Morgunblaðið - 12.03.1991, Side 42

Morgunblaðið - 12.03.1991, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1991 29. landsfundur Sjálfstæðisflokksins: Kosningayfirlýsing Sjálfstæðisflokksins: Frelsi og mannúð Hér birtist í heild stjórnmálaályktun 29. landsfundar Sjálfstæðis- flokksins, en hún er jafnframt kosningayfirlýsing flokksins vegna þingkosninganna 20. apríl nk.: I Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á, að sjálfstæðisstefnan byggist á mannúðlegum sjónar- miðum, freisi einstaklingsins, lýð- ræðislegum stjórnarháttum, virð- ingu fyrir gæðum jarðar og krist- inni trú og siðgæði. Frelsi og sjálf- stæði íslendinga er best tryggt með því að þessi stefna sé höfð að leiðarljósi. Dugnað og þekkingu þjóðarinnar þarf að virkja sem best og gefa öllum tækifæri til að veita kröftum sínum viðnám í sam- ræmi við hæfileika og getu. Standa ber vörð um tungu, bók- menntir og annan íslenskan menn- ingararf. Sótt skal fram til afreka '**’ á sviði menntunar, lista, vísinda og alhiiða verkmenningar. Hlut- verk ríkisvaldsins er að skapa al- menn skilyrði fyrir blómstrandi mannlífi í friði og öryggi. Sjálfstæðisstefnan er andstæða sósíalisma og kommúnisma, sem eru á undanhaldi um víða veröld. Nýftjáls ríki í Mið- og Austur-Evr- ópu sækja nú frá marxisma til lýðræðis og frelsis. Um leið og hruni kommúnismans í þessum löndum er fagnað lýsir Sjálfstæð- 'isflokkurinn eindregnum stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Eystrasalts- ríkjanna og hvetur til þess að ís- lenska ríkið sýni þennan stuðning í verki. Ófriðarbál hefur logað við Persaflóa síðan einræðisseggurinn Saddam Hussein hóf stríð þar með innrás í Kúveit. Ofbeldið sem þar var sýnt staðfestir enn, hve mikil- vægt er fyrir smáríki að tryggja öryggi sitt með samvinnu við frið- sama nágranna. Islendingar hafa gert það með aðild að Atlantshafs- bandalaginu og varnarsamningi við Bandaríkin. Óryggishagsmunir íslands eru best tryggðir með því -að lýðræðisríkin beggja vegna Atlantshafs haldi áfram varnar- samstarfi sínu. A hinum örlagaríku tímum sem nú eru í heimsmálum skiptir miklu að takist að skapa víðtæka sam- stöðu með þjóðinni um úrlausn brýnna verkefna á öllum sviðum pg ekki síst þeim er lúta að stöðu Islendinga í samfélagi þjóðanna. Þar ber nú hæst stóraukna sam- vinnu ríkja Vestur-Evrópu innan Evrópubandalagsins. íslendingar hljóta að tengjast þeirri þróun og gera það nú þegar í samningavið- ræðum um evrópskt efnahags- svæði. Sjálfstæðisflokkurinn vill _ að þannig verði staðið að þessum samningum að þjóðin haldi sjálf- stæði sínu og óskoruðum yfirráð- um yfir aúðlindum til lands og sjávar. íslendingar eiga að leggja sitt af mörkum til að tryggja heims- frið, aðstoða þá sem minna mega sín í samfélagi þjóðanna og berj- ast gegn aiþjóðlegri mengun lofts, láðs og lagar. í þessu tilliti hafa fjarlægðir orðið að engu og enginn fær -skorast undan ábyrgð. Stjómmálamarkmið lokaára .tuttugustu aldarinnar eru skýr: að íslenska þjóðin búi við góð lífs- kjör og öryggi í vinsamlegu og nánu samstarfi við nágranna sína. Sjálfstæðisstefnan hefur þróast og þroskast í rúm sextíu ár. Sagan sýnir að hún hefur dugað þjóðinni best þegar tekist er á við mikilvæg og viðkvæm úrlausnarefni heima fyrir og gagnvart öðrum þjóðum. Sjálfstæðisflokkurinn býður sig enn á ný fram til þjónustu fyrir land og þjóð. II Sjálfstæðisflokkurinn býður skýran kost í íslenskum stjórnmál- um. Reynslan af meirihlutastjórn flokksins í borgarstjórn Reykjavík- ur og öðrum bæjarfélögum þar sem hann hefur hreinan meirihluta blasir við öllum landsmönnum. Hún er allt önnur en reynslan af glundroða-ríkisstjórn vinstri flokk- anna sem nú starfar undir forystu Framsóknarflokksins. Það er yfír- lýst markmið forystumanna fram- sóknarflokks og Alþýðubandalags að halda Sjálfstæðisflokknum utan ríkisstjórnar hafi þeir til þess mátt að kosningum loknum og enginn þarf að efast um vilja forystu- manna Alþýðuflokksins til að leggja sitt af mörkum í því efni. Aðeins með öflugum stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn geta kjósend- ur hindrað. myndun nýrrar vinstri stjórnar. í tíð ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar hefur siðgæði í stjórnmálum versnað. Sjálfbirg- ingsháttur og innantómar yfirlýs- ingar ráðherra í tíma og ótíma setja æ sterkari svip á þjóðmála- umræður. Forsætisráðherra leitast við að skjóta sér undan ábyrgð með því að bera kápuna á báðum öxlum. Abendingar aðhaldsstofn- ana svo sem Ríkisendurskoðunar og umboðsmanns Alþingis til ráð- herra og ráðuneyta eru ekki virtar sem skyldi. Samningar við ríkis- starfsmenn eru sviknir. Almenn virðing fyrir samningum við opin- bera aðila dvínar, sem leiðir til þess að vantrú á opinberum stofn- unum vex. Er brýnt að efla traust almennings á landslögum og lög- gjafarvaldi. Núverandi ríkisstjórn hefurekki tekist að móta stefnu, sem bætir lífskjör þjóðarinnar, þvert á móti hafa þau staðnað á sama tíma og þau halda áfram að batna hjá grannþjóðunum. Vinstri stjórn hefur enga burði til að hverfa af þessari stöðnunarbraut og skilur eftir sig gífurlega byrðar sem leggjast á þjóðina á næstu árum. Ríkisstjórninni hefur gjörsamlega mistekist að stjórna fjármálum ríkisins. Skattar hækka jafnt og þétt án þess að brúa hallann á ríkissjóði; skattar hafa hækkað sem nemur um 16 milljörðum króna frá 1987 og á sama tíma er uppsafnaður halli ríkissjóðs um 30 milljarðar. Sívaxandi og hömlu- lausar opinberar lántökur hækka vexti. Tvískinnungur ráðherranna í vaxtamálum er ótvíræð staðfest- ing á tvöfeldriinni undir forystu Steingríms Hermannssonar. Stjórn húsnæðismála hefur algjör- lega brugðist. Aðilar vinnumarkaðarins færðu ríkisstjórninni þjóðarsáttina á silf- urfati í febrúar 1990. Ríkisstjórnin nýtur þess óverðug að samkomu- lag náðist um afar hógværa kjara- samninga sem slógu á verðbólg- una. Þjóðarsáttin er hins vegar í vaxandi hættu ekki síst vegna hækkana á opinberri þjónustu og stefnu ríkisstjórnarinnar í fjármál- um ríkisins. Trúnaðarbresturinn sem skapast hefur gagnvart stjórnarherrunum við framkvæmd þjóðarsáttarinnar stefnir framtíð- arsamstarfi ríkisvaldsins og aðila vinnumarkaðarins í hættu. Ríkis- stjórnin hefur auk þess látið undir höfuð leggjast að nota tíma þjóð- arsáttarinnar til að ná tökum á stjórn fjármála og efnahagsmála og miðar einungis við að láta fljóta fram yfir kosningar, sem ráðherr- ar kalla sjálfir „frpm yfir þjóðar- sátt“. Trúr stefnu sinni hvetur Sjálfstæðisflokkurinn til víðtækrar samstöðu um gerð kjarasamninga, sem byggjast á raunhæfu mati á efnahagsiegum forsendum og við- skiptakjörum þjóðarinnar. I utanríkismálum eru augljós skil milli orða og athafna ríkis- stjórnarinnar eins og í öðrum málaflokkum. í samskiptum við erlend ríki hefur ríkisstjórninni ekki tekist að efla virðingu lands og þjóðar. Óvissa er um það, hvort utanríkisráðherra hefur umboð ríkisstjórnarinnar til samnings- gerðar um evrópskt efnahags- svæði, en ráðherrar höfnuðu til- lögu Sjálfstæðisflokksins um að umboð fyrir ráðherrann yrði sam- þykkt á Alþingi og»að efnt yrði til tvíhliða viðræðna um sjávarút- vegsmál við Evrópubandalagið. Sjálfstæðisflokkurinn knúði á um að sjálfstæðisbaráttu Litháa, Letta og Eistlendinga yrði sýnd sú virð- ing sem henni ber og hvetur enn til þess að stjórnvöld hviki hvergi af þeirri braut sem Alþingi sam- þykkti að lokum. III Sjálfstæðisflokkurinn hefurver- ið og er sáttaafl í íslenskum stjórn- málum. Flokkurinn vill jafna stöðu karla og kvenna. Hann er trúr kjörorði sínu: Stétt með stétt. Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um afkomu þeirra sem minnst mega sín í lífsbaráttunni og styður þá til sjálfsbjargar. Innan vébanda hans starfa fulltrúar þéttbýlis og dreifbýlis og allra atvinnugreina til lands og sjávar, sem eru reiðu- búnir til að taka höndum saman í anda sjálfstæðisstefnunnar. Flokkurinn berst gegn ríg milli byggðarlaga og vill stuðla að blómlegri byggð um land allt. Skapa þarf nýja öryggiskennd í atvinnumálum meðal fólks á landsbyggðinni með því að fylgt verði heilbrigðri stefnu í sjávarút- vegsmálum og landbúnaðarmál- um, þar sem framtíðin ræðst ekki af duttlungum þeirra er stjórna millifærslusjóðum. Sjálfstæðisflokkurinn er reiðu- búinn að veita forystu. í þessum anda og leggur áherslu á eftirfar- andi atriði: 1. Atvinnugreinar verði reknar á heilbrigðum og traustum grunni og geti af eigin rammleik byggt sig upp og staðist kröfur tímans og samanburð við atvinnuvegi annarra þjóða. Styrkja- og milli- færslukerfi vinstri stjórna í atvinn- umálum verði afnumið. Stuðlað verði að því að frumkvæði og framtak einstaklinga njóti sín í atvinnulífinu og ýtt undir þátttöku almennings í atvinnustarfsemi með því að hvetja hann til að íjár- festa í hlutabréfum. Lögum og reglum verði breytt á þann veg að markaðurinn tryggi samkeppni í fjármála- og atvinnulífi. 2. Móta skal sjávarútvegs- stefnu er nái til veiða og vinnslu. Grundvöllur hafrannsókna verði styrktur svo að þær verði sem marktækastar. Núgildandi löggjöf um stjórn fiskveiða hefur sætt gagnrýni án þess að samstaða hafi tekist um aðra stefnu. Mælt er fyrir um að þessi lög verði end- urskoðuð á næsta ári. Mynda þarf sem víðtækasta samstöðu um sanngjarna og réttláta fiskveiði- stefnu, þar sem pólitísk afskipti verði sem minnst og frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja þeirra fái best notið sín. Stjórn fiskveiða á að hamla gegn ofveiði og tryggja hagræðingu, treysta byggð og sem besta nýtingu fjárfestingar. 3. Landbúnaðinum verði gert kleift að mæta nýjum aðstæðum sem fylgja auknu samstarfi við Evrópulöndin og innan GATT. Breytingum verði komið fram sem hafi að markmiði aukið sjálfstæði bænda, afnám ofstjórnar, betri nýtingu fjármagns og lægra vöru- verð. 4. Fjármál ríkisins verði tekin nýjum tökum. Fyrsta skrefið verði að hverfa frá skattahækkunar- stefnu ríkisstjórnarinnar og ná jafnvægi í fjármálum ríkisins. Þensla í umsvifum ríkiskerfisins verði stöðvuð og raunverulegum sparnaði náð. í framhaldi af því verði unnið að því að lækka skatta. Leitað verði leiða til einkavæðing- ar í ríkisrekstri meðal annars með útboðum og sölu ríkisfyrirtækja. 5. Fjölskyldan njóti þeirrar virðingar sem henni ber. Breyting- ar á þjóðfélagsháttum gera auknar kröfur til þjónustu við börn og ungmenni utan heimila. Um leið og stuðlað er að því að hún sé sem best má ótvírætt gildi heilbrigðs fjölskyldulífs ekki gleymast. 6. Við undirbúning ungs fólks undir lífið eins- og endranær á vegferð mannsins skiptir kristinn boðskapur miklu. Staðinn verði vörður um hlut og ijárhagslegt sjálfstæði kirkju og kristinna safn- aða og stutt við baráttu kristinna manna um heim allan fyrir rétt- læti, friði ogverndun náttúrunnar. 7. Án efnismikillar, íjölbreyttr- ar og haldgóðrar menntunar fá íslendingar ekki staðist í sam- keppni þjóða. Gildi skólastarfs verður ekki ofmetið. Menntakerfið verði gert fjölbreyttara með einka- skólum og slakað á miðstýringu án þess að draga úr gæðakröfum. Verk- og háskólamenntun verði efld en æskufólki gefínn kostur á að stunda jöfnum höndum nám við erlendar menntastofnanir. 8. íslendingum á að vera metn- aðarmál að land þeirra og fram- leiðsla njóti álits vegna umhverfis- verndar og mengunarvarna. í umhverfismálum blasa við biýn úrlausnarefni, bæði að því er varð- ar uppgræðslu landsins og meng- unarvarnir. Virkja skal sveitarfé- lög, einstaklinga og félagasamtök þeirra sem mest á sviði umhverfis- mála og gæta þess að framlög til málaflokksins renni til fram- kvæmda, en stjórnkerfi og stjórn- unarkostnaði haldið í lágmarki. 9. Óhikað verði gengið til sam- starfs við erlenda aðila um iðnvæð- ingu landsins með orku frá fall- vötnum og jarðhita. 10. Markvisst verði unnið að samgöngubótum á landi, í lofti og á legi. Góðar samgöngur eru besta framlagið til heilbrigðrar byggða- stefnu. Jafnframt verði staðið að ferðamálum með þeirri reisn sem samræmist kostum og fegurð landsins. 11. Átak verði gert til að bæta opinbera stjórnsýslu og leitað fyr- irmynda í einkarekstri. Ný lög verði sett og reglur mótaðar sem tryggi að meðferð opinberra fjár- muna sé í samræmi við vilja Al- þingis og almenna siðgæðisvitund. 12. Þingmönnum verði fækkað og kosningalög tryggi jafnræði kjósenda. 13. Stuðlað verði að hófsemi og heilbrigðum lifnaðarháttum. Forvarnarstarf í heilbrigðismálum verði eflt og jafnframt aðgerðir í þágu fatlaðra. Heilbrigðisþjónusta sé í samræmi við efnahag þjóðar- innar og tryggt að sjálfsagður réttur til heilbrigðisþjónustu verði ekki háður miðstýringu og afkomu ríkisrekstursins hverju sinni. 14. Aukin sé fjölbreytni í þjón- ustu. aldraðra og stuðlað að því að aldraðir geti búið sem lengst á eigin heimili en vistun_tryggð þeg- ar á þarf að halda. Áhersla skal lögð á gæði og hagkvæmni öldr- unarþjónustu og að nýta kosti einkareksturs. 15. Staðinn verði vörður um sjálfseignarstefnuna í húsnæðis- málum og tafarlaust hafist handa um að bæta úr ófremdarástandinu sem þar ríkir. 16. Löggæsla, réttarkerfi og rekstur fangelsa sé í samræmi við kröfur tímans. Sjálfstæði og starfsskilyrði dómstóla verði tryggð. Landhelgisgæslunni verði mörkuð ný stefna, hlutur hennar í vörnum landsins kannaður og henni tryggður nauðsynlegur tækjakostur til björgunarstarfa. 17. Aðstaða í sjónvarps- og útvarpsrekstri milli ríkisins og einkaaðila verði jöfnuð. Réttur manna til að nýta sér alþjóðlegt sjónvarps- og útvarpsefni verði viðurkenndur. Skil verði dregin milli sjónvarps- og útvarpsstöðva sem hafa íslenskt starfsleyfi og erlendra stöðva sem endurvarpa efni sínu hér. IV Sjálfstæðisflokkurinn vísar stoltur til stefnu sinnar, sögu og framlags síns til íslandssögunnar þegar gengið er enn á ný til kosn- inga. Flokkurinn lýsir sig tilbúinn til átaka með frelsi og mannúð að leiðarljósi. Sjálfstæðisflokkurinn óttast ekki fortíð sína eins og ýmsir keppinautar hans en í hópi þeirra er flokkur, sem hefur verið mál- svari helstefnu þessarar aldar. Sjálfstæðisflokkurinn þarf ekki að endurskoða stefnu sína vegna hruns sósíalisma og kommúnisma. Staða Sjálfstæðisflokksins er skýr í íslenskum stjórnmálum. Sjálfstæðisflokkurinn heitir því við upphaf lokaáratugar tuttug- ustu aldarinnar að leiða íslendinga til atvinnuöryggis, menntunar og framfara í sjálfstæðu, opnu þjóðfé- lagi sem sé virkur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi. I kosningunum í vor býður Sjálf- stæðisflokkurinn kjósendum að velja fleiri nýja menn til setu á Alþingi en nokkur annar stjórn- málaflokkur. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur á að skipa forystusveit sem vill takast á við ný verkefni á traustum grunni og með aðferð- um sem hafa reynst þjóðinni vel.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.