Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 41
41 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1991 Hægtbatnar eftir ViktorA. Guðlaugsson Ágætur lesendur. Mikið óskaplega er ég orðinn langþreyttur á að starfa við þau skilyrði, sem íslenska grunnskó- lanum era búin og það sambland af ofstjórn og stjórnleysi, sem ein- kennir yfirstjórn menntamála um þessar mundir. Þessum dapurlegu hugsunum mínum til áréttingar langar mig að sýna ykkur nokkur dæmi, er undirstrika það ráðleysi, sem ríkir á vettvangi íslenskra skólamála sem mér finnst að nú hafi náð hámarki ef ég miða við þau 25 ár, sem ég á brátt að baki í skóla- starfi. Álit umboðsmanns alþingis Laust eftir skólabyijun í haust kom það álit frá umboðsmanni alþingis að líklega væri óheimilt að láta nemendur eða forráða- menn þeirra greiða fyrir náms- bækur eða annað efni, sem fylgdi skólastarfi grunnskóla. Um ára- tugi hefur það tíðkast að nemend- ur hafa greitt fyrir ýmsar kennslubækur í valgreinum svo og fyrir ýmis konar ítarefni og í nokkram tilvikum vegna bóka, sem kennarar eða einstakir skólar hafa kosið að nota fremur en það efni, sem gefið hefur verið út af Námsgagnastofnun. í flestum til- vikum hefur þó verið um tiltölu- lega lágar fjárhæðir að ræða. í raun höfðu menn alltaf vitað að með tilliti til laganna bókstafs væra þessar innheimtur vafasam- ar. Hins vegar höfðu engir komið auga á einfalda leið til að komast hjá þeim, þar sem Námsgagna- stofnun hefír ekki til úthlutunar allt það efni, sem skólarnir þurfa að nota og ekki er í önnur hús að venda til að fjármagna kaup á kennsluefni. Á liðnum árum hafa kröfur til skólanna sífellt aukist m.a. um kennslu ýmissa nýrra kennslu- greina og einnig hefur verið lögð áhersla á að auka á fjölbreytni í skólastarfi. Ráðaleysi í ráðuneytinu Eins og fyrr segir var skóla- starf hafíð, þegar umrætt álit var birt. Fjölmiðlar kepptust í nokkra daga um að gera sér úr því frétta- mat á þeim forsendum að skölarn- ir hefðu um langt skeið brotið rétt á nemendum og forráðamönnum þeirra. Menntamálaráðherra var í fyrstu lítt afgerandi um málið og fyrst hinn 13. nóv. gaf ráðuneytið út úrskurð þess efnis að óheimilt væri að láta nemendur kaupa námsgögn eða greiða efnisgjöld. Þá höfðu auðvitað flestir skólar látið nemendur greiða einhvern slíkan kostnað enda skólastarf löngu hafið. Ekki fylgdi þessu til- ski-ifi orð um það hvernig ráðu- neytið hygðist mæta þörfum skól- anná fyrir umrætt kennsluefni. Og þannig standa málin enn þegar þetta er ritað um miðjan janúar 1991. Skólarnir fá ekki námsgögn Skólarnir eru nú að komast í þrot. Það námsefni, sem ekki er á úthlutunarlistum Námsgagna- stofnunar, fæst ekki keypt. Náms- gagnastofnun hefur í engu sveigt sig að þessum breyttu aðstæðum og rökstyður það með því að hún hafi ekki fengið fjárveitingar frá ríkinu í þessu skyni. Stofnun- in hafnar að hafa milligöngu um kaup á ýmsu því efni, sem boðið er á fijálsum markaði og skólarn- ir þurfa að nota. Skai nú nefnt eitt dæmi þessu til skýringar. Ég sendi Námsgagn- astofnun bréf hinn 2. desember, þar sem ég óskaði eftir því að stofnunin útvegaði skólanum bók- ina „Veðrið“ eftir Pál Bergþórsson veðurfræðing en þetta er kjörin bók til kennslu á unglingastigi og fellur vel að námskröfum skól- anna. Nota átti bókina í einum árgangi unglingastigsins og kost- aði hún á frjálsum markaði um 680 krónur. Með bréfi dags. 8. janúar 1991 hafnaði stofnunin kaupum á þessu efni og rökstyður það eins og að framan greinir með fjárskorti. í niðurlagi bréfsins er þess hinsvegar látið getið að Námsgagnastofnun hafi gefið út vinnuhefti með þessari sömu bók, sem að sjálfsögðu sé falt skólunum. Með öðrum orðum vill stofnunin selja okkur vinnuhefti með kennslubók, sem hún hafnar að útvega. Er hægt að komast lengra í stjórnkænskunni? Og er það furða, þótt gangi framaf skólamönnum, sem eftir aldarfjórðungs stapp við kerfið kalla þó hreint ekki allt ömmu sína. Á liðnum árum hafa skólarnir keypt ýmis konar efni á frjálsum markaði, sem oft hefur verið hið besta kennsluefni. Nú er þetta ekki lengur kleift og skólamir standa frammi fyrir því að geta ekki keypt grannbækur í fjölmörg- Viktor A. Guðlaugsson „Ekki fylgdi þessu til- skrifi orð um það hvernig ráðuneytið hygðist mæta þörfum skólanna fyrir umrætt kennsluefni. Og þannig standa málin enn.“ um námsgreinum og að vera ofur-' seldir því efni sem Námsgagna- stofnun býður, hvort sem kennur- um þykir það boðlegt eður ei og hvort sem aðrir valkostir bjóðast. m Einokun — ótrúleg tímaskekkja Einokun af þessu tagi er nú lík- lega að verða fáheyrð í þessu landi og líklega þarf að leita um lang- veg til að finna hliðstæður. Á sama tíma talar ráðherra menntamála fjálglega um aukið frelsi til handa skólum og lætur gera skólastefnu þar sem á þetta er lögð sérstök áhersla. Vissulega fær skrattinn þarna sitt skemmtiefni á meðan skólarn- ir í landinu fá ekki námsefni. Hér þarf að taka til hendinni. Aflétta þarf þessari einokun þegar í stað. Skólarnir í landinu verða að fá ráðstöfunarrétt yfir því fjár- magni sem varið er til kaupa á kennslugögnum a.m.k. að veru- legu leyti. Skólarnir eiga og verða að hafa frelsi til að velja sjálfir það námsefni, sem þeir vilja nota á hveijum stað og tíma. Það eitt samræmist þeirri lýð- ræðishugsjón, sein við flest viður- kennum og þeirri lýðræðisþróun, sem við sem betur fer höfum séð á mörgum sviðum þjóðlifsins hin síðari ár. Höfundur er skólastjóri Arhæjnrskóla í Reykjavík. ★ Pitney Bowes- póstpökkun Mjög hentug fyrirtækjum, bæjartélögum, stofnunum Brýtur blaöið, setur í umslag og lokar því ■% OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • 105 Reykjavlk Símar 624631 / 624699 Nýborg; Marmari nnnr frákr. úclll Veggflísar iQof frákr. IZol Gólfflísar ^ imi frá kr. | OOI Gólfspartl QQnf 25 kg. frá kr. cwlll Flísalím nm 25 kg. frá kr. UUI •æ 941 Gegnheilt mosaik Parketlím CQm 25 kg. frákr. DðUI Vandaðar vörur á betra verði. Nýborg; Skútuvogi 4, sími 82470 MEÐ HYBREX FÆRÐU GOTT SÍMKERFI OG ÞJÓNUSTU SEM HÆGT ER AÐ TREYSTA. H YBREX AX er eitt fullkomnasta tölvustýrða s í m- kerfið á markaðnum í dag. Auðvelt er að koma því fyrir og það er einfalt i notkun. HYBREX er mjög sveigjanlegt í stærðum. DÆMI: (AX 8)1- 4bæjarlínur-Alltað8símtæki (AX32) 1 -32 bæjarlínur—Allt aö 192símtæki Möguleikarnir eru ótæmandi. HELSTU KOSTIR HYBREX •Islenskur texti á skjóm tækjanna. •Beint innval. íslenj t i j •Hægt er að fá útprentaða mjög nákvæma sundurliðun þ.e. tími, lengd, hver og hvert var hringt osfr. •Sjálfvirk simsvörun. •Hægt er að láta kerfið eða tæki hringja á fyrirfram- ákveðnum tíma. •Hjálparsími ef skiptiborðið annar ekki álagstimum. • Sjálfvirk endurhringing innanhúss sem blður þar til númer losnar. •Mjög auðvelt er að nota Hybrex fyrir símafundi. •Hægt er að tengjaTelefaxtæki við Hybrex án þess að það skerði kerfið. •Hægt er að loka fyrir hringingar i tæki ef menn vilja frið. •Innbyggt kallkerfl er í Hybrex. HeimilistæKi hf Tæknideild, Sætúni 8 SÍMI6915 00 'saMuntjim •Langlínulæsing á hverjúm og einum sima. OKKAR STOLT ERU ÁNÆGÐIR VIÐSKIPTAVIMIR Borgarteikhúsið Gatnamálastjóri Reykjavikur Gúmmívinnustofan islenska óperan Landsbróf hf. Morgunblaðið, augi. Samband íslenskra sveitarfólaga Securitas Sjðvá-Almennar otl. otl. ofl. HELDUR BETUR! IJ va J ílUiUilUinÍÍiti 1->|J.Uiml Ml
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.