Morgunblaðið - 12.03.1991, Síða 14

Morgunblaðið - 12.03.1991, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1991 Kaupmenn, innkaupastjórar SÓL- GLERAUGU Ótrúlegt úrval af dömu-, herra-, unglinga- og barnasólgleraugum. Einnig skíðasólgleraugu. Frábært verð HOLLENSKA VERSLUNARFÉLAGIÐ Borgartúni 18 Simi 6188 99 Fax 62 63 55 Málningar- límbönd ÁRVÍK ÁRMÚLI 1 -REYKJAVÍK-SfM! 687222 -TELEFAX 687295 öfiug ryksugg! VS91153 Stillanlegur sogkraftur (250- 1100 W). 4 fylgihlutir í inn- byggðu hólfi. Fjórföld sýklasía í úlblæstri. Sjálfinndregin snúra og hleðsluskynjari. SIEMENS framleiðsla J tryggir endingu og gæði. Verð kr. 17.400,- ' SMTTH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Óraunhæf lánabarátta? eftirÁslaugu Magnúsdóttur í dag þriðjudaginn 12. mars ganga stúdentar við Háskóla íslands til kosninga. Kosnir verða 15 menn og konur, til að sitja í Stúdentaráði næstu tvö árin. Valið stendur á milli tveggja fylkinga: Vöku, félags lýð- ræðissinnaðra stúdenta, sem farið hefur með stjórn Stúdentaráðs sl. þijú ár, og Röskvu,,samtaka félags- hyggjufólks í Háskóla íslands. í kosningabaráttunni sem staðið hefur yfir hafa Röskvumenn ítrekað sakað Vökumenn um slæleg og óvönduð vinnubrögð innan Stúdentaráðs. Rangfærslur þeirra og útúrsnúning- ar varðandi stefnu og starf Vöku- manna í málefnum Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna eru sláandi dærni um þetta. í nýlegu fréttabréfi sínu halda Röskvumenn því fram að Vökumenn hafí sýnt ábyrgðarleysi í lánabarát- tunni og að hugmyndir Vöku varð- andi tekjumeðferð myndu þýða út- gjaldaaukningu fyrir Lánasjóðinn um a.m.k. einn milíjarð. Ekki er ljóst hvaðan Röskvumenn hafa þessa tölu, en eitt er víst að útreikningar þeirra byggjast á forsendum um stefnu Vöku sem Vökumönnum sjálfum eru alls ókunnar. Stefna Vöku í stefnuskrá Vöku kemur fram að Vökumenn telja að námsmenn eigi að geta haft eðlilegar tekjur í leyfi án þess að til skerðingar láns komi. Þar bendir Vaka á þijár mis- munandi leiðir sem hver um sig get- ur leitt tíl þess að þessu markmiði verði náð. Þessar þijár leiðir eru: 1. Lækkun tekjutillits, t.d. í 35% 2. Tvöfajf tekjusvigrúm í leyfi. 3. Fast frítekjumark fyrir alla, t.d. 300.000 krónur. í fréttabréfi sínu snúa Röskvu- menn á undarlegan hátt út úr stefnu Vökumanna með því að sameina tvær þessara leiða í eina og halda því þannig fram að Vökumenn vilji bæði, hafa 300.000 króna frítekju- mark og 35% tekjutillit. Með því móti hafa þeir sennilega komist að þeirri niðurstöðu að hugmyndir Vök- umanna myndu kosta sjóðinn a.m.k. 1 milljarð, fimmtung af heildarfjár- þörf sjóðsins eins og hún er nú. En hvað myndu hugmyndif Vöku- manna raunverulega kosta Lána- sjóðinn? Sú tillaga sem Vökumenn hafa lagt mesta áherslu á er að fá tekjutillit lækkað niður í t.d. 35% Að sögn Guðmundar Ólafssonar, fulltrúa fjármálaráðherra í stjórn Lánasjóðsins, myndi lækkun tekjut- illits úr 75%, eins og það er nú, nið- ur í 35%, í mesta lagi hafa í för með sér útgjaldaaukningu hjá sjóðn- um upp á 200 milljónir. Hann telur þó raunhæfara að útgjöld myndu einungis aukast um 100 milljónir vegna þess að um leið og tekjutillit lækkar hafa námsmenn tilhneigingu til að vinna meira og þannig yrðu það hærri tekjur sem frádrátturinn reiknaðist af. Þessi hugmynd Vökumanna er því alls ekki óraunhæf, sérstaklega í ljósi þess að Vökumenn vilja beita sér fyrir hertum endurgreiðslum námslánanna. í dag skila um 85% útlána sér aftur inn í sjóðinn með endurgreiðslum, en Vökumenn telja 15% útlánatap vera of mikið. Við teljum sanngjamt að lánþegar greiði lán sín að fullu til baka, þó þannig að sveigjanleiki sé í endurgreiðslu- kerfinu ef um er að ræða óvænt áföll eða sérstakar félagslegar að- stæður. Hugmynd Röskvu í fyrrnefndu fréttabréfí sínu benda Röskvumenn á eina leið sem þeir telja heppilegustu leiðina til að breyta tekjumeðferð. Hugmynd þeirra er svohljóðandi: „Það sem fólk þénar umfram núgildandi frí- tekjumark og upp að ca. 300 þúsund krónum kemur þá einungis 35% til frádráttar á námsláni viðkomandi. Það sem fólk þénar umfram 300 þúsund kemur eins og nú 75% til Áslaug Magnúsdóttir „En hvort er alvarlegra að nokkrir einstakling- ar sem þurfa ekki á lán- um að halda, taki þau samt, eða að þeim sem virkilega þurfa að geta unnið með náminu sé nánast meinað að afla sér þess aukafjár sem þeim er nauðsynlegt?“ frádráttar“. Að sögn Guðmundar Ólafssonar gæti þessi leið Röskvumanna að hámarki aukið svigrúm sjóðsins um 75 milljónir miðað við ef tekjutillit væri 35% fyrir alla tekjuhópa. Þess- ar 75 milljónir eru vel innan við 2% af heildarfjárþörf sjóðsins á þessu ári og hafa þannig óveruleg áhrif á fjárhagsstöðu hans. Hver hefur rétt fyrir sér? En skiptir þá einhveiju máli hvort við höfum 35% tekjutillit eða tekjutil- lit í þrepum samkvæmt hugmyndum Röskvu? Hér verðum við að hafa það í huga að það eru ekki endilega þeir sem hafa það best sem eru með yfir 300 þúsund krónur í tekjur yfir sumarið. Þeir sem búa við erfíðar aðstæður og geta ekki leitað stuðn- ings hjá öðrum aðilum lenda verst í stighækkandi tekjutilliti. Möguleik- um þeirra til að afla sér nauðsynlegs aukafjár til að mæta áföllum eru þannig þröngar skorður settar. Að sjálfsögðu má benda á það á móti að kerfi þar sem er 35% tekju- tillit fyrir alla tekjuhópa hefur sína galla. Einstaklingar sem hafa háar tekjur og hafa það gott geta misnot- að kerfið og fengið einhver lán. En hvort er alvarlegra að nokkrir ein- staklingar sem þurfa ekki á lánum að halda, taki þau samt, eða að þeim sem virkilega þurfa að geta unnið með náminu sé nánast meinað að afla sér þess aukafjár sem þeim er nauðsynlegt? Tilgangur Lánasjóðs- ins er að tryggja jafna möguleika til náms. Þannig er svarið augljóst. Hagsmunir stúdenta í fyrirrúmi Vaka hefur nú í tvö ár farið með málefni Lánasjóðsins fyrir hönd stúdenta. Starfið hefur verið mikið og oft hefur verið við ramman reip að draga þar sem fjárveitingavaldið hefur verið annars vegar. En náms- menn geta vel unnt sínum hag, auð- vitað viljum við bæta kerfið og tryggja það í sessi. En það yerður að gera af festu og ábyrgð. Það sem Vaka býður er áframhaldandi og stöðug vaka fyrir hagsmunum stúd- enta. Kosningaloforð og gífuryrði mega ekki einkenna lánabaráttuna, hún er barátta allra námsmanna. Vaka fer því í dag fram á endurnýj- un á umboði sínu frá ykkur, stúdent- um við Háskóla íslands. Höfundur er í Stúdentaráðsliði Vöku og varafulltrúi Stúdentaráðs í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Stúdentar: Höldum Vöku okkar eftir Andra Þór Guðmundsson í dag ganga stúdentar í Há- skóla Islands að kjörborðinu og gera upp á milli tveggja and- stæðra fylkinga sem í framboði eru. Eins og endranær bítast um laus sæti í Stúdenta- og háskólar- áði, Vaka og Röskva, samtök fé- lagshyggjufólks. Valið stendur um áframhaldandi uppbyggingu og faglega hagsmunavinnu í þágu stúdenta eða að Stúdentaráði verði breytt í fyrra horf pólitískrar um- ræðu um allt milli himins og jarð- ar, en hagsmunamál látin mæta afgangi. Vaka hefur nú fárið með stjórn Stúdentaráðs í samfellt þijú ár. Á þeim tíma hefur gríðarlega margt áunnist. Vökumenn þakka það fyrst og fremst að pólitísku dæg- urþrasi var útrýmt úr Stúdenta- ráði og ráðsliðar hafa einbeitt sér að hagsmunavinnu í þágu stúd- enta. Það er af sem áður var þeg- ar fundir Stúdentaráðs fóru í það að karpa um málefni Suður-Afríku og veru íslands í NATO. Vöku- menn eru allir vel sjóaðir í vinnu að félagsmálum innan Háskólans sem utan. Þessi reynsla er mikil- væg vegna þess að hagsmunamál stúdenta eru flókin og margbreyti- le& Margvíslegur árangur hefur náðst í hinum ýmsu málaflokkum sem varða stúdenta undir stjórn Vöku bæði í Stúdentaráði og Fé- lagsstofnun stúdenta. Húsnæðis- miðlún stúdenta hefur tífaldað veltu sína á húsnæði, Atvinnumiðl- un hefur verið efld, þjónusta skrif- stofu Stúdentaráðs hefur verið bætt til muna, hallarekstri á blað- aútgáfu snúið við, gæðamati á kennslu komið á, desemberpróf staðreynd, samningaviðræður við Reykjavíkurborg um byggingu nýs dagheimilis fyrir börn stúdenta, framkvæmdir að hefjast við bygg- ingu nýs stúdentahverfis sem reisa á fyrir árið 2000 og svona mætti lengi telja. Ég hvet stúdenta í Háskóla íslands til að kynna sér rækilega stefnu Vöku í hinum ýmsu málaflokkum sem allir Andri Þór Guðmundsson „Ég hvetstúdenta í Háskóla Islands til að kynna sér rækilega stefnu Vöku í hinum ýmsu málaflokkum sem allir snerta hagsmuni þeirra og velferð áður en þeir gera upp hug sinn í dag. Höldum Vöku okkar!“ snerta hagsmuni þeirra og velferð áður en þeir gera upp hug sinn í dag. Höldum Vöku okkar! Höfundur er formaður Vöku og fráfarandi Stúdentaráðsliði. Þrjár bækur frá Kiljuklúbbnum ISLENSKI kiljuklúbburinn hefur sent frá sér þijár bækur: Meðan nóttin líður er skáldsaga eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur sem vakið hefur mikla athygli og hlaut höfundur bæði íslensku bókmennta- verðlaunin 1990 og Menningarverð- laun DV fyrir bókina. Sagan segir frá konu er situr við rúm deyjandi móður sinnar. Þetta er giæsileg og örugg nútímakona að því er virðist, en á meðan nóttin líður vakna spurn- ingar, efí og gamlar sögur og mynd- ir bijóta sér leið þó að hún reyni að bægja þeim frá sér. Bókin er 194 bls., prentuð í Englandi. AUK hf./Magnús Jónsson hannaði kápu. Að breyta fjalli var næstsíðasta bók Stefáns Jónssonar sem lést á síðasta ári. í bókinni rekur hann minningar frá uppvaxtarárum sínum á Austur- og Norðurlandi á árunum fyrir stríð en víða er skírskotað til nútímans. Bókin er 281 bls., prentuð í Skotlandi. Næst hannaði kápu, en Þrjár bækur frá Kiljuklúbbnum. ljósmynd á kápu er eftir Guðmund P. Ólafsson. Bættur skaði er ný spennusaga eftir Söru Paretsky. Maður sem kynnir sig sem aðstoðarbankastjóra stærsta bankans í Chicago ræður kvenspæjarann V.í. Warshawski til að hafa uppi á syni sínum. Brátt kemur í ljós að maðurinn er annar en hann læst vera. Guðlaugur Berg- mundsson þýddi bókina sem er 247 bls., prentuð í Skotlandi. Hvíta hús- ið hannaði kápu, en ljósmynd á kápu tók Sigurður Stefán Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.