendum Jónu og dætrunum innileg- ar samúðarkveðjur og biðjum þeim blessunar Guðs. Fari vinur minn í friði og hafi hann þökk fyrir allt. Guðmundur Sveinsson Ég sit hér við eldhúsborðið í glampandi morgunsól — allt er svo bjart og fallegt og vorið framundan — samt er ég að hugsa um dauð- ann. Hann Hreiðar Svan Jónsson vinur okkar er látinn. Hann lést á Vífilsstaðaspítala laugardaginr. 2. mars eftir stranga baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Fyrsta tilfinn- ingin er léttir yfir að þjáningum vinar er lokið — en söknuðurinn — hann kemur seinna. Mér finnst ótrúlegt nú, að hann skyldi treysta sér til þess að koma í heimsókn til okkar aðeins þrem vikum fyrir andlát sitt og hann var ekki að barma sér heldur sýndi ótrú- legt hugrekki og æðruleysi í veik- indum sínum. Það er svolítið kaldhæðnislegt að okkar kynni af Hreiðari hófust eiginlega um það leyti sem hann fyrst kenndi þess sjúkleika sem dró hann til dauða. Við kynntumst vegna sameiginlegs áhugamáls um „að lifa lífinu lifandi" og eftir að hafa notið gestrisni Hreiðars í sex- tugsafmæli hans 8. júní 1989 fórum við að skiptast á heimsóknum og höfum við hjónin átt marga skemmtilega og notalega laugar- dagseftirmiðdaga í félagsskap Hreiðars og Jónu konu hans. Hreið- ar var áberandi hress og hreinskil- inn maður sem sagði sína meiningu tæpitungulaust en yfirborðs- mennska og undirlægjuháttur voru honum fjarri skapi. Ekki get ég minnst Hreiðars án þess að minnast á Jónu eiginkonu hans, sem stóð við hlið hans eins og klettur og auðfundið var að Hreiðar bar virðingu fyrir konunni sinni og var stoltur af dugnaði hennar og umhyggjusemi í hinum erfiðu veikindum hans. Einhvern veginn fannst mér að Jóna og Hreiðar þyrftu aðeins að líta hvort á annað til að skilja hvað klukkan sló — samband þeirra var svo óvenju náið. Mér fannst það segja sína sögu um viðmót Hreiðars hve starfsfólkið á Vífilsstaðaspítala var honum gott, því þótti greinilega vænt um hann og talaði hann jafnan um það sem vini sína sem allt vildu fyrir sig gera. Það er mikill styrkur í slíkum veikindum að hafa svona hjúk- runarfólk. Það er sagt að dauðinn sé erfið- astur þeim sem eftir lifa — það er mikill sannleikur og því biðjum við algóðan Guð að styrkja Jónu og dæturnar nú við fráfall Hreiðars. Við hjónin sendum þeim og öllum öðrum aðstandendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur og saman eigum við minningu um góðan dreng og mikið karimenni. Steinunn og Árni QVMHPP I140AR 1851-1991 AFMÆLISTILBOÐ í MARS OG APRÍL Á ÞREMUR NÝJUSTU OG VINSÆLUSTU GERÐUNUM. Allar vélarnar hafa upp á að bjóða 4-10 mismunandi gerðir af fallegum nytjasaumum og teygjusaumum auk nokkurra skrautsauma og svo auðvitað lokasaum. SAMBA 4 Áður 25.100 Nú 22.600 stgr. MELODIE 70 Áðm 34.900 Nú 26.200 stgr. ^ SAMBANDSINS MIKLAGARÐISÍMAR 68 55 50-68 1266 Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt... kjark til að breyta því, sem ég get breytt... og vit til að greina þar á milli. ÍSLENSKT OG GOTT Þessi fallega bæn er mér efst í huga þegar ég kveð Hreiðar Jóns- son. Leiðir okkar lágu saman fyrir níu árum í mánudagsdeild AA-sam- takanna í Langholtskirkju, og með árunum þróaðist kunningsskapur okkar í einlæga vináttu. Hreiðar var góður vinur. Hann virtist hijúfur við fyrstu kynni, en það var aldrei langt í ljúfmennið, ... fyrir góða frammistöðu. Nýtt súkkulaði salthnetum karamellu MELODIE 100 Áður 37.225 Nú 31.300 stgr. Húsasmiðjan Heimasmiðjan Kaupstaður í Mjódd Samkaup Keflavík Vöruhús KEA Akureyri Vöruhús KÁ Selfossi Skagfirðingabúð Sauðárkróki Vöruhús Vesturlands Borgarnesi Kaupfélögin um land allt. NÝfí DAGUfí. SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.