Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1991 Næststærsta ferða- málafyrirtæki Bret- lands hættir starfsenii St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FERÐAMÁLAFYRIRTÆKIÐ, International Leisure Group, var sett undir stjórn fjárhaldsmanna sl. föstudag. Tugþúsundir Breta voru strandaglópar á flugvöllum vegna þessa um helgina. Þetta ferðamálafyrirtæki, sem var hið næststærsta á sínu sviði í Bretlandi, rak flugfélagið Air Europe. Allar vélar þess voru kyrr- settar þegar í stað. 12 þúsund manns, sem áttu pantað flugfar með félaginu um helgina, urðu strandaglópar. Stórum hluta þeirra var útvegað far með öðrum flugfélögum. Um 25 þúsund manns voru á vegum fyrirtækisins erlendis. Ekki er ljóst enn, hvemig þeir komast heim til sín. Um helgina kom í Ijós, að sam- gönguráðuneytinu var kunnugt um vandræði félagsins fyrir tíu dögum. Þingmenn hafa krafist yfirlýsingar ráðuneytisins um, hvers vegna ekki var gripið í tau- mana fyrr. Breska flugmálaráðið gefur út rekstrarleyfí fyrir flugfé- lög. Það hefur einnig verið gagn- rýnt fyrir að hafa ekki svipt flugfé- lagið rekstrarleyfí. Talsmaður ráðsins sagði, að það hefði ákveðið að bíða og sjá, hvort fyrirtækinu tækist að afla sér láns- fjár _eða fá nýtt fé inn í fyrirtæk- ið. Á miðvikudagskvöld var ljóst, að svo yrði ekki. Flugmálasérfræðingar segja, að samdrátturinn í bresku efnahags- lífí, stríðið fyrir botni Persaflóa og háir vextir hafi riðið fyrirtæk- inu að fullu. Önnur ferðamálafyrir- tæki standi tæpt, en geti búist við auknum viðskiptum í kjölfar þessa. Keuter Tugþúsundir Moskvubúa söfnuðust á sunnudag saman á Manats-torgi við múra Kremlar og kröfðust afsagnar Gorbatsjovs. Fjöldamótmæli í Moskvu gegn Gorbatsjov: Jeltsín lýsir yfir stríði á hendur Moskvustjórninni Slóvakía: Fjölmenn mótmæli aðskilnað- arsmna Prag. Reuter. TUGÞÚSUNDIR manna komu saman í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu, í gær og kröfðust þess að Tékkó- slóvakíu yrði skipt upp í tvö sjálfstæð ríki. Eru þetta tal- in ein fjölmennustu mótmæli aðskilnaðarsinna til þessa en þeir hafa mjög látið til sín taka á undanförnum vik- um og mánuðum. Sjónarvottar töldu að 20.000 manns hið minnsta hefðu tekið þátt í fjöldafundin- um sem samtök aðskilnaðar- sinna, Matica Slovenska, boð- uðu til. Fundarmenn lýstu yfír stuðningi við hugmyndir sem fram hafa komið um að komið verði á fót sérstökum seðla- banka Slóvakíu og öðrum slik- um stofnunum og létu í ljós vandlætingu sína er nöfn emb- ættismanna er starfa á vegum stjómvalda í Prag voru lesin upp. Suður-Afríka: Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. TALIÐ er að allt að hálf milljón manna hafi tekið þátt í mótmælum í miðborg Moskvu og öðrum borgum Sovétríkjanna um helgina sem beindust gegn Míkhaíl Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna, og stjórnar- stefnu hans. Mótmælendur lýstu yfir stuðningi við Borís Jeltsín, for- seta Rússlands, og „stríðsyfirlýsingu“ hans á hendur Moskvustjórn- inni. I ræðu sem hann flutti á mótmælafundi sl. laugardag sagði Jeltsín að lýsa ætti stríði á hendur þeirri forystu sem leitt hefði þjóðina út í ógöngur. Gífurleg fagnaðarlæti brutust út er segulbands- upptaka með ræðu Rússlandsforseta var spiluð á mótmælafundinum. „Burt með Gorbatsjov" og „Jeltsín, Jeltsín,“ hrópaði mannfjöldinn rétt fyrir utan Kremlarmúra og veifaði hvítum, rauðum, bláum fán- um Rússlands frá því fyrir byltinguna. Fjölmennustu mótmælin voru í Moskvu og er talið að um 250.000 manns hafí tekið þátt í þeim. Þá tóku um 70.000 þátt í mótmælum í Leningrad og 7.000 í Kiev. Mót- mælafundir voru einnig haldnir í Ijölmörgum öðrum borgum. Barátta þeirra Gorbatsjovs og Jeltsíns hefur farið sífellt harðnandi að undanförnu og virðist nú vera að ná hámarki sínu rétt fyrir þjóðar- atkvæðagreiðslu um sáttmála um framtíðarfyrirkomulag sovéska ríkjasambandsins og tengsl lýðveld- anna við miðstjómarvaldið í Moskvu. Mótmælin um helgina eru talin vera þau fjölmennustu sem haldin hafa verið gegn Gorbatsjov. Námamenn í Sovétríkjunum greiddu í gær atkvæði um hvort þeir ættu að efna til allsherjarverk- falls. Fjöldi námamanna hefur að undanfömu verið í verkfalli, sumir allt að tíu daga, og hefur það haft veruleg áhrif á efnahagslíf lands- ins. Niðurstaða atkvæðagreiðslunn- ar liggur fyrir í dag. Breska sjónvarpið, BBC, skýrði Jóhannesarborg. Reuter. 49 MANNS biðu bana í átökum stríðandi fylkinga suður-afrískra blökkumanna í þremur hverfum í Jóhannesarborg síðustu þijá daga. Adriaan Vlok, ráðherra lögregl- umála, veitti lögreglunni heimild til að stórauka eftirlit í hverfunum, þar á meðal Soweto, til að binda enda á blóðbaðið. Átökin hófust við gistiheimili farandverkamanna, sem styðja Inkatha-frelsisflokk Mangosuthus Buthelezis, höfðingja Zulumanna. Þeir börðust þar við fylgismenn Afríska þjóðarráðsins (ANC) með bareflum og spjótum. Nokkrir stuðningsmenn ÁNC voru dregnir inn í gistiheimilið og drepnir þar. Leiðtogar ANC og Inkatha komu saman um helgina til að leita leiða til að binda enda á átök- in. Um 3.500 manns hafa beðið bana í átökum milli stuðnings- manna hreyfinganna á undanförn- um þremur árum. í fréttum sínum á sunnudag frá sovéskri leyniskýrslu frá Gosplan, áætlunarstofnun ríkisins, um ástand efnahagsmála. í skýrslunni kom m.a. fram að þjóðarframleiðsla Sovétríkjanna gæti dregist saman um 11,6% á þessu ári og að landið væri á leið inn í efnahagslegt og pólitískt hyldýpi. Talsmaður Gos- plan, sagði í gær að skýrsla þessi væri úrelt. Reuter Einn mótmælendanna ræðir við liermann úr sérsveitum sovéska inn- anríkisráðuneytisins. 49 falla í bardögum stríð- andi fylkinga blökkumanna Friðarfrumkvæði Bandaríkiastjórnar í Mið-Austurlöndum: Almennur stuðningur við markmið áætlunarinnar Arabaríkin vilj'a að tafarlaust verði boðað til alþj'óðlegrar friðarráðstefnu Riyadh. Reuter, The Daily Telegraph. RÍKISSTJÓRNIR þeirra átta arabarílya er studdu Bandaríkin í Pers- aflóastyijöldinni hafa lýst yfir almennum stuðningi við þau mark- mið sem fram koma í áætlun Bandaríkjastjórnar um leiðir til að tryggja friðinn í þessum heimshluta. Kom þetta fram á fundi sem utanríkisráðherrar ríkja þessara áttu með James Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, í Riyadh í Saudi-Arabíu á sunnudag. Þótt sam- staða hafi náðst um markmiðin greinir menn hins vegar á um með hvaða hætti beri að taka á deilumálum ríkjanna í þessum heims- hluta og þá einkum og sér í lagi deilu ísraela og Palestínumanna. Fundinn með Baker sóttu ut- anríkisráðherrar Sýriands, Egypta- lands, Saudi-Arabíu, Bahrain, Kúv- eit, Oman, Qatar og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Baker kynnti á fundinum hugmyndir Bandaríkjastjórnar um hvemig tryggja megi friðinn í þessum heimshluta. Þær kveða á um að efnahagssamvinna ríkja í Mið-Aust- urlöndum verði aukin, komið verði á fót nýju öryggiskerfi og gerðar verði ráðstafanir til að hefta frek- ari vígvæðingu. Fjórði liður áætlun- arinnar gerir síðan ráð fyrir því að leitað verði leiða til að setja niður deilu Palestínumanna og ísraela. Baker sagði eftir fundinn að al- menn samstaða hefði ríkt um þijú fyrstnefndu atriðin en gaf til kynna að menn greindi á um hvernig stuðla bæri að friðsamlegri lausn Palestínumálsins. Farouq al-Shara, utanríkisráðherra Sýrlands, sagði að arabaríkin teldu eðlilegt að boð- að yrði þegar í stað til alþjóðlegrar friðarráðstefnu á vettvangi Samein- uðu þjóðanna. Þessu hafa stjórnvöld í ísrael þráfaldlega hafnað en af- staða ráðamanna í Bandaríkjunum þykir nokkuð óljós. Þeir hafa sagt að slík ráðstefna kynni að reynast gagnleg en hafa forðast að nefna ákveðin tímamörk í þessu viðfangi. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra í Evrópu hafa hins vegar ít- rekað hvatt ísraelsk stjórnvöld til að fara að ályktunum Sameinuðu þjóðanna og gefa eftir Vesturbakk- ann, Gaza-svæðið og Gólan-hæðirn- ar en þessi svæði hernámu ísraelar í sex daga stríðinu árið 1967. Bandarískir ráðamenn vísuðu til þessara samþykkta Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku er þeir boð- uðu að gerð yrði ný tilraun til að leysa deilu ísraela og nágrannaríkja þeirra. ísraelar hafa margoft hafn- að þessum samþykktum og gerðu það enn á ný í síðustu viku er þeir lýstu yfír því að ekkert nýtt væri að finna í tillögum Bandaríkja- stjórnar. Utanríkisráðherra Egyptalands,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.