Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1991 19 hlutdeild ríkisins í kostnaði við sam- eiginleg mannvirki verði að fullu lok- ið á árinu 1993. íþróttahús í öll byggðarlög þar sem þau vautar Nokkrar umræður urðu um álykt- un um íþrótta-, æskulýðs- og tóm- stundamál. Allmargir landsfundar- fulltrúar stóðu að breytingartillögu um að felldur yrði út kafli þar meðal annars sagði að Sjálfstæðisflokkur- inn leggi til að sérstakt átak verði gert á landinu til að reisa íþróttahús í öllum byggðarlögum landsins þar sem engin slík aðstaða sé fyrir hendi. Flutningsmenn breytingatillögunnar töldu þessa málsgrein í mótsögn við aðrar ályktanir um samdrátt í ríkis- útgjöldum en breytingartillagan var felld með miklum meirihluta at- kvæða. í ályktuninni segir einnig meðal annars að málefnum íþrótta- og æsk- ulýðshreyfinga sé nú sem fyrr best fyrir komið í höndum íþrótta- og æskulýðssamtaka í landinu. Hvatt er til átaks gegn fíkni- og vímuefna- notkun. Afreksmönnum í iþróttum verði tryggð aðstaða til að fylgja eftir góðum árangri án þess að skað- ast ijárhagslega. Greiðslur í lífeyrissjóði verði skattlausar í ályktun um heilbrigðis- og trygg- ingamál segir meðal annars að lands- fundur Sjálfstæðisflokksins vilji tryggja að sjálfsagður réttur til heil- brigðisþjónustu verði ekki háður mið- stýringu og afkomu ríkisrekstursins hvetju sinni. Sjálfstæðisflokkurinn vilji endurvekja sjúkratryggingar fyrir almenning sem verði starfrækt- ar í stærri rekstrareininugm en var ! á tímum sjúkrasamlaganna. Iðgjald, sem verði tekjutengt, innheimtist | sem hluti af sköttum og skatthlut- fall lækki sem nemur hlutfalli ið- gjalds. Réttindi til þjónustu verði óháð tekjum. Nauðsynlegt sé að skoða launamál og menntun heilbrigðisstétta til að tryggja nægilegt framboð á hæfu starfsfólki í öllum greinum heilbrigð- isþjónustu. Vinna þurfi að víðtækri breytingu á lífeyriskerfi landsmanna þar sem eftirtalin atriði verði höfð að leiðarljósi: Einstaklingum verði fijálst að ávaxta lífeyri hjá hverjum þeim aðila sem til þess verður viður- kenndur og ítrekar fundurinn and- stöðu við hugmyndina um einn lífeyr- issjóð fyrir alla landsmenn. Lífeyris- eign megi skipta í séreign, sem hægt verði að taka út á tilteknum ára- ijölda, og sameign, til þess að mæta lífeyri hjá þeim sem lifa lengur eða búa við skerta starfsorku og til að mæta maka- ög barnalífeyri. Greiðsl- ur i lífeyrissjóð verði skattlausar en greiðslur úr sjóðum verði skattlagðar sem tekjur. Ellilífeyrir almanna- trygginga verði grunnlífeyrir sem greiðist án tillits til annarra tekna. Fundurinn styður hugmyndir um að flytja slysatryggingar frá Trygging- astofnun ríkisins til tryggingafélaga. Byggð með byggð í byggðamálaályktun er lögð áhersla á að ein þjóð búi í landinu. Hafnað er rökleysu annarra stjórn- málaflokka sem í málflutningi sínum etji fólki samari eftir búsetu eða stétt. Borgin og landsbyggðin eigi að styðja hver aðra, vaxa og dafna sam- an. Ný byggðastefna Sjálfstæð- isflokksins borgi sig fyrir þjóðarbúið. Hagkvæmni hennar felist í að bæta atvinnuumhverfi í landinu, nýta vel auðlindir og mannvirki þjóðarinnar og draga úr kostnaði sem hljótist af miklum aðflutningum fólks til höfuð- borgarsvæðisins. Byggðaþróun verði sem jöfnust og hagkvæmust fyrir þjóðarheildina. Atvinnulífi i landinu verði búin eðlileg rekstrarskilyrði svo að fyrirtæki geti skilað arði. Iðnaður og þjónustugreinar dafni á lands- byggðinni við hlið sjávarútvegs og landbúnaðar. Vaxtarsvæði á lands- byggðinni eflist. Með því sé.átt við að þéttbýlisstaðir og sveitir tengist með daglegum öruggum samgöngum og myndi samfelld atvinnu- og þjón- ustusvæði. Hafnað er kostnaðarsöm- um pólitískum handahófslausnum núverandi stjórnvalda sem ekki hafi skilað árangri. Flokkurinn vill að opinberir aðilar og stofnanir þeirra stuðli að því að lífskjör verði sem jöfnust hvar sem menn búa á landinu. .V/7 í,J > f /, '' m m //:.;.;. •7//;::.". . ••■;. • •■•■ ■ '. .... ' • ■ ' ' '...' :... ' • - ." .... ' . ... . ...." .... '. ......" .....'. ■ ■ ' " ' 11 >11 r, !}H% Jt 1 t'\ t 1 ‘•‘‘i I liiiji :ÍM jlliilliii 'Éil I ÍÉIiilljt fí IWB í « 1 f /!;■ i'/"iii‘t I, !, 1', ’ 1 ■;, u v' ■kí;.; Wmm • ..• ... ..• ...'• .••••:.• . '/VV,'/': /:■'■ / ' mikWMÍÍllÍlí /V///://////: ; /■ ■. :/-.//:///:///:./■:/.'// //':/../:/;•: 7/;/// *. ;*;: :.:/.* /:.*;’ •: .*/ *: / *:. ://:/:///:///:/:///;//: •.:•;•:• Wi:0iijijj:jj /7///77///7//V//7 Íji0ij0i:ji:0;;iij ://////:///://:////////////:/ PPVMIm '‘íáWÍÍilmiM • ■';■': :/•'/', ■/■7;''7.';':::;://•;/:;./7 Pantanir berist í síðasta lagi 15. mars til Agnesar Vilhelmsdóttur hjá Innkaupastofnun ríkisins Borgartúni 7, s; 91-26844 1 mmsm ... Tölvukaup hf. Skeifurmi 17 sími 687220 fax 687260 ' 'i i J " t' 'h ! i ' U,i!<-! t1 i " i ■! . //•://.:;.. //;' ://///;//:/://;7. • • . .':• ; " : 2111 • /.*/•' 7.**'.7 *: 7 */ * /.-* • / .*:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.