Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1991 59 Hreindýr rétt sunnan við Djúpavog. Morgunblaðið/Matthías G. Pétursson Hreindýr nálægt byggð Nokkrir tugir hreindýra voru rétt fyrir sunnan Djúpavog á dögunum. Hreindýrin koma gjarnan í byggð þegar harðnar á dalnum, en óvanalegt er að sjá þau svo mörg saman á þessum slóðum á þessum árstíma þegar veðrið er eins gott og raun ber vitni. Dýrin voru hin rólegustu rétt við þjóðveginn og létu umferð ekki trufla sig. Eins og sjá má var jörð alger- lega auð. íslands- # % banki í nýtt húsnæði á Akranesi Mánudaginn 11. mars opnaði ís- landsbanki á Akranesi útibú í nýju og rúmbetra húsnæði á Kirkjubraut 40. Núverandi húsnæði bankans í Stillholti 14 hefur um nokkurn tíma verið talið of þröngt fyrir starfsemi útibúsins. Nýja húsnæðið er mun ' rúmbetra og þægilegra í alla staði. Þar verður hægt að bjóða viðskipta- vinum bankans betri aðstöðu til að ræða sín mál og fá ráðgjöf varð- andi alla almenna fjármálaþjónustu. Samfara flutningnum verður einnig fjölgað í starfsliði útibúsins. í íslandsbanka á Akranesi er öll almenn fjármálaþjónusta í boði auk þess sem hraðbanka hefur verið komið fyrir i nýja húsnæðinu, en enginn slíkur hefur verið til staðar á Akranesi áður. í hraðbanka er hægt að leggja inn, taka út, milli- færa, skoða stöðu reikninga og greiða reikninga og gíróseðla. (Frcltatilkynniiig) Framkvæmdaáætlun um jafnrétti kynjanna: Hlutur kvenna í nefndum og ráðum verði aukinn JÓHANNA Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, hefur kynnt skýrslu um framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar til fjögurra ára um að- gerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna. I áætluninni er lögð áhersla á skyidur ráðherra og ráðuneyta til að vinna að því að jafna stöðu kvenna og karla, hvers á sínu sérsviði. Fyrstu lögin um jafnrétti kvenna og karla voru sett árið 1976. Nú- gildandi lög um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla frá 1986 eru mun ítarlegri en eldri lögin. Þar voru sett fram markmið í fjórum sviðum sem stefnt skyldi að á gild- istíma áætlunarinnar. Þessi svið voru atvinnu- og launamál, mennt- un og fræðsla, trúnaðarstöður og ábyrgð og félagsleg atriði. Sú framkvæmdaáætlun sem nú er lögð fram til næstu fjögurra ára er sett upp með nokkuð öðrum hætti en áætlunin frá 1986, en er byggð á því sjónarmiði, sem kemur fram í lögum frá 1976 og 1985, um að stjómvöld beri skyldu til að vinna að bættri stöðu kvenna í sam- félaginu. Með lagasetningunni var stjórnvöldum gert að sýna fordæmi og hafa frumkvæði að aðgerðum á þessu sviði. Meginmarkmiðið með þessari framkvæmdaáætlun er að setja fram tillögur að verkefnum fyrir ráðuneyti og/eða undirstofnanir þeirra til að vinna að, í þeim til- gangi að bæta stöðu kvenna. Ahersla er m.a. lögð á eftirfarandi þætti: Aðgerðir til að jafna stöðu kvenna, launamál kvenna og karla, aðgerðir til að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði, aðgerðir til að bæta sérstaklega stöðu kvenna í dreifbýli og ýmis félagsleg réttindi. Eitt af verkum listamannsins. Gallerí einn einn John Hopkins sýnir ljósmyndir JOHN HOPKINS opnaði Ijós- myndasýningu í Gallerí einn einn Skólavörðustíg 4a síðast- liðinn laugardag. Sýningin verður opin daglega frá 14.00 og 18.00. Við opnun sýningarinnar lék Elías Davíðsson steinaspil með: íslensku basalt grjóti. Listamað- urinn og Magnea Jónsdóttir munu gangast fyrir uppákomu á sýning- unni næstkomandi laugardag. Uppákomuna nefna þau „The kiss: a personal dialogue.“ Sýningunni lýkur 21. mars næst- korp_andi. ____________ Á næstu fjórum árum er lögð áhersla á að hlutur kvenna í nefnd- um og ráðum á vegum ríkisins verði aukinn verulega. „Við erum þar tnjög miklir eftirbátar nágranna- þjóða okkar,“ sagði félagsmálaráð- herra. „í áætlun sem jafnréttisráð hefur gert fyrir árið 1985 og 1987 kom fram að hlutur kvenna í nefnd- um, stjórnum og ráðum á vegum ríkisins er ekki nema ellefu pró- sent, sem er mjög lágt.“ Markmiðið er að ná þessu hlutfalli upp í 25% í lok gildistíma áætlunarinnar. Hér er-um að ræða heildarþátttöku í nefndum á vegum ríkisins en ekki miðað við 25% í hverri nefnd. Lagt er til að á árunum 1991 og 1992 verði valdar fimm stórar ríkisstofnanir, t.d. á heilbrigðis- og skólasviði, og athuguð kjör karla og kvenna, þ.e. laun, aðrar greiðsl- ur og fríðindi. Verkefnið verði unn- ið í samráði við verkefnisstjóra norræna launaverkefnisins á ís- landi. Meiri menntun kvenna á undan- förnum árum virðist ekki hafa skil- að sér í auknu launajafnrétti í at- vinnulífinu. Konur voru helmingur launþega árið 1986, en hluturþeirra í heildaratvinnutekjum var rétt um 33%. Heildartekjur kvenna í fullu starfí hafa verið um 60% af heildar- tekjum karla í fullu starfí. Þessu hlutfalli þarf að breyta samkvæmt framkvæmdaáætlun ríkisstjómar- innar um jafnrétti kynjanna. ♦ ♦ ♦ Yitm vantar Slysarannsóknardeild lögregl- unnar í Reykjavík lýsir eftir vitn- um að árekstri , sem varð á mótum Réttarholtsvegar og Sogavegar þann 27. febrúar síð- astliðinn, klukkan 14.43. Þar rákust saman Suzuki-bíll, sem ekið var norður Réttarholtsveg og beygt áleiðis vestur Sogaveg og Galant-bíll, sem ekið var suður Réttarholtsveg. Annar ökumann- anna kveðst hafa verið að reyna að forðast áresktur við rauðan sendibíl þegar áreksturinn við Gal- antinn varð. ___E_ru_vitni_að árekstrinum beðin að hafa tal af lögreglu. Bók um stam eftir Elmar Þórðarson Akranesi ÚT ER komin bókin Stam — upp- lýsingar um stam og þá sem stama, eftir Elmar Þórðarson talmeinafræðing og talkennara. 1 bókinni eru upplýsingar sem ekki hafa verið til opinberlega á íslensku um þetta talmein. Bækl- ingur um stam skólabarna var gefinn út af Námsgagnastofnun 1987. Efnið í bókinni er komið úr mis- munandi áttum, en mest af heimild- unum eru frá ísiandi og öðrum Norðurlöndum. í bókinni eru rædd- ar ýmsar spurningar eins og hvað er stam, breytist stam, hvað veldur stami og er hægt að „lækna“ stam. Einn kaflinn fjallar um ráð til for- eldra sem eiga börn sem stama. Margir aðilar hafa lagt til efni og aðstoðað við þýðingu og eins hefur Kiwanisklúbburinn Þyrill á Akranesi styrkt útgáfu bókarinnar. Þá hefur höfundur fengið mikla hvatningu frá Heyrnar- og talmein- astöð íslands sem jafnframt mun hafa bókina til sölu. I bókinni er sett fram sú tilgáta að aukin þekking á stami fækki þeim sem stama. Hvort sem það er rétt eða ekki er bókin upplýs- andi og þarft rit um þetta talmein. JG ö INNLENT devfar \/-þ>ýsk; gæöavara PeynsL^ puói MUSTA pEKK'NG FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.