Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 27
'MÖRGUNBLAÐIÍ) ÞRIÐJUDÁGUR l^. A'lARZ' 1991 '27 Ítalía: Vonsviknir flóttamenn hrekj- ast aftur heim til Albaníu Albanskir flóttamenn hrópa í kór „Lifi Albanía" skömmu áður en þeir héldu frá Brindisi á sunnudag. Brindisi. Reuter, The Daily Telegraph. UM 2.000 þeirra 20.000 Albana sem flúðu yfir til Italíu í síðustu viku héldu aftur til síns heima á sunnudag. Flestir þeirra sem eft- ir urðu hafa nú verið fluttir í flóttamannabúðir eftir að hafa mátt þola ömurlega vist á götum úti í hafnabænum Brindisi í roki og rigningu. Af hálfu ítalskra yfirvalda liggur fyrir að flestir þeirra verða fluttir aftur til Al- baníu en í gær komu fulltrúar ítalskra og albanskra stjórnvalda saman til fundar til að ræða flótt- amannavandann. Um 2.000 Albanir þustu um borð í albanska flutningaskipið „Tirana“ síðdegis á sunnudag en áður höfðu ítölsk stjórnvöld neitað fólkinu um fararleyfi á þeirri forsendu að ástand skipsins gæfi tæpast tilefni til að ætla að það gæti náð aftur til hafnar í Albaníu með þúsundir manna innanborðs. Um 5.000 flótt- amenn voru um borð í skipinu ér það kom til Brindisi á fimmtudag. Yfirvöld reyndu þó ekki að hefta heimför flóttafólksins, sem hrópaði í kór: „Lifi Albanía" er skipið lét úr höfn. Þótti greinilegt að viðtökur ítala og ömurlegur aðbúnaður í Brindisi hefðu nægt til að sannfæra þetta fólk um að þess biði ekkert betra á Vesturlöndum. „Tirana" kom til hafnar í Durres í Albaníu í gærdag. Þar hafa hermenn haldið uppi gæslu frá því síðustu viku og hermdu fréttir í gær að þrír menn hið minnsta hefðu fallið á laugardag er öryggissveitir létu til skarar skríða gegn flóttafólki sem komist hafði um borð í skip eitt og hugðist sigla því yfir til Ítalíu. Erlendir fréttamenn í Brindisi kváðu viðtgögð ítalskra yfirvalda við flóttamannastraumnum hafa verið ósannfærandi. Fólkinu hefði t.a.m. ekki verið komið í skjól og hefðu margir orðið að halda til á hafnarbakkanum í roki og úrhellis- rigningu. Aðrir leituðu inn í bæinn og mátti um helgina víða sjá sárs- vanga og hrakta flóttamenn leita skjóls í görðum húsa, við útidyr og í húsasundum. Margir höfðu gripið til þess ráðs að sveipa sig plastrenn- Taka Færey- ingar upp atvinnu- leysisbætur? Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. FÆREYSKA landsstjórnin hefur ákveðið að skipa nefnd til þess að kanna möguleikana á því að stofnsetja atvinnumiðlun og taka upp bótagreiðslur fyrir atvinnu- lausa Færeyinga. Efnahagskreppa hefur leitt til aukins atvinnuleysis í Færeyjum en þar í landi er ekki að finna neina vinnumiðlunarskrifstofu og launa- fólki eru ekki greiddar bætur missi það vinnu sína. Hingað til hefur verið mikil pólit- ísk andstaða við að taka upp atvinn- uleysisbótagreiðslur. Margur stjórnmálamaðurinn hefur haldið því fram að það yrði einungis til þess að auka á atvinnuleysi. Færeyskir atvinnuleysingjar hafa átt þann kostinn einan að fá fram- færsluhjálp hjá félagsmálastofnun- inni en þangað hafa menn einungis leitað í sárustu neyð, samkvæmt upplýsingum stofnunarinnar. Á síð- ustu tveimur til þremur misserum hefur fjöldi þeirra sem þar hefur beðið um. hjálp þó aukist stórum. Endurspeglar það vaxandi atvinnu- leysi en segir þó ekkert um heildar- fjölda atvinnulausra Færeyinga, en enginn veit með vissu hversu marg- ir þeir eru.111 ingum og -pokum sem þeir höfðu komist yfir til að veijast vosbúð- inni. Fréttamenn töldu jafnvel hugsanlegt að yfirvöld á Ítalíu hefðu fyrirskipað þær kuldalegu móttökur sem Albanirnir fengu í þeirri von að þannig mætti draga úr flóttamannastraumnum. Á sunnudag var yfirstjórn ítalska hersins falið að safna saman þeim þúsundum flóttamanna sem enn eru í landinu. Voru þeir síðar um dag- inn fluttir frá Brindisi til nokkurra herstöðva þar sem þeir munu halda til þar til þeir verða fluttir aftur yfir til Albaníu. ítölsk yfirvöld hafa lýst yfir því að flestum verði gert að snúa aftur. Einungis pólitískum flóttamönnum verði veitt hæli en flestir eru sagðir hafa flúið sökum dapurlegra lífskjara í Albaníu. Aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, Claudio Martelli, hélt í gær til Tir- ana, höfuðborgar Albaníu, til við- ræðna við ráðamenn þar og búist er við fulltrúi albanskra stjómvalda komi til Rómar á morgun, miðviku- dag. ítalir hafa sagt að þeir vilji tryggja að flóttamönnunum verði ekki refsað snúi þeir heirh og að leita beri leiða til að koma í veg fyrir frekari landflótta. * Hádegisverður á Hótel Holti Á Hótel Holti verður áfram tilboð í hádeginu, sem samanstendur af forrétti, aðalrétti og eftirrétti, sem hver og einn velur af seðli dagsins. HOLTSVA GNINN Úr Holtsvagninum bjóðum við heilsteiktan lambahrygg m/kryddjurtasósu ásamt forrétti og eftirrétti Verð kr. 995,- Forréttur, aðalréttur og eftirréttur á viðráðanlegu verði, án þess að slakað sé á í gæðum. Bergstaðastræti 37, Sími 91-25700 REÍAIS & CHATHAUX. SIEMENS -gæði STÓRGLÆSILEG NÝ ÞVOTTAVÉL FRÁ SIEMENS! SfWWMAr PUJS «DO ? w m Enn á ný ryður Siemens brautina í þróun og hönnun heimilistækja. í þetta skiptið með nýrri þvottavél, sem slegið hefur í gegn og mun vafalaust verða öðrum þvottavélaframleið- endum fyrirmynd, því að hér er á ferðinni sannkölluö tímamótavél í hönnun og notkun tölvustýribúnaðar, sem býður upp á nýja og betri þvottaaðferð en áður hefur þekkst. Mikil fjölbreytni í þvottakerfum, þeytivinding í áföngum og þrír mismunandi vinduhraðar skapa nánast óendanlegt svigrúm fyrir allan þvott, sérhvert óhreinindastig hans og þann hámarkshita sem hann þolir. Sjálfvirkur magnskynjari skammtar vatn inn á vélina í samræmi við magn og gerð þvottar og það kerfi sem er í gangi og aðlagar þannig vatnsnotkunina sjálfkrafa því sem þvegið er. Sérþróuð þvottatromla með þremur áföstum vatns- hripum heldur vatninu á stöðugri hreyfingu og tryggir þannig jafnt gegnumstreymi á vatni um þvottinn. Þessi nýjung sér til þess að þvotturinn fær bestu hugsanlegu meðhöndlun. SIWAMAT PLUS 4200 uppfyllir allar ítrustu kröfur og óskir sem gerðar eru til þvottavéla nú á dögum. Hún er mjög þægileg I notkun með aðgengilegt, upplýst stjórnborð. ítarlegur leiðarvísir á íslensku og greinargóð tafla yfir öll möguleg þvottakerfi vélarinnar fylgja með. Þær miklu gæðakröfur sem gerðar voru við þróun hennar og framleiðslu tryggja auk þess auðvelt viðhald og langa endingu. Gæði á gæði ofan frá SIEMENS K SMITH& NORLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.