Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1991 In memoriam: Ingebrigt Davik Fæddur 13. apríl 1925 Dáinn 29. janúar 1991 Það var á sólbjörtum sumardegi árið 1940 að fundum okkar Inge- brigts bar fyrst saman á Akureyri. Þá hafði ísland fyrir stuttu verið hernumið af Bretum og úði allt og grúði af hermönnum með byssu um öxl. Þeir voru komnir hingað til þess að vera á undan þýskum nas- istum sem óðu yfir lönd Evrópu með vopnavaldi eins og kunnugt , er. Þegar Þjóðvetjar hertóku Suður- ' Noreg lögðu foreldrar Ingebrigts, sem bjuggu í Noregi, á flótta með börn sín og fjölskyldur þeirra til íslands með viðkomu í Færeyjum. Faðir Ingebrigts var skipstjóri á eigin skipi, Koralen. Á styijaldar- árunum var hann í flutningum fyr- ir herinn hér á landi. Nokkru eftir að Koralen kom til Akureyrar fengu foreldrar Ingebrigts, ásamt bömum sem ekki voru flutt að heiman, ágæta íbúð hjá Hélga Pálssyni á Spítalavegi 8. Þar bjuggu þau þar til Þjóðvetjar töpuðu stytjöldinni árið 1945. Þegar við Ingebrigt kynntumst ákváðum við að kenna hvor öðrum * móðurmál hins, en það fór minna fyrir norskukennslunni vegna þess að það mátti búast við að dvalartími hans yrði nokkur ár og því nauðsyn- Iegt að komast inn í íslenskuna. Tæpu ári seinna, þ.e. 1941, ákváð- um við í sameiningu að fara í Menntaskólann á Akureyri. Fyrst í stað las ég með honum þau fög á íslensku sem hann þurfti að fá til- sögn í, einnig aðstoðaði Ingvar Gísl- ason, síðar menntamálaráðherra, hann þegar þess þurfti með. Inge- .brigt var mjög fljótur að laga sig að öllum aðstæðum í skólanum, enda samviskusamur og ágætur námsmaður. Hann var músíkalskur og lék vel á harmoníku og gítar sem hann hafði með sér að heiman. Árin liðu fljótt við nám og leik á vetuma en vinnu á sumrin. Þegar BLÓM SEGJA ALIT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sfmi689070. Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og vai legsteina. S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI48. SIMI76677 við vorum að bytja í vorprófum árið 1945 í 4. bekk í MA kom til- kynning í útvarpi að Þjóðvetjar væru að gefast upp og hefðu tapað styijöldinni. Vinur minn varð eitt sólskinsbros og lét ekki sjá sig meira í prófunum, en kvaðst mundu drífa sig strax til Brattvág, Ále- sund, sem var heimili þeirra í Nor- egi. Við þetta tafðist hann um eitt ár í námi og lauk stúdentsprófi 1948 og kennaraprófí síðar. Fyrstu árin eftir kennarapróf var hann að mestu leyti við kennslu, en samtím- is því samdi hann lög, texta og leik- rit fyrir börn, en þekktasta leikrit hans er Taremareby sem frumsýnt var í Det norske teatret í Osló árið 1966 og gekk í lengri tíma. Hluti af leikritinu var fluttur í Ríkisút- varpinu hér. Margar plötur og bækur hafa verið gefnar út eftir hann og sumar bóka hans hafa verið þýddar á önn- ur tungumál. Ingebrigt var mjög ánægður með íslenska þýðingu Kristjáns frá Djúpalæk, en Kristján var honum góður vinur. Síðari árin vann hann hjá útvarpi og sjónvarpi þar sem hann sá um barnaþátt. Hann var duglegur að skrifa vinum og kunningjum hér heima. Ræktarsemi hans við aldr- aða foreldra mína, meðan þeir lifðu, sýndi hann með því að hafa reglu- legt samband með bréfum og kort- um þar sem hann ávarpaði þá sem kæra foreldra sína á íslandi. Ingebrigt kvæntist Marit Lange f. Kjellesvig árið 1965. Þau eignuð- ust einn son, Kjell Inge, og tvær dætur, Inger Johanne og Siri. Mar- it er listfeng kona og hefur haldið málverkasýningar víðsvegar um Noreg. Þegar við hjónin heimsóttum þau á þeirra fallega heimili í Osló í aprfl á síðasta ári var Ingebrigt farinn að hressast mikið eftir hjartaaðgerð sem gerð hafði verið á honum nokkrum mánuðum áður. Við sát- um yfir kræsingum og rifjuðum upp skemmtileg atvik frá skólaárunum og lék Ingebrigt þá á als oddi, en ég fann að orkan var ekki í líkingu við það sem hún hafði verið. Þegar dóttir mín, Margrét Rósa, hringdi frá Osló og tilkynnti mér andlát Ingebrigts setti mig hljóðan og ljúfar minningar, sem ekki gleymast, komu upp í hugann. Fjölskylda mín, bekkjarsystkini og aðrir vinir á íslandi senda Marit og börnunum hugheilar samúðar- kveðjur. Grímur M. Björnsson Látinn er í heimaborg sinni, Osló, Ingebrigt Davik, barnabókahöfund- ur og útvarps- og sjónvarpsmaður, gagnfræðingur frá Menntaskóian- um á Akureyri 1944, vinur og fé- lagi okkar margra sem með honum voru á þeirri tíð. Hann andaðist 29. f.m. og var jarðsettur 7. febrú- ar. Þótt liðið sé langt á fimmta tug ára síðan leiðir skildi með Ingebrigt og okkur fornvinum hans á Akur- eyri vorið 1945, um það bil sem fjórði bekkur var að ljúka prófum, verður allt eins og í gær að rifja upp þá daga og ánægjulega sam- veru í skólanum vetur eftir vetur. Síst var nýlunda, að Menntaskól- inn á Akureyri drægi að sér nem- endur af öllum landshornum og hristi saman í hópa sem aldrei hafa sundrast með öllu, þótt hver gengi sína leið að lokum. En fátítt var að útlendingar kæmu þar við sögu og samlöguðust eins og skólinn hafði lag á að koma til leiðar um samlanda, sem auðvitað var enginn merkjanlegur upprunamunur á, þótt víðsvegar væru af landinu, Ingebrigt Davik átti sér annað heimaland, hann var sýnu lengra að kominn, unglingur úr sjávar- plássi á Vesturlandinu norska, ekki ljarri Álasundi. Hann bar að landi á Akureyri með óvenjulegum hætti á tímum heimsstyijaldar. Faðir hans var skipstjóri og eigandi myndarlegs fiskibáts, kannske 70-80 lesta. Hann tók það til ráðs, gamli Davik, þegar Þjóðveijar höfðu hernumið Noreg að pakka öllu sínu fólki um borð í Koralen (en svo hét skipið) og hélt í sam- floti við annað skið og aðrar fjöl- skyldur út til hafs, fyrst hafði ver- ið fyrirhugað að fara til Norður- Noregs, en þeirri ákvörðun breytt og stefnt til Færeyja, þar sem hafst var við nokkra mánuði, en þaðan til íslands, þar sem þessar norsku sjómannafjölskyldur áttu hæli til stríðsloka. Foreldrar Ingebrigts komu sér allvel fyrir í íbúð í húsi Helga Páls- sonar við Spítalaveg, en yfirleitt urðu Norðmennirnir að gera sér þröngbýli að góðu. Karlamir voru annars á sjó, því að skipin voru leigð hernámsliði Breta og Banda- ríkjamanna til flutninga í hers þágu. Þótt Ingebrigt væri með sanni af víkingum kominn ætlaði hann t Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, ANNA ÁSTVEIG BJARNADÓTTIR, Njörvasundi 9, lést þann 9. mars sl. Jarðarförin auglýst síðar. Karl Sveinsson og börn. Þetta er minningarkort Slysavarnarfélags íslands Skrifstofan sendir þau bæði innanlands og utan. 'Þau fást með enskum, dönskum eða þýskum texta. Sími SVFÍ er 27000. Gjaldið er innheimt með gíró. sér annað hlutskipti en faðir hans, bræður og mágar. Hann vildi ekki láta aðstæður koma í veg fyrir að hann kæmist í menntaskóla. Þegar hann hafði náð sæmilegum tökum á íslensku hóf hann nám í MA haustið 1941 og varð að lokum svo fær í málinu að það var honum ekki til hindrunar, enda að upplagi góður námsmaður og eftir því ástundunarsamur. í okkar hópi skar hann sig ekki úr um annað en það sem honum var betur gefið en ýmsum öðrum, að vera listrænn og músíkalskur. Hitt er annað að ís- landsdvölin var honum ekki sú hvatning eða stoð á því sviði sem hann hefði kosið sér. Ég man að hann sagði stundum við mig þegar ég var að pæla með honum í gegn- um erfiða íslenska texta og oftast forna og ekki síður þegar hann neyddist til að skrifa íslenska og danska stíla, að hann hefði áhyggj- ur af því að fara á mis við formlegt norskunám á þessum mótunarárum sem æskuskeiðið er, því að hann fann þá þegar hjá sér köllun til að verða meira en sendibréfsfær á móðurmáli sínu eða sæmilega mæltur til daglegs brúks. Hann var skapandi listamaður í sér og skáld. Að öðru leyti gagnaðist honum ver- an í MA ágætlega. íslandsdvölin veitti honum auk þess lífsreynslu sem hann kunni vel að meta þá og síðar og var síst hversdagsleg. Ingebrigt lauk gagnfræðaprófi vorið 1944 og settist í fjórða bekk um haustið. Námið stundaði hann fram á vor, en því augljósara sem það varð að styrjöldinni var að ljúka og Noregur yrði bráðlega fijáls missti hann alla eirð til að lesa undir bekkjarpróf — sem var ann- ars ólíkt honum — og mig minnir að hann lyki því ekki, enda héldu fólki hans nú engin bönd að kom- ast heim. Koralen lagði í haf eins og hann hafði gert fimm árum fyrr og nú heim til Brattvág. Þetta hafði verið löng útilega. Ingebrigt hélt áfram mennta- skkólanámi eftir að heim kom, tók stúdentspróf frá nýmáladeild, en lauk síðar kennaraprófi. Hann nam auk þess leiklist og starfaði nokkuð við Ieikhús, en kennsla var lengst af hans aðalstarf. Hann fór snemma að semja sögur, söngvísur, lög og leikrit handa börnum og gerði þætti sem hann flutti sjálfur í barnatím- um í útvarpi og sjónvarpi, og varð af þessum verkum þjóðkunnur í heimalandi sínu. Ýmis verk hans hafa verið þýdd á önnur tungumál, þ. á m. íslensku. Sjálfur hefur hann komið fram í bamatímum Ríkisút- varpsins, þegar hann hefur verið hér á ferð, og mun ýmislegt eftir Ingebrigt vera til í fórnum útvarps- ins. Frægasta barnaleikrit Inge- brigts Daviks er Taremareby, sem fór frægðarför um Noreg og reynd- ar nágrannalöndin, þótt það væri aldrei flutt í fullri lengd á íslandi, heldur í styttri gerð í barnatímum útvarpsins undir nafninu Marar- þaraborg. Hulda Valtýsdóttir átti mestan hlut að þessum íslenska flutningi, en Kristján frá Djúpalæk þýddi söngtextana með mikilli prýði. Var Ingebrigt afar þakklátur Huldu og Kristjáni fyrir framlag þeirra til kynningar á verkum hans. Mig hefur alltaf undrað og aldrei skilið hvers vegna Mararþaraborg var ekki tekin til flutnings í íslensk- um leikhúsum. Þar hefði það þó notið sín, þar sem sögusviðið er eins íslenskt sem það er norskt, sjálft lífríki netlaganna og gmnn- miðanna gert að ævintýraheimi. Ingebrigt sleit aldrei þráðinn við ísland, einkum að því leyti sem hann var í mjög nánu sambandi við bekkjarbróður sinn, Grím Björns- son, og náið vinafólk á Akureyri. Það var líka nokkuð seigt í kynnum okkar Ingebrigts eftir því sem rækt- arsemi mín gat hrokkið til. Síðast fékk ég frá honum línu um jólin og kvartaði hann þá undan veikind- um, sem höfðu bagað hann í meira en ár, hafði fengið hjartaáfall. Ekki gmnaði mig samt að Grímur ætti eftir að segja mér andlát hans, því að satt að segja var ég að bíða eft- ir bréfí frá honum að gefnu sér- stöku tilefni frá mér, þótt ekki væri það mikils háttar. Ingebrigt Davik var fæddur í Brattvág 13. apríl 1925. Eins og áður segir var faðir hans skipstjóri og útgerðarmaður á fiskiskipi. Fiskimenn í Brattavogi vom vanir löngum útilegum á sjó, sóttu veiðar allt til Grænlands, stunduðu síld- veiði við ísland og nýttu jafnvel fisktegundir í Atlantshafi sem Is- lendingar hefðu kallað tros. Þetta vora hugaðir og framtakssamir menn, en háðu býsna harða lífsbar- áttu. Þótt Ingebrigt kysi sér annan starfsvettvang átti hann rætur í þessu sérstæða menningarsamfé- lagi sjómanna í útilegubátum. Þess- ir menn voru að vísu langtímum saman að heiman, en eigi að síður heimakærir og reglusamir. Inge- brigt var einnig heimakær í eðli sínu og reglusamur að upplagi, en hafði í sér heilmikið af náttúm trúbadúrsins sem nýtur þess að ferðast og syngja eigin vísur undir fmmsömdum lögum við undirspil lútu sinnar. Það er í rauninni hin eina frambærilega skáldatilvera. Kannske var það þess vegna að hann kvæntist fremur seint, en hjónaband hans, þegar þar að kom, og barnalánið á fallegu heimili við Munkemdsásen 26 í Osló í einu af þessum hlýlegu, norsku timburhús- um frá fyrri hluta aldarinnar, var þó sú tilvera sem hæfði sviðsmann- inum Ingebrigt Davik best, enda kunni hann sér ekki læti í því hlut- verki. Við gömlu skólafélagamir á Ak- ureyri minnumst Ingebrigts með hlýju, fráfall hans vekur söknuð eftir góðan vin og eftirsjá eftir æskutíðinni. Við þökkum honum fornan félagsskap, sem er að vísu löngu liðinn, en reynist dijúgur í minningunni. Eftirlifandi eiginkonu hans, Marit Lange Davik, og börn- um þeirra þremur em færðar inni- legustu samúðarkveðjur íslenskra vina. Ingvar Gíslason t Ástkær eiginmaður minn, ÞÓRÐURPÁLMASON fyrrv. kaupfélagsstjóri, Borgarnesi, til heimilis á Kvisthaga 17, Reykjavík, lést í Landspítalanum aðfaranótt 10. mars. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Geirlaug Jónsdóttir. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSTA VALDIMARSDÓTTIR, Grænukinn 28, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju fimmtudaginn 14. mars kl. 13.30. Reynir V. Dagbjartsson, Fjóla V. Reynisdóttir, Erlendur Ingvaldsson, Guðiaug Reynisdóttir, Guðbjartur Heiðar Reynisson, Bryndís Reynisdóttir, Eiríkur Haraldsson, Sverrir Reynisson, Soffía Matthíasdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.