Morgunblaðið - 12.03.1991, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 12.03.1991, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1991 85 Bankamál „Danska veikin“dreg- ur úr lánstrausti Svía SVÍAR og Danir njóta nú jafn mikils lánstrausts á alþjóðavettvangi en sá er þó munurinn, að Svíar hafa verið á niðurleið en Danir á uppleið. Voru Svíar áður í AAA-flokki en hafa verið settir skör lægra eða í AAl-flokk. Ástæðan íyrir þessu er sú, að sænskt efnahagslíf þjáist af því, sem kallað hefur verið „danska veikin“, en sjúkdómseinkennin eru mikil verðbólga, erfið greiðslustaða og vaxandi skuldabyrði. Með minnkandi lánstrausti verður svo aftur dýrara að taka erlend lán, jafnt fyrir ríki sem bankastofnanir. Það er bandaríska ráðgjafarfyrir- tækið Moody’s Investors Service, sem gefur Svíum þessa nýju ein- kunn, og í rökstuðningi sínum bend- ir það á lítinn hagvöxt en mikinn tilkostnað ' í framleiðslu, á efna- hagssamdrátt víða um lönd, sem gerir Svíum erfitt fyrir, og síðast en ekki síst á mikinn halla á greiðslujöfnuðinum. Þá hafa erlend- ar skuldir Svía aukist vei-ulega á síðustu þremur árum þótt á móti komi að vísu miklar fjárfestingar þeirra erlendis, einkum í.aðildarríkj- um Evrópubandalagsins. Moody’s telur hins vegar, að óvissa ríki um arðsemi þessara fjárfestinga á næstunni vegna hægari hagvaxtar almennt. Sérfræðingar Moody’s segja, að í Svíþjóð virðist raunar vera pólitísk samstaða um ráðast til atlögu við vandann en þeir telja, að væntan- legar aðgerðir muni óhjákvæmilega leiða til verulegs atvinnuleysis. Þá segja þeir einnig, að hið alltumlykj- andi sænska velferðarkerfí eigi ekki framtíð fyrir sér í núverandi mynd. Bankar BankAmerica fyrsti „landsbankinn“ vestra? LÍKLEGT er, að BankAmerica Corp. verði fyrsti stórbankinn í Banda- rikjunum, sem rís undir því nafni jafnt á austur- sem vesturströnd- inni. Mun það þó ráðast af því hvort hann kaupir upp nokkur dóttur- fyrirtæki Bank of New England, sem nú er gjaldþrota. Talsmenn BankAmerica segja, að af kaupunum geti því aðeins orðið, að Tryggingastofnun bank- anna, sem er opinber stofnun, greiði fyrirþeim með verulegum fjárfram- lögum eða með öðrum orðum, að hún taki á sig skuldir dótturfyrir- tækjanna að einhveiju leyti. Þeir leggja hins vegar áherslu á, að kaupin séu mjög vænlegur kostur fyrir BankAmerica vegna þess hve Bank of New England hafði mikil viðskipti við verslunar- og atvinnu- fyrirtæki á austurströndinni. BankAmerica er með höfuðstöðv- ar sínar í San Francisco og stendur mjög vel, jafnt ijárhagslega sem stjórnunarlega. Með því að sækjast eftir dótturfyrirtækjum Bank of New England eru eigendur hans vafalaust að búa sig undir nýja tíma en bandaríska bankaeftirlitið hyggst ryðja úr vegi þeim hömlum, sem hingað til hafa verið á banka- starfsemi á landsvísu. Þeir eru þó til, sem telja, að erf- itt verði að stunda bankastarfsemi á báðum ströndum þessa stóra lands. Ástandið í efnahagsmálum Nýja Englands er erfitt en allar meiriháttarákvarðanir um starf- semina þar yrði hins vegar að taka í San Francisco, í 3.000 mílna ijar- lægð frá vettvangi. Af fjarritanum Unilever undirbýr 1992 Lundúnuin, Reuter. Unilever hefur lagt 195 milljónir Sterlingspunda (21 milljarð króna) í sjóð sem ætlað er að búa fyrirtæk- ið undir sameiginlegan innri mark- að Evrópubandalagsins (EB) í árs- lok 1992. Unilever er fyrsta breska niatvælafyrirtækið sem leggur út í sérstaka endurskipulagningu vegna innri markaðarins. Endurskipu- lagningin nær til allrar starfsemi Unilever í Evrópu. Rekstrarkostn- aður verður minnkaður og mark- aðssókn efld. Unilever er þriðji stærsti mat- vælaframleiðandi heims. Um 110.000 manns starfa í 240 verk- smiðjum fyrirtækisins í Evrópu. Haft var eftir stjórnarformanni Unilever að einhverjum verksmiðj- um yrði sennilega lokað og starfs- mönnum fækkað um allt að sex þúsund. Endurskipulagningin fylgir ekki í kjölfar rekstrarerfiðleika. Á síðasta ári varð hagnaður Unilever fyrir skatta 1,8 milljarðar Sterlings- punda (190 milljarðar króna) og spáð er enn meiri hagnaði á þessu ári. S s 3 ODY Nú eru aðeins nokkrir tímar lausir á virkum dögum Vertu ekki of seinn allt að verða upp Ljósmyndastofumar: Bama og fjölskylduljósmyndir sími: 1-26-44 Ljósmyndstofa Kópavogs sími 4-30-20 Ljósmyndastofan Mynd sími 5-42-07 TÖKUM HONDUM SAMAK Tökum höndum saman, leggjum grunn aö framtíö fermingarbarnsins. Gefum því íslensku alfræðiorðabókina — háskóla heimilanna, bók sem byggjandi er á. Hugmynd að fe rmingar gj öf ORN OG ORLYGUR Síðumúla 11 * Sími 84866 jk VNNVHWI3H HOHSVH - NIMQ8VQH0l03fifd1V VNSN31SI VNNV1IWI3H IIQNSVH • NINQSVGNOIOBfHJ1V VNSN31SI * HÁSKÓLI HEIMILANNA tL fSLENSKA ALFRÆOIORÐABÓKIN HÁSKÓLi HEIMILANNA ÍSLENSKA ALFRÆOIORDABÓKIN • • v r. TOLVll- OC l’rt \T1 IÍAR0RII Prentaraborð, 20 371 010, verðfrákr. 11.025.- Þýsk gæðavara á lágmarksverði fyrir heimilið og skrifstofuna. FAXAFENI 9 SIMI 679399 BREFASIMI 679344 c c r L , i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.