Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 22
22 rppr xr, mj, vt srr.rr&httíirr>id '.iií+í. ístt/.t i’iQfm MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1991 - segir Asmundur Stefánsson, forseti ASI ALÞÝÐUSAMBAND íslands fagnar 75 ára afmæli í dag. Ásmund- ur Stefánsson, forseti Alþýðusambandsins, segir að hlutverk þess sé enn sem fyrr að bæta hag og auka réttindi félagsmanna sinna. „Verkalýðshreyfingin rækir það hlutverk í kjarasamningum og í samskiptum við sljórnvöld, því fjölmargt sem snertir aðstöðu fólks, verður ekki ákveðið í kjarasamningum heldur með ýmsum aðgerð- um stjómvalda. Til að geta unnið að þessum málum er mikilvæg- ur þáttur í starfinu að efla innra starf og auka virkni félags- manna,“ segir Ásmundur í viðtali við Morgunblaðið í tilefni þess- ara tímamóta. Innan Alþýðusambands íslands eru nálægt 70 þús- und félagsmenn, samkvæmt nýjustu tölum, í 245 verkalýðsfélögum og deildum, sem starfa innan 9 landssambanda. Ásmundur segir mikinn mun vera á vinnubrögðum innan verka- lýðshreyfmgarinnar og í stjóm- málabaráttunni. „Verkalýðshreyf- ingin er ekki byggð á þeirri verka- skiptingu sem er á milli kjörinna . fulltrúa og kjósenda innan stjóm- málaflokkanna. Allar helstu ákvarðanir í okkar hreyfingu em teknar á félagsfundum eða í al- mennum atkvæðagreiðslum. Fé- lagsfólkið tekur þátt í ákvörðunum og forystan er ekki í aðstöðu til að gera stóra hluti ef ekki er byggt á vilja félagsmanna. í stjórnmála- flokkunum virðast forystumenn- imir ekki þurfa mikið á sínu fólki að halda á milli kosninga," segir Ásmundur. Pólitísk hreyfing — Alþýðusambandið var öðrum þræði flokkspólitísk samtök fyrstu áratugina en síðan rofnuðu þau tengsl. Er hreyfingin pólitísk í dag? „Aðvitað hlýtur verkalýðshreyf- ingin að vera pólitískt afl því fjöl- margt sem snertir kjör okkar og aðstöðu er ákveðið með opinberum aðgerðum. Við hljótum því alltaf að beita okkur gagnvart stjórn- völdum og höfum sjaldan gert það með jafn víðtækum hætti og í febr- úarsamningunum á síðasta ári. Afskipti samtakanna af almennum þjóðmálum, efnahagsmálum og félagsmálum hafa alla tíð verið mikil og eru síst minni í dag en áður.“ Þingmenn ekki úr atvinnulífinu — Nú hafa margir forystumenn í verkalýðshreyfíngunni komið með sjónarmið verkalýðshreyfing- arinnar inn í stjómmálabaráttuna. Upp á síðkastið hefur þeim fækk- að sem skipa efstu sæti framboðs- listanna. Hver er skýringin? „í dag eru fjórir þingmenn á Alþingi sem hafa starfað í forystu verkalýðshreyfíngarinnar. Samt sem áður er það rétt að nokkuð er um þetta og það á ekki ein- göngu við um verkalýðshreyfing- una. Ef framboðslisti Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík er skoðaður má spyija hversu margir þar hafa verið í forystuhlutverki í atvinnu- lífínu. Ég fæ ekki betur séð en það sé aðeins einn frambjóðandi í hópi efstu manna. Þessi breyting í stjómmála- flokkunum endurspeglar fyrst og fremst þá staðreynd að til að verða forystumaður í stjómmálaflokki í dag, þarftu að hafa starfað í flokknum og hugsanlega er það einnig kostur að hafa ekki tekið þátt í praktísku starfí. Þú þarft helst að hafa verið að tala en ekki að gera neitt til að ná árangri í stjórnmálaflokkunum. Þetta er mjög óheppileg þróun. Ekki aðeins fyrir þær sakir að það skuli vera færri úr verkalýðshreyfingunni í stjórnmálabaráttunni, heldur líka að ekki skuli vera þar fleiri úr hópi atvinnurekenda en raun ber vitni. Forystumenn flokkanna koma í sífellt ríkari mæli úr hópi þeirra sem hafa alla tíða starfað að stjómmálum og þekkja þess vegna hið daglega líf, sérstaklega atvinnulífið, afar takmarkað.“ Pólitísk afskipti aldrei meiri — Felst ekki ákveðin þversögn í því, að á sama tíma og verkalýðs- hreyfingin færist frá flokkunum og stjórnmálabaráttunni, skuli áhrif hennar á landsstjómina stöð- ugt færast í aukana? „Eðli málsins samkvæmt em þeir sem starfa í atvinnulífinu og leysa praktísku vandamálin frá degi til dags með betri yflrsýn og koma auga á úrlausnir. Því kann vel að vera að á sama tíma og forystumenn flokkanna era komn- ir spöl frá þessum „reynsluheimi“, svo notað sé orðalag Kvennalist- ans, sé hlustað á þá sem era að fást við þessi mál daglega. Pólitísk afskipti hreyflngarinn- ar hafa ekki minnkað og hafa trú- lega sjaldan eða aldrei verið meiri en þau eru í dag, en þau fara ekki fram í gegnum ákveðna stjómmálaflokka. Áður fyrr var oft skilið á milli faglegrar og pólit- ískrar baráttu. Að undanförnu hefur þetta fléttast meira saman og baráttumálin era nú tekin upp gagnvart stjórnmálamönnum í heild en ekki við forystumenn ein- hverra ákveðinna stjómmála- flokka.“ Lýðræðisleg hreyfing — Era bein áhrif samtaka vinn- umarkaðarins á landsstjómina ekki til marks um þverrandi lýð- ræði? „Ef félagsleg þátttaka í verka- lýðshreyfíngunni og stjómmála- flokkunum er borin saman, þá getur engum blandast hugur um að aukin afskipti verkalýðshreyf- ingarinnar hljóta að auka lýðræð- ið. Okkar skipulag er þannig upp- byggt, að allar stærri ákvarðanir era teknar á félagsfundum eða í almennum atkvæðagreiðslum.“ Þjóðarsáttin — Markar samráðið í þjóðar- sáttarsamningunum tímamót í sögu varkalýðshreyfíngarinnar? „Þeir samningar marka ekki síst tímamót fyrir að þar hefur náðst sá árangur sem að var stefnt. Aldrei fyrr hefur verið gerður samningur sem hefur stað- ist jafn nákvæmlega." — Ber að þakka samtökum vinnumarkaðarins þann stöðug- leika sem náðst hefur fremur en stjórnvöldum? „Ég tel að fyrst og fremst megi skýra þennan árangur með því hve víðtækur stuðningur hefur verið við þessa viðleitni. Það era ekki aðeins forsvarsmenn samtaka á vinnumarkaði og stjómmálamenn heldur almenningur í iandinu sem hefur knúið á. Engin deilir um að ríkisstjórnin hefur unnið með, og tók því þakk- samlega að gerðir vora kjara- samningar á þessum forsendum og hún hefur verið reiðubúin til viðræðna um aðgerðir á samnings- tímanum til að fylgja málinu eftir.“ Verkföll í haust? — Era allsheijarverkföll liðin tíð? „Verkföll era ekki úr sögunni vegna þess að ef ekki era annars úrkostir getur í vissum tilfellum verið óhjákvæmilegt að komi til verkfalls. Ég tel ekki raunhæft að ætla að verkföll heyri til liðinni tíð og við getum ekkert sagt um hvemig þessi mál þróast á næst- unni. Það gætu þess vegna orðið verkföll í haust. Við eram ekki í aðstöðu til þess nú, að segja mikið til um hvernig næstu kjarasamningar verða. Það hafa engar ákvarðanir verið tekn- ar um hvernig staðið verði að næstu samningum. Við höfum sett á laggimar hóp sem er sérstaklega að ræða hvemig bæta megi stöðu þeirra tekjulægstu.“ Óhugnanleg þróun — Hópur launafólks býr við kröpp kjör þótt menn séu ekki á einu máli um fjöldann. Hefur þetta fólk gleymst við við gerð kjara- samninga? „Þessi hópur er of stór. Það er ef til vill tilhneiging hjá stóram hópi fólks að gleyma því að þessi hópur er til. Þjóðfélagsþróunin hefur valdið því að stéttaskiptingin fer vaxandi. Stærri hópar í þjóðfélaginu en áður þekkja ekki mikið til að- stæðna annarra þjóðfélagshópa og vita lítið um kjör þeirra. Það finnst mér óhugnanlegast við þróun þjóð- félagsins á síðari áram. Fólk með 200 þúsund króna fjölskyldutekjur trúir ekki að til séu fjölskyldur með undir 100 þúsund króna mán- aðarlaun. Auðvitað er þessi ójöfnuður Morgunblaðið/KGA „Æskilegt að lífeyrissjóðirnir komi inn í atvinnurekstur með beinum hætti.“ Ásmundur Stef- ánsson, forseti AJþýðusambands íslands. Ljósmynd/Sögusafn verkalýðshreyfingarinnar Samninganefnd verkalýðsfélaganna að störfum árið 1955. F.v. Björn Jónsson, Hermann Guðmundsson, Benedikt Davíðsson, Eðvarð Sigurðsson, Snorri Jónsson, Björn Bjarnason og Eggert G. Þorsteinsson. Verkfallsverðir við Lónsbrú í verkfallinu árið 1955. ALÞYÐUSAMBAND ISLANDS 75 ARA: Stéttaskiptingin fer vaxandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.