Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1991 21 Alyktun 29. landsfundar Sjálfstæðisflokksins um utanríkismál: Staðfesta NATO-ríkja skilaði árangri I ALYKTUN 29. landsfundar Sjálfstæðisflokksins uni utanríkis- niál segir að frá því að Islending- ar í upphafi seinni heimsstyrjald- ar hafi verið knúnir til að taka utanríkismálin í eigin helndur hafi utanríkisstefna þjóðarinnar ávallt tekið mið af landfræðileg- um, sögulegum og pólitískum for- sendum, sem íslendingar liafi litlu um ráðið. Markmið uLmríkis- stefnunnar hafi ávallt verið að tryggja frelsi og sjálfsákvörðun- arrétt þjóðarinnar, vinna að frið- samlegum samskiptum ríkja og tryggja öryggi og frið í okkar heimshluta. Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft forystu um mörkun þeirrar utanríkis- stefnu sem varð til á fyrstu árum lýðveldisins og feli í sér áherslu á varnarsamstarf vestrænna lýðræð- isríkja, aðild að Sameinuðu þjóðun- um, samstarf við aðrar Norðurlanda- þjóðir og fríverslun í alþjóðlegum viðskiptum. Rakið er að undanfarin 2-3 ár hafi orðið gífurlegar breytingar í samskiptum austurs og vesturs. Hver- þjóðin á fætur annarri hafi losnað undan viðjum kommúnismans í A- Evrópu og athyglisvert sé að þar sem ftjálsar kosningar hafi farið fram í þessum löndum hafi sjónarmið ftjáls- lyndra og borgaralega sinnaðra flokka hvarvetna náð mestu fylgi. Sameiningu Þýskalands, sjálfstæði Ungvetjalands, Tékkóslóvakíu og Póllands hafi fylgt stórkostlegur ár- angur í samningaviðræðum austurs og vesturs um samdrátt hefðbundins herafla í Evrópu. Skilyrði hafi skap- ast fyrir stórbættri sambúð og ná- inni efnahagslegri samvinnu ríkja í okkar heimshluta og stafi sá árangur , öðru fremur af staðfestu ríkja Atl- antshafsbandalagsins sem hvergi hafi hvikað frá markaðri stefnu í öryggismálum en einnig hafi efna- hagslegar forsendur neytt stjórnvöld til að losa um tökin og breyta um stefnu gagnvart þeim löndum sem þeir lögðu undir sig eftir lok heims- styijaldarinnar. Það sé vonandi til marks um farsælar lyktir kalda stríðsins að Varsjárvbandalagið hafi nú verið lagt niður. Þó hljóti nylegir atburðir að vera mönnum til umhugs- unar um nauðsyn traustra varna og samstöðu vestrænna lýðræðisríkja. I fyrsta lagi beri að nefna stríðið fyrir botni Persaflóa, sem Saddam Hussein hafi blásið til þegar hann ruddist með herlið sitt inn í Kúvæt. Þetta hafi leitt til þess að ríki Sam- einuðu þjóðanna hafi ekki átt um annað að ræða en að beita íraka valdi. í öðru lagi er bent á að ofbeldis- verk sovéskra hermanna í Eystra- saltsríkjunum undanfarnar vikur hafi skapað nokkra óvissu í viðræðum við Sovétmenn um nýja skipan öryggis- mála í Evrópu. Rakinn er mikill og eindreginn stuðningur Islendinga við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða og sú stefna sjálfstæðismanna árétt- uð að íslendingar taki upp fullt stjórnmálasamband við ríkin þtjú jafnskjótt og færi gefst. Þá segir að ofbeldi Sovéthersins í Eystrasalts- ríkjunum, fregnir af brotum gegn nýlega gerðum samningum um af- vopnun og áframhaldandi hernaðar- uppbygging á Kóla-skaga, geri að verkum að íslendingar eins og aðrar vestrænar þjóðir hljóti að fara að öllu með gát í samskiptum við so- véska heimsveldið. Sjálfstæðismenn leggi sem fyrr áherslu á pólitíska samstöðu ríkja Atlantshafsbanda- lagsins og að öll skref sem stigin eru í varnar- og öryggismálum verði tek- in í samræmi við markaða stefnu bandalagsins. Með samdrætti hetja í Evrópu kunni gildi samgönguleiðar- innar yfir Atlantshaf að aukast fyrir varnir ríkja V-Evrópu. Otímabærar og illa grundaðar hugmyndir um „afvopnun á höfunum" geti skaðað hagsmuni ríkja bandalagsins sem eigi allt undir öruggum sjóflutning- um. Aðild að EB ekki útilokuð Þá segir að hugsanlegt sé að samningar um EES verði ekki annað en aðlögunarsamningur EFTA-ríkj- anna að EB. íslendingar verði að marka sér stefnu um það hve langt þeir vilji ganga með ríkjum EFTA í þessu efni. Ríkisstjórnin hafi enga ákveðna stefnu heldur láti reka á reiðanuni'enda sé mikill ágreiningur innan stjórnarliðsins um afstöðu til annarra ríkja og einangrunarstefna sé landlæg í Framsóknarrflokki og Alþýðubandalagi. Sjálfstæðismenn telja að íslendingar eigi samleið með öðrum EFTA-ríkjum um þátttöku í evrópsku efnahagssvæði að því til- skildu að samningar takist um hindr- unarlaus viðskipti með sjávarafurðir. Ef viðhlítandi samningar takast ekki um hindrunarlaus viðskipti með sjáv- arafurðir leggja sjálfstæðismenn áherslu á að Islendingar leitist við að ná fram þessiim markmiðum eftir öðrum leiðum. íslendingar eigi ekki fremur en aðrar Evrópuþjóðir að úti- loka fyrirfram að til aðildar geti kom- ið að Evrópubandalaginu.. Viðfangs- efnið sé að tryggja þjóðinni efna- hagslega farsæld í framtíðinni og sjá til þess að sjálfstæði og sjálfsákvörð- unarréttur landsins skuli ávallt tryggður ásamt fullri stjórn á auð- lindum landsins. VIRÐISAUKASKATTUR Endurgreiðsla virðisaukaskatts til íbúðarbyggjenda Hvað er endurgreitt? Virðisaukaskattur af vinnu manna við íbúðarhúsnæði er endurgreiddur: • Byggjendur íbúðarhúsnæðis geta fengið endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem þeir greiða vegna vinnu manna á byggingarstað hússins. •Eigendur íbúðarhúsnæðis geta fengið endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem þeir greiða vegna vinnu manna við viðhald og endurbætur íbúðarhúsnæðis síns. • Þeir sem framleiða íbúðarhús í verk- smiðju hér á landi geta fengið endur- greiddan hluta virðisaukaskatts af söluverði húsanna. Sérstaklega skal tekið fram að hvorki er endurgreiddur virðisaukaskattur vegna tækjavinnu né af efni sem notað er til byggingarframkvæmda. Endurgreiðslubeiðni Sækja skal um endurgreiðslu á sér- stökum eyðublöðum til skattstjóra í því umdæmi sem umsækjandi á lögheimili. Eyðublöðin eru: • RSK 10.17: Bygging íbúðarhúsnæðis til sölu eða leigu.- • RSK 10.18: Bygging, endurbætur og viðhald íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Athygli skal vakin á því að frumrit sölureiknings skal fylgja umsókn um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna endurbóta og viðhalds. Vegna ný- byggingar verður umsækjandi að geta lagtfram umbeðin gögn, t.d. sölu- reikninga þar sem skýrt kemur fram hver vinnuþátturinn er og að vinnan sé unnin á byggingarstað. Uppgjörstímabil Hvert uppgjörstímabil ertveir mánuðir: janúar og febrúar, mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október, nóvember og desember. Skiladagur Endurgreiðslubeiðni skal berast skatt- stjóra fyrir 15. dag næsta mánaðar eftir að uppgjörstímabili lýkur. Hvenær er endurgreitt? Hafi beiðni um endurgreiðslu verið skilað á tilskildum tíma skal endur- greiðslan fara fram eigi síðar en 5. dag næsta mánaðar eftir skiladag vegna nýbygginga og eigi síðar en 20. dag næsta mánaðar eftir skiladag vegna endurbóta og viðhalds. RSK RIKISSKATTSTJORI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.