Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 20
20 MÖRGÚNBLAÐÍÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1991 29. landsfundur Sjálfstæðisflokksins: Davíð Oddsson í ávarpi eftir að hann var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins: Ég mim gera mitt ýtrasta til að rísa undir þessu trausti HÉR á eftir fer ávarp Davíðs Oddssonar eftir að úrslit í formanns- kjöri á landsfundi Sjálfstæðisflokksins lágu fyrir. Sigp-i Davíðs Oddssonar í formannskjörinu fagnað. Hjá honum standa Þór Whitehead prófessor, Þorvaldur Garðar Kristjánsson alþingis- maður og Ástríður Thorarensen eiginkona Davíðs. Ágætu flokkssystkin, kæru landsfundarfulltrúar. Ég er afskaplega hrærður og þakklátur fyrir þá niðurstöðu sem nú er orðin, og jafnframt stoltur yfir því trausti sem mér hefur verið sýnt. Ég mun gera mitt ýtrasta til að rísa undir því trausti. Ég er ekki síður þakklátur fyrir það, að landsfundurinn gat tekið á því úrlausnarefni sem fyrir hann var lagt, að kjósa á milli tveggja samheija með þeim hætti, að menn eru lítt móðir og alls ósárir. Það leiðir af eðli vals af því tagi sem hér fór fram, að annar hvor fram- bjóðandinn híýtur færri atkvæði en hinn. í því þarf ekki að felast tap fyrir einn eða neinn. Því eins og ég sagði í minni ræðu í gær: Menn voru ekki að kjósa með neinum og ekki á móti neinum. Ef vel er á spilunum haldið getur niðurstaðan falið í sér sigur fyrir alla. Ég hef fundið það glöggt á þess- um dögum, hvern hug landsfundar- fulltrúar bera til okkar Þorsteins, og við getum báðir verið stoltir yfir því. Ekki síst hef ég fundið hvern hug menn hafa borið til Þorsteins Pálssonar, hvort setn menn hafa greitt honum atkvæði sitt að þessu sinni eða ekki. Ég hef fundið glöggt, óháð því í hvern hóp menrf hafa skipað sér á þessum fundi, að menn meta störf og staðfestu Þorsteins og þau góðu verk sem hann hefur unnið í þágu okkar allra á þeim dijúga tíma sem hann hefur leitt Sjálfstæðisflokkinn. Og ég veit líka -að sjálfstæðisfólki, jafnt því sem situr þennan fund sem öðru fólki, er mikið í mun eins og mér, að kraftar, þekking og þroski Þor- steins Pálssonar fái notið sín í Sjálf- stæðisflokki framtíðarinnar. Þeir hæfileikar, sem hann hefur til að bera, leiða sjálfkrafa til þess, hvað sem þessum úrslitum líður, að hann verður jafnan í hópi fremstu for- ustumanna flokksins. Ég geri mér fulla grein fyrir því að mörg ykkar voru sett í mikinn vanda vegna þess vals sem þurfti að koma á þessum fundi. Þið hafið valdið þeim vanda og þess vegna stendur flokkurinn sterkari á eftir. Nú snúum við bökum saman, göngum heilir hildar til, þeirrar kosningabaráttu sem framundan er, í þeirri fullvissu að fátt er mikil- vægara en að sterkur og öflugur Sjálfstæðisflokkur verði til eftir að þeim kosningum lýkur. Það er heill- andi verkefni fyrir okkur öll, að hrinda oki vinstri stjórnar af íslend- ingum. Það er verðugt viðfangsefni og mér segir svo hugur um, að það verði þakklátt viðfangsefni, svo þreytt sem þjóðin er á vanmætti ríkisstjórnarinnar og virðingarleysi hennar fyrir loforðum og fyrirheit- um. Menn vilja ekki una því leng- ur, að í þessu eina ríki á vestur- hveli jarðar skuli vera afturför og stöðnun meðan öllum öðrum þjóðum miðar fram í atlæti og kjörum. Menn geta allt eins valið sér til verks laglausan söngvara, litblind- an málara eða áttavilltan leiðsögu- mann, eins og ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar til að leiða landið. Þessi 29. landsfundur sjálfstæð- ismanna hefur lagt grunninn að nýjum tökum í stjórn landsmála. Frá þessum fundi göngum við með það veganesti sem þarf. Við vitum að kosningabaráttan verður snögg og snörp. Við vitum að kosninga- vindar geta verið harðir og við skul- um fagna þeim vindum með sama hugarfari og Hannes Hafstein fagn- aði storminum þegar hann sagði um storminn: Þú þenur út seglin og byrðinginn ber og birtandi andhreinn um jörðina fer, þú loftilla dáðlausa lognmollu hrekur og lífsanda starfandi hvarvetna vekur. Við skulum strengja þess heit á þessum fundi, sjálfstæðismenn, að hrekja loftilla dáðlausa lognmollu úr stjórnarráðinu og vekja starfandi lífsanda hvarvetna með þjóðinni. Takist okkur það, sem okkur tekst, þá erum við að ganga götuna til góðs. Þakka ykkur kærlega fyrir. Þorsteinn Pálsson eftir formannskjör Sjálfstæðisflokksins: Hin nýja forusta fær betra bú en áður við umskipti af þessu tagi HÉR á eftir fer ávarp Þorsteins Pálssonar á landsfundi Sjálfstæð- isflokksins, eftir að úrslit lágu fyrir í formannskjörinu. Agætu landsfundarfulltrúar. í upphafi vil ég óska nýkjömum formanni til hamingju með- kjörið og óska honum allra heilla í störf- um. Auðvitað væri það óhreinskilni af mér, ef ég segði ykkur ekki hreint út að ég hef orðið fyrir svolitlum vonbrigðum. En nú er þessum átök- um lokið. Til þeirra var stofnað óvænt og kannski með svolítið sér- stökum hætti miðað við það sem venja hefur verið í okkar flokki. En nú eru úrslitin fengin. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim sem veitt hafa mér trún- að og traust í þessi ár sem ég hef gegnt formannsstarfinu og öllum þeim sem veittu mér trúnað og traust í þessu kjöri. Afstöðu þeirra met ég mjög mikils og geymi í hjarta mínu. Ég er þeirrar skoðunar að við höfum verið að efla og styrkja Sjálf- stæðisflokkinn. Okkur hefur auðn- ast að sigrast á mörgum vanda, bæði málefnalegum úrlausnum og innanflokksvandamálum, sem við höfum glímt við, með þeim árangri að við höfum siglt nú að undan- förnu beggja skaut byr að meiri- hluta á Alþingi íslendinga. Ég er þeirrar skoðunar að akur sjálfstæð- isstefnunnar sé nú fijórri en nokkru sinni fyrr, og hin nýja forusta fær þannig betra bú en áður við um- skipti af þessu tagi. Nú er að hlúa að þeim akri. Hann er viðkvæmur. Hann þarfnast umhyggju. Við þau störf þarf sjálfstæðisstefnan og dýpstu gildi hennar að vera leiðar- ljós þeirra sem með forustu fara og þá mun uppskeran verða sú sem til hefur verið sáð. Þorsteinn Pálsson og Ingibjörg Rafnar kona hans kjósa í formanns- kjörinu. Ég segi fyrir minn hlut, og von- andi allra þeirra sem stutt hafa mig í þessari baráttu, að við förum frá henni ósárir og ég vona að svo sé einnig um hina sem meirihluta hafa hrósað. Nú býður okkar allra það verk að vinna áfram að fram- gangi sjálstæðisstefnunnar og heyja þá einu baráttu sem okkur er ætlað, fyrir sigri þessarar hug- sjónar sem við höfum lengi barist fyrir og ein getur leitt íslenska.þjóð til farsældar og framfara. Þá bar- áttu munum við heyja með árangri og sigri. Þakka ykkur fyrir. Friðrik Sophusson eftir að hafa verið kosinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins: Ætlum okkur að verða forustu- menn allra sjálfstæðismanna HÉR á eftir fer ávarp Friðriks Sophussonar á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins eftir að hann hafði verið kjörinn varaformaður flokksins: Ágætu samheijar. Mér þykir gott að finna stuðning ykkar í þessu varaformannskjöri og er þakklátur fyrir að þið skulið hafa veitt mér brautargengi með þessum hætti. Ég skal viðurkenna það fúslega að þetta var erfið ákvörðun og alls ekki sjálfsögð, og ég fínn fyrir því, þegar ég tek aftur að mér þetta hlutverk, að það hvíl- ir á mér mikil ábyrgð, svo mikii að ég veit að ég þarf á ykkar aðstoð að halda til að geta rækt þetta hlut- verk eins og ber. ' 'Ég" fmir fyrir ‘því,- og-það Wjóttmi- við að gera báðir, ég og formaður flokksins, að við erum ekki einung- is forustumenn sumra sjálfstæðis- manna. Við ætlum okkur að verða forustumenn allra sjálfstæðis- manna hvar sem þeir búa á landinu. Við höfum nú, sjálfstæðismenn, fundað í nokkra daga, og ég hef sem fundarstjóri stundum verið að velta fyrir mér þessu merki, þessu tákni regnbogans, sem við höfum fundað hér undir. Regnboginn er samspil regns og sólar. Regnboginn minnir okkur á að það skiptast á -skiir ogskúrir í -irfinu.'En-samsprl regns og sólar er líka nauðsynlegt vegna vaxtar og viðgangs alls lífs- ins. Þess vegna getum við haldið því fram að regnboginn sé tákn gróandans í þjóðfélaginu. Við höfum á þessum fundi sýnt hvernig sjálfstæðisfólk kemur sam- an, sýnir lýðræðisleg vinnubrögð, kemst að lýðræðislegri niðurstöðu og hvernig við öll erum staðráðin í að virða þá niðurstöðu sem hér er fengin. Nú þurfum við að leggjast á eitt, og vera minnug þess að sam- staðan er okkar sterkasta vopn. Auðvitað eru foringjar mikilvægir, auðvitað er málstaður mikilvægur, en það' sem -skiptir þó-öHu-máii í - þeirri baráttu sem framundan er, er trúin á málstaðinn, sannfæringin sem í okkur býr. Þess vegna hljótum við, ágætu samheijar, að strengja þess heit þegar við göngum út af þessum fundi, að við ætlum okkur að sýna öllum kjósendum hver okk- ar sannfæring er, og hvernig þessi flokkur, sem svo mikið afl býr í, kemur til með að taka þátt í kosn- ingabaráttunni, kemur til með að beijast á þann veg að um verði að ræða sleitulausa sókn til sigurs. Þess vegna skulum við ganga út af þessum fundi til þess að sigra í kosningabaráttunni. Fram til sig- -urs,- sjálfstæðisTnetmr—— Friðrik Sophusson ávarpar landsfundinn þegar hann hafði Sjaifstæðisflokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.