Morgunblaðið - 12.03.1991, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 12.03.1991, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1991 AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Sjálfstæðisfiokkurinn: Nýr formaður, breyttir tímar, ný vinnubrögð TÍMAMÓTAFUNDI - sögulegum landsfundi Sjálfstæðisflokksins og líkast til einum hinum harðvítugasta, lauk í Laugardalshöll undir kl. 19 í fyrrakvöld og hafði þá ný forysta tekið við stjórnar- taumunum í flokknum, með Davíð Oddsson sem „karlinn í brúnni“ og Friðrik Sophusson sem „fyrsta stýrimann". Sögulegur var fund- urinn að sjálfsögðu fyrir þá sök að í fyrsta sinn í sögu flokksins er formanni sem sækist eftir endurkjöri velt úr sessi og fundurinn boðar ákveðin tímamót, vegna þess að 53,9% þeirra sjálfstæðis- manna sem greiddu atkvæði í formannskjörinu studdu Davíð gegn Þorsteini. Nú hefur verið gefið fordæmi, svo að hér eftir geta formenn Sjálfstæðisflokksins ekki litið á það sem sjálfgefinn hlut að þeim sé sætt, eins lengi og þeir kæra sig um að sitja sem for- menn. Hér eftir getur enginn haft neitt við mótframboð að at- huga. Það var’því alveg ljóst undir kvöld á sunnudag, að þótt nýjum formanni væri ákaft fagnað og fráfarandi formaður fengi einkar hlýlegar kveðjur, að gleðin var blandin trega í hugum margra, aðrir voru alls ekki glaðir, heldur reiðir, bitrir og sárir, enn aðrir voru uggandi um framtíðina - hvað biði þessa flokks þegar horft væri til lengri tíma og hvernig innra starf flokksins yrði þessar örfáu vikur fram að kosningum. Davíð Oddsson gerði líkast til út um slaginn um formannskjör Sjálfstæðisflokksins með ræðu sinni, sem hann flutti á landsfundi flokksins eftir hádegi á laugardag, en þó er ekkert hægt að fullyrða þar um. Fram til þess tíma höfðu skoðanir verið mjög skiptar um hver úrslit yrðu í formannskjörinu sem fram fór síðdegis á sunnudag. Flestir töldu að hver sem úrslitin yrðu, yrði sigurinn naumur, sem og varð. Hefðbundin fundarstörf fyrir ofan garð og neðan Ekki þarf að orðlengja, að þótt ýmis málefni væru til umfjöllunar á þessum 29. landsfundi Sjálfstæð- isflokksins, samkvæmt dagskrá, fór umræða um þau og afgreiðsla einatt fyrir ofan garð og neðan hjá þorra landsfundarfulltrúa. Að- eins eitt mál var raunverulega á dagskrá: Formannskjör milli þeirra Þorsteins Pálssonar og Davíðs Oddssonar. Það mál skyggði á öll önnur, hvort sem var á göngum,í hliðarherbergjum, hádegisverðar- fundum, í aðalsal Laugardalshall- arinnar eða á kvöldsamkomum fulltrúanna. Þó er alls ekki þar með sagt að afköst þessa landsfundar hvað varðar störf í málefnanefndum og afgreiðslu ályktana um hin ólík- ustu efni hafi verið eitthvað rýrari en á öðrum slíkum fundum. Slík störf voru einfaldlega unnin í kyrr- þey og í algjörum skugga af máli málanna - formannsslagnum. Ræða Þorsteins Eftir hálfvandræðaleg skemmti- atriði fyrir setningu fundarins síð- degis á fimmtudag, flutti Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokkksins setningarræðu sína. Ræðu hans hafði verið beðið með óþreyju af stuðningsmönnum hans og óttablandinni eftirvæntingu af stuðningsmönnum Davíðs. Menn voru sammála um að formaðurinn hefði ákveðið tækifæri með ræðu sinni til þess að skapa sér forskot í kapphlaupinu um formennskuna sem Davíð myndi reynast erfítt að saxa á, og var þess vænst að hann myndi nýta sér það tækifæri til hins ýtrasta. Menn greinir á um hvort honum tókst eins vel upp og hann hafði efni til. Ræðan varði í 53 mínútur og varframan af í hefðbundnum stíl, á þann veg að formaðurinn rakti störf og gengi Sjálfstæðisflokksins undanfama sautján mánuði, auk þess sem hann gagnrýndi harðlega störf og stefnu núverandi ríkisstjórnar. Það var ekki fyrr en undir lok ræðu sinnar sem Þorsteinn Pálsson kom að því sem allur landsfundurinn hafði beðið eftir: Mótframboði Davíðs Oddssonar. Stuðningsmenn beggja voru sammála um að þessi kafli ræðu Þorsteins væri sá besti, en að öðru leyti voru þeir ekki sammála um það hversu vel Þorsteinn hefði náð að hrífa fundinn með sér - hrífa hann á sitt band. Þó er ljóst að honum tókst ekki að skapa þá undiröldu sem skilaði sér í stór- auknum stuðningi við hann. Þorsteinn átti augljóslega í erf- iðleikum með að flytja þennan kafla ræðu sinnar og reyna að höfða til tilfinninga landsfundar- fulltrúa, enda er það ekki hans stíll sem ræðumaður að leggja sjálfan sig á borðið. Fögnuður landsfundarfulltrúa við ræðulok formannsins segir sína sögu um það hve málflutningur hans risti djúpt eða grunnt í hugum fulltrúa. Honum var sýnd full kurt- eisi, menn risu úr sætum og klöpp- uðu saman lófum, en lófatakið var ekki kraftmikið og varði ekki mjög lengi, á landsfundarmælikvarða, það stóð í nákvæmlega 70 sekúnd- ur. Stuðningsmenn Þorsteins voru mjög ánægðir með ræðu formanns síns, og töldu hann hafa treyst sig verulega í sessi, en stuðningsmenn Davíðs voru sömuleiðis hæstán- ægðir, og töldu að ótti þeirra við áhrif af ræðunni hefði verið að ástæðulausu. Föstudagurinn langi Ekki verður sagt að línur hafi neitt skýrst þegar landsfundi var fram haldið á föstudagsmorgun. Báðar fylkingar voru kokhraustar og helstu tálsmenn beggja töldu sigurinn vísan. Óvissan og spennan gerðu það að verkum að föstudag- urinn varð afar langur og lýjandi fyrir marga. í stuðningsmannahópi Davíðs voru meðal annarra þeir Ingimund- ur Sigfússon í Heklu, séra Þórir Stephensen, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, Magnús Þórðarson, Baldur Guðlaugsson, Jón Steinar Gunnlaugsson, Brynjólfur Bjarna- son, forstjóri Granda, Gunnar Ragnars, forstjóri Útgerðarfélags Akureyrar, Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, Hannes Hólm- steinn Gissurarson, Friðrik Frið- riksson, Bjöm Bjamason og Ragn- ar Halldórsson. Þeir voru sigurviss- ir þegar á föstudagsmorgun og töldu að þetta gæti vart farið nema á einn veg: „Þeirra maður“ myndi sigra. En helstu talsmenn Þorsteins, eins og Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrek- enda, Jónína Michaelsdóttir, Krist- ján Ragnarsson, formaður Lands- sambands íslenskra útvegsmanna, Einar Oddur Kristjánsson, formað- ur Vinnuveitendasambandsins, Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, Jón Ingvars- son, formaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, Friðrik Páls- son, forstjóri SH, Magnús Gunn- arsson, forstjóri Sambands ís- lenskra fískframleiðenda og Vil- hjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Skrifstofu viðskiptalífsins vom jafn sigurvissir og töldu úti- lokað með öllu að Þorsteinn næði ekki endurkjöri. Óvissuatkvæðin mörg Það var stór hluti landsfundar- fulltrúa, sem ekki vildi gefa upp hvorn frambjóðandann hann hygð- ist styðja. ðvissan var því mikil um hvor hefði betur og þrátt fyrir harða sókn útsendara þeirra Þor- steins og Davíðs hélt þessi hópur ró sinni og svaraði þrýstingnum eitthvað í þá veru að það yrði ekki fyrr en í kjörklefanum sem lo- kauppgjör við eigin samvisku færi fram. Þessi óvissajók að sjálfsögðu mjög á spennuna í loftinu og á stundum var sem skera mætti and- rúmsloftið. Ræða Davíðs Ræðu Davíðs var ekki síður beð- ið með óþreyju og spennu, en ræðu Þorsteins. Hann flutti sína ræðu kl. 14 á laugardag og þá var þétt setinn bekkurinn í Laugardalshöll. Spennuþrungin þögnin í salnum var sumum nær óbærileg og eru litlar ýkjur að segja að það hefði mátt heyra saumnál detta, þegar Davíð hóf málflutning sinn. Ræðan kom líkast til öllum á óvart. Hún var ekki sú harða barátturæða, sem magnaði upp múgsefjun í kringum manninn sem sóttist eftir æðstu metorðum innan Sjálfstæð- isflokksins, heldur skírskotaði efni hennar mjög sterklega til breiddar- innar og í henni kvað við sterkan sáttatón. Staðreynd sem kom helstu talsmönnum fijálshyggju í opna skjöldu og fulltrúum lands- byggðarinnar skemmtilega á óvart. Sömu sögu er að segja af þeim viðbrögðum sem landsfundurinn sýndi ræðu Davíðs og Þorsteins. Ekki er hægt að segja að nein hrifningaralda hafi riðið yfir sal- inn, en þó var klappað og hlegið á ákveðnum stöðum, meðan hann flutti ræðuna. Málflutningi Davíðs var vel tekið: Fundarmenn risu úr sætum og lófatak varði í um 40 sekúndur. Raunar hafði Þorsteinn Pálsson það í hendi sér, þar sem hann blasti við öllum fundinum uppi á sviði við fundarstjómarborð- ið, að ákveða hversu lengi lófatak- ið varði. Að 40 sekúndum liðnum hætti Þorsteinn einfaldlega að klappa og settist aftur og salurinn gerði slíkt hið sama, enda var fólk enn í þeim stellingum fyrir kosn- ingamar að lýsa afstöðu sinni og tilfínningum af sem mestri hlé- drægni. Aftur vom deildar meiningar um þýðingu og áhrif af ræðu Davíðs. „Ágætis ræða varaformanns," sagði Vilhjálmur Egilsson. „Mér fannst ræða formannsins góð á fímmtudaginn,“ sagði Guðmundur H. Garðarsson, þegar ég spurði álits á ræðu Davíðs. Viðbrögð stuðningsmanna Þorsteins við ræðu Davíðs vom svo á einn veg að segja má að þau hafí verið stöðl- uð. En stuðningsmenn Davíðs töldu ræðuna hafa verið frábæra. „Mast- erpiece", sagði Sverrir Hermanns- son, bankastjóri Landsbankans, og fleiri tóku í sama streng. En þeir sem ekki vildu segja hvem þeir ætluðu að styðja héldu sínum skoð- unum fyrir sig, báðum fylkingum til ama, og sögðust ætla að hugsa málið - melta þetta með sér, enda væri enn sólarhringur til stefnu. Spennan í algleymingi Sunnudagsmorgun hófust fund- arstörf með umræðum og af- greiðslu ályktana. Enn sem fyrr var óvissan mikil og nánast útilok- að að geta sér til um hver niður- staðan í formannskjörinu yrði. Stuðningsmenn Þorsteins höfðu sig mikið í frammi þessar síðustu klukkustundir og ræddu við full- trúa en Davíð sást ekki á svæðinu. Raunar er ekki öruggt að lokaátak í kosningabaráttu stuðningsmanna Þorsteins hafí borið þann árangur sem sóst var eftir, því ég heyrði fulltrúa utan af landi segja að það hefði þveröfug áhrif á menn að sjá fulltrúa allra helstu skammstafana úr atvinnulífinu róa lífróður til stuðnings formanninum. Nýjum formanni ákaft fagnað Þegar líða tók að hádegi fóru þó æ fleiri að lýsa stuðningi sínum óhikað við Davíð í samtölum milli manna og þá fyrst örlaði á því sem síðar átti eftir að koma í ljós. Nú mátti skynja í hvaða átt straumur- inn lá - til Davíðs. Fjölmargir voru að gera upp hug sinn á síðustu klukkustundunum og frá því kl. 13.30 til kl. 15, að formannskjörið hófst má segja að stuðnings- straumur til Davíðs hafi farið um salinn. Sigur hans lá einhvern veg- inn í loftinu. Þegar Friðrik Sophus- son fundarstjóri kvaddi sér hljóðs laust fyrir kl. 16 ogtilkynnti úrslit- in — Davíð hafði farið með sigur af hólmi - brutust út gífurleg fagnaðarlæti meðal landsfundar- fulltrúa, auðvitað einkum þeirra 733 sem greiddu honum atkvæði sitt, en allir risu þó úr sætum og fögnuðu. Það varð eiginlega spennufall í salnum, þegar Davíð hafði þakkað fyrir sig. Þegar Þor- steinn hafði flutt sína kveðjuræðu, var honum ákaft fagnað er hann gekk þungum skrefum aftur í sal- inn. Fjöldi manns var djúpt snort- inn og kona sagði við mig með tárin í augunum: „Hvernig gátum við farið svona með góðan dreng?" Varaformannsvandræði Nú spurðu menn einfaldlega „Og hvað svo? Hver á að verða varaformaður og verður gefín lína um hvern beri að kjósa?“ Vissulega var það gert, og ekki samkvæmt neinni hefð, en það tók tímann sinn, því hálfur annar tími leið frá því að niðurstaða lá fyrir í formannskjörinu, þar til Davíð Oddsson, nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, kvaddi sér hljóðs og gerði tillögu um að fund- urinn kysi Friðrik Sophusson sem varaformann, við dynjandi undir- tektir fulltrúa. En það kom síðar á daginn að dynurinn mikli í lófa- takinu var ekki í samræmi við af- stöðu yfír 300 landsfundarfulltrúa, einkum utan af landi, sem höfðu talið það nánast sjálfgefíð að vara- formaðurinn yrði úr þeirra röðum en ekki úr Reykjavík. Þeir ýmist skiluðu auðu (98 seðlar) eða kusu aðra. 24 fengu atkvæði í varaform- annskjörinu, þar af fengu 21 færri en 20 atkvæði. Einar Oddur Kristj- ánsson hlaut 40 atkvæði, Sigríður Anna Þórðardóttir hlaut 57 at- kvæði og Friðrik Sophusson hlaut 998 atkvæði, eða 76,8% atkvæða. Breiðust samstaða um Friðrik Davíð gekk strax í að ræða við forystumenn Sjálfstæðisflokksins um varaformannsmálið, eftir að hann hafði verið kjörinn formaður, þar sem hann gat illmögulega haft sig í frammi í því máli fyrr en nið- urstaða var fengin í formannskjör- inu. Hann spurði Þorstein Pálsson hvort hann vildi gefa kost á sér sem varaformaður, en Þorsteinn þvertók fyrir það, jafnframt því sem hann kvaðst ekki koma ná- lægt því að velja varaformann- skandídat. Davíð hafði áður sagt að hann teldi ekki óeðlilegt að varaformað- ur flokksins yrði úr öðru kjördæmi en Reykjavíkurkjördæmi og margir landsfundarfulltrúar utan af landi höfðu litið á þau orð sem hálfgild- ingsloforð. Hið sanna er að engin samstaða náðist um neinn þeirra landsbyggðarfulltrúa sem höfyu verið inni í myndinni og Davíð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.