Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1991 17 Ályktað um skóla-, umhverf- is, jafnréttis- og orkumál HÉR fer á eftir útdráttur úr ályktununi landsfundar um skóla- og fræðsiumál, umhverfismál, jafnréttis- og fjölskyldumál og orkumál. Lausaganga búfjár verði almennt óheimii í ályktun um umhverfismál mótar landsfundur stefnu sína með tilliti til hinna sérstæðu aðstæðna íslands: Náttúra landsins sé viðkvæm fyrir hvers kyns raski, þ.m.t. ógætilegri umgengni og mengun. Gróðurlendi landsins sé aðeins lítill hluti þess sem var. Náttúrulegar aðstæður bjóði upp á mikla möguleika til að efla land- kosti og fegra umhverfið. Lífríki hafsins sé mikilvægasta auðlind þjóðarinnar. Varnir gegn mengun hafsins og sjálfbær nýting auðlinda þess eigi að njóta forgangs í umhverfismálum. ímynd hreinleika ytra umhverfís og bætt umgengni við landið sé meðal undirstöðuatriða fyrir öflugri stöðu matvælafram- leiðslu og ferðaþjónustu í landinu. Meðal þess sem sérstaklega er til- tekið er að skógrækt, landgræðsla og gróðui’vernd verði aukin. Ein- staklingar og samtök verði styrkt með beinum framlögum til land- græðslu og skógræktar; mótuð verði stefna um raunhæfa nýtingu lands og eðlilega endurheimt landkosta, þar- sem sameinuð verði náttúru- verndarsjónarmið og þjóðhagsleg hagkvæmni. Viðkvæm landsvæði verði friðuð fyrir ágangi búfjár. Al- mennt gildi sú regla að lausaganga búfjár verði óheimil nema á þeim stöðum og á þeim tíma þegar sýnt þykir að hún rýri ekki landgæði. Framlög til umhverfisrannsókna verði aukin. Gert verði stórátak í frárennslismálum og sorphirðu og til þess nýttir kostir einkaframtaksins án ofstýringar opinberi'a aðila. Is- lendingar taki aukinn og virkan þátt í samstarfi ríkja á alþjóðavettvangi tit verndar umhverfinu. Sjálfstæði sveitarfélaga og samtaka þeirra í umhverfismálum verði eflt og þeim gert kleift að annast þessi mál í enn meira mæli en nú er. Sveitarstjórnum verði falin málefni grunnskólans „Stefna Sjálfstæðisflokksins í skóla- og fræðslumálum byggist á því megininntaki sjálfstæðisstefn- unnar að einstaklingurinn skuli móta þjóðfélagið og að foreldrar eða for- ráðamenn beri ábyrgð á mótun ein- staklinganna þar til þeir verða sjálf- ráða,“ segir í ályktun um skóla- og fræðslumál. „Það er stefna Sjálf- stæðisflokksins að hið opinbera tryggi að allir eigi kost á menntun við sitt hæfí og hafí jafnan rétt til menntunar án tillits til efnahags, búsetu eða fötlunar. Fræðsluskylda hins opinbera skal framkvæmd með þeim hætti að skólar þess og einka- skólar geti starfað hlið við hlið,“ seg- ir ennfremur. Þá segir að frumkvæði einstakl- ingsins sé ekki síður mikilvægt í skólastarfínu en í öðrum greinum þjóðlífsins. Það að draga úr miðstýr- ingu menntakerfisins hvað varði rekstur, fjármagn, stjórnun, hug- myndir, námskrá, kennsluefni og kennsluaðferðir sé forsenda þess að starfskraftar skólastjórnenda og kennara nýtist sem skyldi. Megin- hlutverk menntamálaráðuneytis eigi að vera að leggja stjórnendum og kennurum til upplýsingar en ekki að stjórna störfum þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn vill fela sveitarstjómum alfarið málefni grunnskólans enda megi ætla að með þeim hætti verði kröfum samtímans um einsetinn grunnskóla, samfelldan skóladag og lengingu skólatíma yngstu nemendanna best sinnt. „íslensk háskóla-, sérskóla- og framhaldsmenntun þarf að vera öflug og í samræmi við alþjóðlegar kröfur. Sérstaka áherslu ber að leggja á að styrkja stöðu vísinda og rannsókna og náið samstarf við at- vinnulífið. Hafa ber í huga að íslend- ingar þurfa jafnan að sækja þekk- ingu til stórþjóða til að fylgjast með framþróun og til að þjálfa æskufólk í alþjóðlegum samskiptum," segir í lok ályktunarinnar. í ályktun um jafnréttis- og fjöl- skyldumál segir að Sjálfstæðisflokk- urinn leggi nú sem fyrr áherslu á nauðsyn þess að atvinnulífið lagi síg að þörfum fjölskyldunnar. Margt megi betur fara í jafnréttis- og fjöl- skyldumálum. Lögð er áhersla á að barnabætur fari fram í gegnum skattakerfið og fari stiglækkandi eftir því sem börn nálgast skólaald- ur. Fjölbreytni í rekstri og uppbygg- ingu dagvistarheimila vei-ði aukin. Tengsl skóla og heimila verði efld. Tryggja þurfi áhrif foreldra á stjórn skóla. Nauðsynlegt sé að koma á samfelidum skóladegi og aðstöðu fyrir og aðstoð við heimanám. Lífeyr- isréttindi verði sameign hjóna. Með- lagsgreiðslur miðist við raunveruleg- an framfærslukostnað bama. Hjón á ellilífeyrisaldri fái ellilífeyri sem tveir einstaklingar. Sjálfstæðisflokkurinn telur nauðsynlegt að í íslenskum lög- um finnist heimildarákvæði um sam- eiginlega forsjá aðskildra foreldra yfir börnum en velferð barna verði ávallt höfð í fyrirrúmi. Aukin nýting vatnsorku og jarðhita í ályktun um orkumál er lögð megináhersla á aukna nýtingu vatns- orku og jarðhita til arðbærrar atvinn- ustarfsemi. Komi til eignarhalds er- lendra aðila á virkjunum skuli það vera tímabundið. Lög um fjárfesting- ar erlendra fyrirtækja skuli miða við að meðalstór fyrirtæki í orkufrekum rekstri geti hafið starfsemi án sér- laga. Eignarréttur á jarðhita skuli fylgja landareign. Skipulag orku- veitna verði tekið til endurskoðunar. Því hlutverki verði létt áf ríkinu að annast dreifíngu raforku í landinu enda sé það eðlilegt hlutverk sveitar- félaga. Stefnt skuli að því að orku- veitur verði reknar sem almenn hlut- afélög. Ráðstafanir sem kunna að verða gerðar til lækkunar á húshitun- arkostnaði skuli gerðar með beinum framlögum en ekki brenglun á orku- verði. #1116» ÍBðtim Mlt mstMIIT! Sýndu lit og þú fœrð hann í málningardós. Sért Jdií með á hreinu hvaða litur fellur þér vel í geð er það orðið minnsta mál í heimi að útvega slíka málnjtigu. sterka og endingargóða. - HYGÆA máiningarkerfið frá Dánmörku sér til þess. Þú kemur einfaldlega til okkar með einvern handhæg- an hlut sem ber litinn góða: Bók, umbúðir, skyrtu, ljósmynd, varalit - hvað sem er - og næmt litgrein- ingarauga málningarkerfisins greinir samsetning- una. Eftir augnablik er málningin þín tilbúin! Og HYGÆA málningarkerfið sér við þeim allra kröfuhörðustu -það erul2.7 milljónir litbrigða í boði! Óskir þú þess gerir tækið tillögu að litum sem falla við þann upphaflega. Þetta fullkómna málningar- kerfi varðveitir síðan litauppskrift þína svo þú getur gengið að henni vísri á morgun eða eftir 10 ár - hvenær sem er! Einfalt, ótrúlegt og satt. - Rétti liturinn! urinn friLBOÐÍ I AUAR HYGAA VORUR: 25%AFSLATTUR fÍL 24. NVARS Síðumúla 15, sími 84533 HVÍTA HÚSIÐ / SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.