Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGÚR 12. MARZ 1991 29. landsfundur Sjálfstæðisflokksins: ' Ályktun um sj ávarútvegsmál Næstu ríkisstjórnar bíður að marka sjávarútvegsstefnu Fullri andstöðu lýst við skattastefnu ríkissljórnarinnar í ÁLYKTUN landsfundar Sjálf- stæðisflokksins um sjávarútvegs- mál segir, að sjávarútvegsstefna sem taki tillit til allra þátta, hafi ekki enn verið mörkuð og næstu ríkisstjórnar bíði þar inikið og vandasamt verk. Hins vegar er ekki fjallað um helstu ágrein- ingsefnin, sem verið hafa í sjáv- arútvegsmálunum, svo sem af- nám kvótakerfisins eða veiðileyf- asölu og felld var út grein úr upphaflegum ályktunardrögum, þar sem lagt var til að takmarka fijálsa verslun með veiðiheimild- ir þannig, að einungis opin hluta- félög gæti aflað sér veiðiheimilda umfram ákveðið hlutfall af heild- arafla landsmanna. Þá var felld út tillaga um sjálf- stæða sjávarútvegsstofnun, sem ætti meðal annars að taka við hlut- verki Fiskifélags íslands og veiði- eftirlits sjávarútvegsráðuneytisins. Loks var felldur kafli úr ályktunar- drögum um skattamál, þar sem hafnað var hugmyndum um auð- lindaskatt eða sölu veiðileyfa. í ályktuninni segir m.a. að við mótun fiskveiðistefnunnar eigi að hafa í huga að tryggja forkaupsrétt aðila innan sveitarfélags við sölu á veiðiheimildum, að ströngum viður- lögum verði beitt við hvers konar misferli eða brotum á lögum og reglum um fiskveiðar, Hagræðing- arsjóður sjávarútvegsins verði lagð- ur niður og við hlutverki Úrelding- arsjóðs sjávarútvegsins taki Aldurs- lagasjóður. Þá verði fiskvinnslunni heimilað að mynda eigin sveiflujöfn- unarsjóði án þátttöku launþega, en Verðjöfnunarsjóður sjávarútvegsins verði lagður niður. Eftir reynslu af síðasta lands- fundi, þar sem umræður í sjávarút- vegsnefnd drógust mjög á langinn, var nú ákveðið að takmarka þar bæði fjölda og lengd ræðna. Mál- efnahópurinn um sjávarútvegsmál lauk störfum á tilsettum tíma, þrátt fyrir að haldnar væru yfir 40 ræður á þeim tveimur fundum sem hópur- inn hélt, að því er Arnar Sigmunds- son formaður hópsins upplýsti á landsfundinum. Arnar sagði, að ekki hefðu allir verið sammála á þeim fundum, en eftir að fulltrúar andstæðra sjónarmiða höfðu verið tilnefndir til að ganga frá endan- legri tillögu hefði náðst sæmileg sátt um niðurstöðuna. Markús Möller hagfræðingur, sem verið hefur einn af helstu tals- mönnum veiðileyfasölu innan flokksins, sagði að þessi tillaga væri ekki um stórar breytingar, enda væri ekkert sem ræki menn til þess að heija stóraðgerðir í sjáv- arútvegi nú. Hann sagði að spurningin um veiðileyfagjald hefði ekki komið upp að þessu sinni, en á því máli yrði að bijóta á landsfundi. Það þyrfti þá að koma fullundirbúið fram á landsfundinum sjálfum en ekki að taka það fyrir í fámennri sjávarút- vegsnefnd. Barátta Vestfirðinga gegn kvóta- kerfinu var ekki mjög áberandi á landsfundinum sjálfum að þessu sinni. Á sjávarútvegsnefndarfund- unum lögðu þeir þó fram fullbúna tillögu, þar sem sagði meðal ann- ars, að Sjálfstæðisflokkurinn yrði að taka forustu í mótun annarar fiskveiðistefnu sem taki við í árslok 1992, þar sem koma þurfi í veg fyrir sífellt aukinn eftirlits- og stjórnunarkostnað vegna fiskveið- anna. Afleggja bæri sölu óveidds fisks í sjó og tryggja rétt byggðar til sjávarfangs og atvinnu. I endanlegri tillögu er samsvar- andi kafli hins vegar orðaður þann- ig: Höfuðmarkmið fiskveiðistefn- unnar er að stuðla að verndun og uppbyggingu fiskistofna og hag- kvæmari nýtingu þeirra, jafnframt því að tryggja rétt byggða til sjávar- fangs og atvinnu. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur ekki farið með stjórn sjávarútvegsmála sl. 13 ár. Telja verður eðlilegt að stærsti stjórnmál- aflokkur landsins fái þetta mik- ilvæga ráðuneyti í sinn hlut í næstu ríkisstjórn og hafi forustu um mat á árangri þeirrar fiskveiðistefnu sem nú er fylgt samfara endurskoð- un og einföldum fiskveiðistefnunn- ar á næsta ári. Guðmundur Sævar Guðjónsson frá Bíldudal kom með breytingartil- DANSHÖGSKOLAN 0 DANSHÁSKÓLINN auglýsir - að því tilskiidu að viðhlítandi leyfi fáist - stöðu PRÓFESSORS í AÐ SEMJA DAIMSA („koreografi") og hefji störf 1. júlí 1992. Ríkisstjórnin skipar í stöðuna til fimm ára fyrst um sinn. Veitinguna má endurnýja án þess að staðan sé auglýst. gtöð- unni má gegna í hæsta lagi í 10 ár. Laun: Staðan er launuð sem yfirmannsstarf. Umfang stöðunnar: Fullt starf. í starfinu er innifalið 200 klt. kennslustundir á námsári. í starfinu eru sameinaðar rannsóknir og listræn þróunarstörf í samningu dansa. Prófessorinn á einnig að stjórna rannsókn- um og listrænu framfarastarfi í samningu dansa við DH og leiðbeina nemendum í þessari grein í samvinnu við námsstjó- rann. Starfið krefst bæði fræðilegrar og hagnýtrar þekkingar á þessu sviði. Umsækjandi þarf að geta sannað listræna starfsemi við uppsetningu dansa. Vlð tökum mikið tillit til hugkvæmni og nýsköpun og lagni við kennslu. Vegna mikilla alþjóðlegra samskipta DH er mjög góð enskukunnátta nauðsynleg. Hæfniskröfur að öðru leyti, ráðningarmáti m.m., má finna í 19. kafla háskólareglugerðarinnar. Ásamt umsókninni á umsækjandi að bæta við eftirfarandi í fjórum eintökum: - Stuttri, skriflegri skýrslu um listræna starfsemi og kennslu- störf. í skýrslunni á að koma fram hvert af störfunum honum sjálfum finnst að ætti að leggja mesta áherslu á þegar dæmt er um ráðningu. - Vottfestri náms- og starfsskrá og skrá yfir verk þau og störf sem vitnað er til. Myndþandsspólur má senda með. Upplýsíngar um stöðuna gefa: Rektor Lena Malmsjö - Sími 8-6663603. Kansliehef Gunnel Gustafsson - Sími 8-6663604. Umsóknir - á ensku eða sænsku - á að stíla til ríkisstjórnarinn- ar og skulu hafa borist DANSHÁSKÓLANUM, Box. 270 43, S-102 51 Stockholm, Sverige, í síðasta lagi 15. apríl 1991. lögu við lokasetninguna, þannig að hún endaði: samfara endurskoðun og mótun nýrrar einfaldari sjávar- útvegsstefnu á næsta ári. Kristján Ragnarsson framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegs- manna sagði að slík tillaga hefði einnig komið fram í nefndinni og verið hafnað, enda væri það ekki gott veganesti af þessum lands- fundi, að álykta um að taka ætti upp nýja fiskveiðistefnu en ekki um hvernig hún ætti að vera. Kristján mótmælti éinnig hugmyndum um auðlindaskatt, og sagði að með því væri verið að skattleggja það hag- ræði sem fengist með fækkun í fisk- veiðiflotanum. Tillaga Guðmundar var síðar felld með nokkrum mun. I tillögunni, sem samþykkt var á fundinum, segir að brýnt sé að hagsmunir útgerðar og fiskvinnslu fari saman, og nauðsynlegt sé að stefna að fullvinnslu se_m flestra sjávarafurða hér á landi. í því sam- bandi sé nauðsynlegt að jafna sam- keppnisstöðu fiskvinnslu á íslandi til samræmis við fiskvinnslu innan Evrópubandalagsins, með tilliti til verndartolla EB. Þá er í tillögunni sérstakur kafli um öryggismál sjómanna þar sem segir að áformum um kaup á nýrri og stærri björgunarþyrlu með afís- ingarbúnaði verði að hrinda undan- bragðalaust í framkvæmd. Þá beri að efla starfsemi og rannsóknir Hafrannsóknarstofnunar, sérstak- lega verði stórauknar rannsóknir á vistfræði hafsins. Þá segir að nýta beri sjávarspendýr undir vísinda- legu eftirliti eins og fiskistofnana. Hert á skattaályktun I ályktun landsfundarins um skattamál er lýst yfir fullri andstöðu við stefnu núverandi ríkisstjórnar. Nauðsynlegt sé að hverfa frá skattahækkunarstefnu og stöðva þenslu í umsvifum ríkiskerfisins. Minni ríkisumsvif séu forsenda auk- innar verðmætasköpunar og þar með tryggasta leiðin til að létta skattbyrði og bæta almenn lífskjör. Þá segir að leita þurfi leiða til að lækka núverandi skatthlutfall í 35%, m.a. með fækkun frádráttar- liða, skatthlutfall virðisaukaskatts í 15% og tekjuskatts fyrirtækja í 30-35%. Einnig er þess krafist að aðstöðugjald verði afnumið, svo og sérstakur skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Loks segir, að í stað hinna ýmsu kostnaðarskatta megi innleiða þjónustugjöld, sem greidd eru af notendum opinberrar þjónustu þegar unnt sé að koma því við. Ályktunin tók nokkrum breyting- um í meðförum fundarins, frá upp- haflegum drögum. í upphaflegri til- lögu var til dæmis talað um að standa vörð um núverandi skatt- leysismörk og að núverandi réttur til yfirfærslu ónýtts persónuafslátt- ar verði að teljast viðunandi mála- miðlun milli sérsköttunar og sam- sköttunar hjóna. I endanlegri álykt- un segir að stefna skuli að hækkun skattleysismarka og núverandi rétt- ur til yfirfærslu ónýtts persónuaf- sláttar geti ekki talist viðunandi málamiðlun milli sérsköttunar og samsköttunar hjóna. Þá var samþykkt breytingartil- laga frá Friðrik Árnasyni á Akur- eyri þar sem segir, að skattbyrði heimilanna sé nú með þeim hætti sem ekki verði við unað. Svo mikil sé skattbyrðin orðin, að alþýðufjöi- skyldan hafi vart fyrir brýnustu nauðsynjum. Það sé því frumskylda Sjálfstæðisflokksins að beita sér fyrir því í ríkisstjórn að skattlagn- ingu verði hagað þannig að afkoma lágtekjufólks batni þegar í stað svo um muni. Ýmsir urðu til að lýsa yfir stuðningi við þessa tillögu, þeirra á meðal Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður. Pálmi Jónsson Sauðárkróki lagði fram nokkrar breytingartillögur við ályktunina, sem flestar voru sam- þykktar, svo sem að afnema skuli eignaskatt af íbúðarhúsnæði og að afnema tekjuskatt af launum ungl- inga 16 ára og yngri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.