Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 4
r ooi \ u 4 TTimiqH nint. TQT/nnQm/ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1991 VEÐUR Ljósmynd/Einar Stefánsson Þrír úr hjálparsveit skáta í Kópavogi hlúa að slösuðum félaga sínum. fjallshlfð við Grýtutindá iaugardag. Þyrta Landhelgis- - ■ gæslunnar kom ffgikijamÆl manninum til A hjálpar. Grýtutindur/ Stóridalur EYJAFJALLA JÖKULL VEÐURHORFUR í DAG, 12. MARZ YFIRLIT I GÆR: Við strönd Norður-Noregs er 1.000 mb lægð sem þokast norð-austur og 1.037 mb hæð yfir norð-austur Grænlandi. Um 1.200 km suö-suð-vestur í hafi er víðáttumikil 980 mb lægðsem þokast norður. SPÁ: Norð-austan átt, heldur sunnanlands síðdegis en annarsv- íðast kaldi eða stinningskaldi. Él á Norður- og Austurlandi og líklega einnig vestur með suð-austurströndinni en léttskýjað á Vestur- og Suðvesturlandi. Hiti yfir frostmarki yfir hádaginn sunnanlands en annars 1-7 stiga frost. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR A MIÐVIKUDAG OG FIMMTUOAG: Norð-austan átl. nokkuð stíf. Éljagangur á Norður- og Austurlandi en bjart veður suð-vestan til. Frostlaust sunnanlands yfir hádaginn en annars frost, mest 5-10 stig norð-vestanlands. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað ^3 Hálfskýjað -í/ Skýjað y, Norðan, 4 vindstig: v Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■J 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skórir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður 9- ' VEBUR VÍBA UM HBM kl. 12:00 i gæt að ísl, tíma hiti vefiur Akureyri +3 snjóél Reykjavík +1 skýjað Bergen 4 rlgning Helsinkl 1 súld Kaupmannahöfn 3 þoka Narssarssuaq 1 úrkomaígr. Nuuk +8 skafrenningur Ósló 2 þokumóða Stokkhólmur 4 þokumóða Þórshöfn 6 skýjað Algarve 15 alskýjað Amsterdam 13 místur Barcelona 17 mistur Berlfn 12 mistur Chlcago 1 alskýjað Feneyjar 14 þokumóða Frankfurt 9 súld Giasgow 6 þoka Hamborg 12 mistur Las Palmas 20 skýjað London 12 skýjað Los Angeles 11 léttskýjað Lúxemborg 9 alskýjað Madríd 11 skýjað Malaga 18 léttskýjað Mallorca 15 þokumóða Montreal +9 snjókoma NewVork +3 léttskýjað Orlando ? léttskýjað París 12 súld Róm 15 þokumóða Yín 7 súld Washíngton 0 heiðskírt Wlnnipeg +3 léttskýjað Slasaðist mik- ið er haim rann um 300 metra LIÐLEGA tvítugur maður úr hjálparsveit skáta í Kópavogi slasaðist alvarlega þegar hann rann um 300 metra niður fjallshlíð við rætur Eyjafjallajökuls á laugardaginn. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór á slys- stað og tókst við erfiðar flytja hann á Borgarspítalann. Hópur úr hjálparsveit skáta í Kópavogi ætlaði að ganga yfir Eyja- fjallajökul á skíðum og voru á leið upp á hann við Grýtutinda, með skíðin á bakinu, þegar slysið varð. Manninum skrikaði fótur á svell- bungu efst í gilinu, rann fram af brúninni og síðan um 300 jnetra niður snarbratta fjallshlíðina. Á leið- inni lenti hann á grjóti og slasaðist alvarlega. Hann mjaðmagrindar- brotnaði, handleggs-, ökla- og rif- beinsbrotnaði auk þess sem hann marðist mikið. „Aðstæður niðri hjá honum voru erfiðar. Við fórum fjórir niður til hans og spelkuðum hann, settum hann í svefnpoka og gerðum tilbúinn til flutnings. Tveir fóru síðan niður í gilið en ég og annar urðum eftir. Það var mikil hálka þar sem hann lá og erfitt að athafna sig og við urðum að nota ísexir til að renna ekki niður hlíðina," sagði Björgvin Richardsson annar þeirra sem var niðri í gilinu hjá hinum slasaða. Einar Stefánsson var einnig niðri hjá þeim slasaða og hann sagði að allar aðstæður fyrir þyrluna hefðu verið erfiðar. „Gilið er þröngt og ég gæti trúað að það hafi ekki verið nema um 20 metrar frá þyrluspöðun- að na manmnum upp ur gilinu og um í fjallshlíðina. Þyrlan kom mjög nærri okkur og gat híft börurnar beint upp. Þeir stóðu sig mjög vel á þyrlunni og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir,“ sagði Einar. Páll Halldórsson var flugstjóri á þyrlunni. „Aðstæður í gilinu voru í erfiðari kantinum. Gilið er bratt og mjög þröngt auk þess sem vindurinn stóð niður í gilið. Við urðum að létta þyrluna eins og við gátum áður en við fórum inn í gilið. Þegar við kom- um inn settum við Helgu Magnús- dóttur lækni niður fyrir neðan mann- inn og biðum í gilinu þar til búið var að koma þeim slasaða á börurn- ar. Það var það erfitt að fara inn í gilið að við vildum frekar bíða þar en fara út og koma aftur þegar allt væri tilbúið. Eina leiðin til að kom- ast út úr gilinu aftur var að bakka þyrlunni aðeins og snúa henni síðan um 180 gráður og fara undan vindin- um, sem er ekki óska áttin hjá okk- ur við flugtak,“ sagði Páll. Það hefur verið nóg að gera hjá þyrlu Landhelgisgæslunnar það sem af er árinu, Hún hefur átján sinnum verið kölluð út til leitar- og björgun- arstarfa frá áramótum, eða tæplega íjórða hvern dag að jafnaði. Hinn slasaði hífður um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Háskóli íslands: Kosið í Stúdenta- ráð og Háskólaráð KOSIÐ verður um fulltrúa í Stúdentaráð og Háskólaráð Háskóla íslands í dag. Tvær fylkingar, Vaka félag lýðræðissinnaðra stúdenta og Röskva samtök félagshyggjufólks, bjóða fram lista í kosningun- um. Atkvæðisrétt hafa allir stúdentar i Háskóla íslands. 18 kjörstaðir, í helstu byggingum Háskólans, verða opnir á meðan á kosningunum stendur, milli klukkan 9.00 til 18.00 í dag. Kosið verður um 15 fulltrúa, 13 í Stúdentaráð og 2 í Háskólaráð. Fulltrúar í Háskólar- áði eiga jafnframt sæti í Stúdenta- ráði. Kosning fulltrúanna er til tveggja ára. Eins og áður sagði bjóðá ,tvær fýlkingar' frám listá' í köshingúnúm en þriðji listinn, Súrrealistinn, var úrskurðaður ólöglegur. Fulltrúar listans fóru fram á innsetningarað- gerð hjá fógeta í gær en var neitað. Um 5100 studentar eru skráðir í Háskóla íslands og greiddu 54% þeirra atkvæði í kosningunum í fyrra. Sjá ennfremur Af innlendum vettvarigi á bls. 40:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.