Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ 'ÞRIÐJUDÁGUR 'i£. MÁR2 1991 Minning: Kjartan Ólafsson byggingameistari Fæddur 7. febrúar 1905 Dáinn 5. mars 1991 Einn^af þeim merku mönnum, sem srnfðuðu borg okkar Reykjavík, Kjartan Ólafsson byggingameistari, andaðist 5. mars og fer útför hans fram frá Fossvogskapellu í dag. Þótt aldraður væri, grunaði engan, að komið væri að hinstu ferð, svo hressilegur var hann og lífsglaður fram á næstsíðasta dag. Kjartan var fæddur 7. febrúar 1905 í Laxárdal í Þistilfirði og voru foreldrar hans Ólafur Þórarinssorr (1875-1966) bóndi þar og kona hans Guðrún Guðmunda Þorláks- dóttir (1868-1957). Ólafur var son- ur Þórarins Benjamínssonar (1834- 1906) .bónda í Efri-Hólum í Öxar- firði sem hafði iært smíðar hjá Ól- afi tlriem á Grund í Eyjafirði, og Vilborgar Sigurðardóttur (1841- 1922) sem ættuð var úr Hrútafirði. Þau Þórarinn og Vilborg eignuðuðst átta börn og var Ólafur fimmti í röðinni. Árið 1900, eftir 32 ára búskap í Efri-Hólum, fluttust þau ásamt skylduliði sínu yfir í Þistil- fjörð og settust að í Laxárdal, víð- lendri vildisjörð sem var kjörland fyrir sauðfjárbúskap. Guðrún Guðmunda Þorláksdóttir, móðir Kjartans, gekk ung að eiga Stefán Þórarinsson og bjuggu þau í Efri-Hólum, en Stefán lést langt um aldur fram 1898, aðeins 27 árá gamall. Þau áttu sex börn, sem öll eru látin, en þau voru: Þórarinn (1891-1901), Þorlákur bóndi og oddviti á Svalbarði (1892-1969), Vilborg yfírhjúkrunarkona á Land- spítalanum (f. 1894) sem fórst með Dettifossi á heimleið frá Bandaríkj- unum 1945, Hólmfríður (1896- 1929), sem gift var Ólafi Hjartar- syni bónda á Ytra-Álandi í Þistil- firði, og Stefanía (1897-1986), sem fiuttist til Reykjavíkur og vann þar við sjúkrastörf og fleira. Eftir missi manns síns frá sex börnum kornungum giftist Guðrún Guðmunda Ólafi, bróður hans og mági sínum, og bjuggu þau í hálfa öld í Laxárdal en létu þá jörðina lausa enda bæði komin til aldurs. Börn þeirra urðu fimm. Þóra (f. 1903) hannyrðakona í Reykjavík, Kjartan, sem hér er kvaddur, Þórar- inn (f. 1908) húsasmiður í Reykja- vík og tvíburabræðurnir Eggert bóndi í Laxárdal og Ófeigur hús- gagnasmiður í Reykjavík (f. 1909). Þau Ólafur og Guðmunda bjuggu góðu og snyrtilegu búi í Laxárdal en mörg voru handtökin til þess að framfleyta eins mannmörgu heimili og þar var en Ólafur var völundur og fengu sveitungar hans hann oft til smíða jafnframt því sem hann sinnti eigin búverkum. Það var þeim hjónum mikið lán að öll reyndust börnin. atgervisfólk til líkama og sálar, en eitt fengu þau sérstaklega í vöggugjöf, og margir niðjar þeirra, sem ekki er öllum gefin, en það er verklagni. Á uppvaxtarárum Kjartans hafði samvinnuhreyfingin þegar fest ræt- ur í heimahéraði hans og vakið marga til verka og umhugsunar um þjóðmál og nú kom Framsóknar- flokkurinn til sögunnar sem barðist fyrir gengi samvinnustefnunnar á vettvangi stjórnmálanna. Hinn nýi flokkur náði sterkri stöðu í sveitum, en óvíða eins og í Þingeyjarsýslum, og Kjartan var einn þeirra, sem gengu til liðs við hann og fylgdu honum síðan trúir að málum. Eins og margir framsóknarmenn á fyrri hluta aldarinnar hreifst hann mjög af Jónasi Jónssyni frá Hriflu, verk- um hans og boðskap um viðreisn sveitanna og fagurt mannlíf, og var það að vonum þar sem Jónas var einn snjallasti áróðursmaður síns tíma, hafði svo lipran penna að hann yljaði fylgismönnum sínum um hjartarætur og yddaði svo orð sín að andstæðingunum sveið sárt undan. En ævi sína á enda bar Kjartan sterkt mót af æskuum- hverfí sínu, heimili og vakningar- anda þeim, sem þá fór um héruð. í sveitinni heima í Þistilfirði var um fá lifsstörf að velja svo að árið 1924 hélt Kjartan til Akureyrar alfarinn úr föðurhúsum. Hann hafði áhuga á að læra trésmíði og fékk hann Sveinbjörn Jónsson, sem síðar var lengi kenndur við Ofnasmiðjuna í Feykjavík, til þess að taka sig sem nerna. Undir tilsögn meistarans vann Kjartan við smíðar á Akur- eyri, en þar sem verkefni voru stop- ul var einnig unnið utanbæjar, til dæmis 1925 við íshúsið á Bakka í Siglufirði, sem Óskar Halldórsson hafði nýlega fest kaup á. Kjartan lauk námi í iðn sinni 1927, sama ár og ný lög um iðnaðarnám voru sett, en við nám hans og próf var farið eftir lögunum frá 1893 og reglugerðinni frá 1903. Kjartan hélt að svo búnu austur og vann næstu árin við húsasmíðar í Óxarfirði, Þistilfirði og á Langa- nesi, en 1933 brá hann á það ráð að flytjast til Reykjavíkur þótt ástandið væri dökkt í atvinnumálum vegna heimskreppunnar. Hann fékk vinnu við húsasmíði í bænum en hún var svo knöpp að hann tók öðru hveiju að sér verk úti á landi, meðal annars við skólabyggingu á Rangárvöllum og við síldarverk- smiðjuna á Raufarhöfn 1940, svo að hann varð að sæta því eins og stór hluti verkalýðsins á þessum árum að vera nokkuð á faraldsfæti til þess að sjá sér farborða. í heims- stríðinu varð á gjörbreyting, allur almenningur efnaðist og bygging- arvinna varð mikil og allstöðug. Kjartan hélt sig eftir það innan bæjarmarkanna og sá um smíði fjölda húsa, bæði íbúðar- og verk- smiðjuhúsnæðis. Meðal annars sá hann um smíði fjölbýlishúsa á veg- um Byggingarsamvinnufélags Reykjavíkur og fleiri, en hartnær sjötugur lét hann af því lýjandi starfí, að standa fyrir húsasmíðum og kom sér upp smíðaverkstæði, þar sem hann stóð við hefílbekkinn fram um áttrætt, er hann lagði frá sér smíðatólin og settist í helgan stein. Kjartan kvæntist Sigurbjörgu Jónsdóttur matráðskonu frá Vina- Jón B. Guðmunds son - Minning Fæddur 22. janúar 1936 Dáinn 2. mars 1991 Hann Jón Björgvin frændi minn er dáinn. Þessi tíðindi komu mér í opna skjöldu og átti ég mjög erfitt með að koma því heim og saman við þá stund, er við hittumst síð- ast. Þó var mér ljóst að hann hafði átt við veikindi að stríða. Hvernig er það réttlætanlegt í huga manns, að nákominn og góður vinur hverfí á brott í blóma lífsins og langt um aldur fram og hvemig á ég að sætta mig við, að hann Jón Björgvin verði ekki aftur á vegi mínum í þessu lífi? Það er erfítt, en minningin um Jón mun lifa í bijóstum allra, sem honum kynnt- ust. Jón Björgvin fæddist að Barði í Fljótum 22. janúar 1936, sonur hjónanna séra Guðmundar Bene- diktssonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Amma Jóns Björgvins, Björg, var hálfsystir Péturs afa míns, en þau voru börn Jóns Jónssonar á Kimba- stöðum. Jón Björgvin var því skírð- ur bæði í höfuð ömmu sinnar og afa. Jón Björgvin var einn fjögurra barna hjónanna á Barði. Eftirlifandi systkini Jóns Björgvins eru dr. Guðmundur, Signý og Guðrún, en auk þeirra uppeídissystirin Guð- finna. Ég- gleymi því ekki, þegar ég kynntist Jóni vestur á Flateyri upp úr 1960. Áður hafði ég hitt frænda minn, en ekki kynnst honum, enda var hann nokkuð mikið eldri en ég. Viðar Sigurðs- son — Kveðjuorð Fæddur 23. ágúst 1951 Dáinn 9. febrúar 1991 Ekki var óveðrið fyrr gengið nið- ur en enn ein hviðan skellti manni um koll svo varla er hægt að segja að maður hafí risið upp aftur, en þannig varð mér um er ég fékk fréttina um lát vinar míns Viðars Sigurðssonar. í fyrstu fylltist ég reiði, „nei, þetta gat ekki verið“, en svo kom leiðinn yfír því að missa vin sinn löngu fyrir aldur fram. En svo fer maður að íhuga tilganginn með þessu öllu. Hversvegna er maður á besta aldri rifínn irá fjöl- skyldu og vinum sem eftir sitja í djúpri sorg? Þegar maður svo fer að hugsa dýpra þá rifjast upp ýmis- legt sem maður hefur lesið og íhug- að í gegnum tíðina eins og til dæm- is að tilviljanir séu alls ekki til og að allt hafí.sinn tilgang. Séð frá 'sjónarhorni sálarinnar, þar sem hún sér hlutina að ofan og niður og í mun víðara sam- hengi, þá eru ‘atburðir sem okkur fínnst vera hið mesta óréttlæti, í raun okkur fyrir bestu. Því sagt er að við þroskumst í gegnum erfið- leikana og þegar fram líða stundir þá munum við standa sem örlítið sterkari einstaklingar en áður. En sá ástvinur okkar sem heldur áfram sinni göngu á þeim sviðum er taka við er geymdur í hjarta okkar og lifír áfram. En við sem eftir erum í táradalnum mikla verðum að lina takið á hinum látna og hætta að reyna að kalla hann til baka með sorg okkar. í staðinn ættum við að senda honum kærleikshugsanir og Jón og Guðmundur bróðir hans höfðu oft unnið hjá föður mínum í sumarvinnu í Innri-Njarðvík á skólaárum sínum. Ég hitti Jón einn- ig fyrir norðan, en heim til hans að Barði í Fljótum kom ég nokkrum sinnum, sérstaklega er Júlíus bróðir var í sveit hjá foreldrum hans, séra Guðmundi og Guðrúnu. Það var alltaf gaman að vera í kringum Jón Björgvin. Hann kenndi mér margt, sérstaklega þegar faðir minn setti mig í vinnu á skrífstofu Fiskiðju Flateyrar, þar sem Jón stjórnaði skrifstofuhaldi. Ég lærði mikið í mannlegum samskiptum af Jóni, ég dáðist af því, hvernig hann tók bæði létt og glaðlega á móti fólki. Skipti þá engu hverra erinda fólk kom, hvort heldur voru rukkar- ar, konur úr frystihúsinu að kvarta yfír launum sínum eða skipstjórar að krefjast aðfanga. Alltaf sýndi Jón Björgvin sama blíða viðmótið en þó ætíð með festu og ábyrgð. Heim til þeirra hjóna Ásu og Jóns kom ég oft og þá oftast með móður minni en þær Ása hafa ætíð verið hinar bestu vinkonur. Þar var ljós. En fyrir fjölskyldu hans getum við aðeins rétt út hönd í von um að þau grípi í ef þeim vantar hjálp. Guð veri með ykkur. Ágúst Ragnarsson *----— glatt á hjalla og skemmtilegar sam- ræður. Ég tók yfírleitt mikinn þátt í samræðunum, þá unglingur. Mér er minnisstætt, að það var sama hvaða skoðanir og tillögur ég setti fram, alltaf tók Asa orðum mínum vel og ef Jón Björgvin hlustaði á brosti bánn í kampinn yfír því hvað unglingurinn var framgjarn. Þetta eru ljúfar minningar, sem ég og systkini mín eigum um Jón og fjöl- skyldu hans, er þau bjuggu á Flat- eyri. Frá þessum tíma hef ég oft hitt þau hjón' og börnin þeirra þijú, þó aðallega á fömum vegi. Það er ein- hvern veginn þannig í þessu lífí, að frændrækni er ekki ein af þeim dyggðum, sem einkenna íslendinga og því höfum við systkinin á seinni árum farið á mis við glaðværa og jákvæða nærvem þeirra Ásu og Jóns Björgvins. En víst er að vega- nesti það, sem ég fékk frá Jóni, verð ég ætíð þakklátur fyrir. Minn- ingin um hvernig hann ráðlagði mér og ekki gleymist hvemig hann skaut mér og bræðrum mínum und- an fyrir okkar strákapör eða bjarg- aði úr ógöngum, þegar við drengirn- ir viðhöfðum margvíslega stríðni við verkstjóra og aðra starfsmenn frystihússins á Flateyri. Þannig lifír minning Jóns Björgvins í hugum okkar systkinanna. Frændi okkar, sem alltaf talaði svo glaðlega við okkur og gaf sér tíma til að hlusta minni á Stokkseyri 8. október 1936, hinni skörulegustu konu, en hún hafði áður verið gift Guðmundi Fr. Guðmundssyni yfirþjóni á Hótel Borg og átt með honum eina dótt- ur, Sigrúnu grunnskólakennara, konu þess sem þetta ritar. Þau Kjartan og Sigurbjörg eignuðust eina dóttur, Hönnu Sigurbjörgu hjúkrunarfræðing, fædda 3. októb- er 1939, og er maður hennar Sig- urður Lúðvíksson tannlæknir á Dalvík. Eiga þau einn son, Kjartan Davíð að nafni. Áður hafði Hanna eignast soninn Kjartan Þórsson, sem lést af slysförum á sautjánda aldursári. Sigurbjörg dó 1966 og stóð þá heimili þeirra á Hjarðarhaga 19 en eftir lát hennar fluttist Kjart- an að Fálkagötu 1, og þar var at- hvarf hans til æviloka. Kjartan sætti sig vel við verka- lokin og hafði nægilegt fyrir stafni því að áhugaefni hans voru mörg. Hann undi sér við bóklestur og þótti honum allrahanda þjóðlegur fróðleikur og ævisögur áhugaverð- ast. Hann var athugull, minnis- glöggur og félagslyndur svo að hann hafði mörgu kynnst á lífsleið- inni bæði mönnum og málefnum. Sér til afþreyingar settist hann við öðru hveiju að semja þætti um ýmislegt það sem fyrir hann hafði borið en margt geymdi hann í minn- ingasjóði sínum. Frásagnargáfu hafði hann góða, sagði skilmerki- lega og skipulega frá og réð yfír kjarngóðu máli. Birtust tvær grein- ar eftir hann í Árbók Þingeyinga. Hin fyrri heitir Römm er sú taug, þar saem sagt er frá Þorláki Einars- syni móðurafa hans, bónda í Garði í Þistilfírði, sem fór til Ameríku, en sneri heim aftur eftir 14 ára dvöl vestra. Hin síðari kom á prent 1983 og fjallar um búferlaflutning föðurafa hans frá Efri-Hólum yfir í Þistiifjörð um aldamótin. í þessum klíðum missti Kjartan nær sjónina og tók hann því með á okkar hugmyndir, frændi okkar, sem átti Ásu fyrir konu, konuna, sem er svo smágerð en samt svo stór og sterk. Ég vil fyrir hönd foreldra minna, sem nú eru í Ameríku og systkina minna, Júlíusar, Kjartans, Auðar og Drafnar, votta Ásu og börnunum og systkinum Jóns Björgvins okkar innilegustu samúð og bið Guð að styrkja þau. Pétur Rafnsson Kveðja frá samstarfsmönnum Vinur okkar og samstarfsmaður Jón B. Guðmundsson lést á Lands- pítalanum laugardaginn 2. mars síðastliðinn. Jón var sonur síra Guðmundar Benediktssonar, sem lengst af þjón- aði Barði í Fljótum, og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur. Hann var nséstelstur fímm systkina og fædd- ist 22. janúar 1936. Hann var því liðlega 55 ára þegar hann lést. Jón hóf stqrf í Ríkisendurskoðun í apríl 1982 V)g hafði því starfað með okkur nálægt níu árum þegar hann lést. Okkur samstarfsmönnum Jóns varð strax ljóst að um góðan dreng var að ræða, sem jafnframt var áhugasamur og fylgdist vel með öllu bæði í leik og starfi. Áreiðanleiki hans og réttlætis- kennd færðu honum traust og virð- ingu í starfí og ekki síður þekktum við samstarfsmennirnir glaðlega framkomu Ijúfmennsku hans og nærgætni í daglegri umgengni. Jón hafði kennt sér veikleika um nokkurt skeið. Þrátt fyrir uppskurð og erfíða lyfjameðferð varð smám saman ljóst að ekki var við ráðið. Þrek og æðruleysi Jóns var aðdáun- arvert í baráttu hans við veikindin og kaus hann að sinna vinnu sinni eins Iengi og nokkur kostur var. Vandvirkni hans og nærgætni var ávallt söm þrátt fyrir þverrandi lík- amsþrek og það að bæði honum og öðrum væri Ijóst hvert stefndi. Konu Jóns, Ásu Stefánsdóttur, börnum þeirra þeim Guðrúnu, Guð- laugu og Þórhalli, vottum við hlut- tekningu og fullvissum þaiKum að góðar minningar eru geymdar með- al okkar. Starfsfólk Ríkisendurskoðunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.