Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1991 ft 7íL vonarog vara ef þ ú s£yldir-Pa yfirá rziueii ijósL." Láttu það ekki draga úr sigurvissunni, þó ég birtist hér ... Viltu ræða víð mig, undir eitt auga ... HÖGNI HREKKVÍSI Skírið lærisveinana Barnaskím - svar til Sóleyjar Jónsdóttur Kæra Sóley Jónsdóttir. Þú ferð í grein þinni hörðum orðum um bam- askírn: „Fólk er blekkt í hinu allra mikilvægasta máli, þegar kennt er að bamaskímin sé inntökuskilyrði i Guðsríki." Ég býst við að þú hefðir ileppt þessari dómhörku, ef þú hefð- r hugleitt, hvemig fagnaðarerindið breiddist út á fyrstu öld. Það gerðist ekki eins og í Gamla testamentinu, þegar viðkomandi varð meðlimur Guðs útvöldu þjóðar með umskum. Postularnir töluðu uftr í sam- kunduhúsum við fulltíða fólk. En það útilokar þó ekki, að síðar var skírt „allt heimilið". Textmn, sem þú bendir á heldur svo áfram (Post. 16, 33): „Og var hann þegar skírður og allt hans fólk.“ Útilokar þessi texti lítil böm frá skím? Nei. Síðan segir í Postulasögunni 16,. 16: „Hún (Lýdfa) var skfrð og heim- ili hennar.“ Páll postuli skírði sjálf- n r. Stnfanaa. na. hfiimilL hans 'aik- i=hús 1. Kor. 1, 16). Talar Páll postuli um það, að hann hafi ein- Að tilheyra Jesú Drottni merkir þjá Páli að „vera limir á líkama hans“ (Efsusbr. 5, 30). Kirlgan er Ifkami hans (Ef. 1, 23). Nú má því spyija: Eigum við að trúa því, að Jesús vi|ji ekki að böm- in séu limir á líkama sínum? Eða mundi Jesús, sem sýndi það að hann var „bamavinur rnesti", hrekja böm- in frá sér, þegar foreldrar óska þess, að bömin þeirra verði líka Iimir á líkama hans? En 1 Sogu Trúarsetninga (hand- bók B. Neunheuser IV. bindi) segir. „Það getur verið erfítt að sanna bamaskím beint út frá Nýja testa- mentinu. En það eru bara engin rök gegn gildi bama8kímarinnar og það sannar alls ekki að hún sé í ósam- ræmi við Heilaga Ritningu. Spum- ingunni um þetta mál er svarað f postullegri erfikenningu, sem túlk- ar og greinir rétt efni Heilagrar Ritn- ingar." fívaó merkir pa erfikenning og erfðavenja? Þessu má svara sem svo, að bar komi allt fram, sem er En ef kennivald kirly'unnar r fella umskumina, má það þá líka kveða upp úr og staðfei bamaskímina, sem hvergi er bön uð í Biblíunni? Og hvað segir þá erfikenning um bamaskímina? Origenes, fræ asti biblfufræðingur 2. og 3. ald sem fór til Rómar, Grikklands, N austurlanda, Egyptalands og með biblíuskóla í Palestínu, ritar um bamaskím, að uppmni hen sé postullegur. Og það sama se t.d. einnig Ágústínus. Ef við tölum um skímina er mil vægt að hafa umskumina í hu enda kallar Páll postuli skfrr „umskum Krists, sem ekki er £ með höndum" (Kól. 2, 11). Kom þá skfm í stað umskur sem very'ulegast var gerð á 8. d« Það er kunnugt að 3. kirkjuþing Karþagó 268 ákvað, að leyfi væri að skíra lítil böm fyrr t dögum eftir fæðingu, ef hætta talin á því að viðkomandi bam Sambandið er skýrt. Loks má svo segja þetta: bamaskfmin gefur ekki réttini inngöngu f Guðsríki, f kirkjuna hafa nær engir kristnir menn heyrt kirkjunni frá fyrstu öl< Komu þeir þá ekki til sögunnar en á 16. öld með sértrúarflokki b fetaÉÉ^^i^^rekki annaf Séra Jón Habets. Ég hef lesið svar þitt til mín í Morgunblaðinu þann 16. febrúar. Þar er ekki að finna nein haldbær rök með barna- skírn. Við því er heldur ekki að búast, vegna þess að slík rök finnast hvergi í kenningu Jesú Krists í Nýja testamentinu. Það eru léleg rök með barnaskírn, að gera ráð fyrir að ung börn hafi tilheyrt þeim heimilum, þar sem segir í Nýja test- amentinu, að allt heimilisfólk hafí verið skírt. Hvað skyldu þau vera mörg heimilin á íslandi, þar sem engin ung börn eru innan veggja? Hagstofan getur trúlega gefið svar við Jpví. Eg las í grein þinni: „Er þá ein- hvern texta að finna í Nýja testa- mentinu, sem bannar að skíra börn eða sem segir að það megi aðeins skíra fullvaxið fólk? Nei, slíkt segir enginn texti.“ í Nýja testamentinu er texti, sem segir skýrt til um það hveija eigi að skíra, sá texti er í Matteusar guðspjalli 28:19. „Farið því og gjörið allar þjóðir að læri- sveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda.“ (Þýðing 1981). Aðeins er boðið að skíra þá sem gerast lærisveinar Drottins Jesú. Ung böm geta á engan hátt talist lærisveinar. Fullvaxta fólk, sem ekki er lærisveinar Jesú, á heldur ekki að skíra. í Postulasög- unni, 8:37, kemur fram að ekki mátti skíra (niðurdýfingaskírn) nema þá sem tekið höfðu trú á Drottin Jesu. í grein þinni stendur: „Gagnvart þessu (þ.e. Biblían talar um. skírn í sambandi við synd, iðrun og trú) ÞAKKIR Hinn 15. febrúar var ég svo óheppin að hrasa í hálku og lær- bijóta mig. Mín heppni var að lenda á þessum ágæta spitala. Umhyggj- an og þjónustan hér er hreint og beint frábær. Allt starfsfólkið er svo hlýlegt og hefur alltaf tíma fyrir mann. Gefur fallegt bros og klapp á kinn — það hefur ekki lítið að segja þegar eitthvað amar að. Ykk- ur þakka ég af alhug allt sem þið hafið fyrir mig gert á Landakots- spítala, deild 2-B. Einnig þakka ég þeim fjölmörgu sem hafa heimsótt mig og sent mér gjafir og blóm. Hafið hjartans þökk fyrir allt. Guð blessi ykkur öll. Hulda Ingimundardóttir ber að benda á það, að skírnin er hrein gjöf.“ Þessi staðhæfing þín stenst ekki og hefir enga stoð í Nýja testamentinu. Ég les einnig: „Ef barnaskím gefur ekki réttinn til inngöngu í Guðsríki, í kirkjuna, þá hafa nær engir kristnir menn tilheyrt kirkjunni frá fyrstu öldurn." Við vitum af Guðs Orði, kenningu Jesú Krists í Nýja testamentinu að bamaskím gefur engan rétt til inngöngu í Guðs ríki. í guðspjalli Jóhannesar, 1:12, stendur: „En öll- um þeim, sem tóku við honum (Jesú), gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans, sem ekki eru af blóði, né heldur af holds vilja, né af manns- vilja, heldur af Guði getnir." Þarna er verið að tala um andlega fæðingu fyrir trú, í samræmi við það sem Jesú Kristur sagði við Nikódemus: „Sannlega, sannlega segi ég þér, enginn getur séð Guðsríki nema hann endurfæðist." (Jóh.3:3). Ég stend við það sem ég sagði í grein minni þann 16. desember, að það er verið að blekkja fólk í hinu allra mikilvægasta máli, þegar kennt er að barnaskírnin sé inntök- uskilyrði í Guðs ríki. Það er alvar- legt að boða lygi í nafni Drottins. (Sjá Jeremíabók 28:15-17). Barna- skírn er ekki framkvæmd eftir boði Drottins, hún er aðeins mannaboð- orð og hún gerir engan kristinn. Kristur kenndi að menn verði kristnir með því að trúa á hann og fylgja honum. Kristnir menn á fyrstu öldum tilheyrðu hinum ýmsu fijálsu kristnu söfnuðum, og gera vissulega enn í dag, þó svo að lítið fari fyrir slíkum söfnuðum á íslandi. í Biblíuþýðingunni frá 1914 er ekki notað orðið „kirkja“ um samfé- lag trúaðra, heldur orðið „söfnuð- ur“. í Efesusbréfinu 1:22-23 stend- ur: „Já, alt hann lagt undir fætur honum og gefið hann söfnuðinum svo sem höfuðið yfír öllu, en söfn- uðurinn er líkami hans og fyllist af honum, sem sjálfur fyllir alt í öllum." Þarna er verið að tala um hina trúuðu (sjá Efesusbréf 1:1), en ekki þá sem tilheyra einhverri kirkju fyrir barnaskírn og fermingu. Þetta skyldu menn athuga vel. Þeg- ar ég tala um „kirkjunnar menn“, á ég við þá, sem stóðu fyrir því fyrirkomulagi, sem nú þekkist í þjóðkirkjum. Það er á margan hátt ólíkt því, sem hinir fijálsu kristnu söfnuðir viðhafa. Ég les lokaorðin þín, séra Jón Habets: „Þröngsýni kæfír og veldur sundrungu í hjörð Guðs.“ Þessu er ég innilega sammála. En hvað er þröngsýni? Þröngsýni er fólgin í því að sjá ekki sannleika Guðs Orðs fyrir erfíkenningum manna. Það væri sannarlega dásamlegt ef allir sanntrúaðir vildu sameinast um að hafa Guðs Orð að leiðarljósi og meta boðorð Drottins Jesú meira en mannasetningar. Jesús Kristur sagði í Jóhannesar guðspjalli 14:15: „Ef þér elskið mig, þá munuð þér halda boðorð mín.“ Sóley Jónsdóttir, Akureyri. Víkveiji skrifar Athygli þjóðarinnar beindist mjög að formannskjöri á lands fundi Sjálfstæðisflokksins um helgina. Og ekki að ástæðulausu. Þetta var í fyrsta sinn í sögu flokks- ins, sem varaformaður bauð sig opinberlega fram gegn formanni og í fyrsta sinn í sögu flokksins, sem formaður er leitar eftir endur- kjöri er felldur úr embætti. Þar að auki áttust við tveir helztu forystu- menn Sjálfstæðisflokksins hin síðari ár. Hins vegar er þetta ekki í fyrsta sinn, sem kosið er á milli tveggja sterkra forystumanna í Sjálfstæðis- flokknum. Slík kosning fór fram á landsfundi 1971 milli þeirra Geirs Hallgrímssonar og Gunnars Thor- oddsens. Þá var kosið um það, hvor þeirra skyldi verða varaformaður- Sjálfstæðisflokksins. Geir átti að baki glæsilegan borgarstjóraferil eins og raunar Davíð nú og gegndi því embætti í rúmt ár í viðbót eftir þann landsfund. Gunnar átti einnig að baki glæsilegan borgarstjórafer- il, hafði unnið einhvem mesta sig- ur, sem þá fóru sögur af í borgar- stjórnarkosningunum 1958, verið fjármálaráðherra frá 1959 til 1965, frambjóðandi í forsetakosningum 1968 og jafnframt gegnt stöðu sendiherra í Kaupmannahöfn og síðar starfi hæstaréttardómara um skeið. Þetta varð að vonum hörð kosningabarátta og afar tvísýn en henni lyktaði, sem kunnugt er, með sigri Geirs. Gunnar Thoroddsen varð hins vegar varaformaður Sjálfstæðis- floksins aðeins fjórum árum síðar á landsfundi 1975. Þá hafði Jóhann Hafstein látið af formennsku sökum heilsubrests og Geir tekið við. Magnús Jónsson hafði verið kjörinn varaformaður flokksins með honum en lét af því starfi einnig vegna heilsubrests. Það er því ekki í fyrsta sinn nú, að fyrrverandi varaformaður Sjálf- stæðisflokks telur við því starfi á ný, þótt lengri tími hafí liðið frá því að Gunnar lét af því starfi og tók við því aftur en frá því að Frið- rik Sophusson lét af því og tók við því aftur. í tilviki Gunnars voru það 10 ár en u.þ.b. eitt og hálft ár hjá Friðriki. Mikil spenna var á landsfundin- um nú vegna formannskjörs ins en andrúmsloft hefur áður verið rafmagnað á þessum fundum. Auk fyrrnefndrar kosningar um vara- formann 1971 er landsfundurinn 1981 mörgum minnisstæður en þá fór fram eitt allsheijar uppgjör flokksins við Gunnar Thoroddsen vegna stjórnarmyndunar hans í árs- byijun 1980. Það uppgjör stóð í heilan dag á landsfundinum og minnist Víkveiji þess, að þáverandi forsætisráðherra hreyfði sig ekki úr sæti sínu allan daginn nema til þess eins að fara í ræðustól. XXX að er hins vegar umhugsunar- efni, hvað návígi sjónvarpsvél anna er orðið mikið á fundum sem þessum. Þeir, sem eru í aðalhlut- verkum á slíkum fundi verða að búast við því, að hver svipbrigði í andliti þeirra, þegar úrslit liggja fyrir séu send inn á heimili fólks. Þetta er miskunnarlaus veröld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.