Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐlÐ l>RH)Jt)DAGUR 12. MÁtö lððl 37 Harkalegar aðgerð- ir slökkviliðsstjóra - segir Stefán Sigurðsson um lokun á Hótel Stefaníu STEFÁN Sig-urðsson eigandi Hótels Stefaníu telur aðgerðir slökkviliðs- stjóra, er hann innsiglaði hótelið vegna vanefnda varðandi öryggismál í síðsutu viku, harkalegar. Unnið hafi verið að úrbótum er hótelinu var lokað og vantaði einungis herslumuninn á að tækist að ljúka þeim. Stefán segir að eldvarnir á hótel- inu hafi verið góðar, viðvörunarkerfí sé í hverju herbergi og á hverjum gangi hótelsins sem tengt er beint á slökkvistöð, þá séu þrjár útgöngu- leiðir á hverri hæð hússins og ekki fleiri en 12 herbergi á hverri hæð. Þá séu að sjálfsögðu bruiiaslöngur á hverri hæði og froðutæfei. „Þetta eru ansi harkalegar aðgerð- ir, manni þykir slæmt að fá ekki einn sólarhring til að ljúka þessu, en það var verið að vinna í því að koma upp hurð og skiltum til að uppfylla kröf- ur. Þessi lokun skaðaði viðskipti okk- ar, fólk hélt jafnvel að ekki væri óhætt að búa á hótelinu, sem er reg- infirra. Þannig að þetta kom óþægi- lega við okkur og manni hefði fund- ist í lagi að bíða einn sólarhring, en það var sá tími sem við þurftum til að Ijúka verkinu," sagði Stefán. Þá benti hann á að á mörgum stöð- um í bænum væpu eldvarnir síst til fyrirmyndar, en þó væri ekkert gert í því, m.a. ætti þetta við um Heima- vist Menntaskólans á Akureyri sem rekin væri sem hótel á sumrin. Byg’gingafyrirtækið Haraldur og Guðlaugur úrskurðað gjaldþrota Byggingafyrirtækið Haraldur og Guðlaugur var úrskurðað gjald- þrota hjá embætti bæjarfógeta á eigendur fyrirtækisins lögðu fram sýnt þótti að það gæti ekki staðið Hlutafélagið Haraldur og Guð- laugur hf. var stofnað árið 1987, en hafði um nokkurra ára skeið verið starfrækt sem sameignarfélag. Fé- lagið hefur staðið fyrir allumsvifa- mikilli starfsemi á Akureyri síðustu ár. Helstu eignir þrotabúsins eru fas- teign við Kleifargerði, verkstæði, Akureyri í gærmorgun. Stjórn og beiðni þar um á föstudag, þar sem í skilum með skuldbindingar sínar. tveir bílar, byggingakrani, húsnæði við Dalsbraut 1, þar sem Álafoss var áður með starfsemi, auk lausamuna, véla, tækja og áhalda af ýmsu tagi. Hjá fyrirtækinu störfuðu 12 smið- ir og verkamenn. Unnið var að ýms- um verkefnum hjá fyrirtækinu, m.a. við íbúðabyggingar í Tröllagili. Krossanesverksmiðjan: Morgunblaðið/Rúnar Þór Að drullumalla Þetta unga fólk af Oddeyrinni var að drullumalla af hjartans lyst einn góðviðrisdaginn fyrir skömmu og áhorfendur létu sig ekki vanta, en þeir fylgdust með af miklum áhuga. Kannað hvort grundvöllur er fyrir rækjuskelvinnslu Vel þess virði að hefja slíka vinnslu ef hún stendur undir sér, segir framkvæmdastj óriiin Drengnr slasaðist SJO ára drengur rann til og hras- aði er hann var að koma út úr skólabíl með þeim afleiðingum að hann klemmdist á milli gang- stéttarbrúnar og afturhjóls bif- reiðarinnar. Hann meiddist lítil- lega. Drengurinn var að koma úr skólabílnum við Síðuskóla við Bugðusíðu er atburðurinn átti sér stað. Drengurinn rann til og hras- aði eftir að hann var kominn út úr bílnum með fyrrgreindum afleiðing- um. Að sögn lögreglu var hann fluttur á slysadeild FSA, en meiðsl hans ekki talin mikil. -----t-f-t- Miklar skemmdir - í tveimur innbrotum BROTIST var inn á tvo staði á Akureyri um helgina, Barna- skóla Ákureyrar og Skipasmiða- stöðina Vör við Óseyri. Lítið hafðist upp úr krafsinu, en mikl- ar skemmdir voru unnar á báðum stöðum. Farið var inn í Bamaskólann aðfaranótt laugardag og þeir sem það gerðu sprengdu upp glugga á suðurgafli hússins. Rótað var í skápum kennara og ýmsu lauslegu dreift um allt auk þess sem skemmdir voru unnar innandyra, m.a. á munum. Engu var stolið-í innbrotinu. Þá var einnig brotist inn í Skipa- smíðastöðina Vör við Óseyri og unnar þar miklar skemmdir. Þeir sem þar voru á ferðinni víluðu ekki fyrir sér að færa stóran og þungan peningaskáp á milli hæða í húsinu. Skápurinn var opnaður með logsuð- utæki, en gripið var í tómt, þar sem engir fjármunir voru í skápnum. Að sögn varðstjóra lögreglunnar var málið óupplýst i gær. ÁKVÖRÐUN um livoi-t farið verður út í vinnsiu á rækjuskel hjá Krossanesverksmiðjunni verður tekin fljótlega, en nú er verið að skoða ýmsa þætti málsins, rekstrargrundvöll, fjármögnun og fleira. Verksmiðjan tók á móti umtalsvert minna magni af loðnu á nýlið- inni vertíð en áður. Jóhann Pétur Anderssen fram- kvæmdastjóri Krossanesverksmiðj- unnar sagði að tekið hefði verið á móti alls 3.900 tonnum af loðnu á þessari vertíð. Verksmiðjan fékk fyrir áramót um 1.200 tonn af loðn- um og eftir ármótin bárust henni um 2.700 tonn. „Þetta er mun minna en við höfum fengið á síð- ustu árum, en það þýðir samt ekki annað en vera bjartsýnn, þetta get- ur varla annað en lagast úr þessu,“ sagði Jóhann Pétur. Bein er brædd í verksmiðjunni tvo daga í viku, en að öðru leyti vinna starfsmenn að ýmsum verk- efnum við frágang og viðhald. Um skeið hefur verið í athugun hvort hagkvæmt er að hefja vinnslu á rækjuskelmjöli og sagði Jóhann Pétur að nú færi að styttast í að ákvörðun yrði tekin, af eða á. Ver- ið er að kanna rekstrargrundvöll slíkar vinnslu, markaðsmál og fjár- Curling-íþróttin kynnt Aðilar frá alþjóða curling-sambandinu kynntu íþróttina á Akureyri á dögunum, en þeir eru á ferð í löndum þar sem þessi íþrótt hefur lítið eða ekki verið stunduð. Hermann Sigtryggsson íþróttafulltrúi sagði að skilyrði til að stunda íþróttina væri ekki sérlega góð hér á landi, en hana þyrfti helst að stunda innanhúss. Curling er þannig, að tvö lið eru á vellinum, fjórir í hvoru liði og hafa átta granitsteina er vega 21 kíló, sem þeir reyna að koma sem næst ákveðnum miðpunti, en leikurinn gengur einnig út á að koma steinum andstæðinganna sem fjærst þessum punkti. Leikið er á svelli, en leik- menn eru þó ekki á skautum heldur skóm. Á myndinni eru þau Soffia Ólafsdóttir Wallace og dr. Tomas M. Wallace frá Kanada, en Soff- ia á ættir að rekja til íslands. I efri röð eru Hermann Sigtryggsson, Baldvin Grétarsson, Sigurður Magnússon, Pat Bannermann frá Lúxemborg og Sigurgeir Haraldsson. Morgunblaðið/Rúnar Þór mögnun, en fjárfesta þarf í nýjum tækjabúnaði fyrir vinnsluna verði af því að hún hefjist. „Við vitum að þetta er engin gullnáma, en hins vegar er að mínu mati vel þess virði að hefja þessa vinnslu ef hún stendur undir sér,“ sagði Jóhann Pétur, en rækjuskel- inni hefur verið dælt í sjóinn fram til þessa. Á milli þrjú og fjögur þúsund tonn falla til árlega á Eyja- fjarðarsvæðinu og sagði Jóhann Pétur að yrði hafmn vinnsla á rækj- uskelinni myndi það verða til bóta fyrir unhverfíð, það yrði því já- kvætt ef þessi vinnsla hæfist hjá fyrirtækinu. Verði af umræddri vinnslu þarf að fjárfesta í nýjum tækjabúnaði til vinnslunnar og sagði Jóhann Pétur að verið væri að leita eftir þeim bæði hér heima og einnig er- lendis. Búast má við að vinnsla geti hafist í júní gangi allt upp. hljómflutningstæki Gæða tæki ó góðu verði, eins og lesa mó um í virtum fagtímaritum. Sendum upplýsingar hvert ó land sem er. HafiA samband viA Sími (96) 23626 Glerörgötu 31, Akureyri Jörð til sölu Tilboð óskast í jörðina Þorbrandsstaði í Vopnafirði. Laxveiðiréttindi í Hofsá. Upplýsingar veittar í síma 96-21883 kl. 17-19 næstu tvær vikur. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.