Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 2
2 MORGÚMBLAÐIÐ ÞRlÐJUdAGIÍR Í2. MARZ 1991 Ályktun Sjálfstæðisflokks um sjávarútvegsmál; Sanngjörn sjávarút- vegsstefna ómörkuð „MIKILL tími og fyrirhöfn hefur farið í deilur um stefnuna í stjórn fiskveiða. Hins vegar hefur sjávarútvegsstefna, sem tekur tillit tii allra þátta, ekki enn verið mörkuð og næstu ríkisstjórnar bíður þar mikið og vandasamt verk,“ segir í ályktun um sjávarútvegsmál, sem samþykkt var á landsfundi Sjálfstæðisflokksins á sunnudag. Ekki var tekið á helstu ágrein- stjórn sjávarútvegsmála í 13 ár, og ingsefnum í sjávarútvegsmálum í ályktuninni enda litið svo á að það sé ekki tímabært, þar sem bæði sé stutt til kosninga, og að á næsta ári eigi að fara fram endurskoðun núverandi laga um fiskveiðistjórnun. í ályktuninni segir, a,ð Sjálfstæð- isflokkurinn hafi ekki farið með eðlilegt sé að stærsti flokkur lands- ins fái þetta mikilvæga ráðuneyti í sinn hlut í næstu ríkisstjórn og hafi forustu um mat á árangri þeirr- ar fiskveiðistefnu, sem nú sé fylgt samfara endurskoðun og einföldun fiskveiðistefnunnar á næsta ári. Sjá nánari umfjöllum bls. 16. Drengir játa íkveikju í mannlausu húsi Vestmannaeyj um. ELDUR kom upp í mannlausu húsi við Bröttugötu í Vestmannaeyj- um síðdegis á sunnudag. Slökkvilið kom fljótlega á staðinn og tókst að ráða niðurlögum eldsins á skammri stundu. Strax kvikn- aði grunur að um íkveikju væri að ræða og í gær játuðu tveir drengir, 8 og 9 ára gamlir, að vera valdir að eldsupptökunum. Slökkviliði Vestmannaeyja var tilkynnt um eldinn kl. 19.40 á sunnudag. Logaði þá í risi hússins á Bröttugötu 10. Eldurinn hafði ekki náð að breiðast mikið út er slökkviliðið kom á vettvang og var eldurinn slökktur á skammri stundu. Ekki var búið í húsinu en í þvi var búslóð í geymslu. Búslóð- in skemmdist talsvert af sóti og reyk og talsverðar skemmdir urðu í risi hússins. Rannsóknarlögreglan í Eyjum vann að rannsókn á eldsupptökum og grunaði fljótt að um íkveikju væri að ræða. Geir Jón Þórisson, rannsóknarlögreglumaður, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi að tveir drengir 8 og 9 ára gamlir hefðu seinnipartinn í gær játað að hafa kveikt eldinn. Hefðu þeir komist inn í húsið um lítinn glugga og kveikt eld í drasli á ris- hæðinni en síðan forðað sér út. Geir Jón sagði að mikið sinu- brunaæði hefði verið hjá bömum og unglingum í Eyjum undanfarið og væri ekki ólíklegt að slíkt ýtti undir verknaði sem þennan. — Grímur Morgunblaðið/Gísli Úlfarsson Færeyski rækjutogarinn lenti á bakborðssíðu Guðbjarts og kramdi hann upp að bakkanum. Areksturinn í Isafjarðarhöfn: Orsökin talin bilun í bún- aði eða mistök stýrimanns SJÓPRÓF ieiddu það ekki endan- lega í ljós hver var ástæða þess að færeyski rækjutogarinn Olympic Champion sigldi á tog- arann Guðbjart í ísafjarðarhöfn aðfaranótt laugardags. Það kom fram í réttinum að annaðhvort hefði orðið bilun í búnaði eða stýrimaðurinn ekki farið rétt að. Talið er að það kosti að minnsta kosti 20 milljónir kr. að gera við Guðbjart. Sjóprófin fóru fram á ísafirði að kröfu Siglingamálastofnunar. Áður hafði náðst samkomulag á milli Hraðfrystihússins Norðurtangans hf., sem á Guðbjart, og tryggingafé- lags færeyska skipsins um að félag- ið bæti allt tjón sem Norðurtanginn verður fyrir vegna þessa óhapps. Matsmaður Tryggingamiðstöðvar- innar sem tryggir Guðbjart fór vest- ur í gær. Telur hann að beint tjón á skipinu sé yfir 20 milljónir kr. Næstu daga fer fram bráðabirgða- viðgerð og jafnframt verður varan- leg viðgerð boðin út, bæði hér á landi og í Færeyjum. Skipið verður frá veiðum í nokkrar vikur. Jón Páll Halldórsson framkvæmdastjóri Norðurtangans sagði að það kæmi sér illa, sérstaklega fyrir áhöfn skipsins. Þetta hefði hins vegar lítil áhrif á hráefnisöflun fyrir frystihús- ið því það hefði annan togara og tvo línubáta og gerðu menn sér vonir um góða steinbítsvertíð. Björn Jóhannsson, fulltrúi bæjar- fógétans á ísafirði, sem stjórnaði sjóprófunum sagði að það hefði komið fram í réttinum að þegar stýrimaðurinn var að bakka skipinu til að komast frá bryggju hefði hafnsögumanninum fundist skipið nálgast Guðbjart ískyggilega og sagt stýrimanninum að setja á fulla ferð áfram. Það teldi stýrimaðurinn sig hafa gert og að þeim hafi fund- ist vélarafl aukast en samt hefði skipið sigið aftur á bak og lent á Guðbjarti. Ekki hefði verið hægt að leiða í ljós hvort þarna hefði verið um að ræða bilun í búnaði skipsins eða að stýrimaðurinn hefði of seint sett á fulla ferð áfram mið- að við þær erfiðu aðstæður sem voru í höfninni. Búnaður skipsins starfaði eðlilega eftir óhappið, þeg- ar skipstjórinn tók við stjórninni og lagði skipinu að bryggju. Það kom fram við sjóprófin að hafnsögumaðurinn neitaði fyrr um kvöldið að fara með skipið úr höfn vegna þess að hann taldi skipstjór- ann undir áhrifum áfengis. Sögðust skipstjóri og stýrimaður hafa neytt áfengs öls en ekki fundið til áfengis- áhrifa. Morgunblaðið/Ami Sæberg Frá undirritun nýs búvörusamnings milli ríkisvaldsins og Stéttarsambands bænda. Á myndinni eru ta- lið frá vinstri: Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðarráð- herra, Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda og Þórólfur Sveinsson, varaformaður Stéttarsambands bænda. ______________ Nýr búvörusamningur undirritaður í gær; Kostnaður ríkissjóðs um 30 millj- arðar króna á samningstímanum NÝR búvörusamningur ásamt viðaukum var í gær undirritaður af samninganefnd Stéttarsambands bænda og landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, en samningurinn var undirritaður með fyrirvara um samþykki fulltrúafundar Stéttarsam- bands bænda og Alþingis við nauðsynlegar lagabreytingar. Áætlað er að útgjöld ríkissjóðs vegna samningsins verði um 30 milljarðar króna á samningstimanum, en það er á bilinu 7-9 milljörðum lægri upphæð en orðið hefði miðað við núverandi fyrirkomulag búvöru- framleiðslunnar óbreytt. Búvörusamningurinn, sem gildir frá 1. september 1992 til 31. ágúst 1998, byggir í öllum meginatriðum á tillögum sjömannanefndar um hagræðingu í sauðfjárrækt, en auk þess eru með honum viðaukar varð- andi fjárhagslegar stuðningsað- gerðir, sem ríkisvaldið mun grípa til í tengslum við samninginn, og greint hefur verið frá í Morgunblað- inu. I samningnum eru settar fram ákveðnar meginreglur varðandi mjólkurframleiðsluna, en þær á að útfæra nánar í sérstökum samn- ingi, sem gera á fyrir næstu ára- mót. 1 lánsfjárlagafrumvarpi, sem nú liggur fyrir Alþingi, eiga að koma heimildarákvæði til að hefja framkvæmd samningsins strax í vor, þannig að ákvæði um aðlögun sauðfjárframleiðslunnar að innan- landsmarkaði geti hafist. Nauðsyn- legar lagabreytingar vegna fram- kvæmdar samningsins og fullgild- ingar hans verða síðan lagðar fyrir næsta Alþingi, en þar er meðal annars um að ræða verulegar breyt- ingar á búvörulögunum. Á blaðamannafundi að lokinni undirritun samningsins kom fram, að miðað við að núverandi kerfi landbúnaðarframleiðslunnar hefði verið framlengt óbreytt, fæli nýi samningurinn í sér 7-9 milljarða króna sparnað fyrir ríkissjóð á samningstímanum. Varðandi sauð- fjárræktina er áætlað að út samn- ingstímann verði heildarkostnaður ríkisins um 17 milljarðar króna, en þar er um að ræða heildarniður- greiðslur og kostnað vegna stuðn- ingsaðgerða. Áætlaður heildar- kostnaður vegna mjólkurframleiðsl- unnar er 12-14 milljarðar króna. Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, sagði að lokinni undirritun samningsins, að hann teldi hann vera raunhæfan og ásættanlegan, og sérstaklega væri hann ánægður með það hve breið samstaða hefði tekist um samninginn. Steingrímur J. Sigfússon, land- búnaðarráðherra, sagði að hann væri ánægður með að þessum áfanga væri náð, en á margan hátt væri um að ræða tímamót í íslensk- um landbúnaði. „Þarna er verið að taka á erfiðum hlutum, en ég er sannfærður um að það er gert með skynsamlegum hætti. Það er reynt að mæta eftir föngum þeim áhrif- um, sem þetta kemur til með að hafa á bændur og stijálbýlið, og gera þessar óhjákvæmilegu breyt- ingar og aðlögun í íslenskum land- búnaði sem auðveldastar fyrir þá sem í hlut eiga.“ Að lokinni undirritun búvöru- samningsins boðaði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins, til blaðamannafundar, en þar ítrekaði hann meðal annars þá afstöðu Alþýðuflokksins að tryggja yrði hlut afurðastöðva í verðlækkun til neytenda, og á þessari stundu liti hann því svo á að aðeins væri um drög að samningi að ræða. Kópavogur; Ráðist á leign- bílstjóra FARÞEGI í leigubíl réðst á bílsljóra þegar hann var að fara út úr bílnum og veitti honum áverka í andliti. Hann sparkaði einnig í bílinn svo hann dældaðist. Árásarmað- urinn hvarf að þvi búnu á braut en grunur beinist að ákveðnum manni, að sögn rannsóknarlögreglunnar í Kópavogi. Atburðurinn varð um kl. 5 aðfaranótt sl. sunnudags. Búist var við að bílstjórinn legði fram kæru í gær. Ingólfur Ingólfsson, formaður Frama, félags leigubílstjóra, sagði að ekki hefði verið mikið um slíkar árásir að undanförnu. Hann sagði að alltaf væri eitt- hvað um kýtinga en þó hefði ekki komið til líkamsmeiðinga í langan tíma. „Leigubílstjórum stendur til boða viðvörunarkerfi og eftir að það var kynnt held ég að megi fullyrða að ekki hafi komið til alvarlegra líkamsmeið- inga,“ sagði Ingólfur. Hann sagði að nokkur íjöldi leigubíl- stjóra hefði sett viðvörunarkerfi í bíla sína en þau kosta um 6-8 þúsund kr. „Það er aldrei hægt að koma í veg fyrir svona árásir en þetta er talið geta minnkað hættuna á þeim,“ sagði Ingólfur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.