Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 13
rw:t xiiam .2} atjDAauimsw aiaAjawjonoK MOHGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1991------------- % Breski heimspekíngurinn John Papworth: Möguleikar kannaðir á stofn un bandalags smáþjóða „HELSTA ástæðan fyrir því að ég kem til íslands er sú að mig Iangar til að kanna möguleikana á að stofna alþjóðlegt bandalag smáþjóða og tel Island, sem á eitt elsta löggjafarþing veraldar, vera góðan upphafsstað,“ sagði breski heimspekingur- inn, stjórnmálahugsuðurinn og klerkurinn John Papworth í samtali við Morgunblaðið. Papworth dvelur hér á landi um þessar mundir í boði stjórnmálafélagsins Birtingar. Opinn fund- ur félagsins með Papworth verður haldinn í kvöld á Kornhlöðu- loftinu á Bernhöftstorfunni og hefst hann kl. 20.30. John Papworth er kunnastur sem upphafsmaður hreyfingar- innar Smátt er fagurt (Small is beautiful) en hann ritstýrir nú tímaritinu Fourth World Review, sem er málgagn svonefndra Fjórðaheimssamtaka. „Fjórða heiminn mynda smáþjóðir og þjóðarbrot sem eiga eftir að bjarga veröldinni. í þeim er fólg- in eina vonin um að komið verði í veg fyrir að stórar þjóðir og sú samfélagsgerð sem þær byggja muni tortíma heiminum,“ sagði Papworth. Hann sagðist lengi _ hafa dreymt um að koma til íslands til að sjá litla þjóð sem tekist hefði vel upp í stórum heimi og sýnt hefði fram á að raddir sem oft heyrast, um að litlar þjóðir eigi sér litla lífsvon, ættu ekki við rök að styðjast. „íslendingar eru dæmi um litla þjóð sem vex og dafnar eftir að hafa brotist undan oki erlendra yfirráða og öðlast sjálfstæði. Mig langar að sjá hvernig hún fór að því,“ sagði Papworth. Hann hyggst á meðan á dvöl- inni hér stendur óska eftir því við íslenska ráðamenn að þeir undirriti samning um stofnun bandalags smáþjóða. „Þetta yrði alþjóðlegt banda- lag smáþjóða með íbúafjölda inn- an við fimm milljónir. Þjóðir bandalagsins myndu ekki sam- einast á nokkurn hátt heldur yrðu samtök þeirra málsvari og sameiginleg rödd þeirra. Það er skoðun mín að smáþjóðir aigi meira til að veita heiminum hvað varðar frið, hagsæld, stöðugleika og umburðarlyndi í stjómmálum heldur en stórar þjóðir. Það þarf ekki annað en að líta í kringum sig í Evrópu og í ljós kemur að þær þjóðir sem eru auðugastar, veita mesta félagslega aðstoð, hafa besta húsakostinn, bestu menntunina og mestu hagsæld- ina eru allar smáar og þar auki friðsælar. Það er éðli hlutanna að því stærri sem þjóðir eru því líklegri eru þær til að fara í stríð. Ég tel að sameining Þýskalands muni því óhjákvæmilega leiða til annarrar stytjaldar. Við verðum að átta okkur á því að hið smáa er ekki aðeins fagurt heldur er smæðin beinlínis nauðsynleg til þess að friður haldist og mann- kynið geti haldið áfram að vera til,“ sagði Papworth. „Við munum auðvitað bjóða stóru þjóðunum aðild að banda- lagi okkar en einungis með því skilyrði að þær skipti sér upp í smærri einingar svo áð fólkið í landinu fái ráðið því sem er að gerast, ekki markaðsöfl eða ann- að. Við munum því ekki bjóða John Papworth Bandaríkjunum aðild en Massa- chusetts getur hins vegar auð- veldlega gengið í bandalagið. Við verðum að gera það sem íslenska þjóðin hefur gert og vinna fylgi hugmyndinni um fullveldi hinna smáu,“ sagði Papworth. Fjórðaheimssamtökin halda árlega þing_ einhvers staðar í heiminum. „í ár höldum við þing í tíunda sinn og munum þar taka sérstaklega fyrir vandamál þjóð- emishópa. Við sækjumst ekki eftir alheimslausnum heldur vilj- um við lausnir eins og smáríki líkt og ísland hafa fundið því hvert samfélag er blóðkorn sið- menningarinnar og enginn lík- ami getur verið heilbrigðari en þau blóðkorn sem hann inniheld- ur,“ sagði Papworth. Papworth sagðist hafa litla trú á ágæti Evrópubandalagsins og varaði íslendinga við því að sækja þar um aðild. „Ég tel að það myndi hafa mikla ógæfu í för með sér ef ísland gerðist aðili að Evrópu- bandalaginu. Þjóðin myndi tapa því sem hún öðlaðist þegar hún braust undan oki Dana og hlaut sjálfstæði. Hún yrði fátækari, myndi tapa fullveldinu en fá ekk- ert í staðinn nema skriffinsku og ósjálfstæði. Allir skipstjórar vita að helsti óvinur skipsins er hiða stór haf en vinur þess er litla höfnin. Á sama hátt eru smærri einingar stöðugri og hæfari til að vernda fólkið og hag þess,“ sagði Papworth. Hann sagði forsvarsmenn Evrópubandalagsins einungis vera að sækjast eftir auknum miðstýrðum völdum til að geta haft áhrif á efnahagslega skipan þjóða og þjóðarbrota. „Að baki liggur sú hugsun að við séum öll háð efnahagslegum forsendum. Við höfum hins veg- ar fengið nóg af slíkri vitleysu. Við erum ekki háð neinu nema guði. Það eina sem er ákveðið fyrir okkur er það að við munum deyja, öllu öðru stjórnum við sjálf,“ sagði Papworth. NISSAN SUNNY GJÖRBREYTTUR OG GLÆSILEGUR Fyrir utan nýja hönnun má nefna • Nýjar 16 ventla 1,6L og2.0L vélar • Nýja 4ra þrepa sjálfskiptingu • Nýja fjöörun og frábæra hljóðeinangrun • Verð frá kr. 869.000 stgr. Nissan Sunny hefur fengið hreint frábærar viðtökur og hvetjum við því sem flesta að koma í reynslu- akstur. Ingvar Helgason hf. Sævarhöföa 2 sími 91-674000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.