Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1991 49 jafnaðargeði. Hann fékk sér upp- tökutæki og talaði inn á hljómbönd og geymast nokkrir þættir í þeim búningi. Þegar svona var komið fékk Kjartan inni á dagvistarheimil- inu við Dalbraut og naut þar góðr- ar aðhlynningar starfsfólks og fé- iagsskapar margra gesta er víða voru að komnir. Þeir voru margir, vinir og kunningjar, sem styttu honum daginn, og ber þar sérstak- lega að geta Árna Björnssonar hús- asmiðs, granna hans og nema, og konu hans sem reyndust honum hjálpsöm á marga lund. Þótt Kjartan færi að heiman 19 ára gamall og væri búsettur á Reykjavíkurmölinni í nær sex ára- tugi, var hugur hans bundinn sterk- um böndum við átthagana norður í Þistilfirði og þangað lagði hann leið sína hvenær sem hann gat kom- ið því við. Hann fylgdist grannt með mannlífi þar nyrðra, sveitung- um sínum, skyldfólki og afkomend- um þeirra og var engu líkara en hann hefði aldrei farið að heiman svo nátengdur var hann sveit sinni og fólki. Um hann má segja eins og Þorlák afa hans að römm er sú taug. A þessari skilnaðarstund færum við Kjartani Ólafssyni hugheilar þakkir fyrir samfylgdina, liðsinni hans i mörgu og fræðin fróðu. Jón Guðnason Kristín Halldórs- dóttír - Kveðjuorð Fædd 20. nóvember 1913 Dáin 22. febrúar 1991 Vinkona mín, Kristín Halldórs- dóttir, var jarðsungin frá Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði sl. þriðjudag. Þótt aldursmunur væri nokkur varð vinskapur okkar góður strax við fyrstu kynni. Sjálf sagði hún ein- hvern tíma við mig að hún ætti ekki auðvelt með að kynnast fólki. Ég svaraði því til að okkar kynni hefðu tekist fljótt og vel. „Það er ekkert að marka þig, ég þekkti þig áður en ég kynntist þér“, svaraði hún þá. Mér þótti þetta gott og skemmtilegt svar, en þarna vísaði hún til tengdadóttur sinnar og son- ar en í gegnum þau vissum við hvor af annarri áður en við hitt- umst. Kristín var sterk persóna, mikil fjölskyldumanneskja og mikill vinur vina sinna. Sá sem var svo heppinn að verða vinur hennat' þurfti ekkert að velkjast í vafa, hann gat verið öruggur um vináttu hennar og tryggð. Aldrei heyrðist hún kvarta eða Skrifstofutækni Fyrir aðeins kr. 4750' á mánuði. Námið kemur að góðum notum í atvinnuleit. Einungis eru kenndar námsgreinar sem nýtast þegar út á vinnumarkaðinn er komið. Til dæmis: Bókfærsla Tölvubókhald Ritvinnsla Tollskýrslugerð Verslunarreikningur * Verðið miðast við skuldabréf til tveggja ára. ^ Tölvuskóli Islands Sími: 67 14 66, opið til kl. 22 _Dale . Carnegie þjálfun Ræðumennska og mannleg samskipti. Kynningarfundur Verður haldinn fimmtudagskvöld kl. 20:30 að Sogavegi 69, gengið inn að norðanverðu. Námskeiðið getur hjálpað þér að verða betri ræðumaður og þjálfað þig í mannlegum sam- skiptum. Lífskrafturinn verður meiri og þú heldur áhyggjunum í skefjum og byggir upp meira öryggi. Allir velkomnir. Fjárfesting í menntun skilar þér arði ævilangt. Innritun og upplýsingar í síma: 82411 0 STJORIMUIMARSKÓLIIMIM Konráð Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Carnegie námskeiðin" Þá sagðist hún vonast til að mál skipuðust þannig að hún gæti sjálf ráðið sinni kaffikönnu. Það fór líka svo, að allt til loka bjó hún á eigin heimili. Hún átti stóra og góða fjöl- skyldu sem henni þótti ákaflega vænt um og víst er að fjölskyldan bæði elskaði hana og virti. Það var gott að koma til Kristínar, lundin var létt, viðmótið hlýtt, já manni var alltaf tekið opnum örmum í bókstaflegri merkingu. Hún var umburðarlynd, dæmdi ekki og reyndi að finna jákvæðu hliðarnar á hveiju máli og gleðjast yfir því sem gott var. Síðustu misseri hefur verið æði skammt milli kveðju- stunda fólks sem maður hefur þekkt, þótt vænt um og verið sam- ferða megnið af sínu lífi. Sú hugsun er býsna áleitin að manni beri að hlúa betur að mannlegum sam- skiptum og gefa tíma meðan tími er til. Ég sakna Kristínar minnar og kveð hana með virðingu og þökk. Elsa Óskarsdóttir Blömastofa FriÖjinns Suöurlandsbraut 10 108 Reykjavtk. Sími 31099 Opið öllkvöld til kl.22,-einnigum helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. vera með svartsýnistal, jafnvel ekki í þeirri óvissu sem. þau stóðu frammi fyrir þegar gaus í Eyjum. Jitargtiit* í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI Gtugga- grindur ^ úr fúm með færanlegum rimluin HURÐIR HF Skeifan 13 •108 Reykjavík-Sími 681655 FLUGLEIDIR Aðalfundur Flugleiða hf. Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 1991 í Höfða, Hótel Loftleiðum, og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. skv. 10. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Tillaga um breytingu á 4. gr. samþykkta félagsins um heimild til stjórnar til að hækka hlutafé með sölu nýrra hluta. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins, munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á aðalskrif- stofu félagsins, Reykjavíkurflugvelli, hlutabréfadeild á 2. hæð, frá og með 13. mars nk. frá kl. 09:00 til 17:00 og fundardag til kl. 12:00. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja fundargagna sinna fyrir kl. 12:00 á fundardegi. Stjórn Flugleiða hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.