Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 29
'MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAQUR 12.'MARZ’ 1991 29 Kúrdar treysta tök- in í norðurhluta Iraks Leiðtogar íraskra kúrda í leynilegum viðræðum við tyrknesk stjórnvöld Diyarbakir, Ankara, London. Reuter, The Daily Telegraph. UPPREISNARMENN úr röðum Kúrda náðu í gær borginni Irbil í norðurhluta íraks á sitt vald eftir mjög harða bardaga við hersveit- ir hliðhollar Saddam Hussein forseta, að sögn kúrdískra útlagasam- taka. Sömuleiðis sögðust uppreisnarmenn hafa treyst tök sín i Sulaimaniya og hafa nokkrar borgir til viðbótar á valdi sínu. tals eru Kúrdar í þessum löndum um 25 milljónir. Hermt er að tugþúsundir pes- hmerga - kúrdískra andspymu- manna, sem flýðu til Tyrklands eftir eiturvopnaárás heija Sadd- ams á Kúrdabyggðir í Irak árið Þá skýrði Turgut Ozal Tyrk- landsforseti frá því í gær að tyrk- neskir embættismenn hefðu átt leynilegar viðræður í síðustu viku við Jalal Talabni, leiðtoga þjóðern- isbandalags Kúrdistans (PUK) og sendifulltrúa Masouds Barzani, leiðtoga Lýðræðisflokks Kúrdist- ans (KDP). Er það í fyrsta sinn sem tyrknesk stjórnvöld eiga við- ræður við fulltrúa Kúrda, en und- anfarin sjö ár hafa þau átt í átök- um við kúrdíska aðskilnaðarsinna sem byggja suðausturhluta Tyrk- lands. Um 10 milljónir Kúrda búa í Tyrklandi og 5 milljónir í norður- hluta Iraks. Ennfremur era Kúrda- byggðir í Sýrlandi og íran en sam- 1988 - vilji fara til íraks til aðstoð- ar uppreisnarmönnum. Það geta þeir ekki án leyfist stjórnvalda í Ankara, höfuðborg Tyrklands. Hermt er að þúsundir Kúrda sem kallaðir hafa verið í heri Sadd- ams hafi gerst liðhlaupar og geng- ið til liðs við uppreisnarmenn í norðurhluta íraks. Salih Huseyin, talsmaður uppreisnarmanna, sagði Kúrda efins um að barátta þeirra fyrir sjálfsforræði skilaði árangri fyrr en stjórn Saddams hefði verið steypt. „Það er okkur ekki kapps- mál að breyta landamærum íraks, við viljum einungis koma á lýðræði innan þeirra,” sagði hann. Frelsinu fagnað Reuter Kúveisk kona gengur með fána Bandaríkjanna á götu í Kúveitborg í gær. Hundruð Kúveita koma saman á degi hveijum við bandaríska sendiráðið í borginni til að fagna nýfengnu frelsi eftir hernám íraka. Arafat segir 6.000 Palestínu- menn í fangelsum í Kúveit Linares-mótið: Kamskíj tapar enn Linares. Reuter. SOVÉSKI stórmeistarinn Val- eríj Salov sigraði Gata Kamskíj, 16 ára gamlan bandarískan stórmeistara, í 10. umferð alþjóðaskákmóts- ins í Linares á sunnudag. Tók það Salov 90 leiki að knýja fram sigur. Var þetta fyrsta sigurskák Salovs á mótinu en ásamt breska stórmeistaranum Jonathan Spe- elman hefur hann gert flest jafn- 'tefli, eða samtals sex. Hins vegar var þetta áttunda skákin sem Kamsky tapar en hann er í neðsta sæti með 1,5 vinninga. Er hann yngsti stór- meistari heims. Madrid, Lundúnum, Amman. Rcuter. YASSER Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO), sagði í viðtali, sem spænska dagblaðið E1 Pais birti í gær, að 6.000 Palestínumenn hefðu verið hnepptir í fangelsi í Kúveit. Aðrir hefðu verið drepnir og flestum Palestínumönnum væri neitað um atvinnu í landinu. „Við látum það ekki viðgangast að Kúveitar hefni sín á Palestínu- mönnum,” sagði Arafat. „Við höf- um sent bréf til Sameinuðu þjóð- anna, leiðtoga arabaríkja og Rauða krossins. Þetta er okkar þjóð. Við verðum að vernda hana,“ bætti hann við. Um 400.000 Palestínumenn bjuggu í Kúveit fyrir innrás íraka í landið 2. ágúst. Rúmur helmingur þeirra fór fljótlega úr landinu, en nokkrir þeirra sem voru þar áfram hafa verið sakaðir um að hafa að- stoðað íraska hernámsliðið. Leið- togar PLO, sem studdu Saddam Hussein íraksforseta í stríðinu fyrir botni Persaflóa, hafa áður varað við því að Palestínumenn kynnu að sæta ofsóknum í Kúveit. Saad al-Abdulla al-Sabah, for- sætisráðherra Kúveits, hefur vísað því á bug að Palestínumenn hafi verið handteknir eða pyntaðir eftir að stríðinu lauk. Michael Weston, sendiherra Bretlands í Kúveit, sagði hins vegar í gær að kúveiska öryggislögreglan hefði farið illa með Palestínumenn, sem grunaðir eru um að hafa að- stoðað íraska hernámsliðið. Hann sagði að þótt enginn vafi léki á því að einhveijir Palestínumenn hefðu unnið með írökum hefði mikill meirihluti þeirra sýnt Kúveit holl- ustu. Mörgum Palestínumönnum, sem flúðu til Jórdaníu, er mjög í mun að komast aftur til Kúveits þrátt fyrir viðvaranir um að þeir kynnu að sæta þar ofsóknum. Palestínu- menn koma saman á degi hveijum við kúveiska sendiráðið í Amman og veifa þar fána Kúveits til að fagna frelsun landsins. Talsmenn sendiráðsins segja hins vegar að engum sé leyft að snúa aftur til Kúveits, ekki einu sinni kúveiskum borgurum. Reuter James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heilsar Hosni Mubar- ak, forseta Egyptalands, í Kairó í gær. Esmat Abdel-Maguid, kvað engar nýjar hugmyndir um hvernig leysa mætti deilu ísraela og Arabaríkj- anna hafa komið fram á fundinum með Baker en lagði hins vegar áherslu á að viljann vantaði ekki. Menn væru sannfærðir um gildi þess að reyna að miðla málum og nú væri lag þar sem ný staða væri komin upp í Mið-Austurlöndum eft- ir ósigur Iraka í Persaflóastyijöld- I / i | i ' ) I I / * r / / JJjn wmJSJ WzJJWmZJ Fáðu sendan bækling Veraldar og verðskrá yfir málaskóla. Á einum stað getur jbú nú fundið allar upplýsingar um marga þekktustu málaskóla heimsins. ^ ÉOaoO Spánn ^ CeWífci Malaga — Madrid — Barcelona — Salamanca I INTERNATIONAL ^ NORD ANGLIA I Bournemouth —Oxford — Cambridge flofi England London — Brighton Þýskaland Köln — Konstanz — Munchen Frakkland París — Nice — Montpellier íialla Florence Bandaríkin New York — San Francisco — Washington — Miami momDsmiN ~r mm AUSTURSTR&TI 17, SIMI 62 22 00 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.