Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B 59. tbl. 79. árg. ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í heimsókn í ísrael: Merki um breytt viðhorf arabaríkja vekja vonir - segir utanríkisráðherra ísraels Túnis. Jerúsaleni. Reuter. DAVID Levy, utanríkisráðherra Israels, sagðist í gær sjá merki breyttra viðhorfa hjá arabaríkjum. Þessi orð lét hann falla eftir að James Bak- er, utanríkisráðhcrra Bandaríkjanna, hafði skýrt honum frá viðræðum sínum við forsvarsmenn átta arabaríkja. „Það sem við höfum heyrt, og að sjálfsögðu höldum við áfram að ræða málin,...eru vissulega merki um eitthvað sem við höfum ekki séð áður og þau vekja vonir. Við verðum að halda áfram að vinna á þessum nótum en við erum nær markinu en í gær,“ sagði Levy. Iraska stjórnar- andstaðan: Rætt hvern- ig steypa skuli Sadd- am af stóli Nikósíu. Reuter: LEIÐTOGAR útlægrar stjórnar- andstöðu í írak hittust í gær í Beirút í Libanon. Einn fundar- manna, Abu Ahmed al-Jaafarai, félagi í hinum islamska Dawa- flokki, lýsti fundarefninu svo að rætt væri hverjar væru bestu, fljótiegustu og fyrirhafnar- minnstu leiðirnar til að steypa Saddam Hussein íraksforseta af stóli. Fulltrúar íraskra uppreisn- armánna í Suður-Irak segja að uppreisnin breiðist út en flótta- menn frá Basra, næststærstu borg Iraks, segja að stjórnarher- inn nái borginni brátt á sitt vald vegna yfirburða sinna. A fundinum í Beirút eru 325 leið- togar írösku stjórnarandstöðunnar og er þetta mikilvægasti fundur þeirra til þessa. Þetta er sundurleit- ur hópur þar sem eru heittrúaðir múslimar, Kúrdar, kommúnistar, þjóðernissinnaðir arabar, andófs- menn innan Ba’ath-flokksins, fyrr- um liðsforingjar úr hernum og fijálslyndir menntamenn hallir und- ir Vesturlönd. En sameiningaraflið er hatrið á Saddam Hussein. Al- Jaafari sagðist vona að takast mætti að gera raunhæfa áætlun um framtíð íraks. Einnig^er rætt um hvort koma eigi á fót útlaga- stjórn. Ayatollah Taqi al-Mudarresi, talsmaður samtaka shíta sem aðset- ur hafa í Teheran, höfuðborg írans, sagði að úrvalssveitir Saddams hefðu ráðist á borgina helgu Karb- ala en uppreisnarmenn sem þar réðu nú lögum og lofum hefðu hrundið atlögunni. Hann sagði að 500 manns hefðu fallið í borginni á sunnudag. Fréttastofan IRNA í Iran sagði í gær að órói breiddist út í Bagdad og þar hefðu hundrað manns fallið undanfarna daga. Sjá „Kúrdar treysta tökin...“ á bls. 29. ---------------- John Major: Bretland í hjarta Evrópu Bonn. The Daily Telegraph. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, hélt sína fyrstu ræðu á erlendri grund í gær síðan hann tók við embætti af Margaret Thatcher. Hann ávarpaði Konrad- Adenauer-samtökin í Bonn og sagðist sjá Bretland fyrir sér í hjaiáa Evrópu. „Ég vil að við tökum okkur stöðu þar sem við eigum heima: í hjarta Evrópu, þar sem við vinnum með bandamönnum okkar að því að móta framtíðina." Major ítrekaði engu að síður andstöðu Breta við sameigin- legan gjaldmiðil EB og lagði áherslu á að ekki mætti íjúfa tengslin yfir Atlantshafið, bandarískir hermenn yrðu að vera um kyrrt í Evrópu. Baker kom til ísraels í gær eftir að hafa heimsótt Saudi-Arabíu, Kúv- eit og Egyptaland. Baker hefur þeg- ar fengið stuðning átta arabaríkja við friðarfrumkvæði bandarískra stjórnvalda. Talsmenn Frelsissam- taka Palestínu (PLO) tilkynntu í gær að þeir legðu blessun sína yfir fund Bakers með fulltrúum Palestínu- manna á hernumdu svæðunum sem verður í dag. PLO gaf til kynna að samtökin væru hlynnt fundinum vegna þess að George Bush Banda- ríkjaforseti hefði látið „jákvæð um- mæli“ falla í síðustu viku. En þá sagði forsetinn að friður í Mið-Aust- urlöndum væri undir því kominn að ályktunum Sameinuðu þjóðanna um efnið yrði framfylgt og viðurkennd yrði sú grundvallarregla að land yrði látið af hendi fyrir frið. Var talið að forsetinn ætti við að ísraelar skyldu láta hernumdu svæðin af hendi gegn því að arabar semdu við þá frið. Bandarísk stjórnvöld hafa lagt á það áherslu að þau séu ekki reiðubúin að taka upp tengsl við PLO á ný en þau voru rofin í júní á síðasta ári. Aðstoðarmaður Bakers sem ekki vildi láta nafns síns getið sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna að eftir að ráðherrann hefði rætt við leiðtoga arabaríkja undanfarna daga hefði hann á tilfinningunni að breytinga vasri að vænta á forystu PLO. Israelskir hermenn felldu í gær sex araba skammt frá jórdönsku landamærunum. Þrír ísraelskir her- menn særðust í skotbardaganum sem var nærri Tirat Zvi-samyrkjubúinu. Talsmenn hersins segja að arabarnir hafi verið vel vopnum búnir og hafi þeir borið merki Hamas, samtaka heittrúðra múslíma á hernumdu Sovétríkin: „Stríðsyfirlýs- ing“ Jeltsíns vekur andsvör Moskvu. Ileuter. SOVÉSKIR ríkisfjölmiðlar og aft- urhaldssamir þingmenn á sov- éska þinginu gagnrýndu Borís Jeltsín, forseta Rússlands, harð- lega í gær eftir „stríðsyfirlýs- ingu“ hans á hendur Míkhaíl Gorbatsjov, forseta Sovétríkj- anna. Sovéska stjórnarmál- gagnið Pravda gaf í skyn í gær að Jeltsín væri falskur lýðræðis- sinni og nokkrir þingmenn fóru fram á að farið yrði í mál við forseta Rússlands vegna ummæla hans um helgina. Jeltsín nýtur mikilla vinsælda meðal almennra borgara í Sovétríkj- unum og er talið að hálf milljón manna hafi tekið þátt í mótmælum í ijölmörgum sovéskum borgum um helgina til stuðnings honum og gegn Gorbatsjov. Sovéska þingið varaði í gær lýð- veldi Sovétríkjanna við því að reyna að hindra þjóðaratkvæðagreiðsluna, sem fram á að fara 17. mars nk.. í ályktun sem samþykkt var á þing- inu segir að „öllum leiðum verði beitt“ til að tryggja að hver einasti borgari Sovétríkjanna hafi tækifæri til að taka þátt í atkvæðagreiðsl- unni. Sex lýðveldi, Eistland, Lettland, Litháen, Georgía, Moldavía og Arm- enía, hafa neitað- að taka þátt í undirbúningi þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar. Boris Jeltsín lýsti því einnig yfir um helgina að Rússland væri ekki reiðubúið til að rita undir hinn nýja sáttmála. Sjá „Jeltsín lýsir yfir stríði..." á bls. 28. svæðunum. Þau samtök hafa lagst gegn fundi Bakers með Palestínu- mönnum. Á sunnudag banaði Palest- ínumaður fjórum ísraelskum konum í Vestur-Jerúsalem með hnífi. ísra- elska lögreglan segir að morðinginn hafi átt sér vitorðsmenn og hafi hann sagt við yfirheyrslur að verknaður sinn væri skilaboð til Bakers. Sjá „Almennur stuðningur..." á bls. 28-29. Albanía: Pólitískum f öngum sleppt? Róm. Reuter. CLAUDIO Martelli, aðstoðarutanríkisráðherra Italíu, er nýkominn frá Albaníu og segist hann hafa fengið það loforð frá þarlendum ráðamönnum að öllum pólitískum föngum í landinu yrði sleppt. Ekki kom fram í máli Martellis hefði verið sleppt og 120 sætu enn hversu margir fangar yrðu látnir inni. lausir. í janúar sagði talsmaður alb- önsku stjórnarandstöðunnar að Sjá „Vonsviknir flóttamenn..." rúmlega 500 póiítiskum föngum á bls. 27.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.