Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1991 29. landsfundur Sjálfstæðisflokksins: Víðtæk samstaða í flest- um málefnanefndum Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Á 29. landsfundi Sjálfstæðis- flokksins voru samþykktar 19 ályktanir um hina ýmsu flokka þjóðmála auk almennrar stjórn- málaályktunar. Hér á eftir fara helstu efnisatriði nokkurra þeirra. Stefnt verði að 3-4% árlegri kaupmáttaraukningu Ályktun efnahags- og atvinnumál- anefndar Sjálfstæðisflokksins var einróma samþykkt án umræðu á landsfundinum. Þar er lögð áhersla á að ftjálslynd umbótastefna Sjálf- stæðisflokksins leysi af hólmi gjald- þrotastefnu ríkisstjórnarinnar. Taka þurfi ríkisútgjöld föstum tökum og beita'á öllum sviðum hans aðhalds- semi í 'starfsmannahaldi og öðrum kostnaði. Sjálfstæðisflokkurinn vill að gengi íslensku krónunnar ráðist af markaðsaðstæðum og að Seðla- banki haldi stöðugleika með aðgerð- um á peningamarkaði. Lögð er áhersla á að skapa almenn skilyrði fyrir almennan rekstur. Eng- ir lánasjóðir starfi eftir geðþótta valdhafa tii að reka valin fyrirtæki. Búa þurfi íslenskum fyrirtækjum sambærileg starfsskilyrði og evr- ópskum fyrirtækjum, ekki síst í skattalegu tilliti. Sjálfstæðisflokkur- inn stefnir að því að útflutningur aukist um 7-8% á mann á ári. Sjávar- útvegur þurfi að haldast í fremstu röð í alþjóðlegri samkeppni. Stefna beri að þreföldun orkufreks iðnaðar. Efla þurfi verslun sem útflutnings- grein og skapa ferðaþjónustu vaxtar- skilyrði eins og öðrum útflutnings- greinum. Framfarir í atvinnulífinu skapi skilyrði fyrir 3-4% árlega kaup- máttaraukningu. Átak ve'rði gert í sölu ríkisfyrirtækja og ríkisbanka. Efnahagslega sterk og sjálfstæð bændastétt Ályktun um landbúnaðarmál var samþykkt af yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem atkvæði greiddu án telj- andi efnislegrar umræðu. Við af- greiðslu ályktunarinnar kom aðeins fram ein tillaga, sem á annan tug ungra Sjálfstæðismanna greiddu at- kvæði um, að ályktuninni í heild yrði vísað til miðstjómar. I ályktuninni segir að Sjálfstæðis- flokkurinn vilji styrkja innviði land- búnaðarins, standa vörð um sjálfs- eignarstefnu þar sem og í öðrum greinum og efla sjálfstæði og athafn- afrelsi bænda. Flokkurinn vill stuðla að gagnkvæmum skilningi mill bænda og neytenda og telur sig eina stjórnmálaaflið í landinu sem hafi burði til að sætta sjónarmið mismun- andi hagsmunaaðila. Minnt er á fyrri stefnumörkun um að færa niður- greiðslur af heildsölustigi og yfir í beinar greiðslur til bænda, jafnframt sem því hafi verið lýst yfir að land- búnaðurinn skuli fá svigrúm til að eflast án þess að mæta samkeppni erlendis frá. Þá segir að stefna ríkis- stjórnarinnar gangi þvert á markmið Sjálfstæðisflokksins; hún hafi engar raunhæfar ráðstafanir gert til að bæta samkeppnisstöðu íslensks land- búnaðar, en hafi engu að síður lagt fram tilboð á alþjóðavettvangi um aukinn innflutning búvara. „Sjálfstæðisflokkurinn ítrekar fyrri stefnumótun sína í landbúnað- armálum. Aðild íslands að nýju GATT-samkomulagi virðist meðal annars krefjast þess að opinber stuðningur vð landbúnaðinn verði sem minnst framleiðslutengdúr, nið- urgreiðslum á vöruverði verði hætt en í stað þeirra komi beinar greislur til bænda. Samhliða þessu verður að gera kerfisbreytingar á framleiðslu og vinnslu landbúnaðarafurða, svo að byggja megi upp kraftmikinn og samkeppnishæfan landbúnað. Á veg- um Sjálfstæðisflokksins er unnið að því að móta nýtt fyrirkomulag fyrir sauðíjárframleiðsluna og aðra kjöt- framleiðsiu, sem nái þessu markmið- um, skapi bændum eðlileg afkomu- skilyrði, stuðli að lægra vöruverði og minni ríkisútgjöldum til landbún- aðar,“ segir í ályktuninni. Þá segir að þau markmið sem lögð séu til grundvallar í tillögum sjö- mannanefndar, séu á margan hátt í samræmi við það sem Sjálfstæðis- flokkurinn hafi unnið að, þær boði áfanga á leið til frjálsará fyrirkomu- lags í framleiðslu-, sölu og verðlags- málum. Ljóst sé að mótun landbún- aðarstefnunnar bíði næstu ríkis- stjómar og Sjálfstæðisflokkurinn vilji koma að því verki. „Eftir átta ára langa samfellda stjórn framsóknar- og alþýðubanda- lagsmanna á landbúnaðarmálum rík- ir stöðnun í sveitum landsins og staða fjölda bænda er í sjálfheldu. Óhjá- kvæmilegt er að breyta um stefnu og taka málefni þessa atvinnuvegar nýjum tökum. Sjálfstæðisflokkurinn vill standa þannig að þeim breyting- um að framþróun taki við af kyrr- stöðu og skilyrði skapist að nýju fyr- ir efnahagslega sterka og sjálfstæða bændastétt," segir í lok ályktunar um landbúnaðarmál. Staðið verði við lögbundin framlögtil menningarstarfsemi í umræðum um ályktun um menn- ingarmál kom fram ágreiningur um hvort álykta skyldi að skylduáskrift að ríkisfjölmiðlum skuli þegar af- numin, eins og nokkur fjöldi ungra sjálfstæðismanna Iagði til. Inga Jóna Þórðardóttir, framsögumaður menn- ingarmálanefndar, lagði fram tillögu um að þeirri tillögu yrði vísað til miðstjórnar og menningarmála- nefndar og var það samþykkt með 209 atkvæðum gegn 128. Síðan var álytkunartillaga nefndarinnar sam- þykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Þar segir á þá leið að þeir fjármun- ir, sem varið sé til menningarmála, séu fjárfesting í þeim verðmætum sem séu öðru fremur forsenda sjálf- stæðis okkar. Um leið og Sjálfstæðis- flokkurinn leggi áherslu á að sífellt þurfi að endurskoða framlög hins opinbera til menningarmála krefjist hann þess að ávallt sé staðið við lög- bundin framlög til menningarstarf- semi. Þá segir að augljóst sé að fram- lag einkaaðila til menningarmála sé ekki nægjanlegt í dag til að standa straum af kostnaði við menningarlíf heldur verði að koma til framlag opinberra aðila. Hvetja beri einkaað- ila til að auka framlag sitt til menn- jngarmála, meðal annars með nýjum reglum um skattaívilnanir fyrir- tækja. Einnig beri að hvetja til þess að einkafyrirtæki myndi sjóði sem hafi það hlutverk að styrkja menn- ingarstarfsemi, og dragist þá fram- lag frá hagnaði. Minnt er á að enn vanti í landinu hús til tónleikahalds og óperuflutn- ings. Höfuðáhersla er lögð á að bæta starfsaðstöðu og kjör íslenskra lista- manna og hlúa þannig að nýsköpun menningarverðmæta. Líta beri á list- menntun sem sjálfsagðan og æski- legan hluta af menntun hvers ein- staklings. Þá segir að vert sé.að leggja aukna áherslu á að gera íslenska menningu aðgengilega þeim síaukna fjölda ferðamanna sem leggja leið sína til íslands og brýnt sé að alþjóðlegir samningar til verndar listflytjendum verði staðfestir sem fyrst. Einkaaðilar reki Rás 2 Sjálfstæðisflokkurinn vill gæta þess að menningarstofnanir ríkisins verði ekki einokunaraðilar í menning- arlífi þjóðarinnar. Stefna beri að ein- földun og hagræðingu í rekstri þess- ara stofnana. Þá segir að ríkið skuli fela einkaaðilum rekstur Rásar 2 en leggja þeim mun meiri áherslu á menningarhlutverk Rásar 1. Fellt verði á brott ákvæði útvarpslaga um menningarsjóð útvarpsstöðva. Sjálf- stæðisflokkurinn vill að ljósvakamiðl- ar sitji við sama borð og aðrir fjöl- miðlar í skattlagningu. Rikisstyrkir til dagblaða og kaup ríkisins á þeim falli niður. Sjálfstæðisflokkurinn vill einskorða starfsemi Kvikmyndaeftir- lits ríkisins við vernd barna og ung- menna. „íslensk tunga kemur við sögu á öllum sviðum menningariífs okkar Islendinga. Sjálfstæðismenn stefna að því að styrkja alla viðleitni stofn- ana og einstaklinga til að varðveita islensku sem lifandi tungumál, sem duga megi komandi kynslóðum til að tjá sig bæði við uppbyggingu menningar og athafnalífs. Sérstök rækt verði lögð við móðurmáls- kennslu í skólum.“ Gengisskráning miðist við afkomu fleiri greina en sjávarútvegs Landsfundur samþykkti óbreytta ályktunartillögu nefndar um iðnaðar- mál og felldi með miklum meirihluta atkvæða tvær breytingartillögur þar sem lagt var til að felldar yrðu út málsgreinar þar sem það er annars vegar talið til mikilvægustu for- sendna íslenskrar iðnþróunar að gengi íslensku krónunnar sé skráð miðað við jafnvægi í utanríkisvið- skiptum og stöðu og afkomu fleiri útflutnings- og samkeppnisgreina en sjávarútvegs og hins vegar er sagt að talsvert skorti á að íslenskur iðn- aður búi við nægilega góð starfsskil- yrði vegna hárra kostnaðarskatta, mikilla sveiflna í þjóðarbúskapnum og hás og síbreytilegs raungengis krónunnar, sem fyrst og fremst ráð- ist af sveiflukenndri afkomu sjávar- útvegs og gengisskráningu sem mið- ist við ókeypis afnot hans af fiskimið- unum. í ályktuninni segir einnig að búa þurfi iðnaði góð. starfsskilyrði þar sem þekking og hæfni hvers einstakl- ings njóti sín sem best, honum sjálf- um og samfélaginu til góðs. Meðal mikilvægustu forsendna iðnþróunar er talið að jöfnuð verði starfsskilyrði á milli innlendra atvinnugreina; ís- lenskur iðnaður njóti sambærilegra starfsskilyrða og erlendir keppinaut- ar; efnahagslegt jafnvægi þar sem verðbólga sé í lágmarki og raun- gengi krónunnar stöðugt; frjáls fjár- magns- og hlutabréfamarkaður, sem veiti iðnaði nauðsynlegan aðgang að áhættu- og lánsfé. Skattlagning mið- ist við afkomu en ekki framleiðslu- kostnað eða veltu; skattlagning hvetji fremur en letji til nýsköpunar og fjárfestinga ; atvinnurekstri. ís- lensk fyrirtæki, stjórnvöld og al- menningur leggi metnað sinn í að styðja innlenda atvinnustarfsemi með kaupum á íslenskum iðnvarningi og innlendri þjónustu. Þá segir að iðnaðurinn þurfi heil- brigt og stöðugt efnahagsumhverfi þar sem verðbólgu sé haldið í skefjum og athafnafrelsi og ábyrgð einstakl- inganna haldist í hendur. Frjálslynd og víðsýn umbótastefna Sjálfstæðis- flokksins geti helst skapað iðnaðin- um og öðrum atvinnurekstri þau rekstrarskilyrði sem geri hann sam- keppnisfæran við erlenda keppina- uta. „Evrópumarkaðurinn stendur ís- lendingum næst,“ segir í iðnaðar- málaályktuninni. „Þar sem öflugur útflutningur og fijáis og hindrunar- laus milliríkjaviðskipti eru undirstaða góðra lífskjara á Islandi verður að fylgjast vel með þeirri þróun sem nú á sér stað innan Evrópubandalagsins og í GATT-umræðunum. Nauðsyn- legt er að viðskiptahagsmunum ís- lendinga og samkeppnisaðstöðu inn- lendra atvinnugreina verði sem best borgið þegar Evrópubandalagsríkin sameinast í einn markað eftir árið 1992. Mikilvægt er einnig að kanna alla möguleika á fríverslun við önnur markaðssvæði eins og lönd N-Amer- íku. Einnig er meðal annars hvatt til frekari virkjunar fallvatna og upp- byggingar í orkufrekum iðnaði og til þess að hömlur á þjónustu við erlend fiskiskip í íslenskum höfnum og löndun erlends afla verði að fullu afnumdar." . Reglur um starfslok verði sveigjanlegar I ályktun um málefni aldraðra er meðal annars hvatt til þess að reglui' um starfslok verði sveigjanlegar og taki mið af óskum hvers og eins. Áfram verði efld heimaþjónustu bæði heimilishjálp og heimahjúkrun. Hald- ið verði áfram uppbyggingu hús- næðis fyrir aldraða. Endurskoða þurfi mennta- og launamál heilbrigð- isstétta og annarra sem í öldrun- arþjónustu starfa til að auðvelda að fá fólk til starfa. Nauðsynlegt sé að gera öldruðum kleift að búa sem lengst í eigin húsnæði og að upp- bygging taki mið af því að aldraðir geti búið í sinni heimabyggð. Leið- rétta þurfi ýmiss konar mismunun sem nú viðgengst í lífeyris- og skatt- amálum. Fyrirgreiðsla við húsbyggjendur í gegnum bankakerfið I ályktun um húsnæðismál, sem samþykkt var samhljóða og án um- ræðu, segir meðal annars að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að sem flestir geti eignast þak yfir höfuðið og það sé óbreytt stefna Sjálfstæðis- flokksins að gera sem flestum kleift að búa í eigin húsnæði. Hins vegar þurfi fleiri kostir að vera fyrir hendi, einkanlega fyrir aldraða, lágtekju- fólk og þá sem höllum fæti standi í lífsbaráttunni. Einnig þurfi að stuðla að þróun eðlilegs markaðar fyrir al- mennt leiguhúsnæði, meðal annars með brejAingum á skattalögum. Sjálfstæðisflokkurinn telur réttlæt- anlegt að nota opinbera ljármuni til að létta undir með fólki sem er að koma undir sig fótunum í húsnæðis- málum þótt óeðlilegt sé að menn geti gengið að opinberri fyrirgreiðslu vísri margoft á ævinni óháð aðstæð- um og efnahag. Draga þurfi svo sem auðið er úr skattheimtu á íbúðarhús- næði og fella niður öll stimpilgjöld af kaupsamningum, afsölum og veð- skuldabréfum við íbúðarkaup. Sjálfstæðisflokkurinn telur eðli- legast að öll venjuleg lánafyrir- greiðsla við húsbyggjendur og íbúða- kaupendur fari fram á vegum við- skiptabanka, sparisjóða og annarra ijármálastofnana. Skoða þurfi sér- staklega hvort greiðslubyrði og aðrir skilmálar í húsbréfakerfinu séu al- menningi viðráðanlegir. Gefa þurfi kost á húsbréfum með sveigjanlegri lánstíma en nú er og til greina komi að endurskoða tryggingarskilmála húsbréfalána á landsbyggðinni til að greiða fyrir íbúðabyggingum þar. Af flutningi lánastarfseminnar yfir í bankakerfið leiði að milliganga Hús- næðisstofnunar verði óþörf og eðli- legast verði að leggja stofnunina nið- ur í núverandi mynd, einnig verði að hætta beinni niðurgreiðslu vaxta til lántakenda en fyrirgreiðsla við íbúðakaupendur og húsbyggjendur verði látin renna í gegnum skatta- kerfið. Eðlilegt sé að taka að nýju upp húsnæðisbætur eða annan skattaafslátt til þeirra sem kaupa eða byggja í fyrsta sinn. Flokkurinn mun, fái hann aðstöðu til þess eftir kosningar, beita sér fyrir heildarend- urskoðun laga og reglugerða um húsnæðismál. Aukna ábyrgð til sveitarfélaga Sjálfstæðisflokkurinn Ieggur áherslu á að efla sveitarfélög sem grunneiningu íslensks stjórnkerfis. Flokkurinn vill draga úr miðstýringu ríkisvaldsins meðal annars með því að dreifa valdi og ábyrgð í auknum mæli til sveitarfélaganna. Mótmælt er harðlega þeim auknu skattaálög- um sem lagðar voru á sveitarfélög með virðisaukaskatti. Uppgjöri á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.