Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1991 Morgunblaöiö/Sígurdur Jónsson Sigrún Elsa Smáradóttir, ungfrú Suðurland 1991 ásamt örum stúlkum, sem þátt tóku í keppninni.. Ungfrú Suðurland valin á Hótel Örk: Sigrúnu var vel fagnað eftir kjörið. unarstjóra og Smára Grímssonar rafvirkja í Eyjum og er borin og barnfædd Vestmanneyingur. Fannst erfiðast að fara á milli með Herjólfi Selfossi. „MÉR fannst nú erfiðast að fara á milli með Herjólfi í öllum þessum undirbúningi," sagði Sigrún Elsa Smáradóttir, 18 ára, frá Vestmannaeyjum, sem var valin ungfrú Suðurland á Hótel Örk á föstudagskvöldið. Sigrún var einnig valin ljós- niyndafyrirsa'ta Suðurlands en Margrét Yrr Sigurgeirsdóttir frá Hellu var valin vinsælasta stúlkan í hópnum. Það var Dís Sigurgeirsdóttir, ungfrú Suðurland 1990, sem krýndi Sigrúnu Smáradóttur á föstudagskvöldið en húsfyllir var á Örkinni og góð stemmning með- al gesta. Sigrún hlaut góðar jgjaf- ir, þriggja vikna ferð til Italíu með Samvinnuferðum-Landsýn og módelsmíðaðan gullhring frá Halldóri gullsmið. Sigrún er dóttir hjónanna Ragnheiðar Brynjólfsdóttur versl- Sigrún stundar nám í Fram- haldsskóianum í Vestmannaeyj- um, á náttúrufræðibraut. Hún sagðist stefna að gullsmíðanámi svo fremi sem hún kæmist að hjá einhveijum sem nemi. Hún sagði að einstaklega góður andi hefði verið í hópnum sem tók þátt í keppninni og gaf Jóni hótelstjóra á Órkinni fyrstu einkunn, hann hefði verið alveg einstaklega lið- legur. Fjölbreylt dagskrá var á Hótel Örk, Hermann Gunnnarsson var kynnir ásamt Dengsa vini sínum úr sjónvarpinu. Stúlkurnar komu fram í pelsum, á sundbolum og í kvöldkjólum. Eyjólfur Kristjáns- son söng nokkur lög milli þess sem stúlkurnar komu fram og sýndur var tískufatnaður sem borinn er innstur klæða. Loks var stiginn dans við undirleik Stjórnarinnar. Stúlkurnar fóru síðan heim hlaðn- ar gjöfum. — Sig. Jóns. Háskólatónleikar í Norræna húsinu Á Háskólatónleikum 13. mars koma fram Þórarinn Stefánsson píanóleikar og Emil Friðfinnsson hornleikari. Á efnisskránni eru: Sónata fyrir píanó og horn í F dúr op. 17 eftir Beethoven. Ballade í g-moll op. 23 eftir Chopin og Villanelle fyrir horn og píanó eftir Dukas. Þórarinn Stefánsson hóf ungur pínaónám á Akureyri. Að loknu stúdentsprófi frá MA hóf hann nám í Tónlistarskóla Reykjavíkur þar sem aðalkennari hans var Halldór Haraldsson. Hann lauk kennara- og einleikaraprófi vorið 1987. Sam- hliða náminu vann hann sem dag- skrárgerðarmaður á tónlistardeild Ríkisútvarpsins. Þórarinn stundar nú framhalds- nám hjá prófessor Eriku Haase í Hannover. Emil Friðfinnsson stundaði nám við tónlistarskólana á Akureyri og í Reykjavík og lauk einleikaraprófi frá þeim síðarnefnda vorið 1987. Eftir að hafa starfað sem hornleik- ari í Sinfóníuhljómsveit íslands í eitt ár hélt Emil til Þýskalands þar sem hann stundar nú framhaldsnám hjá prófessor Hermann Baumann, við Tónlistarskólann í Essen. Emil hefur nýlega verið ráðinn hornleik- ari við Öperuhljómsveitina í Braun- schweig. (Fréttatilkynning) „Stríð og,friður“ á ,, maraþ onsýningu ‘ ‘ Sovéska stórmyndin „Stríð og friður“ sem gerð var á árunum 1966 og 1967 eftir samnefndri skáldsögu Lévs Tolstojs verður sýnd í heild í bíósal MIR, Vatns- stíg 10, laugardaginn 16. mars. Leikstjóri myndarinnar er Ser- gei Bondartsjúk og leikur hann jafnframt eitt aðalhlutverkið (Pi- erre Bézúkhov), en aðrir helstu leikendur eru V. Tikhonov (An- drei Bolkonsky), L. Savelyéva (Natasha Rostova) og Boris Zak- hava (Kútuzov hershöfðingi). Allt að 30 þús. aukaleikarar tóku þátt í stærstu fjöldaatriðum myndarinnar, t.d. orrustunni við Borodino. Kvikmyndin „Stríð og friður" er í fjórum hlutum og verða þeir allir sýndir á laugardaginn. Sýningin verður því löng, hefst kl. 10 að morgni og lýkur á sjöunda tímanum um kvöldið. Kaffi- og matarhlé verða gerð milli einstakra hluta kvikmyndarinnar og þá bornar fram veitingar, m.a. þjóðlegir rússneskir réttir eins og borsj og pelmeni. Kvikmyndin er talsett á ensku. Aðgangur að sýningunni er tak- markaður og aðeins gegn framvísun aðgöngumiða sem seldir verða fyr- irfram á Vatnsstíg 10. Uppselt hef- ur jafnan verið á fyrri „maraþon- sýningar“ MÍR á „Stríði og friði“. (Fréttatilkynning) --------^-4-4-------- Listi Framsókn- ar á Reykjanesi Kjördæmissamband Framsókn- arfélaganna í Reykjaneskjördæmi hefur ákveðið framboðslista flokksins við alþingiskosningarn- ar, sem fram eiga að fara 20. apríl 1991. í 10 efstu sætunum eru: 1. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, Garðabæ. 2. Jóhann Einvarðsson, alþingis- maður, Keflavík. 3. Níels Árni Lund, deildarstjóri, Hafnarfirði. 4. Guðrún Alda Harðardóttir, fóstra, Kópavogi. 5. Guðrún Hjörleifsdóttir, deild- arstjóri, Keflavík. 6. Sveinbjörn Eyjólfsson, deild- arstjóri, Mosfellsbæ. 7. Siv Friðleifsdóttir, sjúkraþjálf- ari og form. SUF, Seltjarnarnesi. 8. Elín Jóhannsdóttir, kennari, Bessastaðahr. 9. Róbert Tómasson, rafvirki, Grindavík. 10. Óskar Guðjónsson, verkstjóri, Sandgerði. Athug’asemd um byggingarkostnað ráðhúss Forsvarsmenn Samtakanna Tjörnin lifi vilja koma eftirfar- andi athugasemd á framfæri vegna umræðna um byggingar- kostnað ráðhúss. Við umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir skömmu fullyrti Davíð Oddsson borgarstjóri að byggingarkostnaður ráðhúss fari aðeins um 20% fram úr upphaflegri áætlun (sjá Mbl. 22.2. ’91 bls. 16). í blöðum og útvarpi síðustu daga hefur margoft verið sýnt fram á •^að þetta er rangt: Upphafleg áætlun var 750 milljónir króna og sú tala var margítrekuð jafnvel eftir að framkvæmdir vegna ráðhússins voru hafnar. Nú hefur kostnaðurinn hækkað um meira en 100% að raun- gildi, en ekki um 20% eins og borg- arstjóri heldur fram. Framreiknuð nemur áætlunin 1,3 milljörðum en kostnaðurinn 2,7 milljörðum. Hækkunin nemur því eitt þúsund og fjögur hundruð millj- ónum króna. Ein og sér jafngildir hún verði 200 meðalstórra íbúða í Reykjavík. Samkvæmt þeim áætl- Leiðrétting I frétt í blaðinu á laugardag, þar sem greint var frá nýjum leikskóla í Garðabæ, misrituðust föðurnöfn hönnuða hússins. Þeir eru arkitekt- arnir Pálmar Ólason og Einar Ingi- ^marsson og er beðist velvirðingar á mistökunum. unum yfirvalda að þriðjungur kostnaðar fari í kjallara ráðþússins mun hvert bílastæði þar kosta skattgreiðendur í Reykjavík 7 millj- ónir króna. Það vekur furðu, að þrátt fyrir ítrekuð tilmæli í fjölmiðlum undan- farna daga virðir Davíð Oddsson borgarbúa ekki svars um það mikla misræmi sem hefur komið í ljós milli staðhæfinga hans og stað- reynda í þessu máli. Fréttatilkynning -------4-4-4---- Þrettándakvöld í Menntaskói- anum við Sund THALÍA, leiklistarfélag Mennta- skólans við Sund, frumsýndi á sunnudag leikritið Þrettánda- kvöld eftir William Shakespeare í leikgerð Hávars Sigurjónssonar. Sett er upp í húsnæði Menntaskól- ans við Sund. Leikritið fjaliar um hinar ýmsu myndir ástarinnar; sjálfselsku, vina- ást, systkinaást, líkamlega ást, fórn- fúsa ást, eigingjarna ást o.s.frv. Uppsetningin er fremur óhefð- bundin. Ekkert tímabil er tiltekið þar eð sögusviðið er ævintýralandið Illyr- ía þar sem söguþráðurinn getur tek- ið óvænta stefnu þegar minnst varir. Thalía hefir unnið að þessari sýn- ingu af krafti síðastliðna tvo mánuði. -------t-M------ Leiðrétting Mistök urðu við frágang myndatexta með frétt um nemendatónleika Tón- listarskólans í Grundarfirði en fréttin birtist á bls._12 í blaðinu síðastliðinn laugardag. Á myndinni voru Friðrik Vignir Stefánsson skólastjóri Tón- listarskólans við píanóið og Elísabet Lára Svcinsdóttir flautuleikari, en ekki Bjarki Alexandersson og Guð- rún Sólveig Ríkharðsdóttir. Morg- unblaðið biðst velvirðingar á mistök- unum. ÚR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: 8.-11. mars 1991 Nokkur ölvun var í borginni að- faranótt iaugardags og sunnudags. Lögrlegan þurfti að hafa afskipti af á annað hundrað einstaklingum beinlínis vegna þessa. Tæplega 70 þurfti að vista í fangageymslunum. 16 voru færðir fyrir dómara að morgni vegna þeirrar ölvunarhátt- semi, sem þeir höfðu sýnt af sér. Þeim var gert að greiða 6-15 þús- und krónur. Fremur rólegt var í miðborginni, fátt fólk og lítið drukkið. Alls var tilkynnt um fjórar líkamsmeiðingar um helgina; tvær á skemmtistöðum og tvær utan dyra. Veist var að Dana á Suðurgötu aðfaranótt laug- ardags. Hann meiddist og þurfti að flytja hann á slysadeild. Þrennt var handtekið vegna þessa máls. Þá var ráðist að pilti í Austur- stræti sömu nótt. Hann var fluttur á slysadeild. í báðum tilvikunum var um minniháttar meiðsli að ræða. Ekkert umferðarslys var um helgina og telst það í sjálfu sér til tíðinda. Hins vegár var tilkynnt um 33 umferðaróhöpp og varð af mik- ið eignatjón. Hátt á annað hundrað ökumenn voru kærðir vegna umferðarlaga- brota. Flestir voru kærðir fyrir of hraðan akstur og akstur á móti rauðu Ijósi. Sex ökumenn voru sviptir ökuréttindum „á staðnum". Sá sem hraðast fór ók á 144 km hraða á Sæbraut við Holtaveg að- faranótt mánudags. Þá voru 19 ökumenn kærðir vegna gruns um ölvun við akstur. Enginn þeirra hafði áður Ient í óhöppum. Tilkynnt var um 13 innbrot, 6 þjófnaði, 9 rúðubrot og 4 skemmd- arverk. Nokkrum sinnum var brot- ist inn í bifreiðir og úr þeim stolið verðmætum. Á sunnudag voru tveir menn um tvítugt staðnir að því að rífa fram- hjól og hemladælur af númerslaus- um bíl þar sem hann stóð við Bílds- höfða, en þeir höfðu ekki haft fjár- muni til þess að afla sér þessara hluta, en skráningarnúmer höfðu verið tekin af bíl þeirra þar sem öryggisbúnaði, s.s. hemlabúnaði, þótti mjög ábótavant. Fjögur ungmenni, þrír drengir og ein stúlka, voru staðin að því að stela bensíni af bíl á bensínstöð aðfaranótt mánudags. Drengirnir hafa oft áður komið við sögu af- brotamála. Þeir voru vistaðir í fangageymslunum, en stúlkunni var ekið heim. Skráningarnúmerin voru tekin af bíl þeirra þar sem ekki hafði verið staðið skil á lög- bundnum gjöldum. íbúi við Laugaveg kom í veg fyrir að bíl þar við götuna yrði sto- lið snemma á laugardagsmorgun. Honum fannst grunsamlegar ferðir manns við bílinn og tilkynnti það til lögreglunnar, sem mætti þegar í stað á vettvang og handtók mann- inn. Ástæða er til að vekja athygli á orðum lögreglustjóra í sjónvarpi fyrir helgi þar sem hann hvetur fólk til hóflegrar drykkju áfengis. Lögreglan hvetur fólk til þess að sýna hvert öðru tillitssemi og hlýju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.